Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 6
6 E SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UTVARP Prófarkalestur -119360 STARFSSVIÐ HÆFNISKRÖFUR ► Prófarkalestur á þýðingum, auglýsingum, ► B.fl.-gráða í íslensku ys.is (vef fslenska útvarpsfélagsins) og efni frá öðnirn deildum fyrirtækisins ► Reynsla af prófarkalestri æskileg ► Málfarsráðgjöf á fréttastofu ► Samviskusemi og geta til að vinna undir álagi ► Ritun málfarspistla ► Hæfni í mannlegum samskiptum Skrifta 119175 STARFSSVIÐ ► Aðstoð við undirbúning og útsendingu á fréitum Stöðvar 2 ► Skráning og flokkun gagna á myndbandasafni fréttastofu íslenska útvarpsfélagið hf. Ieitar að sjálfstæðum einstaklingum með frumkvæði og metnað, til að starfa í lifandi og fjölbreyttu umhverfi. íslenska útvarpsfélagið hf. rekur sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2, Sýn og Bíórásina, útvarpsstöðvarnar Bylgjuna, Mono og Stjörnuna, og endurvarpar að auki útsendingum 14 erlendra sjónvarpsstöðva undir nafninu Fjölvarp. Hjá fyrírtækinu starfa nú um 250 manns. íslenska útvarpsfélagið hf. er hluti af stærstu fjöimiðla og afþreyinga samsteypu landsins, Norðurljósum. HÆFNISKRÖFUR ► Skipulagshæfni og geta til að vinna ► Gott málfar og réttritun ► Samviskusemi ► Hæfni í mannlegum samskiptum Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður S. Dagsdóttii hjá Gallup. Umsókn ásamt mynd þarfað berast Ráðningarþjónustu Gallupfyrir þriðjudaginn 28. desember n.k. - merkt viðeigandi starfsheiti og starfsnúmeri. GALLUP RAÐNINGARÞJÓNUSTA Smiöjuvegi 72, 200 Kópavogi Sími: 540 1000 Fax: 564 4166 Netfang: r a d n i n g a r @ g a I I u p . i s s í samstarfi við RAÐGARÐ [TT] SECURITAS SECURITAS TÆKNIDEILD Securitas er leiðandi fyrirtœki itérlendis á sviði öryggisgœslu og öryggiskerfa, með alls um 150 starfsmenn Hjá tæknideild starfa um 30 starfsmenn við hönnun, uppsetningu og þjónustu við öryggiskerfi og tœknibúnað. Securitas hefur haslað sér völl í hússtjórnarkerfum og býður fyrirtækjum og heimilum heildarlausnir í tœknivœddri öryggisgœslu og tæknikerfum bygginga og mannvirkja. GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ! Við bjóðum áhugaverð og fjölbreytt störf í tæknideild Securitas. Vinnutími er á daginn. Tilvalið tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að læra rafvirkjun / rafeindavirkjun og ætla í kvöldskóla. Við viljum ráða áhugasama einstaklinga, með góðan þjónustuvilja og hreint sakavottorð. Hafið samband og kynnið ykkur möguleikana, eða leggið inn umsókn í afgreiðslu Securitas, Síðumúla 23. Einnig er hægt að sækja um störf á heimasíðu okkar: www.securitas.is A KOPAVOGSBÆR SMÁRASKÓLI Námsráðgjafa vantar að skólanum sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2000. Laun skv. kjarasamníngum HÍK og KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 554 ^6100. A KOPAV OGSBÆR KÁRSNESSKÓLI Ritari óskast um óákveðinn tíma frá áramótum. Upplýsingar gefa skóla- stjórnendur í símum 554 1567 og 554 1477. Laun skv. kjarasamningum SFK og Kópavogsbæjar. Kerfisstjóri tölvudeildar Kennaraháskóli íslands óskar að ráða kerfis- stjóra í fullt starf við tölvudeild skólans. Tölvu- deildin sér um rekstur netþjóna og staðarneta skólans ásamt tengingum við staðarnet í útibú- um hans. Hér er um gott tækifæri að ræða fyrir hæfa tölvumenn til að takast á við krefjandi og fjölbreytt tölvuumhverfi sem er í örri þróun. Menntunar- og hæfniskröfur: Verkfræðingur, tæknifræðingur, tölvunarfræð- ingur, kerfisfræðingur TVÍ eða sambærileg menntun eða reynsla. Þekking á samskiptastöðlum Internetsins og almennum samskiptastöðlum staðarneta. Þekking á einmenningstölvum og netþjónum (NT, UNIX). Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum. Metnaðurtil að byggja upp og þróa upplýsinga- kerfi sem eru í takt við nútíma kröfur, veita góða þjónustu, fylgjast með nýjungum og auka þekkingu sína. Starfinu fylgir mikil ábyrgð og umsækjendur þurfa að geta unnið sjálfstætt og undir álagi. Laun eru samkvæmt kjarasamningum fjármála- ráðherra og opinberra starfsmanna. Ekki er um að ræða sérstök umsóknareyðublöð en umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal skila á skrifstofu Kennara- háskóla íslands, Stakkahlíð, 105 Reykjavík, eigi síðar en 29. desember nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veita Guðmundur Ragnars- son, fjármálastjóri, gragn@khi.is eða Kristján Kristjánsson, krkr@khi.is, í síma 563 3800. Akureyrarbær Listasafnið á Akureyri USTASAFNIÐ A AKUREYRI AKUREYRI ART MUSEUM Lausar stöður Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stödur hjá Akureyrarbæ: Staða safnfulltrúa og safnkennara — Um er að ræða heila stöðu. — Safnfulltrúi tekur virkan þátt í starfsemi safnsins, annast bókhald, ýmiss konar skriftir og samskipti og heldur utan um skjalageymslu safnsins. — Safnfulltrúi sinnireinnig almannatengslum og kynnir starfsemi safnsins fyrir barna-, grunn- og framhaldsskólum á hverjum tíma. — Safnfulltrúi þarf að hafa aðlaðandi fram- komu og hæfileika í mannlegum samskiptum. — Gott vald á rituðu og mæltu máli, ásamt tölvukunnáttu, er einnig nauðsynlegt. Staða húsvarðar — Um er að ræða hálfa stöðu. — Húsvörður Listasafnsins á Akureyri hefur yfirumsjón með húsnæði safnsins, sértil þess að það sé ávallt í góðu ásigkomulagi og er ábyrgur fyrir því að safnið sé opið á auglýstum opnunartíma. Húsvörður aðstoðar við upp- setningu og frágang sýninga og hefur umsjón með áhöldum og tækjum safnsins. Hann þarf að vera handlaginn, skipulagður og röskur. Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK og Launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar um störfin gefur Hannes Sigurðsson, forstöðu- maður, í síma 461 2610 eða 899 3386. Umsóknum skal skila í Upplýsingaanddyri, Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur ertil 30. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.