Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tekjur
kvenna
hækka
meira
ATVINNUTEKJUR kvenna hafa
hækkað meira en tekjur karla á
undanförnum árum sé stuðst við
athuganir á skattframtölum. Til
dæmis hækkuðu tekjur kvenna á
milli ára 1997 og 1998 um 12,4% að
meðaltali en tekjur karla ekki
nema um 11%.
Þessar upplýsingar er að finna í
Hagvísum Þjóðhagsstofnunar en
þar kemur jafnframt fram að at-
vinnutekjur kvenna hafi hækkað
um 48% frá 1991 til 1998 en tekjur
karla aðeins um 39%.
Tekjur giftra kvenna hafa hækk-
að meira en einhleypra og tekjur
eldri kvenna meira en yngri. Segir
í Hagvísum að líklega megi rekja
þessa þróun til aukinnar atvinnu-
þátttöku kvenna og lengri vinnu-
tíma þeirra. Þá hafi „hefðbundnar
kvennastéttir", þ.e. hjúkrunar-
fræðingar og kennarar, fengið
kjarabætur umfram aðrar að und-
anförnu.
Fram kemur hins vegar að þrátt
fyrir að tekjur kvenna hafi hækk-
að meira en tekjur karla þá séu
meðalatvinnutekjur þeirra aðeins
52,9% af tekjum karla. Meðalat-
vinnutekjur karla hafi numið 2.176
þús. kr. árið 1998 en aðeins ríflega
10% kvenna hafi náð þeim tekjum.
Nöturleg aðkoma að íbúðinni sem stórskemmdist í bruna á Akureyri
„Ætla að byggj a
heimili mitt
upp aftura
„ÉG ætla að byggja heimili mitt upp
og flytja hingað inn sem fyrst aftur
ásamt sonum mínum,“ sagði Þóra
Ilrafnsdóttir, eigandi íbúðarinnar
við Tjarnarlund á Akureyri, sem
nánast eyðilagðist í eldi sl. þriðju-
dag. Þóra var ásamt sonum sínum
tveimur, Guðbimi og Þorvaldi, og
vinum og vandamönnum að hreinsa
til í íbúðinni í gær.
Óhætt er að segja að aðkoman sé
nöturleg, enda er nánast ailt innbú
ónýtt eftir brunann og mikið af
persónulegum munum. Fjölskyldan
var ekki heima er eldurinn kom upp,
en talið er að kviknað hafi í út frá
kertaskreytingu. Aðkoman á bruna-
stað var Þóru það erfið að hún
treysti sér ekki til að stíga út úr bfl
sínum fyrir utan húsið. „Ég fór beint
niður á sjúkrahús þar sem við öll
þrjú fengum áfallahjálp og það var
alveg yndislegt. Ég er farin að átta
mig á því sem gerðist og trúlega hef-
ur verið skilið eftir logandi kerti á
baðinu, sem er allt of algengt víða á
þessum árstíma og ég ekki heima til
að tryggja að slökkt væri á kertum."
Þóra sagði að það hefði reynst
sonum sínum erfitt að missa nag-
grísinn sinn, sem var í íbúðinni er
eldurinn kom upp. Hún sagði að
búið hefði verið að undirbúa hana
áður en hún kom inn í íbúðina, „en
ég gjörsamlega fraus þegar ég kom
hingað inn. Og ég er enn hálffrosin
yfir þessu og er hrædd um að ég eigi
eftir að taka þetta út. Það er hins
vegar alveg Ijóst að ég held ekki jól-
in í íbúðinni."
Margir vilja hjálpa íjölskyldunni
Þóra sagðist vera með heimilis-
tryggingu upp á tvær milljónir
króna en að hún nægði ekki fyrir
tjóninu. „Mér er sagt að ég fái íbúð-
ina aftur þegar búið verður að gera
hana upp og ég ætla að flytja hingað
aftur sem fyrst. Hér er gott að búa,
ég á yndislega nágranna og ég vil
bara fá mitt heimili aftur.“
Margir hafa boðist til að leggja
Þóru lið á einn eða annan hátt.
Nágrannakona hennar sem varð
vitni að brunanum keypti sængur og
sængurver handa strákunum. Bóka-
búð Jónasar sendi þeim nýjar skóla-
töskur, KA ætlar að færaþeim KA-
galla og Sundfélagið Óðinn sund-
skýlur. Þá eru pakkar með notuðum
Morgunblaðið/Kristján
Þóra Hrafnsdóttir með sonum sfnum Guðbimi og Þorvaldi í íbúð fjöl-
skyldunnar sem stórskemmdist í bruna á þriðjdag.
fötum á leiðinni að sunnan, auk þess
sem staðið var fyrir söfnun til handa
fjölskyklunni í úfyarpinu, svo eitt-
hvað sé nefnt. „Ég er umvafin góðu
fólki, ekki bara mfnu fólki, heldur
fólki alls staðar."
Skemmdir í íbúðinni á móti
Húsnæðisskrifstofan á Akureyri
bauð fjölskyldunni íbúð úti í Skarðs-
hlíð og kunningi fjölskyldunnar
bauðst til að flylja út úr sinni íbúð
fyrir hana. „Ég reikna því með að
geta komist í aðra íbúð fljótlega."
Éinnig urðu töluverðar skemmdir
af reyk í ibúðinni andspænis íbúð
Þóru, svo og í stigagangi. Hurðin
imi í íbúð þeirra Herdísar Ólafs-
dóttur og Torfa Sverrissonar var
brotin upp og þar var aðkoman
slæm. Herdís var í gær að taka niður
gardínur og hreinsa skápa, auk þess
sem skemmdir urðu á teppum. „Ég
var loksins búin að þrífa tímanlega
fyrir jól og það er alveg ömurlegt að
lenda í þessu,“ sagði Herdís.
RARIK kaupir dreifíkerfí
Rafveitu Hveragerðis
Á FUNDI bæjaryfirvalda í Hvera- í yfirlýsingu frá Hálfdáni
gerði og RARIK í gær var gengið frá Kristjánssyni, bæjarstjóra í Hvera-
sölu á dreifikerfi rafveitu bæjarins gerði, og Kristjáni Jónssyni, sem er
til RARIK. Kaupverð er 215 milljón- forstjóri RARIK, kemur fram að
ir króna og greiðist upphæðin við af- verðskrá verði óbreytt í fyrstu en
hendingu, sem fer fram 1. janúar • muni síðar aðlagast verðskrá
næstkomandi. RARIK.
Morgunblaðið/Þorkell
Bækur í jóla-
pakkann
ÞAÐ er mikill handagangur f
öskjunni fbókabúðum Iandsins um
þessar mundir eins og hér sést.
Þessi stúlka er fótgönguliði í því
mikla verðstríði á bókamarkaðnum
sem er skollið á. Keppast hefð-
bundnar bókaverslanir og stór-
markaðir um athygli bókakaup-
enda nú si'ðustu dagana fyrir jól.
Tveir af hverjum þremur styðja ríkis-
stjórnina samkvæmt könnun Gallups
Vinstri græn-
ir orðnir
næststærstir
VINSTRIHREYFINGIN - grænt
framboð er næststærsta stjórnmála-
aflið á eftir Sjálfstæðisflokknum ef
marka má niðurstöðu skoðanakönn-
unar Gallups á fylgi stjórnmálaflokk-
anna. Hún var gerð dagana 21. nó-
vember til 6. desember sl.
Samkvæmt könnuninni fá Vinstri
grænir meira en fimmtungs fylgi eða
20,5%, og bæta við sig meira en fimm
prósentustigum frá sambærilegri
könnun Gallups frá því í október/-
nóvember sl.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú
46,8% fylgi samkvæmt könnuninni,
litlu minna en í síðustu könnun en þá
mældist fylgið 47,4%. Þá hefur
Frjálslyndi flokkurinn nú 3% fylgi
sem er heldur meira en í síðustu
könnun er hann mældist með 0,8%
fylgi. Samfylkingin og Framsóknar-
flokkurinn hafa á hinn bóginn tapað
fylgi frá síðustu skoðanakönnun.
Samfylkingin fer úr rúmlega 19%
fylgi niður í rúmlega 14% fylgi og
Framsóknarflokkurinn fer úr 17,5%
fylgi niður í tæplega fjórtán prós-
enta fylgi.
Um 17% voru óákveðin eða neit-
uðu að svai'a, en 5% kváðust ekki
myndu kjósa eða skila auðu.
Stuðningur við ríkis-
stjórnina mikill
Samkvæmt könnuninni er stuðn-
ingur við ríkisstjórnina enn mikill
þar sem tveir af hverjum þremur
styðja stjórnina eða 67,8%. í síðustu
könnun Gallups mældist fylgið
68,3%. Samanlagt fylgi stjórnar-
flokkanna er hins vegar 60,7% en var
í síðustu könnun 64,8%.
Úrtakið í könnun Gallups var
1.122 manns af öllu landinu á aldrin-
um 18 til 75 ára sem valdir voru með
tilviljun úr þjóðskrá. Af þeim svör-
uðu tæplega 70%. Vikmörk eiu 2 til
4%.
Sérblöð í dag
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
; Christian Mayer vann síð
; asta stórsvig ársins / C2
l Eiður Smári getur bjargað
l fjárhag Boiton / C1
Viðskiptablað
Morgunblaðsins
Sérblað um viðskipti/atvinnulíf