Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 27 LISTIR Kammersveit Reykjavíkur. Opid til kl. 22:00 alln daga til jóla Tveir nýir geisladiskar frá Kammersveit Reykjavíkur KAMMERSVEIT Reykjavík- ur hefur sent frá sér tvo geisladiska á 25 ára afmælis- ári sínu, annan með sögulegri upp- töku frá árinu 1977 á Kvartett um endalok tímans eftir Olivier Messia- en, í útgáfu ARSIS, og hinn með upptökum á efnisskrá sem sveitin flutti á hundrað ára afmælistónleik- um Jóns Leifs í Þjóðleikhúsinu 1. maí á þessu ári, í útgáfu íslenskrar tónverkamiðstöðar. Á fyrrnefnda diskinum er upp- taka frá tónleikum Kammersveitar- innar í Bústaðakirkju í febrúarmán- uði 1977 en það var í fyrsta skipti sem verk Messiaens, Kvartett um endalok tímans, var leikið á Islandi. Flytjendur voru þau Rut Ingólfs- dóttir, á fiðlu, Nina Flyer, selló, Gunnar Egilson, klarinett, og Þor- kell Sigurbjörnsson, sem lék á pí- anó. „Verkið er mjög frægt fyrir þær sakir að Messiaen skrifaði það þegar hann var í fangabúðum nas- ista og hljóðfæraskipanin miðaðist við hvaða hljóðfæraleikarar voru tiltækir þar. Hann spilaði sjálfur á píanóið en á sellóið mun hafa vantað einn streng, þegar verkið var frum- flutt í fangabúðunum," segir Rut. Strætisvagnar aka hjá og flugvélar fljúga yfír Þó að Ríkisútvarpið hafi tekið tónleikana upp segir Rut að það hafi ekki staðið til að gefa þær upp- tökur út á plötu. „Núna er það stundum gert þannig þegar gefnar eru út tónleikaupptökur að það er tekinn annar dagur í að bæta það sem miður hefur farið en svo var ekki í þessu tilfelli - það eru bara til nákvæmlega þessar fimmtíu mínút- ur sem verkið tekur. Það er ekki hægt að bæta neitt og heldur ekki að hreinsa út aukahljóð," segir hún og nefnir sem dæmi um umhverfis- hljóð sem heyra má á diskinum strætisvagna sem aka eftir Bú- staðaveginum og flugvélar sem fijúga yfir. „Ástæðan fyrir því að við vildum samt gefa upptökurnar út var að þessir tónleikar voru mjög sérstak- ir. Ekki einungis fyrir það að þetta var frumflutningur á íslandi, held- ur vegna þess að það myndaðist þessi stórkostlega sterka stemmn- ing. Séra Ólafur Skúlason, sem þá var prestur í Bústaðakirkju, las í upphafi tónleikanna upp úr Opin- berunarbókinni, en Messiaen notar texta úr henni sem yfirskrift kafl- anna. Sellóleikarinn Nina Flyer kom með reykelsi, svo það var ilmur í lofti, og úti var dásamlegt vetrar- veður, sólskin og snjór. Það mynd- aðist heilagt andrúmsloft í kirkj- unni, sem var svo eiginlega ekki hægt að brjóta í lok tónleikanna," segir Rut og lýsir því hvernig löng stund leið eftir að lokatónarnir dóu út og þar til áheyrendur fóru að klappa. Stemmningin á tónleikunum kemst ótrúlega vel til skila „Þessir tónleikar hafa lifað í minningu þeirra sem voru viðstadd- ir þá og margir þeirra hafa talað við mig og spurt hvort ekki væri mögu- leiki að gefa upptökuna út. Á end- anum ákváðum við að hlusta á hana hjá Útvarpinu og meta hvort okkur þætti það koma til greina. Við viss- um auðvitað sjálf að þessi eini flutn- ingur hafði ekki tekist 100% hjá okkur, það hafði ekkert okkar spil- að verkið áður, en við vorum öll fjögur sammála um að það væri al- veg þess virði að gefa fólki kost á að eiga þessa gömlu tónleikaupptöku. Aðalástæðan var sú að okkur fannst stemmningin á tónleikunum komast ótrúlega vel til skila,“ segir Rut. Henni þykir sérstaklega vænt um að nú skuli leikur Gunnars Egilson- ar vera kominn út á diski á vegum Kammersveitar Reykjavíkur en Gunnar var einn af stofnendum Kammersveitarinnar og spilaði með henni fyrstu árin, auk þess sem hann var í stjórn. „Þegar hann dró sig í hlé var geisladiskaútgáfa rétt að byrja og við gáfum aldrei út neina plötu. Það er ekki fyrr en með tilkomu geisladiskanna að við för- um út í útgáfu,“ segir hún. „Það er líka gaman að því að Þorkell Sigur- björnsson skuli spila á píanóið. Hann var svo mikill píanóleikari, þó að hann hafi ekki komið fram sem slíkur í mörg ár.“ Á geisladiskinum sem ber nafn Jóns Leifs eru fjögur verk, þrjú fornkvæði og næturljóð, sem flutt voru á afmælistónleikum í Þjóðleik- húsinu 1. maí 1999 en þann dag voru 100 ár liðin frá fæðingu tón- skáldsins. Þetta er í fyrsta sinn sem verkin eru gefin út en tvö þeirra, Helga kviða Hundingsbana og Grógaldr, voru frumflutt á tónleik- unum. Hin verkin tvö höfðu hvort um sig aðeins verið flutt einu sipni, Guðrúnarkviða var frumflutt í Ósló 1948 og Nótt var frumflutt á minn- ingartónleikum að Jóni Leifs látn- um 1968. „Þannigað af þessum fjór- um verkum hafði hann sjálfur aldrei heyrt nema eitt flutt,“ segir Rut. Þrjú verkanna eru innblásin af Eddukvæðum, Guðrúnarkviða, Helga kviða Hundingsbana og Grógaldr, en Nótt samdi Jón við ljóð Þorsteins Erlingssonar. Einsöngvarar með Kammersveit- inni á diskinum eru Þórunn Guð- mundsdóttir mezzósópran, Guðrún Edda Gunnarsdóttir alt, tenórarnir Guðbjörn Guðbjörnsson, Einar Clausen og Finnur Bjarnason, bassarnir Guðjón Óskarsson og Jó- hann Smári Sævarsson og Bergþór Pálsson baríton. Stjórnandi var sænski hljómsveitarstjórinn Johan Arnell. „Það er auðvitað alveg ótrúiegt fyrir okkur tónlistarmennina að vera að frumflytja verk eftir ís- lenskt tónskáld svo löngu eftir dauða þess. Og mér fannst það stór- kostlegt að Kammersveitin skyldi geta staðið fyrir þessum afmælis- tónleikum og geisladiskinum í framhaldi af þeim,“ segir Rut. DYRARIKIÐ ...fyrir dýravini! sími: 568 66 68 kr.pr.stk. Fallegt á góðu verði Komdu og sjáðu glösin okkar. Frábær handavinna sem vert er að skoða. Opið: kl. 10-22 til jóla. Þorláksmessa 10-23 Aðfangadag 10-12 Armúli 7 • sími 533 1007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.