Morgunblaðið - 24.10.1999, Side 22

Morgunblaðið - 24.10.1999, Side 22
22 B SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ 5 r ann vel. í Muskegon hafði verið mikið skógarhögg og þarna höfðu staðið miklar sögunarmyllur. Það má segja að hluti strandlengjunnar hafi verið sag úr myllunum. Þarna vorum við nánast í eina viku. Þann 12. júlí fór ég upp í flugtum í Mu- skegon og gerði flugáætlun þvert yfír Michigan-vatnið til Miiwaukee, sem er mikil bjórborg, enda bjó þar mikið af þýskum innflytjendum. Flugtuminn neitaði að taka við flugáætluninni. Eins hreyfils flugvél var ekki leyft að fljúga yfir vatnið samkvæmt flugáætlun. Þegar mað- urinn sem var á vakt heyrði að ég færi þá án flugáætlunar sagði hann: „Eg treysti því, Karl, að þú hringir í mig um leið og þú lendir í Milwaukee! - Ef þú hefur ekki hringt eftir þann tíma sem það tek- ur þig að fljúga þessa leið þá gef ég út leitarskipun!“ - Eg var þakklátur þessum elskulega manni og það fyrsta sem ég gerði þegar ég lenti í Milwaukee var að láta vita af mér. Þessi leið sparaði okkur a. m. k. tveggja og hálfs tíma flug, og fjár- munir til bensínkaupa vom tak- markaðir eins og áður er getið.“ Með Vestur-íslendingum í Norður-Dakóta „Við Hinrik stoppuðum stutt í Milwaukee og lögðum mikla leið að baki þann 12. júlí. Við fóram frá Muskegon til Milwaukee, svo til Ricland Center í Wisconsin, þaðan til Mid City í Minnesota og enduð- v um í Minneapolis, Saint Paul í Minnesota að kvöldi þessa dags. Við flugum samtals í fímm klukkutíma og þrjátíu og fimm mínútur og mið- aði vel áfram. I Saint Paul í Minnesota stoppuðum við í tvo daga eða fram eftir degi þann 14. júlí og notuðum tímann til að líta í kringum okkur. Þarna var mikið af Norður- landabúum og bjuggu margir Vest- ur-íslendingar þar. Við fórum frá Minneapolis Saint Paul til Alex- andria í Minnesota og þaðan til Fargo í Norður-Dakóta. Þar spurð- \ ist ég fyrir um hvar byggðir Vestur- Islendinganna væra helstar í fylk- inu. Norður-Dakóta er mikið slétt- lendi, landbúnaðarhérað, og þar var mikið af bóndabýlum. Frá Grand Forks var um klukkutíma flug til Garðar í Norður-Dakóta. Þar vora Vestur-íslendingabyggðir og okkur langaði að stoppa, en ekki var að sjá nokkurn flugvöll, tún eða annan stað þar sem ég gæti sett flugvélina niður. Það var lítil umferð á vegun- um þama í kring. Við veg sem lá inn að Garðar var bensínstöð. Eg flaug vélinni lágt yfír Pick up bifreið sem þar var á veginum og bílstjórinn hægði á sér til að kéyra ekki á mig. Eg lenti flugvélinni á móts við bens- ^ ínstöðina og bílstjórinn elti okkur þangað. Það vora tveir menn í bfln- um. Eg gekk yfir til þeirra og spurði: „Era ekki Islendingabyggð- h- hér?“ Þá var spurt á móti: „Ertu landi?!“.“ - Þetta voru ungir menn og örugglega Vestur-íslendingar. Þetta atvik varð til þess að í stað þess að heilsa upp á fólkið þann 14. júlí og halda síðan áfram ferð okk- ar, þá voram við þarna til 17. júlí, það streymdu að okkur boðin um kvöldverði og hádegisverði." Er það eitthvað sem þér er öðra fremur minnisstætt frá dvöl ykkar þarna? „í Garðar í Norður-Dakóta bjó Hall-fjölskyldan sem þá var talin vera stærsti karftöfluframleiðand- inn í Bandaríkjunum. Hall sá sem hóf búskapinn þar var af íslenskum ættum. Okkur var boðin gisting hjá þeim á búgarðinum. Það vora mikil umsvif hjá þessu fólki. Traktoramir skiptu tugum og þarna voru margar jarðýtur og vélar til að setja niður og taka upp karftöflur. Á búgarðin- um vora tvær flugvélar, sem ein- göngu vora notaðar til að dreifa áburði og skordýraeitri. Þessi fjöl- skylda tók okkur eins og týndu son- unum. Við gistum hjá þeim eina nótt og borðuðum þar. Þau höfðu ^miklar áhyggjur af því að ég færi í loftið á þjóðveginum þegar ég héldi fluginu áfram, töldu hann of mjóan, sem var nú ekki rétt. Þetta elsku- lega fólk sló stóra spildu af korni, miklu stærri en ég þurfti til þess að geta farið í loftið af komakrinum og þau eyðilögðu komið fyrir sér til að vera viss um að við kæmumst leiðar Karl að stíga um borð í listflugvélina PT 23 Fairchild. Hinrik og Karl á einum viðkomustaðnum. Flogið yfir Arizona nálægt Grand Canyon. okkar. Þegar við kvöddum þetta ágæta fólk þá var búið að smyrja handa okkur dýrindis brauð og út- búa mat sem dugði okkur í þrjá daga. Meiri gestrisni var ekki hægt að hugsa sér, en þá er þau sýndu okkur. Eg vil gjarnan geta þess að þarna talaði hver einasti maður íslensku. Þá var þarna breskur bifvélavirki og hann talaði málið sæmilega. - „Það er ekki verandi hérna nema að tala íslensku, það tala allir ís- lensku!“ Nú hef ég heyrt að þetta sé liðin tíð. Mér er það minnisstætt að eitt sinn fóram við með ungu fólki á blæjubíl á skemmtun og dansleik í Mountain í Norður-Dakóta. Það vai' byijað að syngja íslenska ættjarð- arsöngva í bflnum. Munurinn á okk- ur og stúlkunum og piltunum frá Garðar var sá að við kunnum í flest- um tilfellum fyrstu vísuna í hverjum söng, en þau kunnu þær allar og sungu við raust! Það var mjög eftir- minnilegt að koma til Garðar. Einstök gestrisni í Miles City í Montana Hver var þá næsti áfangastaður? „Við fóram aftur í loftið 17. júlí og þá til Minot í Norður-Dakóta, þaðan síðan áfram til Watford og fluginu lauk um kvöldið í Miles City í Mont- ana. I Miles City vorum við farnir að nálgast þröskuldinn sem við þurftum að komast yfir, sem era vatnaskilin sem liggja á milli Li- vingstone og Helena í Montana. Einmitt þegar við voram að binda vélina kom til okkar maður og spurði hvort við vissum ekki að það væri verið að spá slæmu veðri um kvöldið. Við höfðum ekki heyrt veð- urspána. „Eg er héma með tvær vélar í flugskýli, önnur er í burtu og verður ekki hér í nótt,“ sagði hann. „Viljið þið ekki setja vélina inn?“ Við þáð- um það og þegar hann var búinn að hjálpa okkur við að ganga frá vél- inni þá spurði hann: „Hvar ætlið þið að gista í nótt?“ - „Við ætlum að finna eitthvert ódýrt hótel,“ sagði ég. „Það er nú ekki auðvelt, dreng- ur minn. Það er alþjóðlegur Lions- fundur hér og öll hótel yfirfull." Þama var margt öðravísi en í þeim bandarísku borgum sem við höfðum komið til áður. Margir vora með skammbyssu við belti og með stóra kúrekahatta á höfði. Þessi maður sagði okkur að ekki væri auðvelt að útvega hótelherbergi. Hann hvarf á braut og fór í síma, kom svo aftur og kvaðst vera búinn að finna her- bergi á hóteli. Hann keyrði okkur niður í mið- borgina að stóra, glæsilegu hóteli, Mulligan- hótelinu. Þar var tekið á móti okkur af borðalögðum þjóni. Maðurinn skildi okkur eftir á stétt- inni og skýrði okkur frá því að hann væri búinn að ganga frá málum. Síðan hvarf þessi velgjörðarmaður okkar á brott og kvaðst þurfa að sinna ýmsum erindum. Okkur var vísað að svítu hótelsins með tveimur litlum svefnherbergjum og setu- stofu.“ Var þetta þá ekki dýrt hótel og fremur ætlað fólki sem hafði góð fjárráð? „Jú, og nóttin var skráð á 40-50 dollara. Það var ekki á áætlun okkar að gista á svo dýra hóteli, en úr því sem komið var, var ekki ann- að að gera en að taka því. Daginn eftir voram við snemma á ferli og ákváðum að fara í loftið og fljúga yf- ir hæsta punktinn á Klettafjöllun- um. Þegar við komum niður á jarð- hæð hótelsins og ætluðum að fara að gera upp herbergin þá var okkur sagt að hóteleigandinn vildi hitta okkur. Hann bauð okkur inn á stóra og glæsilega skrifstofu. Þá sat þar velgjörðarmaður okkar frá deginum áður og sagði: „Eg vona strákar mínir að það hafi farið vel um ykk- ur. Eg sé að þið getið þolað að fá góðan morgunverð!11 Hann bauð okkur síðan í morgunmat. Það var borin inn stór steik og annar frábær matur og vel tekið til við hann. Þessi velgjörðarmaður gaf okkur sitthvort leðurveskið og okkur báð- um kúlapenna. Kúlupennar vora þá nýkomnir á markaðinn og kostuðu stórfé og þessa gripi átti ég í mörg ár. Síðan gerði hann ekki enda- sleppt við okkur og keyrði okkur út á flugvöllinn. Hann bað okkur um að fara varlega, snúa heldur við og vildi gjaman aðstoða okkur við að láta taka vængina af vélinni og setja hana á járnbraut yfir á næsta áfangastað, ef svo færi að við kæm- umst ekki yfir vatnaskilin, en við vorum ákveðnir í halda okkar áætl- un og halda ferðinni áfram á flug- vélinni." Óhapp á hóteli í San Francisco - farangri stolið „Snemma dags þann 18. júlí kom- um við til Livingston, Montana. Þaðan fóram við svo um eftirmið- daginn með járnbraut til þjóðgarðs- ins í Yellowstone. Þar gengu bimir villtir um og þar var margt athyglis- vert að sjá. Þann 20. júlí héldum við ferð okkar áfram frá Livingston áleiðis til Helena í sama fylki. Eins og áður segir, þá liggur Elk Pass, sem er í 6.372 fetum yfir sjávarmáli, milli Livingston og Helena í Mont- ana. Það þykir ekki mikil hæð á nú- tíma flugvélum, en fyrir 65 hestafla vél í miklum sumarhita var þetta á mörkum þess gerlega. Þegar við flugum inn dalverpið sem lá að að fjallaskarðinu, þar sem Yellowston- áin rennur til austurs, kom yfir mig undarleg tilfinning. Mér fannst áður en við flugum inn í dalinn eins og ég þekkti landslagið sem framundan var, og viti menn. - Framundan birtist dalur sem ég hafði séð fyrir mér áður en við beygðum inn eftir honum. Konan mín var með skýr- ingu á þessari upplifun, sem mér stendur ennþá, 52 árum síðar, skýr fyrir hugskotssjónum. Hún grínað- ist með það að ég hefði verið indíáni í fyrra lífi, enda notaði ég gjarnan frístundirnar til að veiða. Þegar við voram að nálgast Elk-skarðið vant- aði enn töluvert upp á að við hefðum náð hæð til að komast yfir. Þá komumst við í uppstreymi sem hjálpaði okkur að ná því sem upp á vantaði. Það var þægileg tilfinning að fara yfir skarðið, stinga nefinu niður og sjá hraðamælinn stíga á ný. Síðan héldum við áfram frá Hel- ena til Missoula, yfir Coeur d’Alene í Idaho og enduðum svo í Spokain í Washington.“ Var ekki víða fagurt landslag á þessum slóðum? „Jú, það var víða fagurt á þessari leið, en þegar ég rifja upp þessa löngu liðnu daga þá held ég að áin Columbía River í Idaho og leiðin til Spokain í Washington sé eitthvert fegursta landsvæði sem ég hef aug- um litið. Við flugum niður með Col- umbía fljótinu til Spokain og lentum þar að kvöldi tfl 20. júlí. Flugvöllur- inn var fyrir norðan Columbía-fljót- ið og tókum við ferju yfir það. Árla morguns 21. júlí stóð til að komast frá Spokain, sem næst San Francisco og fljúga þangað á tveim- ur dögum. Þegar við voram að aka vélinni til flugtaks fór í sundur stél- hjólið á henni og við voram í miklum vanda. Við fóram inn á flugvélaverk- stæði, en viðgerðarkostnaður var áætlaður svo hár að okkur leist ekki svo á að við gætum greitt hann. Þá kom til okkar ungur piltur, jafnaldri okkar, og skýrði okkur frá því að hann vildi gjaman hjálpa okkur við að koma þessu í lag. Þessi piltur kom með afburðagóð verkfæri eftir að hafa fengið fjaðrablað í bfla- kirkjugarði, og tók viðgerðin ekki langan tíma. Hann bauð okkur síðan með sér í kvöldverð á heimili sitt. Morguninn eftir fóram við frá Spokain til Yakima í Washington fylki. Frá Yakima fóram við svo til Dalles í Oregon og við lentum þar að kvöldi 22. júlí. Við héldum síðan áfram ferðinni frá Dalles til Red- mond í Oregon, Reding í Kaliforníu og enduðum svo í Oakland í Kali- fomíu, sem er flugvöllur San Francisco-borgar og þangað kom- um við 24. júlí. Þar flaug ég talsvert með íslenska námsmenn og kunn- ingja á milli staða í nágrenninu. Þarna var fjölmennur hópur ís- lenskra námsmanna. I San Francisco var eldri kona, ekkja sem átti Ray Oilburnerswerk- smiðjuna og stjórnaði henni. Ég fór á námskeið varðandi olíubrennara hjá þeim og var á þessu námskeiði frá 27. júlí til 19. ágúst. Konan var af gamalli San Franciseo-ætt og vUdi allt fyrir mig gera. Hún ákvað að ég skyldi dvelja á hóteli, sem var ekki af verri endanum, hét St. Francis og var á Nob HUl, á kostnað Ray OU- bumers. Viku eða tíu dögum áður en ég lauk þessu námskeiði kom ég heim á hótelið. Þá var allur farangur minn horfinn úr herberginu. Ég spurði hvort þeir hefðu flutt hann þaðan. Þá sagði starfsmaður hótels- ins: „Guð minn góður. Hefur þú lent í þessu líka?!“ Þá hafði verið þama einhver stór fundur og rétt á meðan hátíðarfundurinn stóð yfir höfðu þjófar farið inn á hótelið og hreinsað allt út úr mörgum herbergjum. Það var auðvitað mjög slæmt að missa flugdagbókina, flugskírteinið, föt, fallega raktösku, sem ég hafði feng- ið í fermingargjöf og aðra persónu- lega muni. Ég flutti af hótelinu til vinar míns, Sveins Olafssonar, sem var að nema arkitektúr í University of California í San Francisco. Þegar ég fór frá Ray Oilbumers sagði kon- an, ekkjan, eigandi verksmiðjunnar: „Ég ætla að keyra þig niður á hót- el.“ - „Það er óþarfi, ég er með allt sem ég hef,“ sagði ég. Ég hafði mætt dónaskap á þessu hóteli. Þeg- ar hún heyrði það að brotist hefði verið inn í herbergið og allt tekið sem ég átti þar, sagði hún: „Það er ekki hægt að láta þetta enda svona. Ég er fædd og uppalin í San Francisco. Þú ferð ekki með þessar minningar héðan.“ Ferðinni var seinkað um einn eða tvo daga. Hún hringdi og það kom stór og myndar- legur maður á dýrastu gerð af Ca- dillac bifreið. Hann keyrði mig niður á hótel. Hann spurði mig hvers virði þetta hefði verið. Ég sagði honum að úr herberginu hefðu horfið fot, sparifót og persónulegir munir. Ég giskaði á þetta gæti verið um tvö hundruð dollara virði og tók jafn- framt fram að það væri ómetanlegt að tapa bæði loftbókinni, flugskír- teininu og öðra því sem þyrfti að endurnýja. Hann pantaði þegar í stað viðtal við hótelstjórann, sem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.