Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 55
 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 55 \ BRÉF TIL BLAÐSINS Missagnir í bókinni „Glymja járn við jörðu“ leiðréttar Frá Árna Gunnaissyni: í UMRÆDDA bók mína sem fjallar um Svein Guðmundsson hrossa- ræktarmann á Sauðárkróki og kom út fyrir síðustu jól, hafa slæðst nokkrar meiniegar rangfærslur og villur sem mér er skylt að leiðrétta þótt seint sé. Nú vill reyndar svo til að góð- kunningi minn, Pálmi Jónsson á Sauðárkróki, hefur að nokkru tekið af mér ómakið í þessum efnum, enda vai'ð hann til þess fyrstur manna að benda mér á flestar af þeim skyss- um sem um er að ræða og jafnframt mælast til þess að ég kæmi leiðrétt- ingum frá mér. Laugardaginn 12. júní síðastliðinn birti síðan Morgunblaðið greinar- korn frá Pálma um þau atriði sem okkur höfðu orðið að umræðuefni undir fyrirsögninni: Ranghermi leið- rétt. Má því segja að þar með hafi því efni verið gerð viðhlítandi skil og hef ég í sjálfu sér engu þar við að bæta. Og ályktanir hans um meinta tregðu mína eða trassaskap við að koma þessu frá mér sjálfur hljóta að teljast eðlilegar eftir atvikum, enda hef ég oft fengið verri ofanígjafir íyj'ir minni sakir. En nokkuð af því efni sem þarna var rangt með farið fékk ég eftir heimildum sem ég leyfði mér að taka trúanlegar. Allnokkru fyrir birtingu Morgun- blaðsgreinar Pálma hafði ég unnið þær leiðréttingar sem um var rætt en vildi ekki senda þær frá mér fyrr en að höfðu samráði við hann. Gerði ég nokkrar árangurslausar tilraunir til að ná tali af honum og því fór sem fór. Þetta er auðvitað engin afsökun, en aðeins ofurlítil skýring. Ekki er þó ein báran stök þegar þessi mál koma til umræðunnar og enn er í nefndri bók sú rangfærsla Þægileg herranáttföt og peysur frá t Wols&y í miklu úrvali < I Laugavegi 54 S. 552 2535 Flísfóðraðir anorakkar kr. 4.990 . |fUS JvtI Laugavegi 54, s. 552 5201. sem telja má hvað versta og var þó ærið nóg fyrir. Síðla árs 1950 tók Haraldur Arna- son á Sjávarborg - þá nýlega út- skrifaður búfræðikandídat frá Landbúnaðarháskólanum í Zurich í Sviss - við starfi búfjárræktarráðu- nauts B.S.S. og gegndi því í tíu ár, eða til 1960. A þeim áratug og í starfstíð Haraldar voru stofnuð hrossaræktarfélögin og hrossarækt- ardeildirnar í Skagafirði sem síðan voru sameinaðar í Hrossaræktar- samband Skagfn'ðinga. Að þessum málum vann Haraldur ötullega og mun hafa þurft að beita nokkru harðfylgi til að fá Hrossaræktar- sambandið samþykkt af öllum þeim fjórum embættum sem sækja þurfti til. Það væri því fullkomlega ómak- legt að skilja svo við sögulegan að- draganda að skipulagi ræktunar- starfs skagfirskra hestamanna að láta Haraldar þar ógetið og gefa öðrum þar allan heiður. Sá var auð- vitað aldrei tilgangurinn. Og mér, sem á þessum tima fylgdist nokkuð með gangi þessara mála, var ekki minna ætlandi en muna þetta nægi- lega vel til að skýra rétt frá stað- reyndum. Það varð Skagfirðingum ómetan- legur fengur og gæfa að fá til starfa samtímis tvo unga, vel menntaða og hæfa ráðunauta á þeim tímum upp- gangs og umbrota í íslenskum land- búnaði sem hófst um miðbik þessar- ar aldar. Þar tel ég að þeir Haraldur og Egill eigi óskilinn hlut, þótt starf- stími Haraldar yrði skemmri en mátt hefði verða öllum að skaðlausu en hann hvarf til annarra starfa eftir 10 ára farsælan starfsferil í þágu skagfirskra bænda. Það batt þó ekki til fulls enda á störf hans í þágu íslensks landbún- aðar því árið 1970 tók hann við starfi skólastjóra Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal og gegndi því um 10 ára skeið. Þegar til þeirra átaka dró milli Skagfirðinga og Húnvetninga sem skýrt er frá í bókinni var Har- aldur hins vegar hættur störfum og Egill Bjarnason kominn með alla þætti búfjárræktar hjá B.S.S. á sín- ar hendur. I umfjöllun þess máls hefur mér orðið meira niðri fyrir en sæmilegt verður að teljast með því að tengja aðild Egils að því lengra aftur í tímann en rétt er. Það var óhapp og engum til sæmdar; þó síst sjálfum mér sem eins og fyrr er sagt átti að vita betur. Góðar viðtökur og mikil útbreiðsla bókarinnar hefur verið mér ánægju- efni. Þó skyggir þar á nú að mér leyfist vart sú bjartsýni að ætla það að þessi síðbúna tilraun mín til leið- réttingar nái augum allra lesenda hennar. En að lokum bið ég alla hlutaðeig- andi afsökunar á þeim mistökum sem hér hafa verið rakin og vona að sem flestir viti nú hið sanna í þess- um málum. ÁRNI GUNNARSSON rithöfundur. Jólaskór Fyrlr mömmu Verð 2.995 Tegund:425A9012 Litur: Svartur Stærðir: 36—41 Fyrir pabba Verð 4.995 Tegund:8059 Litur: Svartur Stærðir: 41 —46 Fyrir barnið Verð 2.995 Tegund:5196 Litur: Svartur Stærðir: 24 — 33 Kíkið við 09 fáið ykkur kakó 09 piparkökur Póstsendum samdægurs • 5% staðgreiðsluafsláttur T oppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 Lady Avenue náttkj ólar Mikið úrval af náttfatnaði úr ekta silki oe bómull Jakkar ffá kr. 5.900 Buxur frá kr. 1.690 Pils ffá kr. 2.900 Blússur ffá kr. 2.800 Mikið úrval af kvenfatnaði við öll tækifæri Híá Svönu Ný kvenfataverslun Kirkjulundi 13, Garðabæ, sími 565 9996. Verið velkomin ólagjöfin hennarl Stuttir og síðir pelsar í úrvali ty m //# Pelsfóðurs- kápur og -jakkar Ullarkápur og -jakkar með loðskinni Loðskinnshúfur Loðskinnstreflar Loðskinnshárbönd Þar sem vandlátir versla PELSINN Kirkjuhvoli, sími 552 0160 Raðgreiðslur í allt að 36 mónuði Klassískur fatnaður Bocace skór (Appelsín 56 Appelsínuhúðin horfin - Keypti mér bikini! 1- J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.