Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 E 9 Framleiðslustjóri Alpan hf. óskar eftir framleiðslustjóra Alpan hf. á Eyrarbakka framleiðir og selur hágæða eldunarvörur úr áli, meðal annars undir vörumerkinu LOOK. Framleiðslan er nær eingöngu til útflutnings og er árs- veltan um 400 millj. kr. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 50 manns. Starfs- og ábyrgðarsvið: • Dagleg stjórnun framleiðslu og starfsmanna- hald. • Gerð framleíðslu-, fjárfestinga- og kostnaðaráætlana. • Stjórnun aðfanga. • Gæðastjórnun og þátttaka í vöruþróunar- verkefnum. Hæfniskröfur: • Haldgóð tæknimenntun. • Frumkvæði, samskiptahæfileikar og metnað- ur. • Reynsla af framleiðslustjórnun. • Góð almenn tölvukunnátta. Umsókir sendist frkvstj. Alpan hf., Einar Þór Einarsson, Búðarstíg 22, 820 Eyrarbakka, eða í tölvupósti á einar@alpan.is, fyrir 29. des. Heilsugæslan í Reykjavík Laus staða afleysingalæknis við Heilsugæslustöðina í Árbæ Lausertil umsóknar afleysingastaða heilsu- gæslulæknis við Heilsugæslustöðina í Árbæ. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf, sendisttil starfsmannasviðs Heilsugæslunnar í Reykjavík, Barónsstíg 47, 101 Reykjavík, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræði- menntun í heimilislækningum. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir, Gunnar Ingi Gunnarsson, í síma 567 1500. Umsóknarfrestur er til 3. janúar nk. Reykjavík, 16. desember 1999, Heilsugæslan í Reykjavík, starfsmannasvið, Barónsstíg 47,101 Reykjavík. KÓPAVOGSBÆR Störf við Sundlaug Kópavogs Laus eru til umsóknar eftirtalin vakta- vinnustörf við Sundlaug Kópavogs. • 100% starf við laugarvörslu/baðvörslu karla. • 100% afleysingastarf við afgreiðslu- störf/baðvörslu kvenna. Góð sundkunnátta áskilin. Laun sam- kvæmt samningi Starfsmannafélags Kópavogs og Kópavogsbæjar. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Sundlauga Kópavogs í síma 554 1299. Umsóknir berist til starfsmannastjóra Kópa- vogsbæjar, Fannborg 2, 4. hæð í síðasta lagi 30. des. STARFSMANNASTJÓRI Sölustörf í boði Er þú agaður, snyrtilegur og útsjónasamur? Hefur þú seiglu, úthald og skipulagsgáfu? Ef svo er þá viljum við tala við þig. Mjög gott starfsumhverfi og ágætirtekjumögu- leikar. Tekið er á móti umsóknum á afgreiðslu Mbl., merktum: „Halla — 1050", fyrir 5. janúar nk. MENNTASKÓLINN VIÐ SUND Eðlisfræðikennari Frá áramótum er laus kennsla í eðlisfræði í 2. bekk mála-, félagsfræði- og hagfræðideilda, alls 25 kennslustundir. Til greina kemur að skipta starfinu milli tveggja. Umsóknarfrestur er til 27. desember nk. í umsókn skal greina frá menntun og fyrri störfum. Starfskjör eru skv. kjarasamningum ríkisins við stéttarfélög kennara. Ekki þarf að nota sér- stök eyðublöð. Afrit af vottorðum um nám fylgi umsókn. Umsóknir sendist í Menntaskólann við Sund, Gnoðarvogi 49, 104 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veita rektorog konrektor í síma 553 7300. Rektor. ... ............O Við hjá Domino's leitum að skemmtilegu og duglegu tólki í ettirtalin störf: Vaktstjórar, bílstjórar, pizzubakarar og afgreiðsla. Umsóknareyðublöð eru á Domino's stöðunum. Bnnig er hægt að sækja rnn á ntetimi og þar er sióðin wwuLdonnnos.is Lágmarksaldur er 17 ár. Skemmtilegur vinnustaður og sveigjanlegur vinnutími. Ýmist er um fullt starf eða hlutastarf að ræða. OmHSÁSVCGI II ■ HÖFÐABAKKA I ■ CAKBArOKOI 7 V fJAKDAKCÖIU II ■ ÁHAHAUSTIIM 15 ■ KKIHGLUHHI ■ 58 12345 M ............. Starfsmenn óskast Stórt tölvufyrirtæki við strönd Kaliforníu óskar eftir að ráða starfsmenn við gerð hug- og vél- búnaðar. Krafist er mikillar reynslu af uppsetn- ingu vefþjónustu og yfirgripsmikillar þekkingar á sviði forritunar auk þekkingar á lausnum, öryggisatriðum og reglum varðandi netið. Viðeigandi menntunar er krafist. Vinsamlegast sendið auglýsingadeild Mbl. upplýsingar um menntun og störf fyrir 01.01. 2000. Umsóknir skal merkja „N — 9058". Large computer company in California bay area are seeking for software/hardware computer technology employers. Strong web services configuration experience. Prior experience in installation, strong foundation in programming knowledge if the internet security issues solutions and policies. Education is required. Please send in your resume to Morgunblaðið forthe 01.01. 2000, marked „P - 9058". Afgreiðslu- og þjónustustjóri Lögreglustjórinn í Reykjavík óskar eftir að ráða yfirmann í afgreiðslu embættisins. í starfinu felst að stjórna afgreiðslu- og gjaldkerastörfum auk starfsmannastjórnunar afgreiðslunnar. Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambæri- lega menntun. Reynsla af afgreiðslustörfum og stjórnun er nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til 28. desember nk. Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri, Guð- mundur M. Guðmundsson, lögreglustöðinni Hverfisgötu 115. Lögreglustjórinn í Reykjavík. Blaðbera vantar Hafnarfjörður: Á Hvaleyrarholti Reykjavík: Fornhaga Mosfellsbær: f Þverholt og Akurholt í> Upplýsingar í síma 569 1122. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuöstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Heilbrigðisstofnunin Siglufirði Yfirlæknir Laus er staða yfirlæknis við Heilbrigðisstofnun- ina á Siglufirði frá og með 1. mars 2000 eða eftir nánara samkomulagi. Æskileg sérgrein er lyf- eða skurðlækningar. Laun eru greidd samkv. kjarasamningum sjúkrahúslækna. Gert er ráð fyrir að yfirlæknir sinni heilsugæslu til jafns við heilsugæslulækna. Umsóknir beristtil framkvæmdastjóra heil- brigðisstofnunarinnar fyrir 10. janúar 2000 á þartil gerðum eyðublöðum sem fást hjá land- læknisembættinu eða á skrifstofu Heilbrigðis- stofnunarinnar á Siglufirði. Nánari upplýsingar um laun og önnur starfs- kjör veitir Jón Sigurbjörnsson framkvæmda- stjóri í síma 467 2100. Sunnuhlíð Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar Hjúkrunarfræðingar óskast á kvöld- og nætur- vaktir. Hlutastörf. Sjúkraliðar óskast á dag- og helgarvaktir. Einnig vantar starfsfólk til aðhlynningarstarfa. Vaktavinna. Upplýsingar veitir Áslaug Björnsdóttir hjúkrun- arforstjóri í síma 560 4163. Löglærður starfsmaður Laus er til umsóknar staða löglærðs fulltrúa við sýslumannsembættið á Eskifirði. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs og Stéttarfélags lögfræðinga. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar til sýslumannsins á Eskifirði, Strandgötu 52, Eskifirði, fyrir 10. janúar nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Inger L. Jónsdóttir, sýslumaður. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 17. desember 1999. Inger L. Jónsdóttir. Heimilishjálp Heimilishjálp óskast eftir áramót, á milli kl. 15.00 og 18.00 fimm virka daga vikunnar. Um er að ræða létt húsverk og að taka á móti börunum úr skóla. Viðkomandi má ekki reykja og þarf að hafa bílpróf. Umsóknir sendist Morgunblaðinu fyrir 30. des. merktar „áreiðanleg".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.