Morgunblaðið - 24.10.1999, Page 13

Morgunblaðið - 24.10.1999, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 B 13 það. Þetta er vélaglamur. En svo er annað vel og skemmtilega gert, sem betur fer.“ KK: „Ef þú skoðar öll helstu tón- listarblöð núna sérðu að þau eru mest að fjalla um músík sem samin var fyrir 20-30 árum. Þau eru komin út í sagnfræði." Hvað segir það okkur? KK: „Að við erum komin á enda- punkt. Eins og Magnús hefur orð- að það: I endinum upphafið býr. Þarna ertu kominn með fyrirsögn- ina á viðtalið. Stundum gildir þetta einnig um líf okkar. I dauðanum lífið býr.“ Skuggadalir Þú ert trúaður og farinn að syngja um það? KK: „Eru ekki allir trúaðir? Sumir trúa á peninga eða völd og kannski pínulítið á guð. Sumir trúa á sjálfa sig. Og svo framvegis." Magnús: „Hann er að tala um guðdóminn, almættið." Samanber lagið þitt Eg fann ást: „Eg vil hafa allt á hreinu með minn guð“? Magnús: „Ef þú syndgar heyr- irðu suð...“ En þú Magnús? Magnús: „Já, ég get ekki annað en trúað því að eitthvert afl stjórni öllu. Manni er stundum hjálpað þegar maður á hrikalega bágt. Ef ég hefði ekki fundið það væri ég áreiðanlega orðinn mjög geðbilað- ur. Þetta afl er til staðar ef ég hleypi því að mér. Stundum er maður staddur í skuggadal og mót- tökuskilyrði ljóssins slæm.“ KK: „Stundum kastar maður sjálfur þessum skuggum. Hefur fyllt líf sitt af þeim.“ Magnús: „Með því að draga að sér púka og útiloka öfl ljóssins. Það er til bæði björt veröld og dimm. Nú er ég farinn að tala eins og prestur. En ég held ekkert um þetta, ég veit það. Og við skiljum ekki allt, kannski sem betur fer.“ KK: )rAf því við erum mannleg- ir.“ Þú varst að tala áðan um skuggadalina, Magnús: Þú misstir eiginkonu þína í vor. Hvernig glímdirðu við þann stóra skugga? Magnús: „Með því að biðja guð að hjálpa mér.“ Og gerði hann það? Magnús: „Mér fannst það og ég trúi því. Maður á aldrei von á að verða fyrir svona reynslu. Hún kemur fyrir aðra. En ég hugga mig við að hún eignaðist fimmtíu góð ár og þrjá góða stráka. Sumir fá meira, sumir minna.“ KK: „Fjóra stráka. Að þér með- töldum. Fjóra góða stráka.“ Og þú helltir þér út í tónlistina, hélst áfram að vinna? Magnús: „Ég pakkaði mér niður og tók gítarinn upp. Menn geta flú- ið í margar áttir frá persónulegum hremmingum. Sumir flýja í áfengi, í geðlyf og svo framvegis. Svo geta menn flúið í tónlist..." KK: „Ef maður er heppinn.11 Magnús: „Og ég var svo heppinn að geta það. Ég gat haldið áfram að syngja og gleðjast í gegnum þennan miðil. Ég veit að það hefði konan mín viljað, hvar sem hún er.“ Blúsinn Eru einvörðungu frumsamdir blúsar á nýju plötunni? Magnús: „Flestir eru það. Flest- ir koma úr þessum stóra potti tón- reynslunnar í kringum okkur.“ KK: „Blúsinn er eins og rauður þráður gegnum alla dægurtónlist. Hann kemur fyrst - á undan djass- inum, rokkinu og öllu því sem síðan hefur fylgt. Og hann kemur alltaf aftur þótt vinsældirnar séu stund- um meiri og stundum minni.“ Magnús: „Blúsinn er ævinlega undirliggjandi.“ KK: „Allt frá þvf Chuck Berry fór að þróa hann yfir í rokk og ról. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að Johnny B. Goode hafi verið íslend- ingur því hann bjó í torfkofa: „Deep down in Louisiana, close to New Orleans, way back in the woods among the evergreens, there stood an old cabin, made of earth and wood...“ Er þetta ekki borðliggjandi?“ Og platan kemur út undir merkj- um gömlu blúshljómsveitarinnar þinnar, Magnús, Blues Company, sem starfað hefur með hléum síðan á sjöunda áratugnum? Magnús: ,Alveg eins. Þetta er allt eitt stórt blúskompaní. Núna eru með okkur Jjrautreyndir blús- menn, Ásgeir Oskarsson og Har- aldur Þorsteinsson. Við hlökkum til að spila nýju lögin því þetta er hörkuband. Blues Company var að vinna að plötu fyrir tæpum áratug með allt öðrum mönnum, en ég lagði hana á hilluna þegar tveir af liðsmönnum okkar gegnum tíðina létust, Karl Sighvatsson og Guð- mundur Ingólfsson. Þá sló í bak- seglin og við snerum okkur að öðru. Reyndar var Kristján líka í Blues Company. Var það ekki fyrsta hljómsveitin sem þú lékst með opinberlega?“ KK: „Ég held það. í Glæsibæ." Magnús: „Kristján var að vinna hjá mér í Rín og við höfðum verið að spila saman í búðinni. Ég bauð honum að troða upp með okkur.“ Hvernig afgreiðslumaður var Kristján? Magnús: „Mjög duglegur og röskur.“ Sambandið Hvernig kynntust þið? KK: „Við vorum nágrannar á Frakkastígnum. Þar bjó ég og þar var verslunin Rín. Allir tónlistar- menn vita frá tíu ára aldri hver Maggi í Rín er. Þá koma þeir til hans og spyrja: Hvað kostar ódýr- asti gítarinn?“ Það er töluverður aldursmunur á ykkur? Magnús: „Hann fer minnkandi. En ellefu ár samkvæmt hefð- bundnu tímatali.“ KK: „Ég vann hjá þér í tvö ár og við pældum saman í músík, mönn- um á borð við JJ Cale og einhverj- um blúsurum. Svo fluttist ég til út- landa og við skrifuðumst á. Ein- hvern tíma sendi ég þér bjórkassa, getur það ekki verið?“ Magnús: „Já, eða marijúana. Ég man það ekki.“ KK: „Ég held ég hafi gert hvort tveggja. Svo kom bréf til baka frá Magga þar sem hann hafði límt á pappírinn nokkra brumknappa. Það var að koma vor!“ Nú hafið þið verið að þvælast saman lengi um landið. Semur ykk- ur alltaf? KK: „Maggi fær bara að ráða. Þá er allt í lagi.“ Magnús: „Þessi var lúmskur. En við erum báðir svo andskoti laun- frekir að við verðum að fara vel hvor að öðrum. Við erum báðir það þroskaðir að við höldum að við höf- um vitið meira!“ KK: „Sátt og samlyndi eru auð- veldari þegar áfengi og önnur fíkniefni eru ekki til staðar. Þau gera mann ergilegan og þreyttan. Við erum blessunarlega lausir við þau.“ Hvernig myndfrðu lýsa Krist- jáni, Magnús? Magnús: „Ég held hann megi eiga það að hann er góður félagi." Og öfugt Kristján? KK: „Magnús er skemmtilegur félagi og sögumaður góður.“ Gamlir bandarískir blúsmenn halda áfram að syngja og spila fram í andlátið. Hvernig munuð þið eldast hér í tónlistinni? Magnús: „Ef við höfum í fram- tíðinni áhuga á að sinna dægurtón- list má ljóst vera að stærsti mark- aðurinn verður í Félagi eldri borg- ara...“ DSRO Þráðlaus / • Með númerabirti simi Sími með höfuðheyrnartóli Kr. 16.890 HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is • Borðhleðslutæki • Dregur 300 metra. • Taltími 6 klst. • Tengi fyrir h öfuðheyrnartól 12.900kr Andlitskremin frá n\EiSD í tilboöspakkningum 1. Duo-Liposome krem, dag- og næturkrem 2. Free Radical gel, til að fjarlægja úrgangs- efhi úr húðinni. 3. AHA krem til að fjarlægja dauðar húðfrumur. Notist sem nætur- krem eina viku í mánuði. ÚTSÖLUSTAÐIR: Lyf og heilsa, Kringlunni (Ingólfs Apótek), Rima Apótek, Grafarvogi, Hringbrautar Apótek. Með Trend næst árangur Nýjung! Þýsk gæðavara Ekta augnahára- og augnabrúnalitur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í einum pakka. Mjög auðveldur í notkun, fæst í þremur litum og gefur frábær- an árangur. Hver pakki dugir í 20 litanir. Útsölustaðir: Apótek og ;■ ::snyrtivöruverslanir ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone. Þessi (svarti) gamli góði með stóra burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum. 1 ? A*- ‘ ;,:í | | b . i njy -i: Frábær vara á frábæru verði NYTT! Til háreyðingar vatnsþynnanlegt vax og tæki frá byly byly fiest í apótekum og snyrtivöruverslunum. Dreifinq: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.