Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 E 13
Útboð nr. 12346
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Stækkun 1999—2001
Uppsteypa og frágangur utanhúss
Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd utanríks-
ráðuneytisins, óskareftirtilboðum í uppsteypu
og frágang utanhúss við stækkun Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar.
Verkið felst í byggingu tveggja hæða flugstöð-
varbyggingar ásamt hluta af kjallara, þar sem
burðarkerfi samanstendur af steyptum eining-
um og stálbitum utan á byggingu. Ljúka þarf
frágangi utanhúss með einangrun og glerjun.
Byggja skal upp og loka þaki byggingar og
tengja hana við landgang núverandi flug-
stöðvarbyggingar. Ganga skal frá öllum grunn-
lögnum umhverfis byggingu, fullgera flughlöð
umhverfis hana, með Ijósamöstrum og föstum
landgöngubrúm, allt í samræmi við teikningar
og verklýsingar arkitekta og verkfræðinga. Verk-
kaupi áskilur sér rétt til að fela öðrum verktaka
að fullgera flughlöð umhverfis bygginguna. Slík
ákvörðun yrði tekin áður en undirritun samnings
fer fram.
Byggingin er um 6.900 fermetrar að grunnfleti
og um 57.000 rúmmetrar.
Verkinu skal vera lokið eigi síðar en þriðjudaginn
21. nóvember 2000.
Bjóðendum er sérstaklega bent á strangar kröfur
varðandi reynslu þeirra af sambærilegum verk-
um og tryggja fjárhagsstöðu.
Bjóðendum er boðið til kynningarfundar föstu-
daginn 7. janúar 2000 kl. 14.00 í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar, innritunarsal og verða þar
mættir fulltrúar verkkaupa.
Útboð þetta er einnig auglýst á evrópska efna-
hagssvæðinu.
Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 7.000,-
frá og með mánudeginum 20. desember 1999
hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 150 Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
25. janúar 2000 kl. 11.00 að viðstöddum þeim
bjóðendum sem þess óska.
Útbo ð skila árangri!
Borgartúni 7 • 105 Reykjavík • Sími: 530 1400 • Fax: 530 1414
Veffáng: www.rikiskaup.is • Netfang: rikiskaup@rikiskaup.is
RÍKISKAUP
S 0 L U «C
Kauptilboð óskast í Sjónvarpshúsið
Laugavegi 176
12372 Húsnæði Sjónvarpsins á Laugavegi
176 var byggt árið 1961 og er alls um 4.105 m2.
Lóðin sem húsið stendur á, er 4.406 m2.
Austurálma er tvær hæðir; verslunarhæð og hæð
þar fyrir ofan. Hver hæð í austurálmu er um 543
m2.
Vesturálma er 5 hæðir; verslunarhæð en þar fyrir
ofan eru 4 hæðir notaðar fyrir skrifstofur og fleira.
Hver hæð í vesturálmu er um 332 m2.
Bakhús er um 1.016 m2.
Stigagangur með lyftu er á milli austur- og vestur-
álmu.
Fjöldi bílastæða er framan og aftan við húsið.
Húsið er í hjarta borgarinnar og er í góðu ásig-
komulagi. Frábært útsýni. Eign sem býður upp
á mikla möguleika fyrir allskonar starfsemi.
Fasteignamat hússins er kr. 187.172.000 og
brunabótamat er kr. 461.898.000.
Vettvangsskoðun fer fram fyrir þá sem
áhuga hafa þridjudaginn 21. desember nk.
kl. 10.30.
Nánari upplýsingar um ofangreinda eign eru
gefnar hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7, sími 530
1400, þarsem tilboðseyðublöð liggja frammi.
Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 14.00
hinn 29. desember þar sem tilboðin verða opnuð
í viðurvist bjóðenda er þess óska.
Ú t b o ð s ki l a á r a n g r í!
Borgartúni 7 • 105 Reykjavík • Sími: 530 1400 • Fax: 530 1414
Veffang: www.rikiskaup.is • Netfang: rikiskaup@rikiskaup.is
RÍKISKAUP
VEGAGERÐIN
Þingvallahátíð,
göngubrýr á Öxará og tröppur 99-090
Vegagerðin, Reykjanesumdæmi, óskar eftir
tilboðum í smíði, uppsetningu og síðan niður-
tekt eftirtalinna bráðabirgðamannvirkja: Göng-
ubrýr og göngupallur á Oxará, trappa ofan í
Almannagjá við Öxarárfoss, trappa niður
Langastíg, stígarfrá Öxará að Furulundi og
þaðan að Langastíg, stígar og pallar við Fögru-
brekku og Furulund, göngubrú ásamt göngu-
pöllum yfir og við Öxará, neðan Flúða.
Helstu magntölur:
Staurar og staurarekstur 75 m
Stálvirki undir gólf göngubrúa 9.700 kg
Trévirki í göngu-brýr 14 m3,
Trévirki í tröppur, palla og stíga 120 m3.
Verki skal að fullu lokið 10. júní 2000.
Útboðsgögn eru seld hjá Vegagerðinni í
Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera).
Verð útboðsgagna er 3.000 kr.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00
mánudaginn 3. janúar 2000.
LANDS SÍMINN
Útboð
Breytingar á Múlastöð og 2 yfirbyggingar
Landssími íslands hf. óskar eftir tilboðum í
tvær yfirbyggingar, 412 m2 og 164 m2, og
breytingar innanhúss í Múlastöð, 4.400 m2,
sem samanstendur af Ármúla 25 og Suður-
landsbraut 28. Húsnæðið er tilbúið til upp-
byggingar.
Núverandi húsnæði verður endurnýjað að
fullu, þ.e. lagður verður nýr gólfdúkur, komið
fyrir nýjum milliveggjum, og rafmagn og loft-
ræsting endurnýjuð að fullu. Nýbyggingar
verða fullfrágengnar að utan sem innan.
Bjóðendum er boðið að skoða verkstað í fylgd
með fulltrúum verkkaupa þriðjudaginn 4. janú-
arkl. 11.00.
Útboðgögn verða seld á 5.000 krónur á skrif-
stofu fasteignadeildar á 2. hæð í Landssíma-
húsinu við Austurvöll, frá og með miðvikudeg-
inum 22. desember. Opnun tilboða verður á
sama stað mánudaginn 10. janúar kl. 14.00.
Landssími íslands hf.
Fasteignadeild.
Útboð
HITAVEITA SUÐURNESJA
Eftirtalið útboð ertil sýnis og afhendingar á
skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg
36, 260 Njarðvík, Reykjanesbæ:
HS-991617
PEH-plaströr og tengihlutir (PEH-pipes
and fittings)
Um er að ræða 4.900 m af 400 mm og 2.700
m af 315 mm PEH-plaströrum ásamt flönsum,
minnkunum, téstykkjum og hnjám.
Afhendingu skal að fullu lokið 31. maí 2000.
Opnun föstudaginn 14. janúar 2000 kl. 11.00.
Gögn eru afhent gegn 3.000 kr. skila-
gjaldi.
Hitaveita Suðurnesja,
Brekkustíg 36,260 Njarðvík,
Reykjanesbæ, sími 422 5200,
bréfasími 421 4727.
BORGARBYGGÐ
Auglýsing
um tillögu að deiliskipulagi við
Brúartorg í Borgarnesi.
Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. skipulags-
og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari
breytingum, er hér með lýst eftir athugasemd-
um við ofangreint deiliskipulag.
Tillagan mun liggja frammi á bæjarskrifstofu
Borgarbyggðarfrá 29. desembertil 26. janúar
árið 2000.
Athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofuna
fyrir 9. febrúar árið 2000 og skulu þær vera
skriflegar.
Borgarnesi 17. des. 1999.
Bæjarverkfræðingur
Borgarbyggðar.
VINNUVÉLAR
Verktakar athugið
Höfum til afgreiðslu strax vinnulyftur af öllum
stærðum og gerðum. Tilboð fram að aldamót-
um. Nýjar Skyjack lyftur, verð frá 800,048,- án
vsk. Viðurkenndur söluaðili - Skyjack - Terex
- Niftylift - MEC.
Nýtt framtak ehf,
sími 511 1022 gsm. 897 4107.
ÝMISLEBT
Menntamálaráðuneytið
Úttekt á grunnskóla
Menntamálaráðuneytið hyggst í tilraunaskyni
gera úttekt á grunnskóla skólaárið 1999—2000,
sbr. lög um grunnskóla nr. 66/1995 og reglu-
gerð nr. 384/1996. Hér með er auglýst eftir
sveitarfélagi sem hefur áhuga á að grunnskóli
innan þess taki þátt í verkefninu. í úttektinni
felst að utanaðkomandi aðili leggur mat á m.a.
stjórnun, kennslu, aðstöðu, samskipti innan
skóla og við aðila utan skólans, þjónustu við
nemendur og starfsfólk, þróunarstarf og um-
bætur í skólastarfi. Gert er ráð fyrir að viðkom-
andi skóli hafi unnið að sjálfsmati en tekið skal
fram að hér er ekki um að ræða úttekt á sjálfs-
matsaðferðum skóla skv. 49. gr. gildandi laga
um grunnskóla. Kostnaður vegna úttektaraðila
greiðist af menntamálaráðuneytinu.
Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneyt-
inu frá sveitarstjórnum, undirritaðar af viðkom-
andi skólastjóra, fyrir 20. janúar 2000 á þar til
gerðum eyðublöðum. Umsóknareyðublöð
liggja frammi í afgreiðslu menntamálaráðu-
neytis og er einnig að finna á heimasíðu ráðu-
neytisins www.mrn.stjr.is. Nánari upplýsingar
gefur Margrét Harðardóttir deildarstjóri mats-
og eftirlitsdeildar menntamálaráðuneytisins.
Menntamálaráðuneytið, 17. desember 1999.
www.mrn.stjr.is