Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 14
14 E SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ % Söngvakeppnin árið 2000 Sjónvarpið auglýsir eftir lagi til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Höfundar skili lögumtil Sjónvarpsins, Laugavegi 176, merktum Söngvakeppnin 2000, fyrir 8. janú- ar nk. Lögin skulu merkt dulnefni höfunda en rétt nöfn fylgi í lokuðu umslagi. Hámarkslengd laga skal vera 3 mín. Dómnefnd velurfimm lög sem verða kynnt í þættinum Stutt í spunann á laugardagskvöld- um. Hinn 26. febrúar verða lögin fimm leikin í beinni útsendingu og áhorfendur velja eitt þeirra til þátttöku fyrir hönd íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Svíþjóð 13. maí 2000. Frekari upplýsingar veitir Kristín Pálsdóttir, Innlendri dagskrárdeild Sjónvarpsins. TILKYNIMIISIGAR Menntamálaráðuneytið Menntamálaráðuneytið Háskólaþing HÚSNÆBI í BOÐI Til leigu í miðborginni: 1. 2ja herb. glæsileg íbúð með húsgögnum og öllum búnaði. 2. Einstaklingsíbúð með húsgögnum og öllum búnaði. 3. Tvö skrifstofuherb. með sérinngangi ásamt eldhúsi og snyrtingu. Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að halda háskólaþing 12. febrúar árið 2000 í Háskóla- bíói. Þingið mun einkum fjalla um ytra um- hverfi skólanna og stöðu þeirra sem stofnana við breyttar aðstæður í þjóðfélaginu og í alþjóðlegu samhengi. í anddyri Háskólabíós er gert ráð fyrir aðstöðu til kynningar, Skólum á háskólastigi, rannsóknar- og vísindastofnun- um, nemendafélögum eða öðrum sem áhuga hafa á að kynna starfsemi sína í tengslum við þingið er bent á að sækja um það til mennta- málaráðuneytisins sem fyrst, eða í síðasta lagi fimmtudaginn 6. janúar 2000. Nánari upplýsingar veitir Bergdís Linda Kjart- ansdóttir menntamálaráðuneytinu. (Netfang: bergdis.linda@mrn.stjr.is) Menntamálaráðuneytið, 17. desember '99. www.mrn.stjr.is 4. Skrifstofuherb. með sérinng. og snyrtingu. 5. 15 fm herb. með allri aðstöðu. Ofangreind húsnæði eru vel staðsett í miðborg- inni og leigjasttil lengri eða skemmri tíma. Áhugasamir sendi nafn og símanúmer í póst- hólf 1100, 121 Reykjavík. mbl.is SMÁAUGLVSI IM G . A R TILKYNNINGAR Frá Sálar- rannsóknar- félagi íslands Miðlarnir og huglæknarnir Bjarni Kristjánsson, Guðrún Hjörleifs- dóttir, Hafsteinn Guðbjörnsson, Kristín Karlsdóttir, Maria Sigurð- ardóttir, Þórunn Maggý Guð- mundsdóttir og Skúli Lórentzson starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Friðbjörg Óskarsdóttir leiðir og heldur utan um bæna- og þróun- arhópa. Upplýsingar, bókanir og tekið á móti fyrirbænum frá kl. 9—15 alla virka daga. Eftir það eru veittar upplýsingar og hægt er að skilja eftir skilaboð á sím- svara félagsins. Um leið og við óskum félags- mönnum og öðrum landsmönn- um gleðilegra jóla viljum vekja athygli á því, að lokað er hjá félaginu frá 22. desember til og með 4. janúar. Athugið að simanúmer hjá Sálarrannsóknarfélagi íslands eru 551 8130 og 561 8130. Einnig viljum vekja athygli á því, að hægt er að senda okk- ur tölvupóst með fyrirspurn- um og fyrirbænum. Póst- fangið er: srfi@isholf.ís. SRFÍ. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Áramótaferð 30. des—2. jan. Áramótaferð. Farið á fimmtudagsmorgni í Bása, við Þórsmörk og dvalið þar fram á sunnudaginn 2. jan. Boðið verður upp á kvöldvökur og gönguferðir undir leiðsögn reyndra fararstjóra. Áramótum verður fagnað með flugeldum og áramótabrennu. Upplýsing- ar um ferðir á skrifstofu Úti- vistar í síma 561 4330. Ára- mótaferð er kynnt sérstak- lega á heimasíðu: www.utivist.is Iriitil simfilag Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Sunnudagur 19. desember. Kl. 11.00 Krakkakirkja fyrir alla fjölskylduna. Kl. 20.00 Almenn samkoma. Jón Þór Eyjólfsson predikar. Allir velkomnir. Heimasíða: www.islandia.is/~kletturinn I.O.O.F. 18 - 18012208-0* Jv íslenska A / KRISTS KIRKJAN l,ú(hcrsk fríkirkjn Morgunguðsþjónusta kl. 11.00. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Samkoma kl. 20.00. Mikil lof- gjörð, vitnisburður og fyrirbænir. Olaf Engsbráten predikar. Allir velkomnir að upplifa friðinn, sem Jesús einn getur gefið. ÍOO KFUM & KFUK 1 8 9 9 - 1 9 9 9 KFUM og KFUK Aðalstöðvar við Holtaveg Samkoma í dag kl. 17.00. „Litlu jólin". Skyrgámur og fé- lagar eru væntanlegir og vonast til að hitta sem flest börn á sér- stakri barnahátíð. A meðan fær fullorðna fólkið nýjustu fréttir af starfi okkar fólks í Afríku. Kanga-kvartettinn syng- ur og Skúli Svavarsson hefur hugvekju. Allir velkomnir. I.O.O.F. 12 = 18012198V2 = J.v. Héðinsgötu 2, s. 533 1777. Sunnudagur kl. 17.00 Predikun: Hilmar Kristinsson og Linda Magnúsdóttir. Þriðjudagskvöld kl. 20.00 Alfa-námskeið. Aðfangadagur kl. 11.00 Hátiðarsamkoma. Unga fólkið sér um samkomuna. Jón Indriði Þórhallsson frá Marita kemur í heimsókn. Dans, drama, söngur og mikil gleði. Verum i stuði með Guði. Allir hjartanlega velkomnir. www.vegurinn.is. hlu verkið á nýrrl öld hlulverkid@holnDdI.com S57 fomhjQlp Almenn samkoma í Þribúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00. Fjölbreyttur söngur. Samhjálpar- kórinn tekur lacjið. Ræðumaður Gunnbjörg Oladóttir. Barna- gæsla. Kaffi að lokinni sam- komu. Allir velkomnir. Samhjálp. OBAHÁ’Í OPIÐ HÚS Sunnudagskvöld kl. 20:00 bahá’í trú Kafli og ve'rtingar Álfabakka 12, 2. hœð sími 567 0344 bahai.is, TRÚ sem byggir BRu Næstkomandi laugardag kl. 11: Biblíufræðsla. Alla sunnudaga kl. 17 erindi Steinþórs Þórðarsonar um líf og starf Jesú Krists. Alla fimmtudaga kl. 15 talar Steinþór á Hljóðnemanum FM107. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Brauðsbrotning kl. 11.00. Ftæðumaður Vörður L. Trausta- son. „Syngjum jólin inn" kl. 16.30, mikill og líflegur söngur. Ester Jakobsen flytur stutta hugvekju. Ungbarna- og barna- kirkja fyrir 1 til 12 ára börn meðan á samkomu stendur. Allir hjartanlega velkomnir. Mán.: Maritasamkoma kl. 20.00. Ræðumaður Jón Indriði Þórhalls- son. Heitt kakó og smákökur eftir samkomu. www.gospel.is Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 16.30. Fyrstu tónar jólanna í umsjón Hallelújakórsins. Allir hjartanlega velkomnir. Japan við fyrstu sýn: Dyggð smæðarinnar Bréf frá Japan Skýjakljúfarnir spretta eins og gorkúlur og japönsk stórfyrirtæki keppa að því að vera sem stærst, en í daglegu lífí Japana er smæðin dyggð skrifar Sigrún Davíðsdóttir frá Tókýó. STRAX og flogið er inn til lendingar á nýja alþjóðaflugvellinum í Osaka blasir við augum af hverju jarðnæði og þá um leið húsnæði er svo dýrt í Japan: Það er nán- ast ekkert undirlendi á þessum eldfjallaeyjum, sem í sameiningu mynda Japan. Landið er að flatarmáli um 377 þúsund ferkílómetrar, eða tæplega fjórum sinnum stærra en Island. Það eru því góð ráð dýr að koma fyrir öllum þeim 125 milljónum sem byggja landið og fínna þeim samastað í tilverunni. Það er sama hvar litið er. Alls staðar er eitthvað smátt sem fyrir augu ber. Landið er lítið. Húsin eru flest lítil, ef frá eru skilin skýjakljúfar, jámbrautastöðvar og opinberar byggingar. Garðar eru stórmunaður og því agnarlitlir flestir eða menn láta sér nægja pottaplöntur úti á gangstétt. Kjötið hjá slátr- aranum er skorið í örþunnar sneiðar, fimm kartöflur í poka hjá grænmetissalanum, mat- arskammtar á veitingastöðum eru litlir. Hreyfingar fólks eru hófsamar, Japanir slá ekki um sig. I þessu umhverfi verður skyndi- lega mjög eðlilegt að rifja upp að bonsai, klippt smátré, eru japönsk listgrein. En kannski er það besta að mannlífið held- ur striki smæðarinnar, jafnvel í risaborgum eins og Tókýó. Fólk er öruggt og á veitinga- stöðum skilur fólk töskur eftir þegar það bregður sér frá. Glæpir eins og árásir eru sjaldgæfir. Borg eins og Tókýó er því eins og nútíma draumsýn. Af strámottum í vestræn rúm Nýi flugvöllurinn við Osaka er byggður á tilbúna eyju í flóanum utan við borgina. Strax og komið er inn í flugvallarbygginguna koma í ljós þeir þættir, sem almennt einkenna Japan og japanskt þjóðfélag: Hreinlæti, skipulag og nútímalegt yfirbragð. I lestinni á leiðinni birtist japönsk húsagerð eins og hún gerist algengust. Tvílyft, lítil raðhús fylia hveija litla þrönga götu eftir aðra undir frumskógarflækju af rafmagnsvírum. Hér virð- ist ekki tíðkast að grafa slíkt í jörðu. Inni á milli eru blokkir, bæði stórar og litlar. Á svölum íbúðarhúsa hanga víða dýnur og sængur. Húsakynnin eru svo lítil að til að hafa meira svigrúm yfir daginn er sængurbúnaði komið frá. Hér áður fyrr sváfu flestir á strámottum, tatami, á gólfinu, en nú eru futondýnur, mjúkar bómullardýnur, algeng- ari. Og í takt við vaxandi velmegun sofa æ fleiri Japanir í vestrænum rúmum. Skipulagshæfíleikar Japana birtast meðal annars í hvernig hver lófastór blettur í byggð er ræktaður. Auðir jarðbleðlar milli húsa verða að ræktuðum reitum. I bæ eins og Kyoto eru gangstéttirnar við hús án garða þaktar pottaplöntum. Það er greinilega góð búgrein að reka blómabúðir ef marka má fjölda þeirra og gróðrarstöðvar eru víða. Sýnileg velmegun Japanir eru lágvaxin þjóð. Velmegun hef- ur þó greinilega teygt úr yngri kynslóðinni, en margir af eldri kynslóðinni eru hreinlega næstum dvergvaxnir miðað við Vesturlanda- búa og margt gamalmennið fjarska lotið í herðum. Vegfarandinn hefur á tilfinningunni að þannig haíl líklega verið umhorfs á Vest- urlöndum fyrir velmegunartíma eftirstríðs- áranna. Það er því eins og ferð aftur í tím- ann að sjá þetta gamla, lotna og vinnulúna fólk. Þessi sýn er orðin óþekkt á Norður- löndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.