Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 56
7 56 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Hluti vinningshafa á Jólapakkaskákmótinu. 165 krakkar á Jóla- pakkaskákmdti Hellis Skt k llellisheimilíð, Þönglabakka 1 FJÓRÐA JÓLAPAKKA- SKÁKMÓT HELLIS 19. dcsember. JÓLAPAKKAMÓT Taflfélags- ins Hellis var haldið í fjórða sinn um síðustu helgi. Þetta er eitt fjölmennasta skákmót sem haldið er hér á landi og 165 börn og ung- lingar 15 ára og yngri tóku þátt í mótinu. Keppt var í fjórum ald- ursflokkum. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum aldursílokki. Auk þess var happ- drætti um þrjá pakka í hverjum flokki. I fyrra var tekin upp sú ný- breytni að veita þremur efstu stúlkunum í hverjum flokki sér- stök verðlaun og var það einnig gert að þessu sinni. Það var Skák- húsið sem enn eitt árið styrkti Jólapakkaskákmótið með afar veglegum gjöfum. Keppendur komu úr 43 grunn- skólum, eða fjórum fleiri en í fyrra. Flestir keppendui- komu að sjálfsögðu úr Reykjavík, þótt margir komi á mótið úr öðrum sveitarfélögum. Þannig komu t.d. keppendur frá Sólvallaskóla á Sel- fossi og Barnaskólanum á Eyrar- bakka og Stokkseyri. Keppenda frá Akranesi (Grundaskóla og Brekkubæjarskóla) var sárt sakn- að að þessu sinni og það sama má segja um Njarðvíkurskóla, en mikill fjöldi keppenda kom frá þessum skólum í fyrra. A þriðja tug stúlkna tók þátt í mótinu, sem er svipaður fjöldi og á síðasta ári. Keppt var í 4 aldursflokkum: Flokki fæddra 1984-6, flokki fæddra 1987-8, flokki fæddra 1989-90 og flokki fæddra 1991 og síðar. Reyndar voru yngstu þátt- takendumir fæddir 1993 og því aðeins sex ára gamlir. Tefldar voru 5 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Urslit urðu sem hér segir: Fæddir 1984-6 1. Guðjón Heiðar Valgarðsson 5 v. 2. -3. Ólafur Gauti Ólafsson, Emil Hjörv- ar Petersen 4 v. v 4.-9. Grímur Daníelsson, Kristinn Sím- on Sigurðsson, Örn Stefánsson, Sigur- jón Kjærnested, Anna Margrét Sigurð- ardóttir, Atli Rúnar Rristjánsson 3 v. 10.-15. Ivar Hlynur Ingason, Darri Ein- arsson, Þorri Bryndísarson, Halldór Guðmundsson, Hákon Jónsson, Birgir Gylfason 2 v. o.s.frv. Fæddir 1987-8 1.-2. Dagur Amgrímsson 5 v. 1.-2. Víðir Smári Petersen 5 v. 3. -8. Guðmundur Kjartansson, Benedikt Öm Bjamason, Hilmar Þorsteinsson, Steinunn Kristjánsdóttir, Amljótur Sig- urðsson, Bjarki Freyr Bjamason 4 v. 9.-11. Víkingur Fjalar Eiríksson, Aron Ingi Óskarsson, Láras Helgi Ólafsson 3Vz v. 12.-27. Vilhjálmur Atlason, Anna Lilja Gísladóttir, Margrét Jóna Gestsdóttir, Sandra Bjamadóttir, Guðmundur Jó- hannsson, Þorsteinn Pálsson, Stefán Ingi Amarson, Ámi Júlíus Amarsson, Birgir Þór Magnússon, Hafliði Hafliða- son, Ámi' Jakob Ólafsson, Péto Orri Ragnarsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Helgi Rafn Hróðmarsson, Stefán Már Möller, Garðar Sveinbjömsson 3 v. 28.-29. Alfreð Ellertsson, Agnar Logi Kristinsson 2'Æ v. 30.-44. Guðjón Henning Hilmarsson, Ari Baldur Baldursosn, Valdís Nína Gylfadóttir, Ævar Örn Ómarsson, Haf- þór Gunnlaugsson, Hjalti Freyr Hall- dórsson, Birgir Öm Grétarsson, Ami Traustason, Klara Kristjánsdóttir, Arn- ar Sigurðsson, Kári Öm Hinriksson, Guðmundur Þór Gunnarsson, Einar Ingimar Helgason, Daníel Helgason, Atli Gunnar Sigurðsson 2 v. o.s.frv. Fæddir 1989-90 1. Viðar Bemdsen 5 v. 2. -7. Atli Freyr Kristjánsson, Gylfi Da- víðsson, Einar Orri Svansson, Baldvin Páll Henrýsson, Viktor Orri Valgarðs- son, Arnar Páll Gunnlaugsson 4 v. 8.-12. Bjarki Þór Steinarsson, Eggert Freyr Pétursson, Sveinn Bergsteinn Magnússon, Davíð Teitsson, Pétur Freyr Pétursson 314 v. 13.-22. Kristján Óskarsson, Garðar Þór Þorkellsson, Hjörtur Jónasson, Hinrik Már Hreinsson, Gunnar Már Þorleifs- son, Björn Orri Hermansson, Elsa María Þorfinssdóttir, Vignir Már Lýðs- son, Ami Gunnar Eyþórsson, Fannar Már Flosason 3 v. 23. -27. Egill Þorvaldsson, Birkir Steinn Ómarsson, Ólafur Páll Jónsson, Magn- ús Freyr Norðfjörð, Andri Freyr Gylfa- son 2!4 v. 28.-38. Kristófer Roy Helgason, Gunnar Geir Helgason, Alexander Helgason, Sigmundur Gylfason, Þorgrímur Smári Ólafsson, Ingimar Bjami, Viktor Traustason, Kistófer Jónsson, ,Guð- mundur Óskar Kristinsson, Hlín Önnu- dóttir, Dofri Snomason 2 v. o.s.frv. Fæddir 1991 og síðar 1.-2. Haraldur Franklín Magnús 4!4 v. 1.-2. Helgi Brynjarsson 4'A v. 3. -5. Einar Sigurðsson, Ivan Teitsson, Hafliði Þór Pétursson 4 v. 6.-11. Kjartan Páll Kjartansson, Svan- berg Már Pálsson, Rafn Erlingsson, Ólafur Kjaran Amason, Denise Mar- grét Hannesdóttir, Svanur Þór Svans- son 3!4 v. 12.-16. Ómar Þór Amarsson, Tryggvi Ragnarsson, Helgi Jónsson, Amór Vil- hjálmsson, Hallgerður Helga Þor- steinsdóttir 3 v. 17.-23. Baldur Yngvason, Guðmundur Bjarnason, Benedikt Sigurleifsson, Benedikt Andri Ágústsson, Tómas Brynjarsson, Elín Þóra Elíasdóttir, Þórann Bryndís Kristjánsdóttir 2‘/z v. 24. -31. Ólöf Brynja Aradóttir, Ágúst Friðriksson, Dagur Snær Steingríms- son, Finnbogi Fannar Jónsson, Halldór Arnþórsson, Mattías Sigurbjömsson, Halldór Arnarson, Dagur Gíslason 2 v. o.s.frv. Eftir að keppni lauk í öllum flokkum var dregið um vegleg aukaverðlaun, fullkomna skák- tölvu að verðmæti kr. 15.000 sem gefín var af Skákhúsinu. Þar áttu allir keppendur jafna möguleika án tillits til árangurs í mótinu. Verðlaunin voru gefín var af Skákhúsinu. Taflfélagið Hellir er vel búið til að halda svo fjölmenn skákmót, þótt enn skorti félagið nægilegan fjölda skákklukkna. Vegna fjölda þátttakenda lánuðu Taflfélag Reykjavíkur, Taflfélag Kópavogs, Skákfélag Hafnarfjarðar, Skák- samband Islands og Skákskóli Is- lands klukkur til mótsins. Skákhúsið var styrktaraðili mótsins. Jólahraðskákmót TR 1999 Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur fer fram 28. og 29. desember og hefst taflmennskan kl. 20 báða dagana. Fyrra kvöldið verða tefldar undanrásir og síðara kvöldið fara fram úrslit. Keppend- um verður skipt í þrjá flokka og tefldar verða 5 mín. hraðskákir. Núverandi Jólahraðskákmeist- ari er Jón Viktor Gunnarsson. Þátttaka í jólahraðskákmótinu er opin öllum og er þátttökugjaldið kr. 500 fyrir félagsmenn 16 ára og eldri og kr. 300 fyrir félagsmenn 15 ára og yngri. Utanfélagsmenn greiða kr. 700 og kr. 400. Daði Örn Jónsson VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fjármál og framfarir FRAMFARIR í ferða- mannaiðnaði gætu orðið verulegar ef rétt er á mál- um haldið. Má þar m.a. nefna að það ætti að láta Geysi gjósa með öllum til- tækum ráðum, enda er um ákveðna samkeppni að ræða, bæði frá Nýja-Sjáy landi og Bandaríkjunum. A sumrin ætti að gera út vík- ingaskip í öllum lands- fjórðungum, en það gæti gefið fólki tilefni til að heimsækja staðina aftur og aftur. Akveðinn hluta hagnaðar af þeirri útgerð ætti að láta renna í sjóð sem síðan yrði notaður til að fjármagna eftirlit og hreinsun á umhverfi lands- ins. Islendingar ættu að leigja út veiðiheimildir til Japana á einhverjum hvalastofni til að standa undir rannsóknum á þess- um þætti. Verkalýðsfélög og lífeyrissjóðir ættu að huga að fjárfestingum á sumarhúsum í sólarlönd- um, og halda þannig eyðslu Islendinga að hluta til innan íslenska hagkerf- isins. Frystitogarafloti Is- lands ætti ekki að henda einu einasta beini í sjó, heldur nota þar til gerðar vélar til að fullnýta allan físk. Er það að mínu mati mjög hagstætt fyrir landið í heild að nota sér þess háttar tækifæri, þó ekki væri nema til að sýna Ut. Þetta mundi borga sig á tiltölulega stuttum tíma. Þá finnst mér að koma ætti á fót alþjóðlegri ráð- gjafarstofu sem vinnur að því að bjóða út lausnir í sjávarútvegi sem og land- búnaði og hvers konar iðn- aði. Þessi stofnun gæti aukið hróður Islands, en hún þyrfti að vera ópóUtísk og undir verndarvæng for- seta íslands. Þessi stofnun mundi skapa atvinnu og auka útflutningstækifæri, og um leið létta undir með þeim sem eru að brölta á eigin vegum. Jón Pétur Kristjánsson, Kirlqustræti 2, Rvík. Slæm þjónusta KONA hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri kvörtun vegna seinagangs hjá afgreiðslu- fólki Islandspósts í Kringl- unni. Segir hún að ekki hafí verið opnað fyrr en klukkan var rúmlega tíu. Var fólkið sem beið í röð- inni frekar óhresst með þetta. 190923-4799 Þakkir JÓHANNA hafði samband við Velvakanda og viidi hún taka undir það sem birtist í Velvakanda fyrir stuttu þar sem fyrrverandi starfsfólki Bónusmynd- bandaleigunnar á Nýbýla- vegi voru færðar þakkir fyrir vel unnin störf. Segir hún það hafa haft einstak- lega góða þjónustulund og þess sé sárt saknað. Færir hún starfsfólkinu sínar bestu kveðjur og ósk um gleðileg jól. Tapað/fundið Gullarmband týndist GULLARMBAND týndist í miðbæ Reykjavíkur að- faranótt laugardagsins 18. desember sl. Armbandið hefur mikið tilfínningalegt gildi fyrir eigandann. Veg- legum fundarlaunum heit- ið. Upplýsingar í síma 553- 7936, 897-8465 eða 557- 6059. Baby bom-dúkka í óskilum BABY born-dúkka fannst í Arbæjarhverfi mánu- daginn 20. desember sl. Upplýsingar í síma 895- 9554. Giftingarhringur GIFTINGARHRINGUR úr gulli fannst í Lyfju, Lágmúla. Upplýsingar í síma 533-2300. Leðurbudda týndist HINN 8. desember sl. týndist svört og brún leð- urbudda. I henni var arm- band (bilað). Buddunnar er sárt saknað af eigand- anum. Skilvís finnandi vin- samlegast hringi í Sigrúnu í síma 551-2712 eða 862- 2712. Dýrahald GSM-sími týndist GSM-sími týndist á Kaffi List laugardagskvöldið 18. desember sl. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 896-6250. Kettlingur í óskilum KETTLINGUR, læða inn- an við eins árs gömul, er í óskilum síðan í nóvember. Hún er með hvítar lappir, kinnar og maga og smá- blesu, annars steingrá, smábröndótt. Upplýsingar í síma 557 8078. Kettlingar fást gefíns TVEIR tíu vikna gamlir kettlingar, fress og læða, fást gefins á gott heimili. Kassavanir og vanir börn- um. Læðan er svört, en fressið er svart og hvítt. Upplýsingar í síma 567- 6569. Víkverji skrifar... ORLÁKSMESSA er sá dagur ársins sem er einna erfiðastur í lífi Víkverja. í dag þarf hann að kaupa jólagjöf handa konunni. Allan desember hefur Víkverji verið að velta fyrir sér hvað hann geti keypt til að gleðja konuna; eitthvað sem lýsir ást hans til hennar; eitthvað fallegt og um leið frumlegt, en um- fram allt eitthvað sem hana langar til að eiga og nota. Núna, einum sól- arhring áður en fjölskyldan safnast saman til að taka upp jólapakka, er Víkverji engu nær um hvaða gjöf hann á að gefa konunni. Framundan er því erfiður dagur þar sem Vík- verji fer búð úr búð að leita að ein- hverju sem hann veit ekki hvað er. Konan hefur skilning á þessari erf- iðu leit Víkverja og segir fyrir jól að hann þurfi ekkert að gefa sér jóla- gjöf. Víkverji veit hins vegar að undir niðri vonast hún eftir fallegri gjöf. Eftir jól verður konan spurð um hvað hún hafði fengið frá eigin- manninum og eins og jafnan mun Víkverji vafalaust fara halloka í þeim samanburði sem þá hefst. FYRIR nokkrum dögum birtist merkileg frétt á forsíðu Morg- unblaðsins þar sem greint var frá breskri rannsókn á notagildi jóla- gjafa. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að fjórðungur af öllum jóla- gjöfum kæmi ekki að neinum not- um. Rannsóknin staðfesti það sem Víkverja hefur lengi grunað, að mikil sóun ætti sér stað í kringum jólagjafakaup. I einhverjum fjöl- miðli var fullyrt að Islendingar eyddu 10 milljörðum í gjafir fyrir jólin. Ef þessi tala er rétt og hlið- sjón er höfð af bresku rannsókninni kaupir þjóðin gjafír fyrir 2,5 millj- arða sem ekki koma að neinum not- um. Þetta er ógnvekjandi sóun og ætti að verða hverjum manni hvatn- ing til að draga úr þessu óhóflega jólagjafaflóði sem lengi hefur við- gengist hér á landi. Hagfræðingar hafa í haust lýst yfir miklum áhyggjum af þróun efnahagsmála vegna mikillar þenslu í efnahagslíf- inu. Hún er ekki síst til komin vegna mikillar einkaneyslu og inn- flutnings. Þjóðin ætti því að reyna að halda aftur af sér um þessi jól og reyna þannig að stuðla að því að við njótum áfram þeirrar velgengni í efnahagslífinu sem við höfum notið á síðustu árum. xxx OTT jólin séu að mörgu leyti skemmtilegur tími er það skoð- un Víkverja að óhóflega margar og dýrar jólagjafir spilli fyrir jólagleð- inni. Gjafainnkaupin valda stressi og álagi, burtséð frá því álagi sem gjafímar valda fjárhag heimilanna. Síðan þegar kemur að því að opna jólapakkana verður gleðin einnig oft blandin því ekki eru allir ánægðir með það sem kemur upp úr pökkun- um. Það sækir oft depurð að Vík- verja að kvöldi aðfangadags þegar hann sér allt það dót sem borist hef- ur inn á heimilið og finna þarf pláss fyrir og allan þann jólapappír sem fer beint í ruslatunnuna. Ósk Vík- verja til þessarar þjóðar, sem þess- ar vikurnar er gagntekin af löngun til að bæta og vemda umhverfið, að hún gefi færri og ódýrari jólagjafir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.