Morgunblaðið - 06.10.1999, Síða 58

Morgunblaðið - 06.10.1999, Síða 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 FÓLK í FRÉTTUM Kvikmyndaver á Flateyri * Tilbúin gull allt í kring * Við upptökur kvikmyndarinnar I faðmi hafsins eftir Jóakim Reynisson og Lýð Árnason þjónuðu Flateyrarbær og nágrenni hans sem eitt allsherjar kvikmyndaver. Egill Egilsson fylgdist grannt með. TIGNARLEG og há fjöllin skapa umgjörð þessa litla þorps úti við ysta sæ, þar sem lágreist en litrík húsin bjóða ævintýramenn að sunn- an velkomna, og fólkið opnar heimili sín af mikilli gestrisni. Upptökurnar stóðu yfír á Flat- eyri við Önundarfjörð í nokkrar vik- ur í sumar, auk nokkurra daga fyrir } og eftir seinustu áramót. „Pað var algjörlega ómetanlegt hvernig fólkið í bænum brást fljótt við þeim vandamálum sem upp komu,“ segir Kristrún Lind Birgis- dóttir framkvæmdastjóri kvik- myndarinnar. „Og allir voru til í að hlaupa undir bagga með nánast hvað sem var.“ -Þannig að bæjarbúar þjónuðu sem meira en aukaleikarar? „Miklu meira. Þeir hjálpuðu til við leikmyndina, lánuðu fullt af hlut- - um og leystu ýmis mál, eins og að búa til snjókomu. Það vissu allir í þorpinu hvað var í gangi og fólk sameinaðist um að aðstoða okkur. Fólk vissi líka að ekki voru miklir peningar í verkefninu, og gerði sér grein fyrir því að það gæti breytt svo miklu með svo litlu framlagi. Við urðum öll eins og ein stór fjöl- skylda.“ Brúðkaup í bæ Sagan segir frá ungum skipstjóra sem gengur að eiga unnustu sína en hún hverfur á brúðkaupsnóttina og skilur aðeins eftir sig brúðarkjólinn. Handritið skrifuðu þeir Jóakim og Lýður ásamt Hildi Jóhannesdóttur. Með helstu hlutverk fara Hinrik * Ólafsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Hilmar Jónsson, Sóley Elíasdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Sig- rún Gerða Gísladóttir, Sigurður Hall- marsson og Sigurður Kristjánsson. Þá daga sem blaðamaður Morgun- blaðsins íylgdist með upptökunum, voru auk leikara mættir á tökustað allmargir Flateyringar í sínu fínasta pússi því nú skyldi gefa saman út- gerðarmanninn Valda og unnustu hans. Leikmyndadeildin skellir upp nýrri altaristöflu, stráir blómum um ganga, fólki er raðað í kirkjuna og þegar allir eru komnir á sinn stað hefjast upptökur. Að ganga til kirkju og úr kirkju, gifta, henda blómum, allt tekur það sinn tíma og það er ekki oft sem brúðkaupsgestir sitja í kirkjunni í átta klukkustundir, en það gerðu Flateyringar með bros á vör þó sumum hafí verið orðið heitt í kinnum af sterkum ljósunum sem Guðmundur Bjartmarsson tökumað- ur og hans menn höfðu sett upp. Óskadraumur leikarans Það er Hinrik Ólafsson sem leik- ur brúðgumann. „Já, ég leik Valdi- mar, stórhuga íslenskan sjómann, son þorpsins sem tekur við útgerð- inni og er kjölfestan í atvinnulífínu. Handritið heillaði mig við fyrsta lestur, og ég ákvað strax að leika í myndinni sem ég hef ekki séð eftir. Þau Hildur, Lýður og Jóakim eru nefnilega svo hugmyndarík og framtakssöm að maður hrífst með. Og hér getur maður einbeitt sér að hlutverkinu. Þetta er óskadraumur leikarans að fara á einhvem afvik- inn stað, vera þar og ekki hugsa um neitt annað á meðan á því stendur. Og með því að fylgjast með trilluköllunum fara út og koma inn síðdegis fær maður efnivið í per- sónuna sína. Það besta af öllu er að maður fellur strax inn í bæjar- braginn, verður eins og allir hin- ir. Hér er gott að vera.“ -Hvernig gengur að vinna undir stjórn Lýðs og Jóakims? „Það hefur gengið alveg ótrú- lega vel, þeir eru kröfuharðir enda kynnt sér leikstjórn, bæði í viðræðum við leikstjóra og leikara. Og þetta er ekki þeirra fyrsta mynd svo reynslan hefur einnig kennt þeim ýmislegt. Við tökur á þessari mynd eru allar góð- ar hugmyndir reyndar á tökustað en ekki fyrirfram afskrifaðar. Þetta fær maður ekki alltaf að gera ann- ars staðar.“ Reynslunni ríkari af Flateyri „Eg leik Unni, og ég er örlaga- valdur. Best er að segja ekki meira,“ segir Margrét Vilhjálms- dóttir sem leikur brúðina í fallega brúðarkjólnum alsettum skeljum. „Mér til mikillar gleði þá fann ég héma á Flateyri stíg sem heitir Unnarstígur, og komst að því að Lýður, Jóakim og Hildur hafa tengt nöfn sögupersónanna við hafíð, enda er myndin um fólk sem býr við Morgunblaðið/Egill Egilsson Margrét Vilhjálmsdóttir og Hinrik Ólafsson í hlutverkum Unnar og Valdimars gefin saman af Einari Oddi Kristjánssyni. Valdi Umar 0g bróðir han« sjomn þar sem sjórinn gefur og tek- ur, og það er mikið brim í henni. Annars finnst mér alveg frábært að fá tækifæri til að leika í þessari mynd, því þetta er fyrsta bíómyndin sem ég leik í, og það er allt öðravísi að leika í bíómynd en á sviði. Eg lék örlítið hlutverk í íslenskri sjón- varpsmynd, eiginlega örsmátt. Reynsla mín af kvikmyndaleik er því örsmá. Eg hef verið lánsöm að leika í mörgum góðum stykkjum og nú seinast í Sjálfstæðu fólki og er að æfa aðalhlutverkið í Krítarhringum frá Kákasus eftir Bertolt Brecht. Þar að auki hef ég leikið Línu Langsokk. Eg uppgvötaði eftir að ég lék í Hárinu og Línu Langsokk að minn aðalaðdáendahópur er á milli þriggja og fimm ára. Eg kann 'arsonar. hafa Jent í best við þann hóp, alveg prýðis hópur. Þetta er nefnilega kröfuhai't og vinsamlegt fólk.“ - Er þetta í fyrsta skipti sem þú kemur til Flateyrar? „Nei ég kom hingað fyrst fyrir sex áram með Sniglabandið sem átti að spila, en vildi endilega bjóða upp á sýningu með Vatnadans- meyjafélaginu Hrafnhildi, sem var skipað nokkrum bekkjarsystram mínum úr Leiklistarskólanum. Við vorum svo auglýstar sem nekta- dansmeyjar án þess að vita það, svo húsið troðfylltist og allir voða spenntir eftir að við færam úr fót- unum. Við fluttum hins vegar okkar undarlega og skemmtilega atriði sem er sambland af ungmennafé- lagsanda og skrautsýningu með ljóðdansi. Vonbrigðin urðu mikil þegar sýningunni lauk, fiestir vildu fá endurgreitt enda engin nekt í boði.“ Gullin hjörð snillinga „Eg heiti Gabríela eða öðra nafni Gabba Kan. Og ég tók það nafn upp til að fá aukaorku. Ég kem úr öllum áttum, að norðan og að vestan og ég eyddi öllum mínum æskusumrum inni í Hnífsdal. Afí minn Jóakim Pálsson var útgerðarmaður í þar og gerði ásamt fleiram út skipið Pál Pálsson sem nefndur var eftir langafa mínum. Annars er ég lítið gefin fyrir svona ættarfróðleik. Ég er myndlistarmaður og þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn með svona hressilegu og skemmtilegu kvikmyndaliði sem er allt sannkall- að fagfólk úr ýmsum fögum, fjar- skiptaverkfræðingur, læknir, tón- listargúra, húsasmiður og leikarar í gæðaklassa." - Færðu frjálsar hendur með leikmyndina? „Ég er náttúralega í stöðugu krónísku sambandi við leikstjórana og þessa gullnu hjörð snillinga sem fylgir þeim. Við ræðum málin, en ég fer mínar leiðir við að túlka persón- urnar sem eiga að koma fram í myndinni, þá á ég við munina sem þeir hafa í kringum sig, bæði skreytingar og annað. Ég hef lagt áherslu á að hver manneskja hafi ákveðna hluti. Ég hef ekki þurft að fara í nein söfn, öll þessi tilbúnu gull liggja hér í kring.“ -Heldurðu að þú leggir þetta fyrirþig? „Ég veit ekkert um það, ég er með svo lítinn heila að það rúmast lítið í honum varðandi framtíð- arplön. Annars er fólk númer eitt í mínu lífi; ef það er skemmtilegt fólk og gott, þá er mér nákvæmlega sama hvaða verkefni ég vinn með því. Einhver mjög andlegur maður sagði femt skipta máli í lífinu. Fyrst væri það góð heilsa, þá innri ró, þriðja væri góðir félagar og fjórða væri peningar. Þeir era líka nauð- synlegir.“ - Hvernig er samstarfið við Lýð ogJóakim? „Það er frábært. Þeir era nefni- lega eins og listamenn eiga að vera, þeir fá frábæra hugmynd, fram- kvæma hana og era ekki að hugsa um ómöguleikann hverju sinni, því slíkt heftir orkuna. - Hvers vegna varst þú valin sem leikmyndahönnuður? „Ég er skyld Jóakim Reynissyni leikstjóra, hann er hálfbróðir minn. Þetta er ekkert annað en augljós klíkuskapur. Þegar ég las handritið á sínum tíma fékk ég þessa sterku löngun til að fara með honum og ráðskast með gerð myndarinnar. Þær era ófáar stundirnar sem við Jóakim höfum eytt saman við að bollaleggja ýmsa hluti og rætt út í það óendanlega um kvikmyndir og bækur. Það var því sjálfgefið að ég yrði með.“ - Hvað er framundan hjá þér í myndlistinni? „Ég held bara áfram að þrjóskast. Annars finnst mér þetta vera jafngóð myndlist og hvað ann- að í lífinu.“ Jóakim leikstjóri gefur fyrirskipanir á tökustað, Lýður leikstjóri stjórnar brúðkaupsvcislu með styrkri hendi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.