Morgunblaðið - 24.10.1999, Page 6

Morgunblaðið - 24.10.1999, Page 6
6 B SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Tvö af verkum Blöku. Verk eftir Blöku. sagðist ekki eiga heimangengt vegna veikinda mömmu en hann vildi þá annast alla framkvæmd við sýninguna, ég kom bara þegar sýn- ingin var opnuð. Mér fannst þetta mikill og gleðilegur viðburður. Frændi minn einn frá Kanada, sem var málari og kennari við háskól- ann í Winnipeg, hvatti mig nokkru síðar til þess að koma til Kanada þegar stríði móður minnar lyki. Mamma dó 16. ágúst 1972 og þegar jarðarförin og annað sem að kallaði í því sambandi var yfirstaðið fór ég til Kanada. Myndir eftir mig voru sýndar þar. Ég og myndimar feng- um svo góðar viðtökur að mér þótti það með ólíkindum. Myndir Blöku á sýningum í París Þegar heim kom hélt ég áfram að vinna hjá utanríkisþjónustunni og var send til Parísar árið 1973. Þar voru verk eftir mig sýnd í Sa- lon de Conte de Beck á Avenue Foch sem Anna Auge rak. Eitt kvöldið hitti ég svo frú Nikolitch- Noly sem sögð var afkomandi heilags Loðvíks Frakkakonungs. Þessi kona hóf að efna til lista- kvölda í höll sinni rétt utan við París, en seldi hana svo og keypti sýningarsali inni í borginni. Haust- ið 1974 fór hún að sýna verk eftir mig og í mörg ár var hún með myndir eftir mig til sölu og stund- um á sýningum." Blaka tók þátt í tólf sýningum meðan hún bjó í París, m.a. þremur í Grand Palais. „Þegar mynd eftir mig fékk inni á Haustsýningunni þai- sagði mér ráðamaður að tvö þúsund myndum hefði verið hafnað,“ segir Blaka. Hún fór frá París 1977 og lauk ferli sínum í utanríkisþjónustunni í Bonn þar sem hún starfaði til 1980. Eftir það fór hún heim og hefur málaralistin síðan átt hug hennar allan. Hún spilar líka stundum á píanó en horfir nánast aldrei á sjónvarp né hlustar á útvarp. „Það er svo margt fólk með ljótar raddir og sumt talar slæma íslensku," segir hún blíðlega. Málverkin eru flest geymd á efstu hæð. Blaka lánar mér lykil að íbúðinni uppi á lofti þar sem Björn bróðir hennar bjó áður, þar hanga uppi fjölmörg verk eftir hana. Hún málar ein- göngu vatnslitamyndir sem oft virðast efnislega vera á mörkum draums og veruleika. Ég skoða í þögrt íbúðarinnar allar þessar myndir. Ég er ein af því að Blaka er léleg í fótunum og kemst ekki upp stigann til þess að sýna mér verk sín. Hún hefur eins og fyrr sagði ítrekað fengið mænuveiki- köst síðari ár. „Fyrsta þannig kastið kom fyrir nokkrum árum, ég var frammi í eldhúsi að fá mér appelsín. Allt í einu missti ég mátt- inn í fótunum og datt á gólfið. Þar lá ég illa haldin,“ segir Blaka. „Þá vildi það mér til happs að ég á frænku sem Ágústa heitir Björns- son, kölluð Didda. Hún er ótrúlega næm á líðan mína. Hún fann á sér að eitthvað væri að hjá mér og kom til mín og hjálpaði mér, eftir þetta hefur mig ekki langað sér- staklega í appelsín. Þetta er ekki í eina skiptið sem Didda hefur kom- ið til mín sem frelsandi engill. Eitt sinn fékk ég um miðja nótt blóð- uppgang. Ég var svo veik að ég gat enga björg mér veitt. Þá fann Didda á sér að eitthvað væri að og kom og sótti lækni. Hann sendi mig umsvifalaust á spítala og þar fór ég strax í aðgerð. Á eftir sagði læknir að hefði ég komið fáum mínútum seinna hefði ekki verið hægt að bjarga lífi mínu.“ Eftir að hafa þegið viðurgerning í anda hins myndarlega heimilishalds Helgu Maríu, móður Blöku, kveð ég þetta heimili þar sem allt andar frá sér endurminningum og sögu. Blaka slekkur í örmjórri sígarettu og fylgh- mér fram að dyrum. Hún kveður mig létt í bragði og leysir mig út með gjöfum - þegar ég geng út í haustfölvann hef ég undir hendinni málverkið Haustlitir á Is- landi, málverk eftir Blöku - heims- konuna og listamanneskjuna sem í nær níu áratugi hefur auðgað ís- lenskt og erlent mannlíf með nær- veru sinni. Vesturlandabúar sofa minna en áður Gæti haft al- varlegar af- leiðingar The Daily Telegraph. MIKIÐ vinnuálag og freistingar skemmtanalífsins hafa orðið til þess að svefntími Vesturlandabúa hefur styst um eina og hálfa klukkustund á sólarhring að meðaltali á þessari öld. Vísindamenn telja að þessi þró- un gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu manna. Lengi hefur verið vitað að nægur svefn væri nauðsynlegur til að við- halda heilbrigði heilans og tauga- kerfisins, en nú hafa rannsóknir leitt í ljós að of lítill svefn getur einnig leitt til breytinga sem svipar til öldrunar og einkenna sykursýki. Vísindamenn hafa í ljósi þessa lýst yfir áhyggjum af því að svefntími hafi styst, en árið 1910 var hann að meðaltali 9 klukkustundir á sólar- hring í iðnvæddum löndum. Nú sofa Vesturlandabúar að jafnaði aðeins í 7V4 klukkustund á sólarhring. Heilsan betri ef sofið er í meira en átta tíma Eve Van Cauter, prófessor í lækn- isfræði við Chicago-háskóla, greinir ásamt samstarfsmönnum sínum frá niðurstöðum rannsókna þeirra í læknisfræðitímaritinu The Lancet. Þar kemur fram að það sé betra fyr- ir líkamann að sofa í meira en átta klukkustundir á sólarhring. Jafnvel hafi komið í ljós að of lítill svefn hafi haft áhrif á hormónastarfsemi ungra og hraustra manna í góðu formi, og minnkað getu þeirra til að vinna úr og geyma kolvetni. „Við komumst að því að þær efna- skipta- og innkirtlahormónabreyt- ingar, sem leiða af of litlum svefni, líkjast að mörgu leyti einkennum öldrunar," sagði Van Cauter í sam- tali við The Daily Telegraph. „Okk- ur grunar að fái fólk allt of lítinn svefn í langan tíma geti það ekki að- eins hraðað öldrun, heldur einnig valdið því að ýmsir aldurstengdir sjúkdómai-, eins og sykursýki, hár blóðþrýstingur, offita og minnistap, leggist þyngra á sjúklingana.“ ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Paradís sjóbleikju og stórir smálaxar ÞAÐ hefur ekki farið fram hjá neinum sem áhuga hefur á stanga- veiði hér á landi hvílík gósenlönd Víðidalsá og Vatnsdalsá eru þegar sjóbleikja er annars vegar. Það sama má raunar segja um Fljótaá og Flókadalsá í Fljótum. Það sem þessar ár eiga allar sameiginlegt er að þær falla út í lón eða stöðu- vatn nálægt sjó. Víðidalsá er trúlega besta bleikjuáin og þar er bleikjan auk þess stærst að jafnaði. Vatnsdalsá er þó ekki langt að baki og í toppári á Fljótaá það til að skjótast fram úr báðum. Én það eru vötnin sem gera gæfumuninn, að sögn Guðna Guðbergssonar fiskifræð- ings. „Þetta eru svona blöndur af fersk- og saltvatnslónum og til þeirra leita bleikjuseiðin ársgömul, of smá til að geta þolað fullsalt vatn. Þama geta þau valið sér úr auknu fæðuframboði og vanist breytilegri seltu. Þau spara sér með þessu 1-2 ár í uppvexti í ánni sjálfri og það eykur seiðafram- leiðslu þessara svæða gífurlega. Þar að auki virðist bleikjunni líða afskaplega vel í þessum ám þar sem hún getur dormað yfir vetur- inn án mikilla áfalla," sagði Guðni. Hann sagði ennfremur að það sem virst gæti stóraukin sjóbleikjuveiði síðustu árin væri ekki endilega svo, áhugi á sjóbleikjuveiði hefði aukist gífurlega og skráning á afla þar með. I því gæti legið verulegur hluti af „veiðiaukningunni", sem sagt, meiri ástundun, betri skrán- ing. Stórir smálaxar Menn hafa deilt um ágæti gönguseiðanna sem sleppt er í Rangámar, deilt um réttmæti og deilt um hvort þetta séu æskilegir gestir úti í náttúmnni. Eitt er víst, að einmitt vegna þess að seiðin era alin í vemduðu umhverfi era þau í mörgum tilvikum stærri heldur en gönguseiði af villtum upprana. Það skilar sér gjaman þegar þessi seiði koma síðan í ána aftur eftir haf- beitina. Dæmi um það er örmerkt- ur lax sem veiddist í Ytri-Rangá í sumar sem leið. Þetta var lax sem sleppt var sem gönguseiði sumarið 1998 og var því eins árs lax úr sjó, svokallaður smálax. Nema, að mmmm X" - hann vó rétt tæp 11 pund, eða 5,4 kg! Að sögn leigutakans Þrastar Elliðasonar era eins árs hængarnir í ánni mjög oft á bilinu 7 til 9 pund, en þessi væri sá stærsti. Laxinn leitar fyrir sér Vitað er að laxinn þarf að „þefa“ sig áfram er hann kemur upp að ströndinni og hann finnur ekki heimaána sína strax í öllum tilfell- um. Dæmi era um að laxinn gangi í ár, sjái síðan að sér og gangi aftur til sjávar, finni síðan sína á. I fyrra veiddust þrír laxar í Þverá í Borg- arfirði sem veiddir höfðu verið, merktir og sleppt aftur í Grímsá. Einn þeirra hafði á örfáum dögum gengið frá Oddsstaðafljóti í Grímsá, sem er efst í Lundar- reykjadal og fram undir Ornólfsdal sem er neðarlega í Kjarrá, sem er efsta veiðisvæði Þverár. í sumar veiddist einn slíkur lax til viðbótar, að sögn Eggerts Ólafssonar veiðivarðar við Þverá og Kjarrá, sem að auki taldi sig sjá annan merktan lax í ánni sem ekki veiddist. Laxinn sem Eggert náði merki af veiddist í Klappar- fljóti í Þverá, hálfum öðrum mán- uði eftir að hann veiddist í Lax- fossi í Grímsá. Þá herma fregnir að merktur lax úr Grímsá hafi einnig veiðst í Flóku í sumar. Samkvæmt þessu virðist sem tals- vert magn af Þverárlaxi flækist fyrst upp í Grímsá, en Eggert taldi þetta standa í einhverjum tengslum við gönguleið Þverárlax- ins. „Það er merkilegt að eins og þetta er algengt milli Grímsár og Þverár, þá hefur enginn af þess- MorgunbiaðWGuðiaugur um merktu löxum skilað sér úr Bandarísku ungmennin Scott Hannan og Liz Milbank veiddu sína Norðurá svo ég viti,“ sagði Egg- fyrstu laxa í Hítará í sumar. ert.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.