Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 1
JRttrgtntMftfrife ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 BLAÐ E ATVINNUAUGLÝSINGAR Leikhússtjóri Borgarleikhúss Leikfélag Reykjavíkur auglýsir starf leikhússtjóra laust til umsóknar. I auglýsingunni segir að leikhússtjóri hafi yfir- umsjón með allri starfsemi Leikfélags Reykjavíkur í Borg- arleikhúsinu og beri jafnframt listræna og rekstrarlega ábyrgð á starfseminni. í starfið er ráðið tímabundið til fjög- urra ára en nýr leikhússtjóri skal geta tekið til starfa sem hið fyrsta og geta tekið við stjóm leikhússins næsta haust. Forritari fyrir framsækna bændur Tölvudeild Bændasamtaka Islands óskar eftir að ráð til sín forritara. I auglýsingunni segir að framundan séu spenn- andi verkefni hjá samtökunum, m.a. alþjóðlegt verkefni sem byggist á Intemetforritun með Java- og Oracle-lausnum. Tölvufyrirtæki í Kaliforníu óskar eftir starfsfólki í blaðinu auglýsir stórt tölvufyrirtæki við strönd Kaliforníu eftir að ráða starfsmenn við gerð hug- og vélbúnaðar. Kraf- ist er mikillar reynslu af uppsetningu vefþjónustu, yfir- gripsmikillar þekkingar í forritun, auk þekkingar á lausn- um, öryggisatriðum og reglum varðandi Netið. Ennfremur er krafist viðeigandi menntunar. RAÐAUGLÝSINGAR Aðalfundur Skinnaiðnaðar hf. Morgunblaðið/Ásdís Höfiiðstöðvar Skinnaiðnaðarins ehf. Veltan dróst sam- an um helming Lag óskast í næstu Söngvakeppni Sjónvarpið auglýsir eftir lagi til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Skilafrestur er til 8. janúar og skulu höfundar skila lögum sínum merktum dulnefni höfundar en rétt nöfn fylgi með í lokuðu umslagi. Hámarkslengd laga er þrjár mínútur. Fimm lög verða valin úr og leikin í beinni útsendingu þ. 26. febrúar n.k. Sjón varpsh úsið Laugavegi til sölu Húsnæði Sjónvarpsins á Laugavegi 176 er auglýst til sölu. Það var byggt árið 1961 og er alls um 4105 fermetrar. Fyrir áhugasama fer vettvangsskoðun fram þriðjudaginn 21. desember nk. kl. 10.30. Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá Ríkiskaupum og skulu tilboð berast fyrir kl. 14 hinn 29. desember. SMÁAUGLÝSINGAR Mikill og líflegur söngur Hvítasunnukirkjan Fíladelfía auglýsir brauðsbrotningu kl. 11.00. Kl. 16.30 verða jólin sungin inn með miklum og líflegum söngi, eins og segir í auglýsingunni VELTA Skinnaiðnaðar nam nímum milljarði króna á ári á árunum 1995-1997. „I fyrra var veltan 800 milljónir króna og núna tæpar 400 milljónir. I Ijósi þess að tekið hefur verið á móti svipuðu magni af hráefni á hverju ári, er Ijóst að áhrifin af þessum samdrætti eru stórkostleg," að þvi er fram kom í ræðu Gunnars Birgissonar, stjórnarformanns Skinnaiðnaðar, á aðalfundi félagsins á fímmtudag. Hann sagði niðursveifluna hjá Skinnaiðnaði bitna mest á þremur hópum hér innanlands, þ.e. hluthöf- um í formi neikvæðrar ávöxtunar eigin fjár en hún var neikvæð um 66% á liðnu rekstrarári; á slátur- leyfishöfum og sauðíjárbændum í formi tekjutaps sem áætla mætti að næmi 315 milljónum króna miðað við þann tíma þegar hráefnisverð var hæst; og síðast en ekki síst hefði starfsfólk félagsins orðið hart úti við samdrátt í rekstrinum. „Þannig urðum við að segja 65 manns upp störfum á rekstrarárinu, þannig starfa aðeins 85 manns hjá okkur núna. Þegar best lét var starfs- mannaíjöldinn 150,“ sagði Gunnar. 17% lægra verð fyrir fullunnin skinn Bjarni Jónasson framkvæmda- stjóri sagði í ræðu sinni að nýliðið rekstrarár hefði verið það erfiðasta í sögu félagsins til þessa. Tekjur hefðu minnkað um rúman helming frá árinu áður, magn seldra fullunn- inna skinna hefði verið hið minnsta í um 15 ár og söluverð um 17% lægra en árið á undan. Hann sagði ástæð- una fyrir þessum miklu breytingum þau áhrif, bein og óbein, sem lokun markaða í Asíu og síðan Rússlandi árin 1997 og 1998 höfðu á markaði fyrir framleiðsluvörur félagsins en samanlögð hlutdeild Asíu og Rúss- lands á heimsmarkaði var 80-90% á árunum 1995-1997. „Markaðurinn hefur nú komist í jafnvægi á ný hvað varðar samhengi á milli verðs á fullunnum afurðum og hráefnis. Það hefur hins vegar tekið lengri tíma að ná magninu upp í sölu á flíkum og þar með fullunn- um skinnum. Undanfama mánuði hafa sést ýmis batamerki á helstu mörkuðum okkar, sem að mestu eru á Vesturlöndum. Hreyfmg er að komast á markaði í Asíu og jákvæð viðbrögð hafa fengist í Kína, sem er nýr markaður fyrir okkur,“ sagði Bjarni. Hann sagði að vonir stæðu til þess að rekstur Skinnaiðnaðar hf. yrði í sæmilegu jafnvægi á því rekstrarári sem nú er hafið. Hvort það markmið náist að skila halla- lausum rekstri þegar litið er til reglulegrar starfsemi muni fyrst og fremst ráðast af því hvort tekst að koma magni seldra afurða í eðlilegt horf. Heimilað að breyta skulda- bréfaláni f hlutabréf Á fundinum var samþykkt tillaga stjórnar um að greiða ekki út arð til hluthafa fyrir nýliðið rekstrarár. Þá var gerð breyting á 2. grein í sam- þykktum félagsins sem heimilar stjórn félagsins að taka skulda- bréfalán að fjárhæð allt að 105 milljónum króna er veiti lánar- drottni heimild til að breyta höfuð- stól þess í hlut í félaginu í síðasta lagi í ágúst 2005. Breytiréttur þessi skal heimila kröfuhafa að breyta kröfu sinni í hlutafé í ágústmánuði ár hvert, fyrst árið 2000 á genginu 3,0, en síðan á því gengi sem stjóm félagsins kann að ákveða hverju sinni og tekið skal fram í skilmálum hvers skuldabréfs. Breytiréttur skal þó aldrei heimill á lægra gengi en genginu 3,0. Hluthafar skulu ekki eiga forgangsrétt til áskriftar þeirra hluta í félaginu sem kunna að verða gefnir út sem endurgjald fyr- ir skuldabréfalán þetta. Jafnframt var stjóm félagsins veitt heimild til útgáfu rafrænna hlutabréfa í stað áður útgefinna hlutabréfa. Loks veitti aðalfundurinn stjóm félagsins heimild til þess að kaupa allt að tíu af hundraði af nafnvirði hlutafjár félagsins, þannig að félag- ið eigi samtals rúmar 7 milijónir króna að nafnvirði. Heimildin gildir til næstu átján mánaða. Ein breyting var gerð á stjóm fé- lagsins. Aðalsteinn Helgason gekk úr stjóminni en í hans stað var kjör- inn Davíð Guðmundsson. Aðrir í stjóm em Gunnar Birgisson stjóm- arformaður, Þórarinn E. Sveinsson varaformaður; Ásgeir Magnússon ritari og Ingi Bjömsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.