Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 16
16 E SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dr. Jeffrey Wigand, sem Russell Crowe leikur í myndinni. The Insider“ er byggð á grein sem birtist í tímaritinu Vanity Fair og rekur söguna af því hvernig Lowell Bergman, sem A1 Pacino leikur og er þraut- reyndur framleiðandi fréttaþáttarins 60 mínútur, fær Dr. Jeffrey Wigand, sem Russell Crowe leikur og er fyrrverandi yfirmaður hjá þriðja stærsta tóbaks- fyrirtæki Bandaríkjanna, til þess að segja frá meintum ólöglegum viðskiptaháttum innan tóbaksiðnaðarins. Þegar í ljós kemur að CBS- sjónvarpsstöðin, sem fram- leiðir 60 mínútur, getur lent í alvarlegu kærumáli vegna viðtalsins stendur hún í vegi fyrir að því verði sjónvarp- að. Komast Bergman og Wigand að því að þeir standa uppi einir hvor gegn sínu stórfyrirtæki. Saga af litla manninum Michael Mann fann í blaðagreininni sögu af litla manninum gegn ofurvaldi fyrirtækjanna en hann er þekktur fyrir ákaflega vandaðar stórmyndir sem skera sig nokkuð úr Hollywood-fóðrinu og notið hafa vinsælda eins og Síð- asti Móhíkaninn og Hiti. „The Insider" er að hans áliti saga um tvo menn sem vilja að fólk fái að vita sann- leikann. Hún er um vináttu þeirra tveggja og heiður og réttláta reiði. „Mitt mark- mið var að setja fólk inn í líf þessara tveggja manna,“ segir Mann í samtali við bandaríska kvikmyndatíma- ritið Premiere. „Það þarf ekki að hamra á dramanu í þessari sögu.“ Sagan sú er rakin í stór- um dráttum í tímaritinu og er eitthvað á þessa leið: Vorið 1993 var Jeffrey Wig- and, yfirmaður rannsóknar- og þróunardeildar Brown & Williamson, rekinn úr starfi eftir að hafa lent upp á kant við stjórnendur fyrirtækis- ins og neitað að fara eftir boðum þeirra. Gerður var starfslokasamningur við Wigand þar sem fram kom að hann mætti ekki undir neinum kringumstæðum ræða starf sitt eða starfslok hjá fyrirtækinu. Gerði hann það félli samningurinn úr gildi. Wigand kvartaði und- Mann, Pacino og Crowe við tökur á „The Insider". Fréttamaðurinn Mike Wallace kemur við sögu en Lowell Bergman starfaði með honum við fréttaþáttinn 60 mínútur. st ó rfy r i rt æ kj u m Bandaríski leikstjórinn Michael Mann (Síðasti Móhíkaninn) hefur gert bíómynd sem heitir „The Insider“ um tóbaksiðnaðinn og fréttaþáttinn 60 mínútur með AI Pacino og Russell Crowe í aðalhlutverkum. Arnaldur Indriðason skoðaði hvað myndin hefur að geyma. Al Pacino sem Lowell Bergman í „The Insider". an því við gamlan starfsfé- laga að þótt starfslokasamn- ingurinn væri ágætur tryggði hann honum ekki þann munað sem hann hafði áður. Fyrirtækið leit svo á að hann hefði brotið samn- inginn, hótaði málsókn og að draga úr greiðslum til hans nokkrum mánuðum síðar. Þessi tilraun til þess að þagga niður í Wigand hafði alvarlegar afleiðingar. „Ef þeir hefðu látið hann hafa milljón dollara," er haft eftir leikaranum Crowe, „hefði málið verið úr sög- unni. En þegar þeir fóru að hóta honum og þar með fjöl- skyldu hans, hröktu þeir hann út í horn. Hann trúði því innst inni að eina leiðin til þess að verjast væri að segja sannleikann." Um þetta leyti hafði Bergman hjá 60 mínútum komist yfir flóknar tækni- legar upplýsingar um tó- baksfyrirtækið Philip Morr- is og þeir hittust á laun, Wigand og hann, og Wigand gerðist ráðgjafi þáttanna við gerð Philip Morris-frétt- arinnar. Þessir tveir menn voru mjög ólíkir. Wigand var fyrirtækjamaður fram í fingurgóma og byssueigandi en Bergman gamall hippi frá Berkeley. A næstu mán- uðum fékk hann Wigand til þess að koma fram í 60 mín- útum og segja frá því sem hann vissi um tóbaksiðnað- inn. Viðtalið tekið út Wigand-viðtalið var enn ein rósin í hnappagat Berg- mans. Hann starfaði með fréttamanninum Mike Wallace og hafði verið hjá 60 mínútum í fjórtán ár og þeir höfðu tekið mörg erfið- ustu og umdeildustu frétta- viðtölin í sögu þáttanna. Þeir höfðu aldrei fengið jafn háttsettan mann innan tó- baksiðnaðarins til þess að segja frá því sem þar er stundað en viðtalið var tekið um það leyti sem æðstu yf- irmenn sjö helstu tóbaksfyr- irtækja Bandaríkjanna mættu í yfirheyrslu í þing- inu og sögðu að þeir héldu tóbak ekki vera vanabind- andi. Lögfræðingar CBS-stöðv- arinnar höfðu áhyggjur. Þeir héldu að fyrirtæki Wigands gæti litið svo á að stöðin hefði fengið Wigand, með peningagreiðslu, til þess að brjóta trúnað og ákvæði starfslokasamnings- ins, sem bannaði honum að ræða störf sín hjá fyrirtæk- inu, og að stöðin bæri þannig ábyrgð á viðtalinu. Ákveðið var að sjónvarpa fréttinni um tóbaksiðnaðinn án þess að birta viðtalið við Wigand. „Það erfiðasta sem hægt er að hugsa sér er að gera frétt um eitt af stórfyr- irtækjum Bandaríkjanna sem ekki er jákvæð og sjón- varpa henni,“ hefur tímarit- ið eftir Bergman. „Það er allt í lagi að fjalla um Ví- etnamstríðið og Watergate- hneykslið og Pentagonskjöl- in en það má ekki gera gagnrýna úttekt á milljarða- mæringum." Bergman bjóst við stuðningi Mike Wallace en fékk hann ekki, að hans eigin sögn. Þegar ljóst var að hverju stefndi lak Bergman frétt um Wigand-viðtalið og með- ferðina sem það fékk hjá CBS til stórblaðsins The New York Times og ræddi við leikstjórann Michael Mann og einn af yfirmönn- um kvikmyndadeildar Disn- ey-fyrirtækisins. Þau voru sammála um að hér væri komið efni í kvikmynd. Næstum ári síðar, vorið 1996, birtist viðtalið við Wigand loks í 60 mínútum, Bergman hætti hjá frétta- þættinum, grein um málið allt hafði birst í Vanity Fair og Disney var komið með kvikmyndaréttinn að sög- unni. Mann fékk Joe Roth, sem skrifaði handrit að Forrest Gump, til þess að gera með sér handrit mynd- arinnar. Mike Wallace kvartaði undan því opinber- lega að handritið gæfi ekki rétta mynd af þætti sínum í málinu og Roth og Mann samþykktu að gera á því nokkrar breytingar, m.a. taka út brandara um gamla fréttahaukinn Walter Cronkite og atriði þar sem Wallace, leikinn af Christopher Plummer, hef- ur meiri áhuga á búnaði hótelsvítu sinnar en viðtali við meintan hryðjuverka- mann. Michael Mann Michael Mann er einn af athyglisverðustu leikstjór- um Bandaríkjanna í dag. Hann er fæddur í Chicago árið 1943 og starfaði tals- vert við sjónvarp áður en hann fór út í kvikmynda- gerð. Hann lærði kvik- myndafræði sín í kvik- myndaskóla í London og gerði í fyrstu heimildar- myndir, auglýsingar og stuttmyndir en ein þeirra vann til verðlauna á kvik- myndahátíðinni í Cannes ár- ið 1970. Hann starfaði við sjón- varp lengst af á áttunda áratugnum og gerði sína fyrstu bíómynd í fullri lengd, Jeríkómíluna, árið 1979. Hann stýrði James Caan í myndinni Þjófi tveimur árum síðar og gerði eftir það óskiljanlega spennumynd úr síðari heimsstyrjöldinni sem hét „The Keep“. Hann var einn af fram- leiðendum lögguþáttanna „Miami Vice“ á níunda ára- tugnum og átti sinn þátt í að móta stælgæjalegt útlit lögguþátta þess tímabils. Sem kvikmyndahöfundur vakti hann fyrst verulega athygli þegar hann sendi frá sér Mannaveiðar eða „Manhunt", sem hann byggði á bók Thomas Harr- is. Þar kemur mannætan og fjöldamorðinginn Hannibal Lecter fyrst fyrir og er leikinn af Brian Cox en síð- ar átti Jonathan Demme eftir að gera ógleymanlega mynd um sama morðingja byggða á annarri sögu Harris, Lömbin þagna. En besta mynd Manns til þessa er ugglaust Síðasti Móhíkaninn sem hann gerði eftir samnefndri sögu James Fenimore Coopers. Hann setti Daniel Day- Lewis í titilhlutverkið og gerði áhrifamikla ástar- og hetjusögu úr efniviðnum. Nokkrum árum síðar gerði hann það sem engum hafði tekist áður, fékk Robert De Niro og A1 Pacino til þess að leika á móti hvor öðrum í sakamálamyndinni Hita eða „Heat“. Myndir Manns bera fyrst og fremst vitni um vönduð vinnubrögð enda er leik- stjórinn sagður haldinn full- komnunaráráttu og þær eru undantekningarlaust vel leiknar með fyrirtaksleikur- um í hverju hlutverki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.