Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 29 LISTIR Um vopn o g menn BÆKUR Þýðing ENEAS ARKVIÐA eftir Virgil. Þýðing: Haukur Hann- esson. Mál og menning, Reykjavík 1999. 338 bls. Leiðb. verð: 4.480 kr. í ÞVÍ mikla bókaflóði, sem ein- kennii' útgáfu hér á landi fyrir jólin ár hvert, er mikið fagnaðarefni að fagurbókmenntir hafi að þessu sinni ekki verið látnar sitja á hak- anum, heldur hafi mörg öndvegis- verk fornrar menningar nú litið dagsins ljós í þýðing- um. Sem fræðimaður og lesandi form'a bók- menntaverka, get ég ekki annað en glaðst yfir því, að ráðist hafi verið í að þýða með framúrskarandi ár- angri það verk, sem hvað mest hefur haft áhrif á þróun og við- gang menningar í vestanverðri Evrópu; Eneasarkviðu eftir meistara Virgil. Virgill, réttu nafni Publius Vergilius Maro, fæddist árið 70 f.Kr. í Andes, í ná- grenni Mantúu á Pó-sléttunni og var af stórbændum kominn. Skemmst er frá því að segja að á miklum umbrotatímum í sögu Róm- ar á 1. öid f.Kr., náði bókmennta- frægð hans svo miklum metum, að hann varð goðsögn í lifanda lífi. Enn í dag er hann talinn mesta skáld, sem Rómverjar hafa eignast á langii og farsælli ritsögu sinni, en nafni hans, sem á íslensku breyttist í Virgil, var á miðöldum jafnað við nöfn spámanna kristninnar, og var hann þá orðinn eins konar mál- fræði- og stílfræðimeistari, skyldu- lesning í öllum menntasetrum álf- unnar og „autorítet", sem enginn, hvorki leikm- né lærður, gat komist hjá að lesa. Fyrstu orð Eneasar- kviðu; Arma virumque cano... („kveð ég um hervopn og þann mann...“), eru órjúfanlegur partur af bókmenntaarfleið mannkynsins. En hvað var það, sem gerði skáldið Virgil ódauðlegan í nærri tvær árþúsundir, og heldur frægð hans uppi enn þann dag í dag? Virgill samdi hjarðljóð (Bucolica), búnaðarbálk (Georgica), en eitt er víst, að Eneasarkviða hans (Aen- eis), sem samanstendur af tólf bók- um, er án efa það verk, sem hvað mest hefur glatt og brætt hjarta lesenda allar þessar aldir. Kviðan tilheyi’ir bókmenntagrein, sem að fornu hét epos (sagnaskáldskapur, en epos þýðii’ á grísku ,,orð“), og hafði það hlutverk, að segja frá ævintýrum og hættuförum eins manns eða fleiri, í við- leitni hans eða þeirra til að ná einhverju æðra lokatakmarki. Fyrstu verk þessarar gerðar, er komist hafa í heild sinni alla leið til okkar, eru Hómers- kviðurnar frægu, en eins og flestir vita þýddi Sveinbjörn Eg- ilsson þær meistara- lega á síðustu öld og leitar þýðing Hauks Hannessonar, sem hér er um rætt, fanga hjá honum í mjög ríkum mæli. Rómversk epík var frábrugðin þeim grísku af mörgum ástæðum, en fyrst ber að nefna að hjá Róm- verjum til forna varð epík hápóli- tísk bókmenntagrein, sem skáld notfærðu sér til að komast í mjúk- inn hjá voldugum keisurum og vin- um þeirra. Auk þess var epík hjá þeim bianda af hetjuljóðum og söguljóðum, þar sem hins vegar hjá Grikkjum gerast sögurnar nánast alltaf í forsögulegum heimi forynja og skrímsla og lítið er um hreinar og beinar staðreyndir. Rómverskri epík var einnig ætl- að að spá fyrir framtíðinni, og lýk- ur sögum yfirleitt ekki í síðustu línu verkanna. Odysseifur, hetja Odysseifskviðu Hómers, hrekst í tuttugu ár í leit að heimaey sinni, fjölskyldu sinni, og þegar hann loks kemst heim, er sagan öll, eða hér um bil. En annað gegnir um Eneas, hetjuna miklu hjá Virgli: hann á ekki eingöngu að komast til Italíu til að stofna nýja Trojuborg ásamt syni sínum, heldur er hann talinn forfaðir allra Rómverja, upphafs- maður þess mikla veldis, sem er að fara að leggja heiminn undir sig, í þann mund og verk Virgils sér dagsins ljós. Eneas er því hetja upphafs og enda, sá maður sem sameinar fortíð, nútíð og framtíð í augum þeirra Rómverja, sem uppi voru á 1. öld f.Kr. Örlög hans eru ákveðin fyrirfram af vilja guðanna, og ekki má gleyma að Eneas er sonur Venusar ástargyðju, er tald- ist formóðir Júlíu-ættarinnar. Júl- íus Sesar, Ágústus keisari kjörson- ur hans, og fleiri keisarar tilheyrðu Júlíu-ætt og notuðu goðsagnir óspart til að réttlæta tilveru sína sem einráða mesta heimsveldis fornaldar. Eneas, eins og keisar- arnir, er ósigrandi hálfguð, er skil- ur eftir sig slóð sigraðra, ekki ein- ungis á vígvellinum, heldur einnig í ástamálum. Dídó, drottning Kar- þagóboi'gar, fremur sjálfsmorð, er Eneas, sem hafði deilt með henni ást og rúmi um tíma, yfirgefur hana til að hlýða æðri köllun guð- anna. Rómversk epík er einnig frá- brugðin þeirri grísku hvað varðar stíl og orðaval. Hómerskviður eru ritaðar nánast á „alþýðumáli" þeirra tíma, stfllinn rís aldrei hátt og galdur þeirra felst fyrst og fremst í einfaldleika og hnyttni. Allt öðru máli gegnir um latneskan sagnaskáldskap, þar sem lesendur, eða réttara sagt hlustendur, gerðu kröfur um stíl, sem átti í senn að vera stórbrotinn (magnus), þung- vægur (gravis), harðgerður (durus) og háfleygur (altus). Munnlegur flutningur í heyranda hljóði, sem tíðkaðist á þeim tíma er verkið kom út, skýrir einnig bæði hvers vegna Eneasarkviða, eins og öll önnur verk af svipuðu tagi, er í bundnu máli, og líka hvers vegna í henni tvinnast saman margir ólíkir stfls- mátar, sem tengjast öðrum sviðum, eins og hai-mljóðum, háðsádeilum, fræðiskáldskap o.fl. Til að skilja Eneasarkviðu þarf nútímalesandi að hafa allt þetta í huga, og einnig eftirfarandi. Fyrstu sex bækur verksins líkja eftir Odysseifskviðu Hómers, og er þar lýst hrakningum Eneasar frá Tróju til Ítalíu. Síðustu sex bækurnar eiga sér beinar hliðstæður í II- ionskviðú Hómers, þar sem megin- viðfangsefni er stríð og vopnaskak. En margt ber á milli Virgils og Hómers í vali á viðfangsefni hverju sinni. Eneasarkviða er ættjarðar- ljóð, en hetjur Hómers eru ekki bundnar við neitt ákveðið land, Iþaka Odysseifs er meira fjarlægur draumur en fastur raunveruleiki. Virgill nálgast viðfangsefni sitt á siðferðilegan hátt, og er Eneas ein- att einkenndur sem „hinn trúi“ (pius), þar sem Odysseifur var aft- ui' á móti „hinn ráðagóði“ (poiki- loV), en það ber með sér engan sið- gæðislegan merkingarblæ. Bókinni má einnig skipta í þrjá hluta, fyrstu fjórar bækurnar eru um ástarsögu Eneasar og Dídóar, drottningar Karþagóborgar, ásamt frásögnum úr Trójustríðinu úr munni Eneasar. Næstu fjórai' eru um komu Eneas- ar til Ítalíu og heimsókn hans í undirheimum, til að spyrjast frétta um framtíð Rómaborgar. Síðustu fjórar eru um stríð milli Tróju- manna undir stjórn Eneasar og It- alíumanna undir stjórn Túrnusar. En skemmtilegast er líklega að vita fyrir nútímalesanda, að bækur kviðunnar er einnig hægt að skoða í „pörum“. Oddabækurnar (1., 3., 5. o.s.frv.) lýsa atburðum og mikið er þar um frásagnir og ræður. Jöfnu bækurnar (2., 4., 6. o.s.frv.) eru hins vegar hádramatískar og inni- legar, og ná oftast hámarki með morðum eða voveiflegum dauðsföll- um, eins og t.a.m. í fjórðu bók, er Dídó bindur enda á líf sitt með sjálfsvígi. Þýðing Hauks Hannessonar sver sig í ætt við þýðingar Sveinbjarnar Egilssonar á Hómerskviðum, en þær hafa fest sig í sessi sem eitt mesta bókmenntaafrek íslendinga fyn' og síðar, og er hún í engu síðri. Hann fær mikið lof fyrir afar nákvæmt og hnitmiðað málfar, og nær prósaþýðing hans að koma frumtextanum til skila í öllu verk- inu. Hér er á ferðinni næmur og vandaður þýðandi, sem er annt um verkið og skilur blæbrigði latnesks máls með afbrigðum. Við vonum að hann sjái sér fært að halda áfram á þessari braut og ráðast í fleiri af- rek af þessu tagi. I jólaösinni er gott að flýja í svo- litla stund inn í heim fornra goð- sagna og láta hugann reika um ást- ir, átök, svik og siðferðisspurn- ingar, og komast í snertingu við heim, sem enn í dag setur sterkan svip á menningu Vesturlanda. Paolo Turchi Haukur Hannesson Leikur að eldi BÆKUR Þýdd skáldsaga AMSTERDAM eftir Ian McEwan. Uggi Jónsson ís- lenskaði. Bjartur, Reykjavík 1999. 146 bls. „TVEIR af fyrrum elskhugum Moll- yar Lane biðu utan bálstofu- kapellunnar og sneru baki í napran febrúargjóstinn. Allt hafði þegar verið sagt, en þeir sögðu það samt á ný.“ Þetta er upphaf nýjustu bókar Ians McEwans, Amsterdam, en fyr- ir hana hlaut hann best auglýstu bókmenntaverðlaun Breta, Booker- verðlaunin. Hún er nýkomin út í Neón bókaröð Bjarts í þýðingu Ugga Jónssonar. Þessi fyrsta málsgrein sögunnar, þar sem mynd er brugðið upp af tveimur mönnum í skugga dauðans, ber með sér keim endaloka og hnignunar. Sú tilfinning ágerist eft- ir því sem líður á verkið og siðferði- leg viðmið leysast upp. Reyndar hefur dauðinn í ýmsum myndum verið eitt helsta viðfang McEwans allt frá fyrstu skáldsögunni sem hann skrifaði árið 1978, Stein- steypugarðinum, sem fjallaði um munaðarlaus börn sem grafa móður sína í kjallaranum, til þeirrar næstnýjustu, Eilífrar ástar, sem hefst á dauðsfalli. I millitíðinni hef- ur hann gefið út minniháttar meist- araverk eins og Vinarþel ókunnugra sem fjallar um dauða í Feneyjum með vísun til Thomasar Mann. Amsterdam einkennist þó fyrst og fremst af miklum gálgahúmor, mun meiri en finna má í áðurnefnd- um bókum. Höfundur bregður á leik og stingur á nokkur þjóðfélagskýli milli þess sem hann spinnur sögu sem að lokum reynist nokkuð hrylli- leg, þó á sama tíma sé erfitt að halda aftur af hlátrinum. Bókin snýst að verulegu lejdi um samskipti og sam- band fjögurra persóna, þeirra Cliv- es, Vernons, Garmonys og Mollyar en það er einmitt við útför hennar sem sagan hefst. Molly hafði látist úr hrörnunarsjúkdómi og gat sér enga björg veitt síðustu mánuðina, ekki einu sinni bundið enda á eigin þjáningar. Það verður tveimur fyrr- um elskhugum hennar, þeim Clive og Vernon, en það voru einmitt þeir sem hér að ofan biðu fyidr utan bál- stofukapelluna, mikið umhugsunar- efni og segja má að Molly vaki yfir frásögninni þó fjarverandi sé. Clive er mikils metið tónskáld og í óða önn við að semja árþúsundasin- fóníu fyrir bresku ríkisstjórnina. Vinur hans Vernon er æsifrétta- maður í hjarta sínu en hefur slysast, án þess að kunna skýringu á því sjálfur, til að gegna stöðu ritstjóra á stóru en fjárhagslega aðkrepptu dagblaði. Andúð þeirra á Garmony, utanríkisráðherra og hugsanlega næsta forsætisráðherra, er mikil og sameiginleg. Viðkvæmar ljósmyndir sem Vernon áskotnast af Garmony gætu vel eyðilagt pólitískan feril hans en verða þó til þess að reyna á vinskap þeirra Clives. Stílbrögð McEwans eru lipur og málfar kjarnyrt, þó afar litríkt, og bókin í raun sýnidæmi um gífurlega fjölfærni höfundar. Það er sama hvar gripið er niður í textann, lævi blandinn ritstjórnarfund hjá Vern- on eða sturlaða sköpunarvímu Cli- ves, alltaf iðar hann af lífi. Starf- svettvangi þessara manna er líka lýst af miklum trúverðugleika og persónusköpun er hlý þótt sjálfs- birgingsháttur og hégómi vinanna tveggja sé á köflum mikill. Báðir gangast þeir undir mikið siðferðis- próf á síðum bókarinnar, en falla. Hvorugur gerir sér þó grein fyrir því í eigin tilfelli en dæmir hinn þeim mun harðar. Um er að ræða gamla sannleikann um bjálkann og flísina. Sögufléttunni verður þó vart lýst sem trúverðugri heldur jaðrar hún við að vera skopstæling á hefð- bundnum spennusögum, svo ólík- indaleg er hún á köílum. Þetta er alls ekki galli á verkinu, formgerð þess er hnitmiðuð og söguþráðurinn gengur fullkomlega upp á eigin for- sendum. Mikilvægustu hvörf fléttunnar eru þegar Clive og Vernon gera með sér samning um gagnkvæmt líknar- morð ef þeir skyldu nokkru sinni lenda í sporum Mollyar en með frekari uppljóstrunum um sögu- þráðinn væri væntanlegum lesend- um enginn greiði gerður. Verður því látið nægja að segja að bókin dregur nafn sitt af þeim stað í heiminum sem auðveldast er að fá slíku ætlun- arverki framgengt. Það er óhætt að segja að Amster- dam komi lesendum sífellt á óvart, ef ekki með úthugsaðri en stórkost- lega undarlegri fléttunni, þá í tungumálinu sjálfu sem er lifandi og óútreiknanlegt. Þýðing Ugga á hrós skilið. Þetta er ekki þungvægasta bók McEwans hingað til en stór- skemmtileg lesning. Björn Þór Vilhjálmsson wmm/m-su) Úrval jólagjafa DEMANTAHÚSÍ Nýju Kringlunni, sími 588 Iþrótta- álfur á harð- spjöldum BÆKUR !t a r n a b æ k u r ÍÞRÓTTAÁLFURINN Á FERÐ OG FLUGI; MAGGI MJÓIBORÐAREKKI MAT; SIGGI SÆTI BJARG- ARTÖNNUM;NENNI NÍSKI VILL EIGA ALLT; SOLLA STIRÐA NÆR EKKI í TÆRNAR; HALLA HREKKJUSVÍN GENGUR LAUS; GOGGI „MEGA“ VILL EKKI SOFNA; GLANNI GLÆPUR SEGIR ALDREI SATT. eftir Magnús Scheving Lazytown, 1999. ÞAÐ er ekki að spyrja að Magnúsi Scheving, leikskáldi og íþróttaálfi. Nú er hann búinn að semja heilar átta bækur fyrir lítil börn, þessi á harðspjaldaaldrinum. Já, bækurnar eru prentaðar á þykk spjöld og eru fyrir vikið nokkuð þungar - fínar til að þjálfa litla vöðva. Og það er ör- ugglega í anda íþróttaálfsins, sem hefur haft það að markmiði undan- farin ár að koma börnum í skilning um að það sé gaman að hreyfa sig og hafa svolítið fyrir hlutunum. Bækurnar fjalla auðvitað um íþróttaálfmn og íbúana í Latabæ. Iþróttaálfurinn birtist þegar í óefni er komið og kennir börnum nýja og betri siði en þau hafa fram að því tileinkað sér. Solla fer að æfa sig og Siggi lærir að bursta tennurnar. Nenni lærir að deila með öðrum, Halla hættir að hrekkja og Goggi slakar á og fer að sofa. Maggi hætt- ir að borða ruslfæði og Glanni fær makleg málagjöld. Lífið er einfalt og skemmtilegt í Latabæ og bæk- urnar átta lýsa því á fjörlegan og litríkan hátt. Teikningarnar og litagleðin í bókunum undirstrika kátínuna og lífsþróttinn sem geisla frá höfund- inum og boðskap hans. Ekkert stendur um hver teiknar, sem er synd því myndskreytingarnar eru jafnmerkilegar og textinn og þær eru það sem grípa athygli barn- anna. Það er ekki að undra hversu vel Magnús nær til barna, svona leiftr- andi fjörugur sem íþróttaálfurinn, sköpunarverk hans, er. Þeir eru líka ófáir litlu íslensku íþróttaálf- arnir sem hafa farið í fötin hans, stokkið upp á borð og bekki í græn- um buxum og bláum bol, með app- elsínugula húfu á höfðinu. Mynd- bandið um Latabæ hefur rúllað ótal sinnum á heimilum landsbarna og ekki sjaldnar hefur verið sungið há- stöfum með. Yngstu börnin eru heitustu aðdáendurnir - þau hafa ekki enn uppgötvað bandarískar hasarstjörnur á borð við Batman og Supei-man, hvað þá Jedi-hetjur úr Stjörnustríði. Harðspjaldabækurn- ar eiga ái'eiðanlega eftir að hitta í mark hjá þeim sem og foreldrum þeirra, til þess eru bækurnar alveg mátulega langar. María Hrönn Gunnarsdóttir Treflar, húfur, hattar, töskur og fleiri fallegar : sérvörur frá | 1 Mk ■ í Barbour j ^x^Laugavegi 54 S. 552 2535
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.