Morgunblaðið - 24.10.1999, Síða 9

Morgunblaðið - 24.10.1999, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 B 9 Gullgrafarar. Þessi teikning Ed- wards Roper birtist í The lllu- strated London News árið 1897. Vinstra megin á mynd- ínni er maður með pönnu að skola ársand, en fyrir aftan hann mokar annar sandi upp í gáttarstíflu. Hægra megin er gullgrafari með vöggu, en fyrir miðri mynd liggur Langi-Tom ónotaður á árbakkanum. Sú síðarnefnda var reist um 70 kíló- metra frá búgarðinum, við Americ- an-ána. Þegar James Marshall sýndi Sutt- er gullið sem hann hafði fundið var gleði Svisslendingsins ekki óblandin. Hann vissi sem var, að hann gæti ekki slegið eign sinni á landið þar sem gullið var að fmna og óttaðist að góðmálmurinn gæti eyðilagt upp- byggingu búsins. Hann gafst þó ekki upp baráttulaust, því hann gerði sáttmála við höfðingja indíánaætt- bálkanna, sem byggðu rætur Sierra Nevada, þar sem skjalfest var að John Sutter hefði landið allt á leigu og mætti nýta að vild. Þetta var svosem ágætis tilraun af Sutters hálfu, en í huga hvítra Kaliforníubúa áttu Indíánar ekki svo mikið sem steinvölu í landinu, svo sáttmálinn var ekki pappírsins virði. Gullfund- urinn reyndist Sutter ekki happa- drjúgur, því vinnumenn hans hurfu til leitar hver á fætur öðrum og skildu búið eftir í uppnámi. Sjálfur virðist Sutter hafa verið einstakur klaufi við gullleit, því honum tókst aldrei að finna neitt að ráði, þótt aðr- ir mokuðu upp auðæfum. James Marshall var heiðursmað- ur, sem hafði lofað að ljúka við smíði sögunarmyllunnar áður en hann færi að leita að meira gulli og verkamenn hans fóru að fordæmi hans. Þeir laumuðust þó niður að ánni á sunnu- dögum, tíndu upp gullmola og skröp- uðu gull úr raufum og æðum í berg- inu. Og gullfundinum var ekki hægt að leyna, þótt Sutter gjarnan vildi. Verkamennirnir sögðu félögum og vinum frá þessu í trúnaði, eða þeir skelltu pokum með gulli upp á af- greiðsluborð í verslunum og sögðu hverjum sem heyra vildi hvar það væri fengið. Fljótt flaug fiskisagan. Fréttablað- ið California Star í smábænum San Francisco, um 200 kílómetra frá gull- inu, skýrði frá gullfundinum í mars jAc . 1 « ( t * i 7 'í. , í ’J-'í't'l /q. fA. <ri. y , ............ . 2Ó.. C. tfe-raéiifet t • ''" ./r. i P/!i ***ý 'ÍACiít iir./5ví‘./• <y,ý’y* í • \-.%<.ccá .. v/ 4 t/os fy/lú *. 'í/r /(y 4. * ~~ 7/**."■ t, flc f ^ v'V C C y *s&*.*\ «• c. /<X O'' • ; :t. J /*' ~ -: . ( t ./ ,, (j a o. (fb /7,t •* ( .c 1848. Um svipað leyti voru íbúar þar, og annars staðar í Kalifomíu, að fá staðfestingu á fréttunum ffá þeim sem höfðu séð gullið eigin augum. Það var þó ekki fyrr en í maí sem San Francisco-búar héldu almennt af stað í gullleit. Af opinberum plöggum sést að 12. maí 1848, daginn sem virt- ur kaupmaður kom til bæjarins og sýndi hverjum sem sjá vildi smá- flösku fulla af gulli, voru um 600 karl- menn búsettir í bænum. Það var auð- vitað engin tilviljun að kaupmaðurinn hvatti þá til fararinnar, því hann hafði þegar reist verslun nærri gull- svæðinu, til að tryggja að hann gæti makað krókinn. Þremur dögum eftir komu hans til San Francisco náðu karlmenn þar vart tveimur hundruð- um. Hinir voru allir á leið að Americ- an-ánni, í leit að auðæfum. Sutter hélt sjálfur skrá yfir þá sem komu við hjá honum, en 25. maí hætti hann því. Honum hefur sjálfsagt ekki þótt taka því að skrá niður allan fjöldann. Talið er að í júní hafi um tvö þúsund manns verið við gulleit og mánuði síðar hafði sá fjöldi tvöfaldast. Skjótfenginn gróði Það var engin furða þótt menn streymdu að American-ánni. A þess- um árum voru laun verkamanna að jafnaði einn dalur á dag. Hermenn voru enn verr settir, því þeir fengu einungis greidda 7 dali á mánuði, en þingmennimir í Washington fengu 8 dali á dag. Einn verkamannanna við sögunarmyllu Sutters skráði hins vegar hjá sér að hann hefði fundið gull sem jafngilti 11 dölum einn dag- inn, 22 þann næsta, þá 11 aftur, svo 30 dölum, 25. A góðum degi náði hann því mánaðarlaunum verka- manns. Öðrum gekk enn betur. Tveir menn skýrðu frá því að þeir hefðu samtals náð 17 þúsund dala virði af gulli á tæpri viku og hópur manna náði 75 þúsund dölum á þremur mánuðum. Sums staðar var jarðveg- urinn svo auðugur, að úr einni mat- skeið af sandi var síað gull íyrir 8 dali. Á þessum ámm bárast fréttir ekki landshluta í milli á einum degi. En eintök af California Star höfðu verið send í austur og kaupmenn á vestur- ströndinni rituðu bréf til birgja sinna í austri þai- sem þeir sáu fram á mikla aukningu í verslun og viðskipt- um með nýfengnum auðæfum heimamanna. I San Francisco vora vart neinir lesendur fréttablaða eftir, svo þau lögðu upp laupana. Blaðið Californian kom síðast út 29. maí ► Algengt var að nokkrir menn mynd- uðu með sér félags- skap um förina vest- ur til Kaliforniu. Þeir bjuggu sig sem best þelr gátu og mörg gullgrafarafélög af þessu tagi komu sér upp eigin einkennis- búningi. Þessi mynd var teiknuð af einu slíku félagi, sem lagði upp frá York í Pennsylvaníu árið 1849 og tekið er fram í skýringartexta myndarinnar að allir hafi þeir komist heil- ir á áfangastað. ►KONUR voru fámennar í Kalifomíu í upp- hafi gullæðisins og flestir sem héldu þangað í gullleit voru ungir karlmenn. í San Francisco bjuggu 138 konur árið 1847 og 321 karl. Körlunum fjölgaði svo mjög hratt, en konum- ar sem bættust í hópinn voru bæði fámennar og þóttu ekki allar af fínustu sort. Þær vora „flekkaðar dúfur“ eins og það hét á þessum tíma. Konum fór ekki að fjölga að ráði í Kaliforn- íu fyrr en á leið, þegar gullgrafarar sendu eftir eiginkonum sínum og dætrum, systrum og mæðrum. Þó voru allnokkur dæmi um að konur fylgdu körlum, ekki aðeins til Kaliforn- íu heldur alla leið í námurnar, þar sem þær unnu baki brotnu daginn langan við gullleit. Gullæðið sem greip karlpeninginn hafði þann fylgikvilla austan Sierra Nevada-fjall- anna, að heilu bæirnir voru nánast eingöngu byggðir konum, börnum og gamalmennum. ► INDÍÁNARNIR sem byggðu vesturhlíðar Sierra Nevada voru friðsöm þjóð. Heimui' þeirra umturnaðist við gullleitina, þegar hesta- og uxakerrur gullgi’afara æddu um veiðilendur þeirra, skógarnir voru felldir og laxinn hrakinn úr ánum. Margir indíánanna reyndu að taka upp nýja siði og réðu sig til hvítra manna í gullleit. Þar kynntust þeir viskíi, eldvatni hvíta mannsins. Annað hafði þó ekki síður slæm áhrif á þjóð þeirra, en það voru sjúkdómarnir sem hvítu mennirnir báru með sér, kólera, mislingar, berklar og kyn- sjúkdómar. Þrátt fyrir að indíánarnir reyndu að lifa lífí hvíta mannsins nutu þeir engrar virðingar. Sumir tóku þann kostinn að hokra hátt uppi í fjöllunum, þar sem var í raun óbyggilegt. Aðrir bjuggu á afmörkuðum friðlöndum, þar sem menning þeirra átti mjög undir högg að sækja. Eftir því sem byggð gullgrafara stækkaði fækkaði indíánunum og loks hurfu þeir alveg. ►KÍNVERJAR voru nokkur hundruð talsins í Kaliforníu fyrir daga gullæðisins, þegar þeir fluttu þangað svo þúsundum skipti. Þeir áttu alltaf mjög undir högg að sækja. Mai'gir þeirra höfðu keypt sér far yfír hafið gegn því að vinna fyrir kínversk námafélög. Launin voru smánarleg, einn dalur á dag, á meðan aðrir verkamenn í námunum fengu 5 dali. Þetta gerði kínversku félögunum hins vegar kleift að hagnast þar sem aðrir töpuðu og það ýtti undir óvild í þeirra garð. Kínverjarnir héldu sig við þau námasvæði, sem aðrir höfðu gefíst upp á. Það dró þó ekki úr óvinsældum þeirra. Þegar þeir birtust á námasvæði var almennt litið á það sem fyrir- boða þess að nú hyrfi gullið, þegar raunin var sú að þeir komu af því að aðrir voru að gefast upp. Þrautseigja þeirra var með eindæmum. Árið 1855 voru gullgrafarar 120 þúsund, þar af 20 þúsund Kínverjar. Árið 1873 voru enn 30 þúsund manns við gullleit, þrír fimmtu þeirra Kínverjar. Nokkram Kínverjanna tókst að safna nægu fé til að senda eftir fjölskyldunum til Kína. Árið 1880 var það bannað með lögum. Kínverjar héldu þó sínu striki og 150 árum eftir gullæðið er Kínahverfíð í San Francisco fjölmennasta byggð Kínverja utan heima- landsins. ►SVARTIR Bandaríkjamenn komu til Kali- forníu í gullæðinu. Sumir þeirra voru frjálsir menn, en aðrir þrælar, sem eigendurnir ákváðu að láta vinna í námunum. Margir þeh-ra gátu keypt sér frelsi með góðum ár- angri við gullleitina. Svartir þurftu að kljást við margs konar fordóma og fengu ekki notið sömu réttinda og aðrir íbúar gullríkisins. Þeir voru iðulega hraktir burt af leitarsvæðum sínum, þótt stundum hafi sú framkoma ekki nægt til að koma í veg fyrir góðan árangur. Til er saga af svörtum manni, sem var hrakinn til gull- leitar hátt uppi í fjalli, þar sem aðrir töldu að lítils gulls væri von. Sá sneri aftur með 80 þúsund dali. Annar fór til gullleitar og kom hundrað þúsund dölum ríkari til San Francisco, en tapaði þeim að vísu öllum í fjár- hættuspili, eins og margir gullgrafarar af öll- um kynþáttum fyrr og síðar. Fréttir af góðu gengi svartra í Kaliforníu spurðust út og hópurinn stækkaði sífellt. Fyrsta stjórnarskrá Kaliforníu lagði blátt bann við þrælahaldi, en yfírvöld litu samt al- gjörlega framhjá því að margir héldu þræla. Svörtum Bandaríkjamönnum var meinað að bera vitni í dómsmálum, jafnvel þótt brotið væri gegn þeim. í raun þýddi þetta að hvítir gátu framið hvaða glæp sem var, ef einu vitn- in voru svört. Margir gáfust upp og fluttu frá Kaliforníu, en aðrir voru um kyrrt. Barátta þeirra gegn misréttinu var þó rétt að byrja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.