Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Gull og grænir skógar 1848. „Landið allt endurómar af þeirri óþverralegu upphrópun gull! Gull! GULL!“ var ritað af vandlaat- ingu. „Akurinn er skilinn eftir hálf- plægður, húsið hálfbyggt og engu sinnt nema smíði pála og haka,“ sagði í lokagrein blaðsins, þar sem þessi ákafi var í fyrsta skipti á prenti nefndur gullæði, „gold rush“. Utgáfu hins blaðsins, California Star , var hætt hálfum mánuði síðar, þegar rit- stjórinn og útgefandinn varð sjálíúr gripinn þessu æði. Blaðið Californian kom aftur út í ágúst, uppfullt af fréttum af gullæð- inu. Þar sagði, að gullsvæðið væri svo gjöfult að jafnvel hálfur sann- leikurinn hljómaði eins og ævintýri. Gullgi'afarar sættu sig ekki við minna en 30 til 40 dala virði af gulli á dag og færðu sig um set ef leitar- svæði þeirra gæfi minna af sér. Vegna þessara auðæfa væri verðlag hins vegar allt komið úr böndunum og hefði tvö- og þrefaldast frá því um vorið. Lífið var ólíkt léttara hjá þeim sem fyrstir komu á gullsvæðið sum- arið 1848 en þeim sem á eftir fylgdu næstu árin. Það var svo sannarlega nóg af gulli og alltaf fundust nýir staðir þar sem hægt var að tína það upp af jörðinni án nokkurrar fyrir- hafnar. í fyrstu leituðu allir upp í Coloma-dalinn, að sögunarmyllunni hans Sutters, en fljótlega áttuðu menn sig á að allt í kring voru svip- aðar ár, svipuð gil þar sem hlyti að vera hægt að finna gull. Og það var nánast sama hvert var litið, árnar sem runnu niður hlíðar Sierra Nevada fluttu allar með sér gull. I norðri voru það árnar Feather, Yuba, Bear og American og sunnar í Kaliforníu voru það árnar Cosum- nes, Mokelumne, Calaveras, Stanis- laus, Tuolumne, Merced og Mariposa. Fyrstu mánuðina ein- beittu menn sér að gulleit í norðri, en í ágúst fannst gull í Stanislaus ánni. Við fundinn í Stanislaus ánni flutti fjöldi gullgrafara sig suður á bóginn, enda bárust sögur af ótrúlegum auð- æfum þar. Sem dæmi má nefna, að tveir menn sem unnu saman höfðu tvö þúsund dali á dag upp úr krafs- inu, ef krafs skyldi kalla, því þeir tíndu gullmola upp af jörðinni. Við American-ána var gullið heldur ekki á þrotum, ef marka skal sögu sem færð var á prent, á þá leið að jarðar- för þar hefði leyst upp þegar gull- grafarar, sem krupu við gröf félaga síns, fundu gullmola um alla jörð. Þeir tíndu upp alla mola sem þeir fundu í fljótu bragði og fluttu svo kistu félagans á annan stað, þar sem ekki var jafnmikið gull að finna. Æðið nær stranda I milli Fréttir af gullinu í Kaliforníu voru farnar að berast norður á bóginn, til Oregon, suður í gegnum Mexíkó til landa Suður-Ameríku og þær leituðu einnig í austur, alla leið til borga austurstrandar Bandaríkjanna. í október 1848 höfðu New York búar þó ekki enn haft áreiðanlegar fregnir af gullinu í vestri, enda voru aðeins 6 farþegar um borð í gufuskipinu Cali- fomia þegar það lagði úr höfn að morgni 6. október. Skipið sigldi niður með austurströndinni, með ströndum Suður-Ameríku, fyrir Horn og upp með vesturströndinni. Það kom við í fjölmörgum höfnum, þar á meðal í Mexíkó. Þegar Califomia loks náði áfangastaðnum, San Francisco, nær átta mánuðum síðar, vom farþegam- ir ekki lengur 6 heldur 360. Gullæðið hafði gjörbreytt ferðinni. Á austurströndinni hafði fyrstu fréttum af gullinu verið tekið afar fá- lega. Mörg dagblöð sögðu svosem trúlegt að þar væri gull að finna, en fráleitt að það væri í svo miklu magni sem haldið var fram. Miklu líklegra væri, að íbúar Kaliforníu væm að ýkja. Þetta væri kannski auglýsingaskram, til að fá fleiri til að setjast að þama fyrir vestan. New York búar og íbúar Washing- ton fengu áreiðanlegar fregnir af gullinu 24. nóvember 1848, réttum Hvernig náðu þeir gullinu? ÞÓTT auðvelt, hafí verið að nálg- ast gullið í fyrstu, þegar það lá nánast við hvers manns fætur, þurfti fljótlega að fara að hafa meira fyrir vinnslunni. Gullgraf- ararnir notuðu ýmsar aðferðir til að auðvelda sér verkið. Fyrsta áhaldið sem notað var til að sigta gullið frá ársandinum var járnpanna. Pannan var fyllt að þremur fjórðu með ársandi og fyllt með vatni. Stærstu steinar voru þvegnir vandlega, svo gull- sandur sæti eftir í pönnunni og þeim svo hent. Síðan var pönn- unni hringsnúið og hún hrist um Ieið. Eftir 20 til 30 sekúndur var pönnunni hallað án þess þó að hætt væri að snúa og hrista, henni difíð í vatnið og það látið skola sandinn ofan af gullinu, sem sat eftir í botninum. Annað áhald var „vaggan". Það var trékassi á valta, sem einn maður mataði á sandi og vatni meðan annar vaggaði kassanum fram og til baka til að láta vatn skilja sand og gull að. Næst kom „Langi Tom“, af- langur trékassi, sem vatn var leitt í gegnum, svo menn þurftu aðeins að mata hann á sandinum, en gullið sat eftir í sigti á botninum. Mest afköst fengust með lengri útgáfu af „Langa Tom“, gáttar- stíflunni. Nokkrir menn þurftu að vinna saman við gáttarstífluna ef vel átti að vera, en þeir náðu líka margfalt, betri árangri en með „vöggu“, hvað þá pönnu. Þegar erfíðara varð að fínna gull í árframburði varð að grípa til hakans og höggva það úr kvar- sæðum í berginu. Síðar tóku stór- virkari tæki og sprengiefni við. I Kaliforníu var líka fundin upp ný aðferð til að nálgast gullið, þar sem kraftmikilli vatnsbunu var beint að fjöllum og hæðum, til að skilja að leir, stein og gull. Sumir duttu rækilega í lukkupottinn. Þessi gullgrafari, James Warner Woolsey, sá ástæðu til að sitja fyrir hjá Ijósmyndara með fjögurra kílóa gullklumpínn sinn í fanginu. Gjaldmiðill Kaliforníu var gull, gullmolar eða gullsandur. Myntír voru sjaldséðar í versl- unum á árum gullæðisins. tíu mánuðum eftir að James Mars- hall tók upp glampandi völuna í American-ánni. Daginn áður hafði sendiboði yfírmanns bandaríska hersins í Kaliforníu komið til Wash- ington, með skýrslu yfirmanns síns og gull í farteskinu. Orð æðsta yfir- manns bandaríkjahers á vestur- ströndinni var ekki hægt að draga í efa. Þarna var gull í ómældu magni. Öll dagblöð austurstrandarinnar sögðu frá skýrslunni og Polk forseti hélt því fram að yfirvöld hefðu alltaf vitað af gullinu, þess vegna hefðu þau höfðað stríð á hendur Mexíkó. Að mati sagnfræðinga átti sú yfirlýs- ing rætur að rekja til pólitíkur, ekki sannleiksástar. Síðustu daga nóvembermánaðar birtust tilboð frá skipafélögum á austurströndinni um flutninga til vesturstrandarinnar. Fyrsta skipið var tilbúið til brottfarar 1. desember. Á þeim tíma vora gullgrafarar á vesturströndinni flestir hættir að grafa, enda orðið kalt í hlíðum Sierra Nevada og vatnið í ánum óx svo í haustrigningum að erfitt var að nálg- ast gullið. Ibúar austurstrandarinn- ar áttu hins vegar langa leið fyrir höndum og veitti ekki af að leggja sem fyrst af stað, svo þeir gætu hafið gullgröftinn um leið og þeir kæmu vestur. Og þeir hlýddu svo sannar- lega kallinu. Dagblöðin sögðu tutt- ugusta hvern mann ákveðinn í vest- urför. Hvert skipið í kjölfar annars lagði af stað til Kaliforníu. Hinn 25. janúar var svo komið að níu skip sigldu þaðan þann eina dag með samtals meira en 600 farþega. Skipin sigldu ýmist niður að Panama-eiði, þar sem farþegarnir fóru í land og ferðuðust í vögnum yfir á Kyrrahafs- ströndina og reyndu að komast um borð í skip sem færi upp með strönd- inni til San Francisco, eða að siglt var alla leið fyrir suðurodda Suður- Ameríku, Horn. Landleiðin langa Ekki áttu allir þess kost að kaupa sér far með skipi vestur. Miklu fleiri lögðu af stað landleiðina, sem þýddi margra mánaða erfiði. Fyrst varð að koma sér vestur að Missouri ánni, gjarnan að bænum Independence. Þar þurfti að bíða færis fram í maí, þegar slétturnar miklu þar vestur af vora nógu grónar til að hægt væri að ala uxana og dráttarklárana. Eftir slétturnar tók Rocky Mountain fjall- garðurinn við, svo eyðimörk og loks var það lokaáfanginn, tindar Sierra Nevada. Fjöllin varð að leggja að baki í síðasta lagi í október, áður en vetraði og snjóaði. Þessi margra mánaða ferð, allt að fjögur þúsund kílómetrar fyrir þá sem komu lengst að, reyndist mörg- um um megn. Sagnfræðingar hafa áætlað, að um 6% hafi aldrei komist á áfangastað. Ferðalangarnir óttuð- ust allir Indíána mest, en raunin varð sú, að veikindi og slys urðu miklu fleiram að fjörtjóni. Rifflarnir, skammbyssurnar og hnífarnir, sem ferðalangarnir tóku með sér til að verjast Indíánum, hafa að líkindum orðið fleirum að fjörtjóni en rauð- skinnarnir, því skot hlupu úr byssun- um fyrir slysni í höndunum á óvön- um mönnum og hnífarnir reyndust ekki síður skeinuhættir. Maturinn gekk til þurrðar, kólera lagði marga að velli og aðrir voru illa haldnir af skyrbjúg. Ef menn villtust af leið urðu þeir uppiskroppa með vatn. Og ef þeir lifðu ógurlegan þorstann af gátu þeir dáið af að drekka allt of mikið vatn loksins þegar þeir komust í vatnsból. Skepnurnar hrandu líka niður, enda var slóðin fljótt svo fjöl- farin að allt gras í kringum hana var nagað niður í rót. Farangurinn, sem ferðalangamir tóku með sér í þennan langa akstur, reyndist oftast of mikill. Beggja vegna slóðarinnar lágu búsáhöld, húsgögn, áhöld til gulleitar, fatnaður og bækur eins og hráviði. Einn ferðalanganna ritaði í dagbók sína, að sá sem hirti upp allt það, sem kastað hefði verið af vögnunum til að létta þá, yrði ríkur maður. Og við austurhlíðar Sierra Nevada vora hesta- og uxakerrur svo hundraðum skipti, vagnar sem ferðalangar höfðu skilið eftir og haldið fótgangandi yflr brött fjöllin. Sumir tóku ekkert með sér nema malinn sinn og héldu gangandi af stað. Dagblað nokkurt skýrði frá Skota, sem lagði af stað gangandi frá Pennsylvaniu með aleiguna í hjólbör- um. Honum tókst að komast alla leið vestur og sneri sigri hrósandi heim á ný, fimmtán þúsund dölum ríkari. En sagan endaði ekki svo vel hjá öllum. Ekki Gósenland ailra Sú Kalifornía sem mætti ferða- löngum eftir langa og stranga ferð var ekki alltaf Gósenlandið sem þá hafði dreymt um. Margir komust ekki þangað fyrr en svo síðla hausts 1849 að þeir höfðu nauman tíma til að leita gulls. Þá urðu þeir að finna sér samastað og vinnu yfir veturinn, til að hafa í sig og á. Það gat reynst þrautin þyngri, því allir vora í sömu hugleiðingum. Um 700 skip köstuðu akkerum við San Francisco árið 1849, með um 40 þúsund farþega frá öllum heimshornum. Ekki var óal- gengt að skipverjar tækju þátt í kapphlaupinu, svo um haustið voru yfirgefin skip um allan flóa. Sumir brugðu á það ráð að draga skipin upp á land, til að verða sér úti um vistarverur yfir veturinn. Við þennan hóp sjófarenda og sjó- manna bættust þeir tugir þúsunda sem komu landleiðina. Og þegar þeir loks komust í gullleitina, sumarið og haustið 1849 og vorið 1850, árið sem Kalifornía varð formlega eitt ríkja Bandaríkjanna, var ekki eins mikið að hafa og þeir höfðu vænst. Alltaf varð dýpra á gullinu, þeir þurftu að þræla langan vinnudag en höfðu vart fyrir salti í grautinn, enda verðlag svívirðilegt. Eitt egg kostaði dal. Nál og tvö tvinnakefli kostuðu sjö og hálfan dal, ríflega mánaðarlaun her- manns. Kaupmenn og hótelhaldarar vora þeir einu sem gátu verið öragg- ir um afkomu sína. Eftir því sem fleiri urðu um hit- una minnkaði umburðarlyndið gagn- vart náunganum. Indíánamir höfðu alltaf verið litnir homauga, en 1850 náði andúðin einnig til Mexíkóa, Chile-búa og Frakka. Gullgrafarar sendu yfirvöldum bænaskjöl, þar sem þeir fóru fram á að útlendingum væri bannað að sækja sér bandarískt gull. Þessi andúð varð að hatri og hatrið braust út í ofbeldi. Um helm- ingur allra íbúa Kaliforníu árið 1850 vora ungir karlmenn, ekki orðnir þrítugir, og í samfélagi þeirra varð drykkja og annar ólifnaður daglegt brauð. Um 1855 var svo komið að fæstir gerðu meira en skrimta af gullinu. Gullleitin varð einstaklingum um megn. Til að nálgast málminn þurfti að sprengja berg og mylja það. Stór- virkar vinnuvélar tóku við af pönn- unni, vöggunni, Langa-Tom og gátt- arstíflunni. Gullgrafarai- urðu verka- menn námafyrirtækja. Frá 1851 voru nýir íbúar Kaliforníu hins vegar ekki lengur nær eingöngu ungir karlmenn í fjársjóðsleit, heldur eig- inkonur þeirra og börn. Þar með varð Kalifornía heimili þessa sund- urleita hóps, sem hafði eitt sinn átt sér aðeins eitt sameiginlegt mark- mið. Að finna gull. Nú sneri þetta fólk sér aftur að fyrri störfum, land- búnaði, verslun, alls konar handiðn, lögfræði, rekstri ferja og vagna, póstþjónustu og öllu því sem þurfti til að reka samfélag. 150 árum eftir að gullæðið náði há- marki í Kalifomíu er enn unnið þar gull, en nú í hátæknilegum, tölvu- stýrðum námafyrirtækjum, sem eiga lítið skylt við gullgrafara síðustu ald- ar. Það er hins vegar hægt að feta í fótspor James Marshalls, Johns Sutters og annarra í Marshall Gold Discovery State Park, við bakka American-árinnar í Coloma. Þar er upphaflegu sögunarmylluna að vísu ekki að finna, því flóð í ánni hreif hana með sér á sjötta áratug síðustu aldar. Nákvæm eftirlíking myllunnar stendur töluvert fjær bakkanum. Þrátt fyrir ferðamannastraum er ró- legt og afslappað andrúmsloft í Garði gullfundarins. Við árbakkann krjúpa nokkrir Bandaríkjamenn, ef til vill afkomendur gullgrafaranna á síðustu öld, og skola ársand í pönnu. HELSTU HEIMILDIR: Malcolm J. Rohrbough: Days of Gold. The Californian gold rush and the American nation. University of Cali- fornia Press Ltd. 1997. Donald Dale Jackson: Gold Dust. Al- fred A Knopf, Inc., 1980. Bob Shallit: Califomia. Triumph of the entrepreneurial spirit. Windsor Publications, Inc., 1989. Joann Levy: They saw the elephant. Women in the California gold rvsh. Archon Books 1990.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.