Morgunblaðið - 06.10.1999, Blaðsíða 46
‘46 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dagur frímerkisins 1999
FRÍMERKl
* Frímerkjasýning í Síðumúla 17.
NÆSTKOMANDI fimmtudag, 7.
þ.m., verður haldinn Dagur frímerk-
isins 1999. Er þetta í annað skiptið,
sem hann er haldinn í samvinnu við
Islandspóst hf. Af því tilefni kemur
að vanda út smáörk þennan dag með
yfírverði, sem rennur í Frímerkja-
og póstsögusjóð, en hann styrkir
rannsóknarstarf varðandi íslenzka
póst- og frímerkjasögu. Myndefni
þessarar arkar er sótt til Skagafjarð-
ar. Hönnuður arkarinnar er Hlynur
Ólafsson, en myndefnið er teikning
eftir danskan listmálara, Carl Emil
Baagöe (1829-1902), sem dvaldist
hér landi á árunum 1856-1857 og
teiknaði margar myndir á ferðum
sínum. Er myndin af dönsku kaup-
mannaskipi, svonefndu Hofsósskipi,
en nafn þess er ekki þekkt, segir í
tilkynningu Póstsins. I baksýn má
sjá Drangey og Þórðarhöfða, Skipið
prýðir sjálft frímerkið, sem er 200
kr. til burðargjalds, en 50 krónur er
yfirverðið. Þannig kostar örkin 250
krónur.
Örkin er offset-prentuð hjá Cartor
S/A.
Þennan sama dag koma einnig út
tvö frímerki til að minnast þess, að
Reykjavík verður ein af níu menn-
ingai’borgum Evrópu árið 2000. Á
dagskrá verða um 200 viðburðir und-
ir yfirskriftinni „Menning og nátt-
úra“. Segir í tilkynningu Póstsins, að
þetta verði „einn viðamesti menning-
arviðburður í sögu íslenzku þjóðar-
innar“. Hönnuðir merkjanna eru
Hany Hadaya/Erró. Þau er einnig
prentuð hjá Cartor S/A.
Frímsýn 99
I tengslum við Dag frímerkisins
verður sama dag opnuð lítil frí-
merkjasýning, FRÍMSÝN 99, í
húskynnum Félags frímerkjasafnara
í Síðumúla 17. Hefst hún kl. 17 og
verður opin tii kl. 21. Á föstudag verð-
ur hún svo aftur opin á sama tíma,
eða frá kl. 17-21 og loks á laugardag
írá kl. 11-17, en þá iýkur henni.
Sýningin er haidin í samvinnu við
íslandspóst hf. og verður reynt að
hafa sýningarefnið fjölbreytt, enda
þótt sýningarrammar verði ekki
nema rúmlega 30. Þar verður ýmiss
konar efni, sem búast má við, að
safnarar hafí áhuga á og höfði jafn-
framt til þeirra, sem láta sig frímerki
eitthvað varða. Þar má nefna sýnis-
horn úr stimplasafni Hjalta Jóhann-
essonar, sem oft hefur sýnt safn sitt
hér heima og erlendis og hlotið verð-
skuldaða viðm’kenningu fyrir. Eins
eiga menn kost á að sjá margverð-
launað safn Guðna Friðriks Árnason-
ar um þann heimsfræga landkönnuð
Kristófer Kólumbus. Umslög úr
seinni heimsstyrjöld með ýmsum
stimplum verða einnig á sýningunni.
Af svonefndum mótíf-merkjum verða
sýnd skákfrímerki. Þá verða sýnd
jólamerki og eins stimpilmerki, en
söfnun slíkra merkja er eins konar
hliðargrein við sjálf frímerkin og hef-
ur farið vaxandi á síðustu áratugum.
Loks verður á FRÍMSÝN 99 ýmis
samtíningur Sigurðar H. Þorsteins-
sonai’, eins og það var svo óljóslega
orðað í þeirri greinargerð, sem þætt-
inum barst. Því verður ekkert frekar
hægt að segja um það efni.
Númeruð sýningarörk verður gef-
in út, og gildir hún jafnframt sem
happdrættismiði. 10 vinningar verða
dregnir út. Venja hefur verið að gefa
út slíkar arkir í tengslum við frí-
merkjasýningar, og eru þó nokkrir,
sem safna þeim. í þetta sinn er
myndefni ai’karinnar 40 aura merki
úr Alþingishátíðarseríunni frá 1930.
Hafa þá öll merki úr þeirri seríu ver-
ið notuð á sýningararkir.
Pósthús verður opið á sýningar-
tíma á fimmtudeginum. Þar má fá
Sniáörk á Degi frímerkisins 1999.
Sýningarörk FRÍMSÝN 99.
nýju smáörkina stimpiaða og einnig
þau tvö önnur frímerki, sem koma út
þennan sama dag.
Af framansögðu má vera ljóst, að
efni sýningarinnar getur ekki orðið
margbrotið. Engu að síður ættu
safnarar og aðrir þeir, sem áhuga
hafa á frímerkjum og öðru þeim
tengt, að heimsækja FRÍMSÝN 99
þá daga, sem sýn-
ingin verður opin.
Þeim tíma er ekki
illa varið, sem fer í
þá heimsókn. Vafa-
laust verða svo
ýmsir félagar FF á
sýningarstað, sem
veitt geta ungum
sem gömlum marg-
víslega fræðslu um
áhugamál frí-
merkjasafnara.
Vart þarf að taka
það sérstaklega
fram, að aðgangur
er ókeypis svo sem
venja er orðin á
innlendum frí-
merkj asýningum.
Rétt er svo að
endingu að minna
safnara á það, að
svonefndur Safn-
aradagur verður í
félagsheimili FF í
Síðumúla sunnu-
daginn 17. október
frá klukkan 13-17. Dagurinn er hald-
inn í samvinnu við Myntsafnarafélag
Islands. Hefur alltaf tekizt vel til
með þennan dag, en hann er haldinn
tvisvar á ári, vor og haust. Þangað
koma safnarar og kaupmenn með
gamalt sem nýtt efni. Áðgangur er
að sjálfsögðu öllum heimill.
Jón Aðalsteinn Jónsson
TILKYNNINGAR
‘,#rSkipylags
stofnun
Vegur nr. 56 yfir Vatna-
heiði eða Kerlingarskarð
á Snæfellsnesi
Mat á umhverfisáhrifum - niðurstöður
annarrar athugunar og úrskurður
skipulagsstjóra ríkisins
Skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskuröaö sam-
kvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfis-
áhrifum. Fallist er á, með skilyrðum, endurbæt-
ur á vegi um Kerlingarskarð á Snæfellsnesi
og lagningu vegar yfir Vatnaheiði eins og þeim
er lýst í matsskýrslu og viðbótargögnum fram-
kvæmdaraðila.
Úrskurðurinn í heild liggurframmi hjá Skipu-
lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu
Skipulagsstofnunar: http://www.skipulag.is.
Úrskurð skipulagsstjóra má kæra til umhverfis-
ráðherra og er kærufresturtil 3. nóvember
1999.
Skipulagsstjóri ríkisins.
Auglýsing
um deiliskipulag íbúða- og frístunda-
byggða í Biskupstungum.
Samkvæmt 25. gr. laga nr. 73/1997, er hér með
lýst eftir athugasemdum við deiliskipulag frí-
stundabyggða í landi Brekku og að Eiríksstöð-
um, Biskupstungnahreppi, og deiliskipulag
fyrir íbúðar- og útihús á jörðinni Miðhús.
Einnig tvö deiliskipulög í Laugarási, við Lang-
holtsveg og garðyrkjulóðir við Skyrkletta.
Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu
,irBiskupstungnahrepps, Aratungu, frá 8. október
til 5. nóvember 1999. Skriflegum athugasemd-
um við skipulagstillögurnar skal skila á skrif-
stofu sveitarfélagsins. Þeir, sem ekki gera at-
hugasemdir innan tilskilins frests, teljast
samþykkir tillögunum.
Biskupstungum, 1. október 1999.
v Ragnar Sær Ragnarsson,
sveitarstjóri.
Styrkir til atvinnumála
kvenna
Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið aukaút-
hlutun þeirra fjármuna sem eftir eru af ráðstöf-
unarfé ársins 1999, sem eru sex milljónir, til
atvinnumála kvenna.
Áhersla er lögð á að greinargóð lýsing á verk-
efni fylgi með umsókn, sundurliðuð kostnaðar-
áætlun, svo og að fram komi hvort leitað hafi
verið til annarra um fjárstyrk.
Vakin er athygli á því, að um takmarkaða fjár-
muni er að ræðá og gæti komið til synjunar
á styrkveitingum á grundvelli þess.
Forgangs njóta verkefni á þeim atvinnusvæð-
um þar sem atvinnuleysi er mikið meðal
kvenna og fábreytileiki í atvinnulífi kvenna.
Styrkirnir verða veittir til verkefna sem auka
fjölbreytni í atvinnulífi og einkum til verkefna
sem eru á vegum hópa eða félagasamtaka.
Styrkirnir verða veittirtil atvinnuskapandi verk-
efna sem njóta síðurfyrirgreiðslu í hefðbundn-
um lánastofnunum.
Hámarksstyrkur í þessari aukaúthlutun er kr.
500.000.
Skilyrði fyrir umsókn.
• Styrkir eru ekki veittir til verkefna sem
eru í samkeppni við aðila í hliðstæðum
atvinnurekstri á landsvísu.
• Til að verkefni sé styrkhæft í 2. eða 3. sinn
þarf fyrir að liggja greinargerð vegna fyrri
styrkveitinga.
• Ekki eru veittir rekstrarstyrkir.
• Ekki eru veittir styrkir til listiðnaðar en tekið
er tillit til nytjalistar.
• Ekki eru veittir styrkir til einstakra verkefna
sem eru ekki atvinnuskapandi til lengri tíma
litið.
• Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem eru
á hugmyndastigi.
• Stofnstyrki er heimilt að veita að hámarki
25% af stofnkostnaði til véla- og tækjakaupa
og einnig vegna húsnæðis til hópa.
• Að öðru jöfnu nemur framlag af hálfu ríkis-
ins ekki meir en 50% af heildarkostnaði við
verkefnið.
Umsóknareyðublöð fást hjá Vinnumálastofn-
un, Hafnarhúsi v/Tryggvagötu, Reykjavík, sími
511 2500 og á heimasíðu stofnunarinnar
www.vinnumalastofnun.is.
Umsóknarfrestur ertil 10. nóvember 1999.
KENNSLA
HÁMARKS ÁRANGUR
s: 557 2450 • www.sigur.is
HEILSUSETUR
ÞÓRGUNNU
Námskeið í „Hómópatíu" —
smáskammtalækningum
til heimanotkunar, verður
helgina 9.—10. okt. frá kl. 10—14
báða dagana. Kennarar Þór-
gunna Þórarinsdóttir og Lilja
Steingrímsdóttir, LCPH.
Uppl. og innritun á Heilsusetri
Þórgunnu, Skipholti 50c, simar
896 9653 og 562 4745.
FELAGSLIF
□ HELGAFELL 5999100619 IVA/
I.O.O.F. 9 = 1801067'/. = Rk.
„ SAMBAND ÍSLENZKRA
IjŒJjt KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58.
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson
talar. Allir hjartanlega velkomnir.
http://sik.torg.is/
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
□ GLITNIR 5999100619 I
I.O.O.F. 7 = 180100619 = Rk.
too
KFUM KFUK
1 8 9 9 - 1 9 9 9
KFUM og KFUK í Reykjavík
Aðalstöðvar við Holtaveg
Málþing kl. átta í kvöld.
Hvað hafa starfsgreinar félag-
anna og að gefa hver annarri og
hvað geta þær gefið og þegið af
móðurfélögunum?
Frummælendur: Sigurbjörn
Þorkelsson, framkvæmdarstjóri,
Ólafur Sverrisson, formaður
Skógarmanna, Sigurbjört Kristj-
ánsdóttir, formaður Hlíðarmeyja,
sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, mið-
bæjarprestur, María Sighvats-
dóttir, leikskólastjóri og Helgi
Gíslason, æskulýðsfulltrúi.
Kaffihlé — pallborðsumræður.
Stjórnandi: Sigvaldi Björgvins-
son, verslunarmaður.
Stutt hugvekja í lokin: Sr. Ólafur
Jóhannsson, form. KFUM í Rvík.
Allir félagsmenn KFUM og KFUK
eru hvattir til að sækja mál-
þingið.
augl@mbl.is
Sparaðu þér umstang og tíma með því að
senda atvinnu- og raðauglýsingar til birtingar
í Morgunblaðinu með tölvupósti.
Notfærðu þér tæknina næst.