Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 2
2 E SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ N N Topshop er ein stœrsta oq vinsœlasta tíshuheðja Brettands. Topshop er jramsœhiö jqrirtœhi meö það nqjasta oq ^rshasta sem er að qerast í tíshuheiminum. Við ieitum að metnaðarfulium og ábyrgum einstaklingum til starfa í nýrri verslun okkar í miðbænum, í dömu og herradeild. Víðkomandi einstaklingar þurfa að vera stundvísir, samsvisku samir og hafa ríka þjónustuluud. í boði eru bæði heilsdagsstörf sem og hlutastörf. Umsóknum með mynd skal skilað til starfsmannaþjónustu Baugs hf., Skútuvogi 7,104 Reykjavík fyrir 31 .desember 1999. Vió lcii utTi að starfsTólki Héraðsdómur Reykjavíkur Lögfræðingur Héraðsdómur Reykjavíkur óskar eftir því að ráða lögfræðing til starfa tímabundið, þ.e. frá 15. janúartil 15. maí 2000. Um er að ræða starf samkvæmt 17. gr. laga nr. 15/1998 (aðstoðarmaður dómara). Laun verða samkvæmt kjarasamningi Stéttar- félags lögfræðinga í ríkisþjónustu Umsóknarfrestur ertil 30. desember nk. Umsóknir skal senda Arnfríði Einarsdóttur, skrifstofustjóra, sem veitir nánari upplýsingar í síma 562 8546. Reykjavík, 10. desember 1999. Friðgeir Björnsson, dómstjóri. Heilbrigðisstofnunin Siglufirði Hjúkrunarfræðingar Okkur vantar hjúkrunarfræðinga strax í fastar stöður og til afleysinga. Mikil vinna fyrir þá sem það vilja. Hafið þið áhuga á fjölbreyttu starfi sem fléttar saman á hæfilegan hátt, hin ýmsu svið hjúkr- unar s.s. bráðahjúkrun, öldrunarhjúkrun, hjúkr- un hjartasjúklinga, krabbameinshjúkrun o.fl. Húsnæði í boði. Ef svo er hafið þá samband og/eða komið í heimsókn og kynnið ykkur aðstæður. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 467 2100. SAMTÖK ÁHUGAMANNA UM ÁFENGIS- OG VÍMUEFNAVANDANN Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann auglýsa laust starf næturvarðar Staða næturvarðar við Sjúkrahúsið Vog er laus til umsóknar. Nánari upplýsingar veitir Hjalti Þór Björnsson, dagskrárstjóri, í síma 530 7600. Skriflegar umsóknir sendist til SÁÁ, Ármúla 18, 108 Reykjavík, merktar: „SÁÁ 1509", fyrir 24. desember 1999. &) HRAFNISTA '&tfífiCy DVALARHEIMILI ALDRAÐRA SJÓMANNA Hrafnista Reykjavík Hjúkrunarfrædingar Hjúkrunarfræðingar óskast á kvöld- og helgarvaktir. Starfshlutfall eftir samkomu- lagi. Sjúkralidar Sjúkraliðar óskast til starfa. Um dag- vinnu eða vaktavinnu er að ræða. Starfs- hlutfall samkomulag. Aðhlynning Starfsfólk óskast til aðhlynningarstarfa í vaktavinnu. Um er að ræða hlutastörf eða 100% störf. Upplýsingar gefur Þórunn eða Ragn- heiður á staðnum eða í síma 553 5262 eða 568 9500. Eldhús — borðsalir Starfsfólk óskast til starfa í borðsal. Kvöldvaktir frá kl. 16.00—20.00. Upplýsingar gefur Magnús Margeirsson í síma 568 9323 eða starfsmannahald í síma 568 9500. Hrafnista Hafnarfirði Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa. Bæði dagvinna og vaktavinna. Starfs- hlutfall samkomulag. Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast til starfa. Dagvaktir eða vaktavinna. Starfshlutfall samkomu- lag. Aðhlynning Starfsfólk óskast til aðhlynningar- starfa. Dagvinna eða vaktavinna. Starfshlutfall samkomulag. Upplýsingar veitir Alma Birgisdóttir á staðnum eða í síma 565 3000. Borðsalur Staða verkstjóra á kvöldvöktum er laus frá 1. janúar. Um er að ræða 50% starf. Vinnutími kl. 16.00—20.00. Laun skv. kjarasamningi SFR. Upplýsingar veitir yfirmatreiðslumaður á staðnum og í síma 565 3000. Á Hrafnistuheimilunum búa í dag 545 heimilismenn. Stefna Hrafnistu er að bjóða starfsfólki upp á öruggt og skapandi vinnuumhverfi þar sem haefileikar hvers og eins fái notið sín, og veita heimilisfólki bestu umönnun og hjúkrun sem völ er á. Á báðum Hrafnistuheimilunum er rekin endurhæfingardeild með sundlaug, tækjasal og hreyfisal, sem starfsmenn hafa aðgang að. Mötuneyti á staðnum. Háskóli íslands Raunvísindadeild Prófessor á sviði jarðvísinda Laust er til umsóknar starf prófessors við jarð- og landfræðiskor raunvísindadeildar Háskóla íslands. Prófessornum er ætlað að sinna kennslu og rannsóknum á sviði jarðvísinda með áherslu á umhverfisbreytingar að fornu og nýju, með sérstöku tilliti til íslands. Til greina kemur að ráða í starf dósents eða lektors ef enginn umsækjanda verður metinn hæfurtil að gegna starfi prófessors. Áætlaður upphafstími ráðningar er 1. júlí 2000 verði störfum dómnefndar þá lokið. Umsækjandi þarf að hafa lokið doktorsnámi og hafa stundað sjálfstæðar vísindarannsóknir. Umsókn þarf að fylgja greinargóð skýrsla um vísindastörf umsækjanda, rannsóknirog rit- smíðar (ritaskrá), svo og yfirlit um námsferil og störf (curriculum vitae) og eftir atvikum vottorð. Með umsókn skulu send þrjú eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum, birtum og óbirtum, sem umsækjandi óskar eftir að tekin verði til mats. Þegar höfundar eru fleiri en umsækjandi skal hann gera grein fyrir hlut- deild sinni í rannsóknum sem lýst er í ritverk- unum. Ef um er að ræða mikinn fjölda ritverka skal innsending af hálfu umsækjanda og mat dómnefndar takmarkast við 20 helstu fræðileg ritverk sem varða hið auglýsta starfssvið. Æski- legt er að umsækjendur geri grein fyrir því hverjar rannsóknarniðurstöður sínar þeir telja markverðastar. Ennfremur er óskað eftir grein- argerð um þær rannsóknir sem umsækjandi vinnur að og hyggst vinna að verði honum veitt starfið (rannsóknaráætlun) og þá aðstöðu sem til þarf. Loks er ætlast til þess að umsækj- andi láti fylgja með umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf sín eftir því sem við á. Laun prófessora eru skv. ákvörðun kjaranefnd- ar en laun dósenta og lektora samkvæmt samningi Félags háskólakennara og fjármála- ráðherra. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2000 og skal umsóknum skilað í þríriti til starfsmanna- sviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu, við Suð- urgötu, 101 Reykjavík. Öllum umsóknum verð- ur svarað og umsækjendum tilkynnt um ráð- stöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar gefur Áslaug Geirsdóttir formaður jarð- og landfræðiskorar í síma 525 4477, tölvupóstfang age@hi.is og Jón Guðmar Jónsson skrifstofustjóri raunvísindadeildar í síma 525 4644, tölvupóstfang jongudma@hi.is. http://www.starf.hi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.