Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 B 23, —■»nmi..i ’i —i'■ i i ■■■■■"— ■■■ hafði áður sýnt mér lítilsvirðmgu. Þegai- ég kom með þennan fræga lögfræðing með mér þá var allt ann- að hljóð í forstjóra hótelsins; - „Þú skildir eftir opinn glugga,“ sagði hann. - „Nei, það gerði ég ekki. Eg skildi ekki eftir opinn glugga,“ sagði ég. Það var hægt að klifra þama upp á eins konar svalir meðfram húsinu. „Það hefur einhver annar en ég skilið eftir opinn glugga,“ sagði ég. Hann reyndi ekki að mótmæla því. Lögregla kom og tekin var skýrsla. Um það bil sólahringur leið þar til komið var með töskuna mína. Þá hafði lögreglan handtekið mann og náð af honum mest öllu sem verið hafði í herbergi mínu. Lögreglan spurði hvort ég gæti mætt í rétti daginn eftir. Eg sagðist vera til í það. - Þjófurinn heldur því fram að þú sért vinur hans og þú hafir beðið hann um að selja þetta, sagði maður úr lögreglunni. Það var í fyrsta og eina skipti sem ég hef komið í rétt- arsal í Bandaríkjunum. Þessi maður var þá tekinn fyrir. Hann endurtók að ég væri vinur sinn og að ég hafi beðið hann um að selja hlutina. Síð- an var kallað á mig og ég stóð upp um leið og nafn mitt var nefnt. Þá sagði hann: „Nei, ég játa,“ og viður- kenndi þá þjófnaðinn. Hann var með biðdóm. Hann var settur inn í nokk- ur ár eftir þennar. þjófnað. Frú Ray skrifaði mér síðar og sagði mér hvernig þetta fór. Þannig að þú hefur þá endur- heimt nánast allt sem þú hafðir saknað úr hótelherberginu? „Já, nánast allt, ef undan er skilið rakdótið." Heimsþekktur kvikmynda- leikari á flugvelli í Oakland „Ég kvaddi Hinrik í San Francisco og flaug síðan 19. ágúst suður eftir Dead Valley, milli San Francisco og Los Angeles. Þar var mikill hiti og skýjastrókar (dust devils) og ég flaug á mill þeirra. Stundum færði ég flugvélina nær þeim til að vita hvað óróleikinn væri mikill. Einu sinni fór ég það nálægt að ég fór með annan vænginn inn í strókinn og hann nánast velti mér á hliðina. Ég skoðaði mig um í Los Angeles. Eg kom þangað að kvöldi 20. ágúst eftir að hafa stoppað eina nótt í New Hall í Kalifomíu. Það var mjög merkilegt að sjá stóra flugbátinn sem Howard Hughes smíðaði, hann var á floti og til sýnis við höfnina í Los Angeles. Þeir köll- uðu flugbátinn „krossviðargæsina“ (Spruce Goose), að mig minnir. „Þegar ég dvaldi í Oakland var þar fyrsta alþjóðlega flugsýning Bláu englanna, listflugsveitar bandaríska flughersins. Vélin mín var á Oakland flugvelli og ég gat gengið um hann hvenær sem var. Þegar sýningin var að byrja lenti lítil Ercupe vél á vellinum og stoppaði við hliðina á minni. Ég sá ekki betur en þar væri kominn kvikmyndaleik- arinn heimsfrægi, Mickey Rooney.“ Hinn kunni gamanleikari úr Hollywood kvikmyndum fyrri ára? „Já. Hann steig út úr flugvélinni, heilsaði og spurði um flugvélina mína þarna á vellinum. „Eg hef aldrei sé svona vél áður,“ sagði hann. „Þær eru ekki nema þrjár eða fjórar sem voru smíðaðar af þessari gerð,“ sagði ég. „Ert þú héðan, frá San Francisco?" spurði hann. „Nei, ég er nú svolítið lengra að. Ég er frá Islandi," svaraði ég. Hann sýndi mikinn áhuga á að ræða við mig. Við spjölluðum lengi saman. Hann kvaðst vera að læra að fljúga og með honum væri flugkennarinn hans. „Hvaða leið ætlar þú að fara?“ spurði hann. „Ég ætla að fara suður fyrir, niður undir Mexico og gegnum New Mexico og Texas og síðan heim,“ svaraði ég. „Þá flýgur þú yfir þar sem ég á heima.“ Hann tók fram kort og sagði: „Ég verð þarna næstu þrjár vikur. Þegar þú ferð í loftið, þá máttu gjaman lenda hjá mér og fá þér kaffi á búgarðinum mínum.“ Eg flaug síðar yfir búgarðinn hans, en þar var mikið af fólki og bílum, og ég hafði ekki uppburði í mér til að lenda, þannig að ég leit nú ekki við hjá kvikmyndastjörnunni. Frá Los Angeles fór ég til Miro Fontana, Barstow og Needles í Kalifornínu, Kingman, Flagstaff og Winslow í Arizona, og þaðan til Gallup og Albuquerque í New Mex- ico. Mig langaði mikið að koma til Mexikó, en var ekki með vísum (áritun). Þegar ég tók bensín í Bar- stow hitti ég þar mann sem var á mjög skemmtilegri flugvél, sömu tegund og Flugmálastjórn átti síð- ar, og var kölluð AT 6 Harward. Hann var þá að fara til Tijuana í Mexíkó. Hann spurði hvort ég vildi ekki koma með. Ég skýrði honum frá því að ég væri ekki með vísum. „Það tekur enginn mark á því. Þú segist vera Ameríkani og gefur upp heimilisfang þitt í Buffalo,“ sagði hann. Það varð svo úr að ég fór með honum til Tijuana og þar vor- um við einn dag. Margt í borginni Tijuana í Mexíkó er alltaf í mínum huga með því skemmtilegasta sem hef séð. Fjörutíu og fimm árum síðar fór ég þangað með konu minni, Ingibjörgu, í þeim tilgangi að sýna henni borgina. Ég hefði betur ekki gert það. Þá var borgin gjörbreytt og fátækrahverfi áber- andi.“ Óvæntur atburður í Gallup í New Mexico „Síðan hófst ferðin þarna frá Gallup í New Mexico heim til Buffalo seint í ágústmánuði 1947. Þegar ég fór frá Gallup gerðist at- burður sem ég gleymi seint. Ég hafði ætlað mér að fara fyrst til Al- buquerque í New Mexico og þar varð ég að fara yfir hæsta svæðið á suðurleiðinni. Hitar voru miklir, og um fjörutíu stig þennan dag, og slíkm- hiti dró úr afli mótorsins í flugvélinni. Ég gerði mér grein fyr- ir að ég kæmist ekki frá Gallup til Albuquerque yfir miðjan daginn. Ég samdi við mann sem var þarna á flugvellinum. Hann var einn af nem- endum flugskólans þar og leigubif- reiðastjóri. Hann bauðst til þess að sækja mig milli klukkan fimm og sex um morguninn, keyra mig út á völl og aðstoða mig við að setja flug- vélina í gang. Ég var búinn að setja töskuna upp í vélina þegar ég sá rauðu afturljósin á bifreið hans þar sem hann keyrði í burtu. Ég var þama í nokkrum vandræðum því það var engin parkbremsa á fugvél- inni. Ég setti stein fyrir framhjólin og bensíngjöfina á lægsta snúning. Eg fékk vélina ekki gang, og var alltaf að smáauka við bensíngjöfina, í von um að vélin hoppaði ekki yfir steininn. Þegar hún fór loks í gang þá kom hún á fullri ferð að mér og ég hljóp undan og greip í vænginn. Flugvélin jók við hraðann á mótom- um þarna í hálfrökkrinu. Ég var auðvitað mjög skelkaður og gat bú- ist við því að ég stæði þama einn eftir og flugvélin flygi frá mér. Ég var utarlega á vængstýfunni, en gat fært mig inn eftir vængnum. Vélin snerist alltaf hring eftir hring, og um tíma var hún búin að lyfta upp stélinu, en einhvem veginn var ég svo heppinn að ég náði að grípa í bensíngjöfina og minnka hana. Það var hamingjusamur maður sem klifraði upp í vélina, ennþá með mótorinn í gangi og enginn maður í næsta nágrenni.“ f beinni útsendingu í útvarpsþætti í Tucumcari Það hefur kannski tekið þig ein- hvem tíma að jafna þig og að hefja ferðina aftur eftir þetta óhapp? „Já, og eftir að ég var búinn að því, spenna beltið og prófa mótorinn þá fór ég í loftið og til Albuquerque í New Mexico. Þar lenti ég við sól- ampprás, tók bensín, og var þá bú- inn að klífa örðugasta hjallann, not- aði næturkulið til þess að komast þessa leið. Ég gerði síðan flugáætl- un til Tucumcari í New Mexico. Þegar ég lenti í Tucumcari, fjómm tímum efth- að ég fór frá Gallup, þá var ennþá morgunn og heilmikið um að vera þar, flögg um allt og mikið af skjöldum og borðum hangandi uppi. Það kom til mín maður blað- skellandi, tók á móti mér og spurði: „Hvaðan kemur þú, bóndi?“ „Frá Albuquerque," svaraði ég. „Það er morgunverður fyrir bændur hér í kring.“ Það vildi svo til að ég var einn af þeim fyrstu sem komu þang- að. Tucumcari var ekki stór borg, en einmitt þennan dag var þarna stærsta hestasýning (rodeo) í vest- urríkjum Bandaríkjanna. Um leið og sýningin var að hefjast komu bændumir í næsta nágrenni á flug- vélum inn á svæðið, til svokallaðs „fly-in breakfast." En maðurinn sem hafði komið á móti mér var með hljóðnema í hendi og snúru tengda við hann og kvaðst vera í beinni tengingu við útvarpsstöð.“ Átti hann þá útvarps- viðtal við þig þama? „Já, og hann spurði hvaðan ég kæmi. Þegar ég sagði honum að ég væri frá Islandi, þá varð hann for- vitinn og spurði mikið um landið, um flugferðina og eitt og annað. Þetta var í beinni útsendingu. Bæj- arstjórinn kom þarna allt í einu til okkar þar sem við vorum í beinni útsendingu og bauð mér að vera heiðursgestur á hestasýningunni. Mér þótti vænt um þetta boð og var boðið í stúku. Þar var m.a. kona af pólskum ættum sem hafði gifst manni frá borginni. Hluti af hátíðar- höldunum var til að fagna því að þessi myndarlega stúlka hafði getað sameinast manni sínum. Það var erfitt að komast frá Póllandi á þess- um árum. Þessi ungu hjón voru in- dælt fólk. Við horfðum ásamt bæj- arstjóranum á dagskrána á hesta- sýningunni. Hitinn fór yfir fjörutíu stig þennan dag og það var einhver hæsti hiti sem mælst hafði í Banda- ríkjunum fram að því. Það var mjög ánægjulegt að sjá þessa frægu kúreka sem komu úr öllum áttum. Morguninn eftir, þann 25. ágúst, fór ég frá Tucumcari yfir Amarillo og til Twitty í Texas, til Oklahoma City og lauk fluginu á flugvellinum í Tulsa Oklahoma. Mér var kunnugt um það að þar væru staddir ýmsir kunningjar mínir úr fluginu, Islend- ingar, sem voru þar að læra að fljúga. Ég hitti þar mann á flugvell- inum og spurði hvort þar væru þarna einhverjir Islendingar. Hann sagði mér að þeir væru í kvik- myndahúsi í nági'enninu. Ég gekk með honum yfir að kvikmyndahús- inu og þar hitti ég t.d. Olaf heitinn Jóhannesson fyrrverandi flugstjóra hjá Flugfélagi Islands og Aðalbjörn Kristbjamarson, sem síðar varð flugstjóri hjá sama félagi. Það var gaman að hitta kunningjana og eiga með þeim ánægjulegan dag. Á vit ævintýranna „Að morgni 26. ágúst var ég kominn í loftið og næsti viðkomu- staður var Springfild í Missouri. Þá flaug ég á vit ævintýranna frá Springfild til Rolla í sama fylki, og kom þangað upp úr hádegi þann sama dag. Þar fékk ég upplýsingar. Ég ætlaði frá Rolla til St Louis í Missouri. Ég var varaður við því að þrumuveður væri í aðsigi. Ég ákvað að gista í Rolla og láta veðrið ganga niður. Maður sem var á vakt í litl- um flugtumi tjáði mér að engin áætlunarbifreið væri á ferð til bæj- arins, ekki væri hægt að ná í leigu- bíl og hvergi gistingu að hafa. Hann fór síðan eitthvað frá og taldi að veðrið væri gengið yfir. Hvað hon- um gekk til veit ég ekki. I von um að allt væri í góðu lagi flaug ég síð- an vélinni frá Rolla. Eftir klukku- tíma flug byrjaði að rigna, en ég sá í fjarlægð stefnuvitann, sem var Ijósviti í St. Louis í Missouri, og stefndi á hann. Skyggnið versnaði ört og það var ýmist rigning eða hagél og mjög órólegt í loftinu. Ég taldi að ég ætti að geta komist framhjá þessu, en þrátt fyrir að vera kominn með hita á blöndung- inn fór vélin að hiksta og drap svo alveg á sér.“ Var þá um annað að ræða en að reyna nauðlendingu? „Ég áttaði mig á því að það var ekki um annað að ræða en að reyna það. Ég sá þarna framundan þjóð- veg 61. Meðfram honum var tals- vert rjóður og þar hélt ég að ég gæti komið vélinni niður, en um leið og ég kom yfir rjóðrið þá sá ég að þar var fullt af búpeningi og því ekki hægt að lenda. Hins vegar var akbrautin á þjóðvegi 61 nánast auð, aðeins ein bifreið fór eftir veginum. Ég var ennþá í það góðri hæð, lík- lega fjögur hundruð fetum, að ég stakk vélinni upp á mikinn hraða og fram fyrir bflinn og alveg niður undir veginn, þannig að bflstjórinn kæmi auga á mig. Það var mikill trjágróður við veginn og skyggni fremur slæmt í élinu. Ég var stöðugt í ljósgeislanum af bílnum, hann var á mikilli ferð á eftir mér og ég var að reyna að átta mig á því hvort hann hefði komið auga á mig, þar sem hjól flugvélarinnar nánast snerti bflinn. Ég lenti þarna og lét vélina renna út af veginum. Þá stoppaði bfllinn skyndilega. Bfl- stjórinn var flugmaður úr banda- ríska flughernum. Hann óskaði mér til hamingju með góða lend- ingu. Veðrið var nánast orðið snar- vitlaust. Hann hjálpaði mér að draga vélina nokkur hundruð metra að bensínstöð sem var þarna í næsta nágrenni. Þetta var í smá- bænum Kirkwood. Nokkru síða^t, kom lögreglan og við gáfum henni skýrslu. Það dreif að fólk úr öllum áttum og í hópnum voru ung hjón sem buðu mér gistingu, sem ég þáði. Ég vil taka það fram að hjá ungu hjónunum var slík gestrisni að ógleymanlegt er. Ég gekk síðan frá vélinni með aðstoð fólksins, sem var einstaklega vingjarnlegt. Lögreglan skýrði mér frá því að ég mætti eiga von á hringingu um morguninn og það stóð heima, það var hringt í mig skömmu síðar. Lögregluskýrslan fór til flugmála- stjómarinnar í St Louis í Missouri^ Ég var beðinn um að mæta þangað á ákveðnum tíma og hitta þar yfír- mann. Lögreglan kom þarna á nokkrum bílum þegar ég var að setja vélina í gang og búa mig und- ir flug til St Louis. Hún stoppaði alla umferð og þegar hluti vegarins var orðinn auður var mér leyft að fara í loftið. Þetta var fimmtán mínútna flug. Það er þó sennilega við venjulegar aðstæður ekki nema tíu mínútur, en ég flaug nokkra hringi í kringum völlinn. Ég fékk ekkert grænt ljós, enda var ég ekki með radíó og gat ekki tilkynnt mig. Ég gerði síðan aðflug fyrir utan brautina og lenti þar á túni. Þaá^, kom bfll akandi að flugvélinni og bflstjórinn leiðbeindi mér, tilkynnti að flugvöllurinn væri lokaður fyrir radíólausar flugvélar. Ég skýrði frá því í hvaða erindum ég væri. f bókinni sem Robert M. Stanley hafði gefið mér var ekkert um það getið að flugvöllurinn væri lokaður fyrir radíólausar flugvélar, þetta hefur líklega verið ný ákvörðun. Ég hafði því tvívegis brotið af mér. Fyrst þegar ég lenti á þjóðveginum og síðar þegar ég fór inn á þennan flugvöll. Þegar ég kom til St Louiíí ■ var mér ekki illa tekið, en það var nokkur kuldi í yfirheyrslunni. Það var lagt fyrir mig skeyti frá Rolla, undirskrifað af manninum sem þar hafði verið á vakt. Þar stóð að hann hefði ráðlagt mér að gista í Rolla um nóttina, þar sem veðurspáin væri mjög slæm. Honum hafði ver- ið tilkynnt að flugslys hefði orðið og hann hefur sennilega haldið að ég væri dauður og viljað koma sér undan öllum vandamálum. Þar sem ég gerði mér ljóst að ég yrði að gjalda fyrir þennan glannaskap fór ég í vandræðum mínum að fikta í vösum mínum og fann þar afrit af flugáætlun minni frá Rolla til St. Louis, samþykkta af þessunf* manni, sem svo sagðist hafa ráð- lagt mér að vera kyrr og hafa ekki tekið neina flugáætlun. Yfirmaður- inn frá flugmálastjórn tók upp sím- ann og ég heyrði að það var ekki fyrsta skipti sem þessi maður frá Rolla hafði gert eitthvað af sér. Yfirmaðurinn tók honum ekki vel og sagði þessum manni að hann hefði sagt ósatt, ég væri með flugá- ætlunina og væri búinn að leggja hana fram. Síðan breyttist and- rúmsloftið gagnvart mér mjög mik- ið. Ég var áminntur um að fara varlega og sagt að það yrði tekin afstaða til brots míns. Það var ekki fyrr en 25. nóvember þetta sama ár að ég fékk bréf þar sem fram koifi ákvörðun flugmálastjómarinnar. Ég fékk áminningu og við það var látið sitja. Ég var beðinn um að fara varlega í framtíðinni, en þetta olli engum vandræðum varðandi mín skírteini. Þetta var auðvitað mikil lífsreynsla. Ég fór frá Kirkwood til St Louis 27. ágúst og samdægurs þaðan til Deeature í Illionoi, þar sem ég gisti um nóttina. Það var orðið nóg um ævintýri og ég var á heimleið til Buffalo. Ég flaug alla daga; fyrst frá Decature í Illinois til Daneville^ sama fylki og þaðan til La-Fayette ? Indíana, Huntington í Indiana til Fremont í Ohio, Elyra í Ohio og til Erie í Pennsylvania og þaðan svo til Niagara Falls og þá var ég kominn á leiðarenda úr tæplega tveggja mánaða ferð um þver og endilöng Bandaríkin sem er í minningunni afar minnisstæð. H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.