Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 B SUNNUDAGUR 24. OKTÖBER 1999 „í Cambridge, ég var þar í verslun- arskóla," svarar hún eins og ekkert væri sjálfsagðara. „Fyrst hafði ég lokið námi hér í Kvennaskólanum - þá fóru allar dömur í Kvennaskól- ann í Reykjavík. Eg lærði í skólan- um í Englandi auk enskunnar alls konar verslunarfræði. Bókhaldið kunni ég fyrir, hafði lært það á skristofunni hjá pabba í Borgar- nesi - miklu betra bókhald en kennt var í Cambridge. Fékk mænuveiki í ameríska sendiráðinu líkaði mér vel að vinna. Ég var þar í sjö ár. Ég hætti vegna veikinda. Eitt af því sem ég vann við var að útbúa vegabréfsáritanir fyrir fólk. Um það giltu strangar reglur, það þurfti meira að segja að taka fingraför af fólkinu. Svo kom eitt sinn flutningaskip hingað heim og með þessu skipi átti að fara heill hópur af íslenskum konum sem áttu bandaríska menn eða unnusta. Ég fór og sá hvernig um þær var búið á skipinu, tjaldað var fyrir rými á dekkinu, þar voru beddar og á þeim áttu þær að liggja alla leið til Ameríku. Við vorum tvær stúlkur að vinna við að útbúa vega- bréfsáritanir fyrir allar þessar konur. Ein þeirra var með litla telpu með sér. Sú kona var ekki betri í enskunni en það að ég varð að stýra hendinni á henni til að skrifa orðið mother. En svo kom upp úr kafinu að hún gat ekki farið með skipinu af því að litla stelpan var með mænuveikina. Ég smitað- ist af henni af mænuveiki og varð mikið veik. Ég fékk voðalegar höf- uðkvalir og leið hræðilega. Máttinn í fótunum missti ég ekki alveg þá. Vegna þessara veikinda varð ég að hætta þarna störfum. En ég lét þetta ekki eyðileggja fyrir mér til langframa - slíkt hef ég aldrei gert. Ég lá heima meðan ég var veik- ust, þá voru foreldrar mínir fluttir í bæinn, pabbi var orðinn hjartabil- aður, sennilega af ofþreytu, hann dó 1949. Mömmu hafði alltaf lang- að til að flytja til Reykjavíkur, þau fluttu suður 1946 og ég flutti heim til þeirra aftur, áður hafði ég leigt íbúð við Hringbraut. Selma systir var á þessum tíma farin til náms í listasögu til Ameríku. Hún átti ekki að fá að fara vegna stríðsins en ég gat fengið handa henni vega- bréfsáritun og hún fór. Hún taldi fráleitt að hún væri í hættu - og vissulega kom hún heil heim aftur. Eftir að ég fór að ná mér eftir veik- indin fór ég til útlanda til lækn- inga, ég átti talsverða peninga á banka í Bandaríkjunum, ég hafði fengið vel borgað fyrir vinnu mína hjá ameríska sendiráðinu. Ég var aðallega til lækninga í Sviss - þar var ég hjá flinkum lækni og þar átti ég góða vinkonu sem ég hafði kynnst þegar ég var við nám í Þýskalandi. Þangað hafði ég farið að loknu námi í Cambridge. Eg var í Heidelberg við þýskunám ásamt svissneskri vinkonu minni. Við vor- um í Heidelberg á Hitlerstímanum árið 1937 - og Guð minn almáttug- ur hvað þar var gaman. Ég hef ekki verið á móti Hitler hálfa sek- úndu síðan ég var í Heidelberg. Fólkið var þarna svo frjálst og hafði það svo gott. Alls staðar var músik og fínar hljómsveitir, hljóð- færaleikararnir voru allir kjólklæddir. Það var kastali fyrir ofan Heidelberg og þar var dansað, á daginn spiluðu mennirnir í kjól og hvítt fyrir utan en á kvöldin var dansað í stórum sal. Ég dansaði mikið. Ég bjó á hótelpensionati og þar bjuggu gyðingastúlkur, við þær var komið fram eins og alla aðra - ég heyrði ekki minnst á neinar gyðingaofsóknir eða varð þeirra vör á annan hátt. Auðvitað voru nasistar áberandi í þýsku þjóðlífi. Einú sinni var ég t.d. á leiksýningu í gömlu útileikhúsi. Þá komu svartstakkarnir og stóðu heiðursvörð á efstu tröppunum meðan leiksýningin fór fram. AEir voru þeir jafn fallegir, jafn stórir og stóðu grafkyrrir. Mikið lifandis ósköp voru þýsku strákarnir sætir og vel klæddir." Ekkert var til sparað Við nánari eftirgrennslan kem- ur í ljós að strákarnir í Cambridge voru líka sætir. „Við Ragna frænka, dóttir Jóns frá Svarfhóli, Haraldur, Blaka og Björn S. Lárusson með niyndina Vemdarenglar og heilladísir eftir Blöku. Myndin af Helgu Maríu sem hengd verður upp í klefa skipstjórans. Helgu Maríu gefið nafn af Helgu Ingunni Sturlaugsdóttur, Haraldur er í baksýn og séra Edvard Ingólfsson, sóknarprestur á Akranesi, biður skipinu heilla og blessunar. Helga María hin nýja og gamla NÝLEGA kom nýr frystitogari Haraldar Böðvarssonar hf. í heimahöfn og var gefið nafnið Helga María AK 16, en það var nafn á fyrsta bát fyrirtækisins, en Haraldur Böðvarsson keypti 17. nóvember 1906 sexæringinn Helgu Maríu af Jóhanni Björnssyni sem var hreppstjóri á Akranesi. „Ég komst að því kvöldið eftir að skipinu var gefíð nafn þann 7. október að Jóhann Björnsson hafði skírt skip sín í höfuðið á systrum sinum og þessi Helga María, sem báturinn var nefndur eftir, var fædd á Svarfhóli í Stafholtstungum 1. aprfl 1880. Hún var um tíma ráðskona hjá Jóhanni bróður sinum í Bakkakoti og síðar rjómabústýra hjá baróninum á Hvítárvöllum. Helga Marfa giftist Jóni Björnssyni kaupmanni frá Bæ og eignuðust þau fjögur börn, þeirra á meðal var Halldór H. Jónsson, sem stundum var nefndur stjórnarmaður íslands og var einn af stofnendum Burðaráss," sagði Haraldur Sturlaugsson í samtali við Morgunblaðið. „Ég þekkti Halldór lauslega og fannst þetta skemmtileg tilviljun því f dag er Burðarás stærsti hluthafinn í Haraldi Böðvarssyni hf. og hefur svo verið um nokkurra ára skeið. Björn S. Lárusson, barnabarn Jóhanns Björnssonar sem seldi bátinn Helgu Maríu, er ferðamálafulltrúi á Akranesi og var sem slíkur viðstaddur þegar hinum nýja frystitogara var gefið nafn. Hann sagði mér frá hinum óbeinu tengslum Halldórs við bátinn Helgu Maríu og það með að ein systir Halldórs og dóttir Helgu Maríu Björnsdóttur væri á lífi. Það er Guðrún Laufey Jónsdóttir sem hefur listamannsnafnið Blaka. Guðrún frétti af nafngiftinni og hafði samband við mig og kvaðst vilja gefa mér mynd af móður sinni og málverk eftir sig sem heitir Verndarenglar og heilladísir og óskaði eftir að listaverkið yrði hengt upp í matsalnum um borð í hinni nýju Helgu Maríu, en myndina af móður sinni vill hún að hengd verði upp í klefa skipstjórans. Verður þetta gert næst þegar skipið kemur í höfn, en það er nú í sinni fyrstu veiðiferð. Þannig er nú sagan af þessari skemmtilegu tilviljun," sagði Haraldur. sem með mér var þar, skemmtum okkur mikið með háskólastúdent- unum þar. Þetta voru allt vinir okkar. Þá kunni ungt fólk að vera vinir,“ segir Blaka. Sem dæmi um dansfíkn ungs fólks þessa tíma þá getur Blaka þess að í upphafi ferð- ar sinnar til Cambridge stansaði Brúarfoss á Reyðarfirði. Unga skipverja langaði til að halda ball en ekkert slíkt var fyrir hendi svo þeir opnuðu eitthvert hús og héldu þar ball. „Ég, önnur stúlka og frú sem gift var í Ameríku sem einnig voru með í ferðinni, tókum þátt í gleðinni. Mörgum árum seinna hitti ég ungan mann sem tók þátt í þessu. „Þú hefðir átt að vita í hverju við lentum fyrir það að hafa brotist inn til þess að geta dansað við ykkur,“ sagði hann við mig.“ Aður en Blaka hélt heim frá námsdvöl sinni erlendis heimsótti hún Halldór bróður sinn sem var að stúdera í Stokkhólmi, hún hafði þá ferðast víða. „Pabbi ykkar hlýt- ur að hafa verið vel fjáður að geta haldið ykkur öllum úti við nám og ferðalög?" spyr ég. „Það hlýtur að vera, en það var aldrei talað um slíkt á heimilinu, aldrei talað um peninga," svarar Blaka. Faðir hennar fór oft út til innkaupa en Helga María, móðir hennar, var lítið gefin fyrir ferðalög. „Mömmu leiddust sjóferðir og fór því ekki með pabba út en seinna fannst henni gaman að fljúga," segir Blaka. „Allt fannst henni þó sjálf- sagt að gera fyrir okkur og pabbi sparaði sannarlega ekkert við okkur, við fengum að skemmta okkur mikið. Við fórum á böll og komum á eftir heim með marga gesti. Það var AFGA-vél í húsinu og við bjuggum til kaffi og gáfum gestum kökur og brauð sem alltaf var nóg til af. Þannig var fólk „trakterað" um miðjar nætur. Svo var dansað svolítið meira. Eftir eina slíka nótt sagði pabbi: „Hver var það sem spilaði svona vel á pí- anóið í nótt?“ Honum leiddist ekki gestakomurnar meira en þetta. Hann var líka mikið gefinn fyrir tónlist, hann kom með fyrsta grammifóninn í héraðið og mikið af skemmtilegum plötum. Hann var svo glaður, kátur og gestrisinn og það var mamma líka. Hún saumaði oft búnkana af rúmfatn- aði og sendi fátæku fólki, hún var ekki að tala um þetta - bara gerði þetta. Ég komst að þessu löngu síðar í samtali við fólk úr Borgar- nesi og líka því hvað pabbi hafði hjálpað mörgum sem áttu erfitt." Frá Aðalverktökum á forsetaskrifstofu Víkur nú sögunni aftur til Sviss þar sem Blaka var sem óðast að ná heilsu á ný og ferðaðist með vin- konu sinni frá Þýskalandsdvölinni forðum fram og aftur um Sviss og Ítalíu. „Þessi kona var rík og hún átti greifafrú að vinkonu á Italíu sem ég kynntist siðar vel. Sú var í vinfengi við ítölsku drottninguna. Þegar pólitísk vandamál steðjuðu að komu stjórnmálamennirnir til greifafrúarinnar og báðu hana að tala við drottninguna sem svo aftur átti að leggja inn gott orð hjá kon- unginum." Eftir að Blaka kom heim eftir öll þessi ferðalög og hafði fengið heilsu á ný voru bankainnistæðurnar í Bandaríkj- unum þrotnar. „Þá var Halldór bróðir orðinn háttsettur hjá ís- lenskum aðalverktökum og ég spurði hann hvort ég gæti ekki fengið vinnu á skrifstofunni hjá þeim í Keflavík. Hann hélt nú ekki en ég hélt áfram að nauða í honum þar til hann lét un dan og ég fór að vinna hjá Aðal- verktökum. Við unnum í litlum kofa og ég fékk herbergi á hótel- inu þar sem ég svaf nema þegar flugvélar urðu innlyksa og farþeg- ar þurftu að gista, þá þurfti ég að fara í bæinn eins og strákarnir sem unnu með mér. Þá kom ég kannski heim um miðjar nætur og þurfti af stað aftur snemma morg- uns. Vegurinn á milli Reykjavíkur og Keflavíkur var ansi slæmur þá svo þetta gat verið talsvert puð. Svo var það eitt sinn eftir að skrifstofan hjá Aðalverktökum var flutt í bæinn og ég var að ná mér eftir veikindi að ég hitti Henrik Björnsson forsetaritara í leikhúsi. Hann spurði hvort ég fengist kannski til að vinna á skrifstofunni hjá foysetanum, Ásgeiri Ásgeirs- syni. Ég þekkti þá báða, þeir voru vinir foreldra minna og Dóru, konu Ásgeirs, þekkti ég líka. Ég kvaðst ekki geta unnið nema hálf- an daginn heilsunnar vegna. „Þú þarft ekki að vinna nema hálfan daginn," svaraði Henrik. Þannig hófst^starf mitt á skrifstofu for- seta Islands þar sem ég annaðist bókhald og fleira. Ég hafði haft góðar ritvélar en því var ekki að heilsa á skrifstofu forsetaembætt- isins. Þetta var slæmt t.d. þegar skrifa þurfti trúnaðarbréf fyrir ís- lenska sendiherra. Ég mæltist til að fá nýja vél og sótt var um eina slíka - en yfirvöld neituðu. For- stjóri IBM bauð skristofunni nokkru síðar fullkomna ritvél til kaups en við fengum enn neitun. Þá gaf forstjórinn embættinu nýja vél. Skrifstofan var í Alþingishús- inu, mín aðstaða var á gangi sem gengið var um til fatageymslu og snyrtingar, ég fékk nýtt skrifborð en ekki var fleira keypt fyrir mig þau fimmtári ár sem ég starfaði við embættið. Ég kom oft til að að- stoða þegar veislur voru haldnar á Bessastöðum. Forsetinn sagði stundum í gríni að ég væri svo sniðug að tala við Rússana - þó kunni ég ekki orð í rússensku. Einhvern veginn tókst mér að gera mig skiljanlega en ekki veit ég hvernig. Hitt veit ég að Rúss- arnir skemmtu sér vel við þessar „samræður". Forsetahjónin bjuggu þá uppi á lofti á Bessastöð- um og þar bjuggu líka stúlkurnar en bflstjórarnir bjuggu í næsta húsi. Það var yndislegt að vinna fyrir Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóru. Hjúkraði helsjúkri móður Ég hætti störfum hjá embætt- inu þegar Ásgeir hætti sem forseti og þá kom sér vel hvað ég hafði verið lagin að tala við Rússana. Ég fór til starfa hjá utanríkisþjónust- unni - og var send rakleiðis til Rússlands. Margt var þar öðruvísi en ég hafði vanist, t.a.m. listasöfnin voru góð. I Rússlandi var ég í fimm mánuði eða þar til mamma veiktist. Hún fékk ristil og var lögð á spít- ala, þar datt hún út úr rúmi og mjaðmagrindarbrotnaði. Þegar ég frétti þetta vildi ég fara heim til þess að annast hana. Ég komst ekki alveg strax til hennar, varð að bíða í tvo mánuði eftir að það feng- ist manneskja í staðinn fyrir mig. Daginn eftir að ég kom heim fór mamma loks í aðgerð vegna brots- ins, sú aðgerð lagðist illa í mig enda urðu eftirköst hennar blóð- tappi við heilann. Mamma óskaði eftir að geta legið heima og ég fékk frí frá störfum og hjúkraði henni hér í þrjú ár - þar til hún dó. Hún fékk oft óráð þegar blóðtappinn hreyfði sig og þá gat hún ekki sofið - stundum í heila sex sólarhringa. Ég vakti yfir henni og stundum syfjaði mig mikið. Ég keypti mér liti eins og börn nota og pappír og fór að mála til að halda mér vak- andi.“ Myndefni að handan? En hvaðan fékk Blaka myndefn- ið? „Það kom bara til mín - kannski að handan, hver veit. Frændi minn einn sem er skyggn sagði eitt sinn að það stæðu hjá mér látnir málarar þegar ég væri að mála - ekki veit ég neitt um það og hvað sem því líður hélt ég áfram að mála. Svo var ég einu sinni á gangi niður í bæ og mætti Svavari Guðnasyni listmálara. Hann var góðvinur Selmu systur minnar. Hann spurði mig frétta og ég sagð- ist vera farin að mála. Hann kom og skoðaði myndirnar mínar og vildi að ég sýndi þær á Mokka. Ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.