Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ Friðrik Jóelsson og Karl í Buffalo en Friðrik flaug með Karli fyrsta legginn en síðan tók Hinrik við. Til þess að ég kæmist þangað fékk ég senda farseðla fram og til baka frá Buffalo til San Francisco og tvö hundruð og fimmtíu dollara í dag- peninga. Jafnframt sé ég á bréfi sem ég á enn að Hannes Kjartans- son skrifaði mér og tjáði mér að það væri búið að ganga frá því að ég ætti að vera mættur í lok júlí hjá Ray Oilbumers." Áhyggjur af fyrir- liugaðri flugferð „Ég fór að fá áhuga á því að fljúga þessari vél sem ég hafði að- gang að, vestur til San Francisco, selja ílugseðlana mína og nota þessa tvö hundruð og fimmtíu doll- ara í ferðakostnað. Ég átti þama bílskrjóð sem ég seldi á þrjú hund- mð dollara og með þessa peninga taldi ég að ég hefði nóg fyrir gist- ingu og bensíni á vélina alla leiðina vestur. Það voru mörg ljón í vegin- um. Flugkennamir mínir, sem voru ágætis menn, töldu af og frá að ég kæmist á sextíu og fimm hestafla hreyfli yfir Klettafjöllin. Ég hafði prófað hvað ég kæmist upp á þess- ari vél og taldi að með hjálp hag- stæðra vinda væri hægt að klára það.“ Var þér þá beinlínis ráðlagt að fara ekki í þessa ferð þar sem flug- vélin var ekki talin nógu ömggur farkostur? „Hannes Kjartansson og fjöl- skylda mín höfðu komist að því að ekki væri nú öruggt að ég kæmist alla leið á þetta lítilli flugvél og það var barist hart á móti því að ég færi þessa ferð. Það var af hreinni um- hyggju sem foreldrar mínir og frændfólk gerðu það sem þau gátu til að stoppa mig. Ég var nú samt ákveðinn í að fara og var með það í huga að sú reynsla sem ég fengi af því að fljúga vélinni kynni að auð- velda mér að komast í störf síðar. Við höfðum búið í sama húsi og að nokkru leyti í sama herbergi sem ungir og fátækir námsmenn, ég og Friðrik Jóelsson prentari frá Hafn- arfirði. Ég hafði ákveðið að fara í loftið á þjóðhátíðardaginn 4. júlí og Friðrik átti frí frá vinnu sinni sem verkstjóri hjá Kodak við prentun auglýsingamynda. Það varð úr að ákveðið var að hann flygi með mér til Cleveland í Ohio og tæki síðan næturlestina til baka daginn eftir og kæmist þá til vinnu á réttum tíma. Ég hafði fengið herbergi hjá hjónum sem bjuggu stutt frá skól- anum, afbragðsfólki, herra og frú Meyer. Var þetta sama herbergi og Jón Pálsson vinur minn hafði haft á meðan hann var í skólanum. Þau hjón voru kaþólskrar trúar og tóku mikinn þátt í kirkjustarfinu. Kvöld- ið áður en við Friðrik lögðum af stað kom frú Meyer og hengdi um háls mér festi með mynd af Maríu mey með jesúbarnið og lagði svo fyrir að ég tæki hana aldrei af mér. Er hún enn á sínum stað. Við Friðrik lögðum af stað að morgni 4. júlí frá húsinu, þar sem við bjuggum, með sporvagni út að hraðbrautinni sem liggur frá Buffalo til Niagara Falls. Við stopp- uðum þar við vegkantinn og bentum í norðurátt. Fljótlega stoppaði bíll og ég sá að bílstjórinn var einn af æðstu mönnum hjá Bell flugvéla- verksmiðjunum, en þær stóðu einmitt við Niagara flugvöllinn. Ég hafði horft með aðdáun á ýmsa af reynsluflugmönnum verksmiðjanna fljúga hinum ýmsu flugvélum og oft var þessi maður einhversstaðar ná- lægur. Það kom í ljós að bflstjóri þessa bíls hét Robert M. Stanley og hann var yfirverkfræðingur hjá Bell. Hann var svo vingjarnlegur að bjóða okkur far. Áætluð flugferð okkar barst í tal og þegar honum vai- ljóst hvað til stóð og við að fara í loftið á sextíu og fimm hestafla Cub Coupe sagði hann: „Það skuluð þið ekki gera strákar!" Hann var bæði flugvélaverkfræðingur og reynslu- flugmaður hjá Bell. Hann sagði: „Ég hef ekki trú á því að að þið komist yfir vatnaskilin á milli Mis- souri og Montana!" Ég sagðist hafa verið í svifflugi og gerði nú kannski meira úr því en rétt var. Ég sagðist vera viss um að að ég gæti fundið aðstæður til að hjálpa okkur yfir og skýrði honum frá því að ég hefði komið flugvélinni upp í átta þúsund feta hæð. Þegar Robert M. Stanley var ljóst að ég var ákveðinn í fai-a í þessa flugferð og að mér var full al- vara þá bauð hann okkur á skrif- stofu sína. Þar tók hann upp og gaf okkur heildarkort af Bandaríkjun- um þar sem ég gat dregið inn lín- umar þar sem ég ætlaði að fara. Einnig gaf hann mér deilikort með aðflugi að öllum flugvöllum landsins og flugkort yfir alla leiðina. Þetta setti ég í farangur minn og var ómetanlegt að hafa í flugferðinni. Þessi kort voru þau bestu sem völ var á.“ Lagt upp í flugferð 4. júlí Og þá hefur ekkert staðið í vegi fyrir þér lengur að hefja flugferð- ina? „Nei, og eftir að Robert M. St- anley hafði gefið okkur þessa miklu gjöf sem voru kortin yfir leiðina, bók um flugvelli í Bandaríkjunum og ráðleggingar sem komu sér vel síðar þá keyrði hann okkur yfir brautina að flugvélinni. Hófst þá flugið að morgni 4. júli 1947, á þjóð- hátíðardegi Bandaríkjanna. Veðrið var eins og það best gat verið, sól- skin og fagurt veður. Framundan var ævintýri og við Friðrik hlökkuð- um mikið til. Þegar við flugum vest- ur með suðurströnd Lake Eire vatnsins, sem er eitt af stóru vötn- unum, þá var þar bæði fólk á sundi í vatninu og lá þar á ströndinni. Við flugum þarna í kringum fólkið, ekki alltof hátt, en allt í einu veitti ég því athygli að það þótti ekki öllum eins gaman að þessu flugi og okkur. Ég tók eftir því að það voru einhverjir sem steyttu hnefanna í áttina til okkar. Það hefði auðvitað verið heldur leitt að byrja ferðina á því að missa flugprófið sem ég hafði ný- lega lokið. Sem betur fer komu aldrei fram nein klögumál á okkur vegna þessa. Ég flaug flugvélinni beint til norðurs í lágflugi út á vatn. Flugvél- in var komin úr augsýn þegar ég beygði rólega til vesturs og við flug- um svo í einni lotu til Erie í Penn- sylvaníu-fylki. Þar höfðum við stutt stopp og fylltum vélina af bensíni. Við fórum strax í loftið aftur og flugum til Cleveland í Ohio og þang- að komum við upp úr miðjum degi eftir þriggja tíma flug frá Buffalo. Friðrik Jóelsson flaug með mér fyrsta spölin til Cleveland, en þang- að ætlaði félagi minn úr Svifflugfé- laginu, Hinrik Thorarensen, sem var að læra viðskiptafræði í Univer- sety of Califomia, Berkeley, við San Francisco-flóann, að koma. Hann kom á puttanum frá San Francisco alla leið til Cleveland til móts við okkur, og tók á móti okkur á flug- vellinum. Við notuðum daginn eins vel og við gátum og skoðuðum borg- ina. Morguninn eftir þann, 5. júlí, var Friðrik fai'inn, en við Hinrik lögð- um af stað á flugvélinni tii Detroit í Michigan og eftir stutt stopp þar enduðum við daginn í Muskegon í Michigan. Þar fór ég á námskeið til að læra að gera við nýja tegund af kæliskápum, sem farið var að flytja til íslands. Það var einmuna veður- blíða og hitinn fór oft yfir þrjátíu stig. Ég var á námskeiðinu nokkra tíma á dag, og svo syntum við í Michigan-vatninu og notuðum tím- SUNNUDAGUR 24. OKTOBER 1999 I vetur verða um 60 verslanir og veitingastaðir meó a sunn VERSLANIR frá kl. 13.00 STJORNUTORG frá kl. 11.00 VEITINGASTAÐIR OG KRINGLUBIO eru með opiö fram eftir kvöldi. Sími skriftstofu: 568 - 9200 Upplýsingasími: 588 - 7788 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.