Morgunblaðið - 06.10.1999, Side 64

Morgunblaðið - 06.10.1999, Side 64
J* Heimavörn SECURITAS Sími: 580 7000 Drögum næst 12. okt. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings MOBGVNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍM15691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKMFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBLJS, AKJJREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK ff * Enn lækkar verð á gærum HORFUR eru á að í haust fáist aðeins 40-100 krónur fyrir hverja gæru að sögn Aðalsteins Jónsson- ar, formann.s Landssamtaka sauðfjárbænda, en árið 1997 fengu bændur um 650 krónur fyr- ir hverja gæru og sl. haust voru greiddar 250 krónur. Aðalsteinn segist engu að síður vera vongóður um að gærur muni hækka í verði því á loðskinnaupp- boði sem haldið var í Kaup- mannahöfn í byrjun september hafi verðið hækkað um allt að 60%. Hagur sauðfjárbænda hefur farið versnandi á undanfomum ár- um með minnkandi neyslu á kinda- kjöti innanlands en í ár er gert ráð fyrir um 200-300 tonna aukningu miðað við sl. ár og er bændum gert að selja 25% af þessa árs fram- leiðslu á erlendum mörkuðum. ■ Lausn/34 Halli stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík bitnar á þjónustunni Spara á tæplega 250 milljónir til áramóta STJÓRNIR sjúkrahúsanna í Reykjavík hafa gripið til margvíslegra að- gerða vegna rekstrarvandans sem við blasir, en á Sjúkrahúsi Reykjavíkur vantar á þessu ári um 620 milljónir króna og 750 milljónir á Landspítala. Við þessar tölur bætast um 400 milljónir sem áætlað er að breytingar vegna vinnutímatilskipunar ESB kosti spítalana, en nokkur óvissa er þó enn um þá upphæð. Stjómir spítalanna ráðgera að spara um 250 milljónir króna til áramóta, m.a. með því að skerða þjónustuna. Könnun meðal iðnverkakvenna Há tíðni lungna- krabba- meins LUNGNAKRABBAMEIN er tíðara meðal iðnverkakvenna en annarra og ,^r|saina má segja um krabbamein í leg- hálsi. Ymis önnur krabbamein, t.d. í ristli, þvagblöðru, heila, bandvef og í blóðfrumnamyndandi kerfí voru einnig tíðari meðal iðnverkakvenna en þær niðurstöður voru ekki töl- fræðilega marktækar. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Hólmfríðar K. Gunnarsdóttur og Vil- hjálms Rafnssonar sem gerð er grein fyrir í nýjasta hefti Lækna- blaðsins. Rannsóknin náði til 13.934 kvenna, sem greiddu í lífeyrissjóð fé- lags verksmiðjufólks í Reykjavík frá 1970-1997. „Krabbameinsmynstrið í hópnum bendir til lagskiptingar í íslensku þjóðfélagi eins og annars staðar hef- ur sést. Krabbamein í lungum og ^leghálsi voru tíðari í rannsóknar- hópnum en meðal annarra íslenskra kvenna. Brjóstakrabbamein var á hinn bóginn ekki fátítt eins og oft hefur sést meðal ófaglærðra lág- launakvenna," segir í greininni. „Þótt aðalmarkmið rannsóknarinnar hafí verið að kanna krabbameins- mynstur kvenna í þessum þjóðfé- lagshópi verður ekki framhjá því lit- ið að ýmis áreiti í vinnuumhverfi iðn- verkakvenna gætu stuðlað að tilurð krabbameina i hópnum,“ segir enn- fremur. Þá segir að vitað sé að reyk- ingar séu algengai-i meðal þeirra sem hafa litla skólagöngu að baki en annarra. Ætla megi að iðnverkakon- ur séu upp til hópa í þeim hópi. „Há tíðni lungnakrabbameins kemur því ' 'ekki á óvart en hvort reykingar skýra útkomuna að öllu leyti skal ósagt látið,“ segir í greininni. ---------------------- 83% vinnu- lyftna án leið- beininga vinnulyftna hér á landi hafa ekki leiðbeiningar á íslensku og leið- beiningarmerki vantai- í 73% vinnu- ^yftna. Alls voru gerðar alvai’legar ' athugasemdir við fimmtu hverja vinnulyftu hér á landi. Þetta kom fram í skoðunarátaki sem gert var samtímis á öllum Norð- urlöndum og Vinnueftirlitið tók þátt í hérlendis. Vinnulyftur eru mikið notaðar við byggingaframkvæmdir, •júsamálun, gluggaviðgerðir og fleira JRg fer vinnan gjarnan fram í mikilli hæð. Skoðaðar voru 154 lyftur hér á landi. Morgunblaðið/Júlíus 2.000 rúmmetrar bjargs sprengdir „ÞAÐ verður aðallega mikill há- vaði sem kveður við þegar haftið splundrast vegna alls þess sprengiefnis sem verið er að klára að troða í allar þær holur sem búið er að bora marga metra niður í haftið,“ sagði Torfi Ólafsson, eftirlitsverkfræðingur við Sultartangavirkjun, þegar fulltrúar Morgunblaðsins höfðu þar viðdvöl í gær. Sprengiefnasérfræðingar voru þá að leggja lokahönd á að bora sprengiholur í bergstallinn milli lónsins og inntaksmannvirkisins. Síðasta haftið milli Sultartanga- lóns og ganganna, sem vatnið verður Ieitt um að virkjuninni, verður sprengt í dag ef allt gengur að óskum. Að sögn Torfa eru um tvö þúsund rúmmetrar klappar í haftinu sem mun kurl- ast við sprenginguna. Með Sultartangavirkjun er virkjað fall Þjórsár milli Sultar- tangalóns og Búrfellsvirkjunar. Frá inntaksmannvirlqum við lónið er vatnið Ieitt um 12 metra há og 3,4 km löng göng niður að virkjun, en þar knýr það tvær 60 megavatta túrbínur þegar virkjun verður komin í full af- köst. „Megnið af Þjórsá fer í gegn- um túrbínurnar tvær, og síðar rennur vatnið héðan niður í gegnum Búrfellsvirkjun. Það er margbúið að vinda allan mátt úr henni þegar hún rennur þar út,“ sagði Torfi. Ráðgert er að hleypa vatni á fyrri rafhverfil Sultartangavirkj- unar 18. október næstkomandi en áætlað er að raforkufram- leiðsla hefjist í henni 15. nóvem- ber. Magnús Pétursson, forstjóri rík- isspítalanna, segir sumt af þeim að- gerðum sem grípa á til vegna sparnaðar á næstu mánuðum koma illa við starfsemina, til dæmis á al- mennum skurðstofum beggja sjúkrahúsanna og að biðlistar kunni að lengjast í sumum tilvik- um. Landlæknir hefur óskað eftir upplýsingum um hvaða áhrif rekstrarerfiðleikarnir kunni að hafa á þjónustu við sjúklinga. Magnús segir að honum verði svar- að í næsta mánuði. Stjórn Ríkisspítala telur að spara megi um 180 milljónir fram að næstu áramótum og á Sjúkra- húsi Reykjavíkur er áætlað að spara um 62 milljónir. A báðum sjúkrahúsunum verða til dæmis að- eins fjórar af sex skurðstofum í notkun næstu mánuði eins og verið hefur undanfarið vegna sumarlok- ana og vegna þess að hjúkrunar- fræðinga hefur vantað. Á Landspítalanum er almennur rekstrarvandi upp á 440 milljónir króna og er uppsafnaður vandi vegna fyrri ára alls 315 milljónir króna. Nauðsynlegt hefur reynst að stofna til útgjalda vegna sér- greindra málefna sem nema alls 310 mOljónum króna. Þá kostar ný vinnutímatilskipun ESB spítalann líklega um 270 mOljónir króna. Aðhald með nýráðningum og yfirvinnu Dæmi um sparnað á Landspítal- anum segir Magnús meðal annars vera að legudeild 11E verður áfram rekin með handlækninga- deild 11G eins og vei-ið hefur og sparast þar um 40 milljónir króna. Ekki verður ráðist í frekari við- haldsverkefni á spítalanum í haust vegna þenslu á vinnumarkaði og eiga þannig að sparast um 30 millj- ónir króna. Af þeim sökum er ýms- um verkefnum frestað, m.a. inn- réttingu á nýrri einingu á kvenna- defld sem kölluð hefur verið með- ganga, fæðing, sængurlega og inn- réttingu á lungnarannsóknastofu. Þá verða eignakaupum settar mjög þröngar skorður að sögn Magnús- ar, aðhald með nýráðningum verð- ur aukið svo og aðhald vegna yfír- vinnu. Reynt að skerða ekki bráðaþjónustu Á SHR er almennur rekstrar- vandi að upphæð 320 milljónir króna en frá áramótum til ágúst- loka var hann orðinn 220 milljónir. Þar vantar einnig 300 milljónir í sértæk málefni og um 150 milljónir til að mæta ákvæðum vinnutímatil- skipunar ESB. Áætlað er að spara um 62 milljónir á SHR næstu mán- uði og segir Magnús því verða náð með frestún tækjakaupa og skerð- ingu á ýmsum þáttum í starfsem- inni. Hann segir að reynt verði þó að gæta þess að skerðingin rýri ekki bráðaþjónustu sjúkrahússins við landsmenn. Ætlunin er að spara um 20 milljónir á rekstrar- og tæknisviði SHR m.a. með því að draga úr yfirvinnu, hagræða 1 eld- húsi, hækka matarverð til sam- ræmis við verðlagshækkanir og draga saman í starfsmannahaldi. Á lyflækningasviði verður fyrir- komulag vinnu á barnadeild end- urskoðað í þeim tflgangi að draga úr yfirvinnu, sömuleiðis vinnufyr- irkomulag lækna með tilliti til vinnutímatilskipunar ESB og á endurhæfingar- og taugasviði verður dregið úr valinnlögnum. SIF semur við Wal-Mart-keðjuna SlF hefur samið við bandarísku verslunarkeðjuna Wal-Mart í Bandaríkjunum um þjónustu og vöruúrval, sem getur hentað öllum markaðssvæðum bandarísku keðj- unnar. Wal-Mart í Brasilíu hefur keypt um 100 tonn af saltfiski frá SÍF á ári en SÍF hefur haft áhuga á að færa enn út kvíarnar á mark- aðnum vestan hafs og hafði því samband við höfuðstöðvar Wal- Mart með þeim árangri að samn- ingar hafa tekist um aukna sam- vinnu. Wal-Mart er stærsta verslunar- keðja heims en hagkvæmt inn- kaupa- og dreifingarkerfi gerir það að verkum að hún getur boðið upp á lágt verð. Fyrir tæplega tveimur árum keypti fyrirtækið þýsku verslunarkeðjuna Wertkauf með 21 verslun og bætti 74 verslunum í Þýskalandi við skömmu fýrir liðin áramót með kaupum af Spar Handels. Wal-Mart er með 15% markaðshlutdeild á þýska mark- aðnum og er fjórði stærsti smásal- inn. Um miðjan júní sl. var kauptil- boði Wal-Mart í ASDA, stærstu verslunarkeðju Bretlands, tekið og eftir yfirtökuna er keðjan með um 4.000 verslanir. „I rauninni er SIF eina íyrirtæk- ið vestan hafs sem getur boðið aflt sem Wal-Mart þarf varðandi þjón- ustustig og vörubreidd," segir Olaf- ur Þorsteinsson, markaðs- og sölu- stjóri Sans Souci Seafood, dóttur- fyrirtækis SIF í Kanada, en hann hefur staðið í viðræðunum við stjómendur Wal-Mart í Bandaríkj- unum. „Viðræðumar hafa skilað sér í samningum en um er að ræða salt- aðan, þurrkaðan fisk í neytendaum- búðum og eins í umbúðum fyrir sölu í afgreiðsluborði þai- sem neytand- inn velur sér sjálfur og fær vörana vigtaða. Síðan erum við að þróa fyr- ir þá vörulínu í neytendaumbúðum sem fellur mjög vel að þeirra þörf- um og vonandi byrjum við að vinna með hana seinna í vetur.“ ■ Aukið samstarf/Bl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.