Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 E 5 Okkarláðaný sóknarfæri á nýrri öld "V ' - í" - v V ... . íslensk miðlun starfar á sviði sem býður upp á ögrandi verkefni og nánast ótæmandi möguleika og við hlökkum til að takast á við tækifærin sem bíða okkar á nýrri öld. Framundan er mikilvæg vinna við að byggja upp og styrkja fyrirtækið enn frekar og því leitum við nú eftir fjórum nýjum starfsmönnum sem við ætlum lykilhlutverk í uppbyggingu fyrirtækisins og hraðri sókn þess á ný mið. Fjármálastjóri Við leitum að metnaðargjörnum aðila með viðskiptafræði eða sambærilega menntun til að hafa yfirumsjón með fjármálum fyrirtækisins. Hann situr í framkvæmdastjórn, hefur umsjón með áætlanagerð og tekur þátt í stefnumótun fyrirtækisins. Hann hefur eftirlit með því að hagnaðarstöðvar fyrirtækisins séu reknar innan fjárhagsramma og ber ábyrgð á kostnaðareftirliti. Æskilegt er að viðkomandi hafi að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu og þekkingu á Concord bókhaldskerfinu. Hann þarf að hafa hæfileika til mannlegra samskipta, þjónustulund og vilja til að vinna í tækniumhverfi. Forstöðumaður gagnavinnslu Ber ábyrgð á rekstri og stjórnun gagnavinnsludeildar og að afkoma deildarinnar sé í samræmi við rekstraráætlanir. Hann situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og þarf að fylgjast með nýjungum og framþróun sem við kemur gagnavinnslu og aflar sér þekk- ingar á því sem við á. Við leitum að aðila sem hefur haldgóða þekkingu á gagnavinnslu og meðferð trúnaðarupplýsinga. Hann þarf að hafa hæfileika til mannlegra samskipta, þjónustulund og vilja til að vinna í tækniumhverfi. Markaðsfulltrúi Við leitum að ferskum aðila sem hefur reynslu af sölu- og markaðsmálum. Markaðs- fulltrúi tekur þátt í gerð kynningarefnis og auglýsinga og aflar nýrra viðskiptavina. Hann þarf að greina markaðsleg tækifæri og gera tillögur um nýjungar í framboði á vörum og þjónustu. Við leitum að aðila sem hefur góða söluhæfileika, þjónustulund og vilja til að starfa í tækniumhverfi. Forstöðumaður f jarfundabúnaðar Ber ábyrgð á rekstri og stjórnun fjarfundabúnaðar og að afkoma deildarinnar sé í samræmi við rekstraráætlanir. Hann sér um sölu og markaðssetningu búnaðarins og ber ábyrgð á samskiptum við viðskiptavini. Hann situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Við leitum að aðila sem hefur reynslu af sölu- og markaðsmálum og tækniumhverfi. Hann þarf að hafa hæfileika til mannlegra samskipta, þjónustulund og vilja til að vinna í tækniumhverfi. Anna Lísa Björnsdóttir veitir nánari upplýsingar í síma 520 4000 virka daga kl. 10-12. Vinsamlega skilið umsóknum til skrifstofu fyrirtækisins að Krókhálsi 5a í Reykjavík fyrir 28. desember. Umsóknum má einnig skila í gegnum www.islenskmidlun.is ÍSLENSK MIÐLUN Islensk miðlun hefur sótt hratt fram ( upplýsinga- og markaðsmálum á undanfðrnum mánuðum. Fyrirtækið hefur notfært sér nýja möguleika I upplýsinga- og fjarvinnslutækni og hefur á að skipa samhentum og metnaðarfullum hópi starfsmanna. Islensk miðlun starfar nú þegar I Reykjavlk, á Raufarhöfn, Stöðvarfirði og Vestfjörðum og fyrirsjáanleg er enn frekari uppbygging fjarvinnslustöðva á næsta ári. Fullkominn vlðnets- og fjarfundabúnaður gerir fyrirtækinu kleift að sinna verkefnum á mörgum stöðum samtlmis og veita fyrirtækjum og stofnunum vandaða og fjölbreytta þjónustu á sviði upplýsinga- og markaðsmála. Starfsmenn (slenskrar miðlunar eru um 200 talsins. Þeir miðla upplýsingum og gðgnum I sam- skiptaveri sem byggir á háþróuðum hugbúnaði til net- og sfmasamskipta, annast úthringingar og innhringingar vegna upplýsinga-, markaðs- og sðluherferða, starfa við skráningu og úrvinnslu gagna, markhópavinnslu og framkvæmd spurninga- og markaðskannana. KÓPAV OGSBÆR KÁRSNESSKÓLI Starfsmaður óskast í 50% starf í Dægra- dvöl Kársnesskóla frá og með 1. janúar, 2000. Vinnutími er eftir hádegi. Laun samkvæmt kjarasamningi Kópa- vogsbæjar og Starfsmannafélags Kópa- vogs. Umsóknarfrestur er til og með 27. desember. Upplýsingar gefur Valgerður Jakobsdóttir, umsjónarmaður Dægra- dvalar, í síma 564 4399. STARFSMANNASTJÓRI HÓPBÍLAR Þegar fðik vill (erðast Bifreiðastjóra vantar Vegna aukinna verkefna óskum við eftir að ráða bifreiðastjóra með meirapróf. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja reynslu. Hópbílar er vaxandi fyrirtæki með nýlegan og glæsilegan bílaflota. Vilt þú takast á við líflegt og krefjandi starf með áhugaverðu samferðafólki? Frekari upplýsingar veitir Hrafn Antonsson í síma 565 0080. Mosfellsbær Frædslu- og menningarsvid Lausar stöður frá og með 1. janúar 2000 Gagnfrædaskólinn í Mosfellsbæ 7. —10. bekkur Kennara vantar í almenna kennslu vegna forfalla 20 stundir á viku. Upplýsingar gefur Ragnheiður Ríkharðs- dóttir skóiastjóri í síma 566 6186 eða heimasíma 566 6688. Laun samkvæmt kjarasamningum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og KÍ/HÍK. Einnig er í gildi sérsamningur milli grunnskólakennara og Mosfellsbæjar. Varmárskóli í Mosfellsbæ 1.—6. bekkur. Laus er staða stuðningsfulltrúa við Varmárskóla í Mosfellsbæ. Um er að ræða 50% starf. Laun eru skv. kjara- samningum Starfsmannafélags Mos- fellsbæjar. Upplýsingar gefa Birgir D. Sveinsson skólastjóri og Þyrí Huld Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri í síma 566 6154 eða í heimasíma skólastjóra, 566 6174. Mosfellsbær er 5.800 íbúa sveitarfélag. Míkil uppbygging hefur átt sér stað I skólum bæjarins á síðustu árum og ríkj- andi erjákvætt og metnaðarfullt viðhorf til skólamála. I bæn- um er rekið öflugt tómstunda- og íþróttastarf við góðar að- stæður. Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar veitir skólunum fag- lega þjónustu og ráðgjöf jafnframt þvl sem hún aðstoðar við nýbreytni- og þróunarstarf og stendur fyrir símenntun fyrir kennara. Skólafulltrúi. Forritari nýs árþúsunds • Ert þú úrræðagóður og agaður forritari? • Áttu gott með að vinna með öðru fólki og miðla þekkingu? • Ert þú ólmur í að tileinka þér allt hið besta og nýjasta í hugbúnaðargerð? • Viltu vinna á vinalegum vinnustað með góðu fólki? • Líturðu á vandamál sem spennandi tækifæri til að reyna getu þína? • Hefurðu haldgóða reynslu í forritun stórra verkefna? Ef svarið er já við öllum þessum spurn- ingum viljum við fá þig í lið með okkur. Framundan eru spennandi verkefni, m.a. alþjóðlegt verkefni sem byggir á Internet- forritun með Java- og Oracle-lausnum. Nánari upplýsingar veitir Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar BÍ. Netfang: jbl@bondi.is, s. 563 0300. Umsóknir berist tii: Bændasamtök íslands - tölvudeild Bændahöllinni v. Hagatorg 127 Reykjavík. Tölvudeild Bændasamtaka Islands www.bondi.is — forrit fyrir framsækna bændur —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.