Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ BÆNDUM í FINNLANDI HEFUR GENGIÐ ILLA AÐ AÐLAGAST BREYTTU UMHVERfT"|^^^^^^B| í KJÖLFAR AÐILDAR FINNA AÐ EVRÓPUSAMBANDINU Fimm þúsund leggj a niður búskap árlega Finnskur landbúnaður hefur staðið höllum fæti undanfarin ár, eða allt frá því að þjóðin gerðist aðili að Evrópusambandinu árið 1995. Elmar Gíslason ræddi við Esa Hármálá, formann samtaka fínnskra bænda og skógareigenda, um erfíðleika í greininni og mikið brottfall meðal bænda. LÍKT og í mörgum öðrum aðildarlöndum, þá er landbúnaður sá atvinnu- vegur sem orðið hefur hvað harðast úti eftir inngöngu Pinna í Evrópusambandið. Greinin hefur átt í miklum erfiðleikum undanfarin ár með þeim aíleiðing- um að fjölmargir bændur hafa hætt búskap og snúið sér að öðru. í dag eru um 80 þúsund bú í landinu. Þrátt fyrir að mikill meiri- hluti bænda, eða um 90%, séu meðlimir í sambandi finnskra bænda og skógareigenda, þá ríkir mikil sundrung í greininni sem á eflaust sinn þátt í að skýra þá erf- iðleika sem blasa við bændum í landinu. Verðhrun á landbúnaðarafurðum Að sögn Esa Harmálá, for- manns finnsku samtakanna, liggja rætur vandans í því að eftir inn- göngu í Evrópusambandið, þá varð verðhrun á innlendum landbúnað- arafurðum sem nam um 40-50%, samhliða harðnandi samkeppni frá erlendum framleiðendum sem höfðu frá þeim tíma frjálsan að- gang að finnskum markaði. „Nú fenguð þið jafn frjálsan að- gang að þeirra mörkuðum, fól það ekki í sér gagnkvæm sóknarfæri fyrir ykkur? „Vissulega er það rétt að síðast- liðin fjögur ár hafa finnskir aðilar í framleiðslu landbúnaðarafurða átt greiða leið að evrópskum mörkuð- um. Því miður er það hins vegar þannig að atvinnugrein sem hefur um langt skeið búið í lokuðu og vernduðu umhverfi, lendir í erfið- leikum þegar hún mætir frjálsri samkeppni nánast fyrirvaralaust, líkt og gerðist í okkar tilfelli." Esa segir enga launung að frá því að landið varð aðili að ESB hafi greinin átt undir högg að sækja og enn sé mikið verk óunnið ef menn ætla að tryggja tilvist finnsks landbúnaðar í framtíðinni. „Stað- reyndin er sú að þrátt fyrir fjár- hagsstyrki frá Brussel til handa bændum, þá vegur sú búbót af- skaplega lítið ef miðað er við það mikla verðhrun sem átti sér stað á innlendum landbúnaðarafurðum þegar markaðurinn opnaðist. Það bætti heldur ekki úr skák að grein- in var sundruð fyiir og afskaplega illa undir það búin að takast á við nýtt umhverfi og aukna sam- keppni.“ Lítil endurnýjun Stærsti vandi finnsks landbún- aðar í dag er hversu lítil endurnýj- un á sér stað í greininni. Esa bendir á að þegar árið 1994 hafi margir bændur séð þann kostinn vænstan að hætta búskap áður en markaðurinn opnaðist. Síðan þá hefur þróunin verið sú að á hverju ári leggja 4-5.000 bændur niður búskap á sama tíma og tæplega eitt þúsund einstaklingar eru að koma nýir inn. Hann telur að þetta megi að stórum hluta rekja til þess hversu lítillar arðsemi er að vænta í greininni og hversu lít- illar samheldni gætir meðal finnskra bænda. „Aður en við gengum inn árið 1995, þá ríkti mikil óeining á inn- SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 E 15 . ■■■■ IIH.I.W .■■■ i i ......... ......... „I stað þess að vinna saman að því að styrkja stöðu og tryggja til- vist finnsks landbúnaðar, vilja innlendir aðilar fara sínar eigin leið- ir í þessum efnum sem skilar litlu,“ segir Esa Hármálá, formaður samtaka finnkra bænda og skógareigenda, um erfiðleika greinar- innar eftir inngöngu landsins í ESB. lendum markaði. Prá þeim tíma hefur ástandið lítið breyst og það líðum við fyrir. í stað þess að vinna saman að því að styrkja stöðu og tryggja tilvist finnsks landbúnaðar, þá vilja innlendir að- ilar fara sínar eigin leiðir í þessum efnum sem skilar Iitlu.“ Hann heldur áfram og segir það hafa orðið til að opinbera enn frekar þá veikleika sem finnskur landbúnað- ur stendur frammi fyrir, þegar efnahagshrunið í Rússlandi átti sér stað. Fram að þeim tíma höfðu Finnar flutt út mikið af landbún- aðarvörum til nágranna síns í austri en stóðu skyndilega frammi fyrir því að hafa misst stóran markað fyrir vörur sínar, án nokk- urra möguleika á að flytja afurðir sínar annað. „En hvaða leiðir sjá menn færar til að snúa þessari þróun til betri vegar? „í fyrsta lagi verðum við að tryggja það að innlendir framleið- endur landbúnaðarafurða haldi áfram markaðshlutdeild sinni í Finnlandi. Jafnframt verðum við að vinna að því að auka hag- kvæmni í greininni og efla gæða- mál. Allt miðar þetta að því að gera landbúnaðinn betur í stakk búinn til að mæta þörfum neyt- enda og eftirspurn markaðarins. Mestu erfiðleikarnir í landbúnaði Á það ber að líta að hér er fjall- að um þá atvinnugrein í Finnlandi sem átt hefur hvað erfiðast með að aðlagast þeim breytingum sem voru samfara aðildinni að ESB. .. Esa segir engan vafa leika á um að Evrópusamstarfið hafi komið þjóðinni til góða, bæði í efnahags- legum og pólitískum skilningi og viðhorf Finna til Evrópusam- bandsins sé yfirleitt jákvætt. „Sá hagsmunahópur sem við erum í forsvari fyrir stendur frammi fyrir þeim vanda að ná að aðlagast miklum breytingum sem orðið hafa á starfsumhverfi hans á skömmum tíma. Okkar markmið er að vinna að umbótum í þessum efnum og tryggja tilvist greinar- innar. Gangi það eftir geta menn farið að huga að næsta skrefi, sem væri að auka markaðshlutdeild finnskra landbúnaðarafurða er- lendis," segir Esa Harmálá. Á götum eru víða gamlir menn í vinnu, gamlir lögregluþjónar og verðir við margs konar byggingar. Hér tíðkast ekki að fara á eftirlaun á unga aldri, ekki aðeins af því vel- ferðarkerfið sé ekki eins þéttriðið og á Norð- urlöndum, heldur einnig af því að það þykir eftirsóknarvert að vinna. Atvinnuleysi í Japan í haust var um 4,7 pró- sent. í Danmörku var hætt að tala um atvinnu- leysi sem vandamál þegar það var komið í kringum sjö prósent. Á evrópskan mælikvarða er atvinnuleysi undir fimm prósentum fjarlæg- ur draumur, en líkt og á íslandi þykir Japönum þetta mikið og áhyggjusamlegt atvinnuleysi. Japönsk vinnusemi þykir með afbrigðum mikil og hún blasir strax við. En hér er líka greinilegt áð vestræn hagræðingarbylgja hefur ekki gengið yfir, því svo víða má sjá fólk við störf, sem ekki er lengur sinnt á Vesturlönd- um. Gamall lögregluþjónn stjómar umferðinni, þó hann standi við umferðarljós, sem virka. Þar sem verið er að byggja standa menn úti á götu, sem ekki hafa annað hlutverk en að beina um- ferðinni framhjá, þó þess sé í raun ekki þörf. Þessi ofgnótt fólks minnir í fyrstu á Austan- tjaldslöndin, meðan sósíalisminn var þar við lýði og allir í vinnu hjá ríkinu. En munur á Japan og þeim löndum er að Japanir stunda vinnu sína af festu og alvöru. Lestarvörðurinn, sem ekki gerir annað en að flauta og vinka lestunum, sem þegar er stjómað af alls kyns tækni, er ábúðarmikill við vinnu sína líkt og hann stjórnaði öllu lestarkerfinu. Allir virðast rækja vinnu sína af einstakri festu og alvöru, meðvitaðir um mikilvægi sitt fyrir heildina. Hin hliðin á festunni og alvöranni birtist eitt kvöldið á járnbrautarstöð einni í Osaka. Miðaldra hjón vora að koma heim, greinilega af mannfógnuði, því þau voru klædd í sitt fín- asta púss. Maðurinn var í óaðfínnanlegum jakkafötum og leit út eins og einn af þeim milljónum karla, sem sitja á japönskum skrif- stofum um allar eyjarnar. Konan var í svörtu, síðu pilsi, einfóldum flauelsjakka með hóflega skartgripi. Maðurinn sat á bekk og steypti stömpum, stóð svo upp og hallaði sér upp að hárri girð- ingu. Hann gat varla staðið og alls ekki haldið höfði. Það tók nokkurn tíma fyrir aðkomu- mann að átta sig á að þessi prúðlegi maður var ofurölvi. Konan var hins vegar greinilega ekki í vafa, því hún virti hann ekki viðlits, en fylgdist með að hann færi sér ekki að voða. Það fór ekki orð á milli þeirra og er lestin kom sofnaði hann eins og skot. Drakkið fólk, einmitt svona prúðbúnir mið- stéttarborgarar era ekkert einsdæmi og það er einnig töluvert um að karlar stingi af frá fjölskyldu og skrifstofulífinu og sláist í hóp heimilislausra. Þegar nánar er rýnt í raun- veruleikann hefur hin japanska festa og alvara aðrar bh-tingarmyndir en þá geðfelldu, sem blasii- við gestinum. Grænt te í fingurbjörgum Á veitingahúsum blasir við sama smæðin. Skammtai- af mat era litlir, allt niður í agn- arsmáa, þar sem hver munnbitaskammturinn getur rekið annan. Tekönnurnai- era litlar, te- bollarnir era allt niður í fingurbjargarstórir, þegar boðið er upp á bestu tegundir af grænu tei. Tilhugsunin um að bera til dæmis fram stóra potta með pasta eða kjötsúpu er næstum dónaleg i allri þessari smæð og hófsemi, hvað þá heilu kjötlærin og kartöflumar. Ekki einu sinni hjá slátraranum er að sjá kjötlæri eða önnur risastykki. Kjötið liggur í fagurlegum röðum, skorið í þunnar sneiðar eða í litla bita. Það má heimsækja marga slátrara áður en komið er auga á kjötklumpa. Hjá grænmetissalanum eru epli á stærð við litlar melónur, hvert um sig pakkað í frauðnet. Epli eru munaðarvara hér í þrengslunum. Kartöflur era ekki seldar í tveggja eða fimm kílóa pokum, heldur þetta 3-5 kartöflur í litlum plastpokum. í fiskborðum kjörbúðanna blasir við endalaust úrval af sjávarfangi, bæði dýr og þang, bæði í tilreiddu formi og ótilreiddu, allt í litlum skömmtum. Nútíma draumsýn Fyrstu dagana í allri þessari hófsömu smæð er nánast eins og að vera í of litlum fötum. Það er eitthvað, sem þrengir að og veldur nánast andarteppu. Ekki mannmergðin, því þrátt fyrir mannhafið á götum stórborga eins og Tókýó og Osaka þá er alls staðar svo stutt í litlar, notaleg- ar götur með fáum vegfarendum. Frekar þetta hvað allt er alls staðar lítið og nett og hófsamt. En jafnvel í mannmergðinni er andinn eins og í litlu þorpi. Um leið og ég nem staðar til að átta mig á á kortinu hvar ég sé stödd og finna leiðina er strax kominn brosandi innfæddur og býðst til að segja mér til vegar. Það er heldur engin ástæða til að óttast rán eða aðra hvim- leiða fylgifiska stórborga. Borg eins og Tókýó er eins og nútíma draumsýn: Hraði, mann- mergð og tækni, en hvorki andlaus né sálarlaus. Þessi andi smæðarinnar í mannmergðinni er makalaus reynsla. Það tekur ekki nema nokkra daga að venjast smæðinni og því sem henni fylgir. Eftir tvær vikur er næstum sársaukafullt að skiþast við þetta fallega land og hlýlegt fólkið, jafnvel þótt gesturinn viti að hér hrærist fleira en sést við fyrstu sýn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.