Morgunblaðið - 24.10.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 24.10.1999, Síða 2
2 B SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ „Sestu í gullstólinn,“ segir hún og bendir mér með öðrum stafn- um á annan tveggja stóla fyrir enda stofunnar. Það er ekki í kot vísað. Stóllinn er afar þægilegur og á honum gyllilagðir borðar með egypsku mynstri. Blaka kemur á eftir mér inn; „Viltu ekki appel- sín?“ spyr hún. „Jú, ekki væri það úr vegi,“ svara ég. „Komdu með mér fram í eldhús,“ segir Blaka og ég stend upp úr gullstólnum, fæ appelsínflösku og rússneska silf- urkönnu til að drekka það úr. Það er ekki eini silfurhluturinn á þessu heimili - upp um hillur og ofan á skápum standa silfurmunir, postu- línsstyttur og fjöldi fjölskyldu- mynda. A veggjum hanga stækk- aðar fjölskyldumyndir nýjar og gamlar í bland við hin fegurstu listaverk, þar hangir m.a. málverk eftir Kjarval sem hann málaði til að gefa Blöku. Sumar myndirnar eru eftir Guðrúnu Jónsdóttur sem hefur listamannsnafnið Blaka, það er raunar gælunafn hennar allt frá æskudögum. Nafnið fékk hún þannig að Guðrún, föðursystir hennar, var að passa hana og bróður hennar meðan foreldrar þeirra voru í ferðalagi. „Guðrún söng fyrir okkur Bí, bí og blaka. Bjöm bróðir var frá upphafí kall- aður Bíbí svo hún gaf mér nafnið Blaka,“ segir hún og hlær. „Kall- aðu mig Blöku,“ hafði hún enda sagt strax við íyrsta ávarp og ég geri svo samviskusamlega eftir það. Aftur sest ég í „gullstólinn" og tek að ræða við Blöku um líf henn- ar og starf og svo móður hennar, Helgu Maríu Björnsdóttur, sem óbeint hefur beint mér til Blöku - hún er eina eftirlifandi barn Helgu Maríu, sem fyrsti bátur Haraldar Böðvarssonar hét eftir, en hinn nýi og glæsilegi frystitogari fyrirtæk- isins dregur einmitt nafn sitt af þeim hinum sama bát. Stofnandi Burðaráss, stærsta hluthafans í Haraldi Böðvarssyni hf. nú um stundir, var einmitt Halldór Jóns- son, sonur Helgu Maríu og yngri bróðir Blöku. Talandi um gullstóla væri of- mælt að segja að Blaka hefði verið borin á gullstól í gegnum lífið - en þó er ýmislegt í ævi hennar sem gæti ýtt undir hugmyndir í þá átt. Hún ólst upp á heimili þar sem sannarlega aldrei skorti neitt, hún og systkini hennar voru send víða um heim til að mennta sig sem best, hún fékk margvísleg störf sem þóttu eftirsóknarverð og á stundum hafa ættmenn hennar beinlínis borið hana á höndum sér - en það síðasttalda hefur þó ekki komið til af góðu, hún fékk lömun- arveiki rösklega þrítug sem ítrekað hefur tekið sig upp á seinni árum. „Var það ekki hræðilega erfið reynsla?“ segi ég. „Uss, nei, það hefði svo margt miklu verra getað hent mig,“ svarar hún og hlær, léttum og fínlegum hlátri. Hinn létti hlátur og jákvætt viðhorf Blöku var raunar það sem mér var efst í huga þegar viðtalinu við hana lauk - og var þó æði margt sem á góma bar. Rjómabústýra hjá baróni Fyrst töluðum við um móðurina - Helgu Maríu Björnsdóttur. Hún fæddist 1. apríl 1880 á Svarfhóli í Mýrasýslu og var næstyngst níu barna þeirra Þuríðar Jónsdóttur og Björns Ásmundssonar sem þar bjuggu. Þuríður hafði starfað á heimili Halldórs Kr. Friðriksson- ar, yfirkennara Menntaskólans, og lært þar dönsku og síðar tók hún sig upp og lærði ljósmóðurfræði. Gegndi hún síðan ljósmóðurstörf- um í héraðinu. Björn bóndi var duglegur og heppinn formaður og sagt var að honum hefði aldrei hlekkst á í róðri. Elsti sonurinn, Jóhann Björnsson, hreppstjóri á Akranesi, stundaði sjómennsku lengi, hann seldi Haraldi Böðvars- syni bátinn Helgu Maríu sem hér hefur verið minnst á. Bátinn skírði Jóhann eftir systur sinni, Helgu Maríu, sem honum þótti mjög vænt um. Helga María gerðist ráðskona, 19 ára, hjá Jóhanni bróður sínum í Bakkakoti, þar sem nú heitir Hvítárbakki. Um þær mundir gerðist það að hinn glæsilegi franski barón, sem kom- ið hafði til íslands frá Kanada og látið reisa fjós það sem Baróns- stígur er enn kenndur við, keypti Helga María og Jón Björnsson með börn sín fjögur rétt áður en Selma hélt til náms í Bandaríkjunum. F.v. Björn, Guðrún (Blaka), Selma og Halldór. Blaka á Ieið í móttöku í Alþingishúsinu. Blaka ásamt Völu Thoroddsen og frú Dóru Þórhallsdóttur forsetafrú, móður hennar. Það passar ekki! Við þessa annáluðu rausn bjuggu þau Helga María og Jón Bjömsson í Borgarnesi með sínu fólki þar til þau fluttust til Reykja- víkur árið 1946, að Hagamel 15, í hús sem Halldór sonur þeirra hafði teiknað. „Pabbi vildi byggja einbýl- ishús, en Eysteini Jónssyni þótti ekki henta að láta hann, sjálfstæð- ismanninn, hafa lóð undir einbýlis- hús, svo hann varð að reisa parhús, en hann var ekkert óánægður með það, hann var aldrei óánægður með neitt - eða við, það passar ekki,“ segir Blaka ofurlítið sposk á svip þegar hún minnist þeirra tíma þeg- ar fjölskyldan flutti í húsið við Hagamelinn þar sem hún býr enn í dag. Það er ekki erfitt að sjá að þetta er gróið heimili sem stofnað var til af góðum efnum, höfðings- skap og með talsverðum glæsibrag. Á veggjum stofu og herbergja eru mismunandi gerðir af silkivegg- fóðri sem ekki sést blettur á enn í dag og allar innréttingar eru úr völdum viði sem einnig hefur stað- ist afar vel tímans tönn. Bækur eru og fjölmargar á heimilinu enda bókelsk fjölskylda sem þarna átti hlut að máli. „Pabbi seldi bækur í Borgarnesi og við lásum jafnóðum allt sem út kom og ræddum svo um það, bókmenntir voru vinsælt um- ræðuefni á heimilinu,“ segir Blaka. Öll lærðu systkinin á píanó. „Það var eðlilegur þáttur í menntun okk- ar,“ bætir Blaka við. Foreldrar hennar vildu gera sem best við börn sín í öllu tilliti og víst kom það veganesti þeim öllum til góða, þau urðu vel metið fólk hvert á sínu sviði í íslensku samfélagi. Eftir að Blaka hefur stiklað á stóru í sögu móður sinnar leikur mér forvitni á að vita hvernig móðir hennar hafi verið í hátt. „Hún var alltaf í góðu skapi og mjög skemmtileg, hún var líka alltaf mjög falleg, pabbi var líka afar skemmtilegur og hjóna- band þeirra var með afbrigðum gott, aldrei orðinu hallað,“ segir Blaka. Vildi ekki giftast né eiga börn Helga María Björnsdóttir ung að árum. Hvítárvelli skammt frá Bakkakoti. Jóhann var á stundum leiðsögu- rnaður baróns Charles Gauldrée Bouilleau á ferðum hans um hér- aðið og kom baróninn stundum við í Bakkakoti í þeim leiðöngrum. Svo var það dag í janúar 1901 að Jóhann kemur að máli við Helgu Maríu, systur sína, og spyr hana hvort hún vilji gerast rjómabú- stýra á Hvítárvöllum. Baróninn bauðst til þess að kosta hana á mjólkurskólann á Hvanneyri ef þetta yrði úr. Helga María fór á mjólkurskólann og gerðist síðan rjómabústýra barónsins. Heimilið reist um „þjóðbraut þvera“ í minningargrein um Helgu Maríu eftir frænku hennar, Sigríði Einars frá Munaðarnesi, sem birt- ist laugardaginn 2. september 1972, er Helga María var jörðuð, segir að hún hafi útskrifast úr mjólkurskólanum með ágætisein- kunn og tekið síðan við mjólkur- vinnslu og smjörgerð á Hvítárvöll- um. Bú barónsins var selt eftir lát hans í desemberlok 1901. Eftir það fór Helga María norður í land til að kenna konum þar meðferð mjólkurafurða. Næst starfaði hún við rjómabú við Blundsvatn í Bæj- arsveit og svo fór hún í Borgarnes þar sem hún giftist vorið 1906 unnusta sínum, Jóni Björnssyni frá Bæ í Borgarfirði, sem þá var nýlega kominn frá verslunarnámi í Kaupmannahöfn. Hann stofnaði verslun í Borgarnesi ásamt mági sínum, Jóni Björnssyni frá Svarf- hóli. Skömmu síðar fluttu þau í hús sitt sem enn stendur undir Höfðanum í Borgarnesi og þar fæddust börn þeirra, Björn F. Blaka átján ára. Jónsson hagfræðingur, Guðrún Jónsdóttir (Blaka) Halldór H. Jónsson arkitekt og dr. Selma Jónsdóttir listfræðingur. Helga María þótti með afbrigðum mynd- arleg húsmóðir. Hún hafði enda gengið á hússtjórnarskóla í Reykjavík sem Friedrika Briem stýrði og lært þar að leggja fal- lega á borð auk annars sem ungar konur voru þá fræddar um í slík- um skólum. Ári síðar lærði Helga María ensku og dönsku og bjó þá á heimili Leopoldine og Halldórs Kr. Friðrikssonar yfirkennara. Hún var því ekki illa til þess fallin að stjórna heimili sem nánast var „reist um þjóðbraut þvera" svo mikill var gestagangurinn á heim- ili þeirra Jóns og Helgu Maríu undir Höfðanum í Borgarnesi. Bæði voru þau hjón að sögn annál- uð fyrir gestrisni og hjálpsemi. Blaka unni móður sinni og raun- ar foreldrum sínum báðum svo mjög að eigin sögn að hún vildi helst ekki yfírgefa þau. - „Eg vildi alls ekki flytja frá þeim, ég ætlaði ekki að fást til að fara til Reykja- víkur að vinna fyrir mér og ég vildi ekki giftast þótt ég ætti þess mörg- um sinnum kost. Til hvers - ég gat ekki haft það betra en ég hafði og börn langaði mig ekki til að eign- ast,“ segir hún og býður mér að svo mæltu að ganga til borðstofu þar sem hún hefur alla daga upp- dekkað borð með ýmsum tegund- um af kaffíbrauði, postulínsbollum, silfurteskeiðum og göfflum. Eg sæki fyrir hana kaffikönnuna, helíi fyrir okkur í bollana og samtalið tekur nú að snúast í ríkari mæli um Blöku sjálfa. „Þú ert að verða 89 ára gömul,“ segi ég. „Ekki fyrr en fyrsta des- ernber," segir hún og hlær. „Þetta er orðið langt líf og gott,“ bætir hún við. „Ég átti yndislega æsku, heimilið var svo glatt og skemmti- legt. Það var alltaf fullt af gestum heima, stundum tugir manns. Það versluðu svo margir við pabba, hann seldi allt milli himins og jarð- ar sem bændur gat vanhagað um, verslunin var stór og mörg útibú,“ segir Blaka. Hún fór ekki að heim- an til starfa fyrr en hún var komin fast að þrítugu. „Eyjólfur Jóhanns- son var mikill vinur foreldra minna, hann var í Sjálfstæðis- flokknum eins og þau og hann kom oft upp í Borgarnes til þess að fá mig suður til að vinna hjá Sjálf- stæðisflokknum. Ég lét loks til leiðast og fór að vinna hjá flokkn- um í lítilli skrifstofu við Kalk- ofnsveginn og fékk 150 krónur á mánuði. Við unnum þarna þrjú en oft söfnuðumst við saman unga fólkið við störf. Nokkru eftir að ég hóf þarna störf var auglýst í Mogg- anum eftir þýðanda við amerísku ræðismannskrifstofuna sem síðar varð sendiráð. Ég taldi að ekki þýddi fyrir mig að sækja um. Nokkru síðar var auglýst aftur og þá ákvað ég að sækja um. Ég fór og var vísað inn og sagði þar nokk- ur orð, skrifaði svolítið á ritvél - og var ráðin daginn eftir, fjörutíu sóttu um auk mín.“ En hvar skyldi Blaka hafa lært svona góða ensku?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.