Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Karl Eirfksson við J-4 Piper Cub NC-24963, Minnisstæð flug- ferð sumarið 1947 Karl Eiríksson er forstjóri og aðaleigandi fyrirtækisins Bræðurnir Ormsson ehf. Hann fór að loknu gagnfræða- og raf- virkjanámi til Bandaríkjanna og lauk þar námi í flugi og flugvélavirkjun. Qlafur Ormsson ræddi við Karl um minnisstæð ár og flugferð sem hann fór á eins hreyfíls fiugvél um Bandaríkin sumarið 1947. Þeir félagarnir Hinrik Thorarensen (t.v.), Karl og Friðrik Jóelsson, hittust á dögunum til að rifja upp ferðalagið þvert yllr Bandaríkin. KARL Eiríksson er fæddur í Reykjavík 31. desember 1925. For- eldrar hans voru Eiríkur Ormsson rafvirkjameistari og kona hans Rannveig Jónsdóttir. Karl var einn stofnenda Flugskólans Þyts í Reykjavík 1949 og rak hann tO árs- ins 1962. Stundaði hann jafnframt um árabil flug hjá Flugfélagi ís- lands og Loftleiðum. Hann er upp- hafsmaður að dreifingu áburðar úr lofti hér á landi. Karl var í mörg ár formaður flugslysanefndar og hefur lengi verið mikill áhugamaður um þróun flugmála. Hann á að baki far- sælt starf sem flugmaður. Hann lauk störfum sem atvinnuflugmaður i hjá Loftleiðum árið 1960. Þá tók Karl við starfi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Bræðurnir Ormsson og starfar þar enn. Ungur drengur fær áhuga á flugi I önnum dagsins gaf Karl sér tíma til að rifja upp löngu liðna daga. „Eg var tíu, ellefu ára þegar ég var farinn að snúast í kringum flugvélamar í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Til dæmis er mér það minnisstætt þegar Hollendingamir vora hér fyrir stríð í veðurathugun- arflugi. Ég fékk snemma áhuga á því sem fram fór hjá Svifflugfélag- inu. Ég fékk að hlaupa með teygj- * urnar til að draga flugmennina á loft. Svifflugfélagið átti ekki margar vélar, ég man að þegar það var rok eða stekkingsvindur þá bundu þeir þær við staur og ég fékk að taka í stýrið á þeim og finna hvemig þetta virkaði. Þama var eiginlega upphaf- ið og ég gat varla ímyndað mér ann- að en að ég yrði flugmaður. Þetta var nú samt bara æskudraumur." Flugfélag Akureyrar var stofnað 1937 og Flugfélag Islands sama ár. Um líkt leyti kom Örn 0. Johnson til starfa hjá Flugfélaginu sem flug- maður eftir flugnám í Bandaríkjun- um og varð síðar forstjóri Flugfé- lags Islands og Flugleiða. Öm var einn brautryðjendanna í flugmálum þjóðarinna; mikill heiðursmaður og einn besti húsbóndi sem ég hef nokkum tímann haft. Arið 1936 kom hingað þýskur svifflugleiðangur og skildi eftir skemmtilega þýska kennsluflugvél, ' sem hangir núna uppi í flug- afgreiðslunni á Vestmannaeyjaflug- velli, en vélin er eign Flugmálafé- lags Islands. Hún var gerð upp litlu áður en Agnar Kofoed-Hansen, fyrram flugmálastjóri og frumkvöð- ull í flugmálum Islendinga, iést og hann flaug henni eina fluginu sem flogið var eftir að hún var gerð upp. Okkur feðgum var boðið út á Keflavíkurflugvöll þegar fyrsta Boeing 747 vél Cargulux kom til landsins. Þá tók Öm um öxlina á pabba og sagði: „Þú ert annar far- þegi minn á Islandi eftir að ég kom heim og fyrsti borgandi farþeginn!" Það var þannig að Örn hafði flogið með föður sinn þegar hann kom fyrst til Islands á Suxinum að loknu flugnámi. Öm fór síðan með föður minn austur á Hornafjörð þar sem hann var að mæla fyrir virkjun. Þegar faðir minn kom daginn efth- úr þessu flugi þá bað hann Öm um að fara með mig smáhring á þessari vél, sem er einmitt sú sem nú má sjá í Vestmannaeyjum. Sá flugtúr er mér auðvitað mjög eftirminniieg- ur. Aður en ég tók einkaflugmanns- próf hér á Islandi þá vora tveir menn búnir að fara sólóflug á und- an, Kjartan heitinn Guðbrandsson, sonur Guðbrandar Magnússonar fyrrum forstjóra ÁTVR, og Bjöm heitinn Pálsson sjúkraflugmaður. Þeir höfðu báðir farið einflug, en þá hafði Loftferðaeftirlit ríkisins ekki verið stofnað, það var stofnað 1945. Þannig var það að ég fékk sólóskír- teini númer eitt og síðan einkaflug- mannsskírteini númer eitt líka. Tveimur áram síðar þegar ég kom heim frá Bandaríkjunum þá hafði þessum reglum verið breytt þannig að það var ekki sérstök númeraröð fyrir sólóskírteini eða atvinnuflug heldur voru allir flugliðar komnir í sama hlaupandi númerið og at- vinnuflugmannsprófið mitt varð því númer þrjátíu." í flug- og flugvirkjanám Árið 1946 tók Karl þá ákvörðun að halda til Bandaríkjanna í nám í flugi og flugvirkjun, þá tvítugur. Nýr og heillandi heimur var í aug- sýn og atvinnumöguleikar að skap- ast fyrir unga bæði hér á landi sem og erlendis. Hvar í Bandaríkjunum varst þú í námi? „Ég fór til Buffalo í New York fylki vorið 1946 og hafði þá um sex- tíu flugtíma fyrir hér heima og ágæta kennslu í fluginu á Islandi. Ég var búinn að ljúka sólóflugi og einkaflugmannsprófi og íslensk flugpróf og bandarísk vora viður- kennd gagnkvæmt í Bandaríkjun- um og á Islandi. Með þetta í farteskinu fór ég út í frekara flug- nám. Ég var við nám í Niagara Falls, sem er nánast útborg frá Buffalo. Flugvöllurinn var í Niagara Falls og flugskólinn hét Niagara Falls Aeronautiea. Hann var að nokkra leyti ennþá undir stjórn flughersins þegar ég kom þangað. Þetta var einkaskóli sem hafði verið notaður vegna síðari heimsstyrjald- arinnar og kennslan fór vaxandi. Þarna var talsvert mikið af skemmtilegum og eftirminnilegum flugvélum og kannski meira úiwal af vélum, einnig stærri vélum, en eðli- legt hefði mátt teljast. I flugvélskól- anum, sem var mjög stór skóli, þai- sem ég lærði flugvélavirkjun, höfðu tveir íslendingar verið á undan mér, Jón heitinn Pálsson, sonur Páls Isólfssonar tónskálds, sem var yfirflugvélvirki og yfirskoðunar- maður Flugfélags Islands í fjölda- mörg ár og Sigurður heitinn Ágústsson, sem síðar stofnaði Flug- skólann Þyt ásamt Finni Bjömssyni og mér. Sigurður var flinkur flug- vélavirki og sérfræðingur Flugfé- lags Islands í flugvélaskrúfum, sem er mikil nákvæmisvinna. Þá var þama um tíma piltur frá Hafnar- firði, Gísli Jón Egilsson, ágætur drengur, en hann hvarf frá námi. Ég var fjórði íslendingurinn sem kom að þessum skóla og þriðji ís- lendingurinn sem lauk þaðan prófi. Ég hóf þama nám vorið 1946 og lauk prófi sumarið 1947, en fór aftur til smábæjar fyrir austan Buffalo, Clarence Center um vorið 1948 lauk þar Airline Transport Pilots Licen- se prófi.“ Varst þú eini útlendingurinn í skólanum? „Já, það vildi svo til að ég var eini útlendingurinn í þessum stóra skóla. Skólinn útskrifaði flugvéla- virkja, bifvélavirkja og prentara. 17. júní árið 1947 var ég í skólanum þegar skólastjórinn lýsti því yfir að hann ætlaði að biðja alla, þegar þar að kæmi, að heiðra útlending sem var þarna með þeim. Hann hefði sýnt þjóðhátíðardegi Bandaríkj- anna 4. júlí árinu áður heiður eins allir aðrir höfðu gert og þar sem nú væri þjóðhátíðardagur þessa unga pilts hefði verið ákveðið að heiðra hann með því að spila þjóðsönginn hans. Ég sat þarna í stóram sal og það vora þrjár skólahljómsveitir sem spiluðu stundum þegar þannig stóð á. Ég var að horfa í kringum mig þegar íslenski þjóðsöngurinn var allt í einu spilaður af þessum lúðrasveitum og inn kom fánaborg með fjóram íslenskum fánum. Ég ætla ekki að lýsa því frekar hvað áhrif þetta hafði á mig, strákinn. Is- land var svo miklu lengra í burtu þá en það er núna. Þessum atburði gleymi ég aldrei.“ Flugvél af óvenjulegri gerð, Cub Coupe J-4 Var það um sumarið 1947 að þú fórst í flugferð um þver og endilöng Bandaríkin? „Já, og það er rétt að gera í stuttu máli grein fyrir aðdraganda ferðarinnar. Vorið 1947 var ég við nám í flugvirkjun og var að Ijúka at- vinnuflugprófi eins og áður sagði. Ég hafði kynnst þar bandarískum efnaverkfræðingi, geðugum piiti, Roy Sayvell sem átti litla eins hreyfils flugvél. Hann leyfði mér stundum að nota flugvélina, sem þegar þarna kom við sögu var að fara í stóra skoðun. Þessi vél var af óvenjulegri gerð, Cub Coupe. Hún var með sextíu og fimm hestafla Contental hreyfli, eins hreyfils, tveggja sæta vél. Öfugt við gamla Piper Cub þá var hún með sætin hlið við hlið, sem var kannski fram- tíðin í litlum einkaflugvélum á þeim áram. Af þessari vél vora aðeins smíðuð fjögur eða sex eintök. Hún fékk snemma óorð á sig, hún vildi gera það sem kallað er að „ground- loopa,“ hún var talin erfið í lending- um og hafði lítið selst. Þar sem ég var að ljúka námi í flugvélavirkjun, þá hafði ég aðstoð- að við að halda vélinni í lagi. Skoð- unarmaður ríkisins var búinn að tjá Roy að það þyrfti að skipta um allan dúk á vængjunum og yfirhala mót- orinn. Aðstaða mín í flugskólanum var sú að ég gat fengið að yfirhala mótorinn undir eftirliti góðra kenn- ara og seinnipart vetrar hafði ég lokið við þetta. Þegar kom fram á vor 1947 var búið að fá úr því skorið að loftferðaeftirlitið sætti sig við að ekki yrði settur nýr dúkur á væng- ina, heldur notað efni sem var ný- komið á markaðinn. Það hreinsaði gamla lakkið af og dúkurinn á vængjunum var síðar sprautaður aftur. Þessu hafði ég lokið um vet- urinn, en Roy hafði álitið að vélin væri sér einskis virði; það hefði ver- ið alltof dýrt að kaupa menn til að koma henni í gott ástand. Hann sagði mér að hvort sem ég vildi fara með vélina eða nota hana þá væri mér það heimilt. Vélin stóð þarna flugfær með endurnýjað skírteini. „Það hitti svo vel á að um þetta leyti fékk ég bréf frá Islandi. Faðir minn, Eiríkur Ormsson, eða fyrir- tæki hans, Bræðumir Ormsson, og bræðurnir Halldór og Hannes Kjartanssynir ráku þá fyrirtæki í New York og jafnframt Elding Tra- ding í Reykjavík. Þeir höfðu selt stóran svartolíubrennara í Síldar- verksmiðjuna á Siglufirði. Þegar ég var að ljúka flugvirkjanáminu var ég beðinn um að fara til San Francisco þar sem þessi verksmiðja Ray Oilburners var til húsa og taka þar námskeið um uppsetningu á þessum stóra svartolíubrennuram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.