Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Rioja, Bordeaux og Sonoma eftir Steingrím Sigurgeirsson SÉRPÖNTUNARLISTINN held- ■*úr stöðugt áfram að stækka og telur nú þúsundir tegunda, hvorki meira né minna. Auðvitað eru vínin þar jafnmisjöfn og þau eru mörg en í flestum tilvikum er um ágætis vín að ræða og inn á milli er að finna perlur auk vína í milliklassa, sem geta verið mjög góð kaup, þrátt fyr- ir sérpöntunargjaldið, sem nú er innifalið í verðinu. Stóran hluta sér- pöntunarlistans er hægt að skoða í hillum verslunarinnar Heiðrúnar á Stuðlahálsi og öll vínin eru skráð í nýjustu verðskrá ATVR. Pau má panta í öllum útibúum. Að auki bæt- ast svo stöðugt nýjar tegundir við í reynslusölu og í kjarna, auk þess ^sem einhverjar detta út vegna ónógrar sölu. Byrjum á tveimur spænskum rauðvínum frá Rioja, nánar tiltekið víngerðarhúsinu Bodegas E1 Coto, sem bæði er að finna á sérpöntunar- listanum. Þetta víngerðarhús var sett á laggimar árið 1970 af hópi víngerðarmanna á svæðinu. Vínekr- ur þess eru á Rioja Alta-svæðinu auk þess sem keyptar eru þrúgur frá vínræktendum í Rioja AJavesa. Öll vín eru látin þroskast í banda- rískri eik. E1 Coto E1 Coto Crianza 1996 (1.070 krón- ur) er yngsta rauðvínið frá fyrir- tækinu. Ilmur þess hefur yfir sér djúpt, berjaríkt yfirbragð, niðursoð- in jarðarber með rjóma. I munni er vínið þykkt, ijóma- og smjörkennt með mikilli en mildri eik, sem gefur vanillu- og súkkulaðikenndan ilm. Nefið er jafnframt nokkuð kryddað og áfengt. Jafnvægi allra þátta í uppbyggingu vínsins er einstaklega gott, tannín mild og lengd góð. Coto de Imaz Reserva 1995 (1.260 kr.) hefur þungan, þéttan ilm. Þroskaður sætur ávöxtur er áber- andi, berjamauk í bland við súkkulaðikennda vanillu og kara- mellu. I munni vel uppbyggt, heitt, kröftugt og þétt með þægilegu, mildu bragði þrátt fyrir kraftinn. Þurrt í lokin með tekeim. Heitt vín og þykkt, matarvín fyrst og fremst er á vel við lamb og naut og jafnvel villibráð, s.s. villiönd og villigæs. Dourthe Víniðnaðurinn í Bordeaux byggist annars vegar á sjálfum víngerðar- húsunum (chateaux) og hins vegar á vínsöluhúsunum (négotiants). Eitt virtasta vínsöluhúsið er Dourthe, en meðal víngerðarhúsa í eigu þess má nefna Chateau Belgrave í Pauillac. Fyrir nokkrum árum ákvað Do- urthe að setja á laggimar nýja línu af „einföldum“ Bordeaux-vínum og voru þekktir víngerðarmenn fengn- ir til aðstoðar. Þeir Denis Dubourdi- eu og Christophe Ollivier sáu um útfærslu hvítvínsins og sjálfur Michel Rolland um rauðvínið, en hann er líklega sá víngerðarmaður í Bordeaux, sem hvað mestrar virð- ingar nýtur um þessar mundir og sér um víngerð fyrir fjölmörg af þekktustu víngerðarhúsum svæðis- ins. Vínin hlutu nafnið Numero 1 og hafa verið fáanleg á veitingahúsum hér um nokkurra ára skeið. Undan- SIEMENS Haust-Búhnykkur! Berðu saman verð, gæði og þjónustu! KG 36V20 235 I kœlir, 105 I frystir. Hxbxd = 186x60x64 sm. 1 98 I kælir, 1 05 I frystir. H x b x d = 170 x 60 x 64 sm. stgr. 69.900 #cr mstgr. Umboðsmenn um land allt! 1 98 I kælir, 65 I frystir. H x b x d = 150 x 60 x 64 sm. JTm. stgr. á JSMITH& “^NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík Sími 520 3000 • www.sminor.is farna mánuði hefur rauðvínið verið í reynslusölu en hvítvínið bætst við í kjarna. Hvítvínið Dourthe Numero 1 (1.140 kr) hefur skarpan, öflugan Sauvignon-ilm, þroskaður sítrus, gul epli, garðaber og kryddjurtir eru ríkjandi. Ilmurinn sætur og djúpur. Það sem nefið lofað heldur áfram í munni, bragðið er þéttriðið og ágengt með innslögum af lakk- rísstöng og berjasafa. Mjög bragð- gott, sýruminna en mörg hefðbund- in hvít Bordeaux-vín, sem leiðir til minni ferskleika. Vín sem hefur heillað mig frá því ég bragðaði það fyrst fyrir nokkrum árum. Hið rauða Dourthe Numero 1 1994 (1.190 kr.) einkennist af léttri berjaangan, sólberjum og bróm- berjum. I munni fremur létt, með mildum tannínum. Það er mjúkt og byggist að meirihluta til á Merlot með Cabernet Sauvignon í auka- hlutverki (35%). Ekki langt en þægilegt, einfalt og stílhreint vín með sígildu Bordeaux-yfirbragði sem nýtur sín vel með léttum mat, t.d. pastaréttum. Svæðið Lussac getur verið upp- spretta góðra kaupa, en er það þó ekki alltaf. Chateau de Barbe Blanche Lussac-Saint-Emilion 1996 (1.270 kr.) hefur ljósan, ekki mjög djúpan lit. I munni er vínið fremur karakterlítið. Stamt, ögn kryddað, beiskt og þurrt en skortir ávöxt í uppbygginguna. Beinagrind án vöðva. Ösjarmerandi vín sem nær ekki að heilla, það er eins og eitt- hvað hafí misfarist einhvers staðar og ekki er það árgangnum að kenna. Gallo I Sonoma-dalnum í Kalifomíu hefur risafyrh-tækið Gallo lagt í gíf- urlega fjárfestingu í vínekrum og víngerð, sem er liður í þeirri stefnu fyrirtækisins að breyta ímyndinni í augum neytenda. I stað fjöldafram- leiddu vínanna hyggst Gallo í aukn- um mæli einbeita sér að gæðavín- um. Sérpöntunarvínið Gallo Barelli Creek Vineyard Cabemet Sauvignon 1995 (1.550 kr.) er dæmi um það sem fjárfesting fyrirtækis- ins hefur skilað. Stórt og mikið vín frá upphafi, ávöxturinn þungur og þroskaður, sultaður og sólríkur með ríku ívafi af sætri og þykkri eik; vanillu, kaffi og vindlakassa. I munni langt og reykkennt með mildum tannínum. Einstaklega vel gert vín fyrir peninginn er ætti að standa í hárinu á íslenskri villibráð, s.s. hreindýri og jafnvel rjúpu. Útsölumarkaður opnar á morgun, mánudag kl. 13.00 að Laugarnesvegi 116 (áður Laugarneskjor)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.