Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 43
w MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 43, UMRÆÐAN Ríkisútvarp bætir einkamiðla LANDSMENN hafa enn á ný látið það álit í ljós að Ríkisút- varpið sé traustasti og áreiðanlegasti fjölmið- ill á íslandi. Könnun sem Morgunblaðið birti 27. nóvember sýn- ir og sannar að þjóðin leitar til tveggja fjöl- miðla eftir áreiðanleg- um upplýsingum: Rík- isútvarpsins (bæði Sjónvarps og Útvarps) og Morgunblaðsins. Þessum fjölmiðlum treysta landsmenn best. Dómur almenn- ings snýst um innihald, en ekki rekstrarform. Því miður er það svo að þegar rætt er um Ríkisútvarpið þá byrja menn oft á öfugum enda. Það er tal- að um tæknilegar lausnir og sumir halda jafnvel að hlutafélagsformið sé einhver allsherjarlausn. Eitt af virtustu ráðgjafarfyrirtækjum heims, McKinsey & Company, hef- ur unnið fyrir breska ríkisútvarpið BBC nýja skýrslu um fyrirkomulag ljósvakamiðlunar í 20 þjóðríkjum í fjórum heimsálfum. Niðurstaða McKinsey er í stuttu máli sú, að þar sem öflugt ríkisútvarp er starfrækt samhliða einkareknum ljósvaka- miðlum, séu gæði og óhlutdrægni ljósvakamiðla mest. Astæðan er ein- faldlega sú, að þegar einkareknir miðlar standa frammi fyrir vel reknu ríkisútvarpi sem býður gæða- dagskrá, þá vanda þeir sig. Hvað gerist þar sem ríkisútvarp er fjárhagslega veikburða og megn- ar ekki að bjóða landsmönnum gæðadagskrá? Þá einblína einka- miðlarnir á hagnað og senda að mestu út léttmeti. Þarmeð bíður þjóðfélagið tjón vegna þess að upp- lýsingar, fræðsla og umræða verða undir. Þetta er niðurstaða eins af BRIDS (Jmsjón Arnór G. llagnarssun virtustu alþjóða ráð- gjafarfyrirtækjunum. Skýrsla McKinsey fyr- ir BBC er á Netinu. Slóðin er: www.bbc.co.uk/info/ bbc/pdf/McKinsey.pdf Best að efla ríkis- útvarp íslenskir ljósvaka- miðlar gætu verið mun betri en þeir eru. En þrengt hefur verið að Ríkisútvarpinu undan- farinn áratug og enn- fremur eru vægar kröfur gerðar til einka- miðlanna. Það síðar- nefnda sannaðist til dæmis þegar útvarpsréttarnefnd tók til umfjöll- unar síðastliðið vor kæru stjórn- málaflokks vegna umfjöllunar Stöðvar 2 um framboð fyrir Alþing- iskosningar. Nefndin sagði að Stöð 2 hefði að vísu einhverjar lýðræðis- legar skyldur, en hún réði hvernig hún sinnti þeim. Hér á landi er takmarkaður áhugi á því að bæta dagskrá ljósvakamiðla í einkaeigu með stjórnvaldsaðgerðum. Besta aðferðin til þess að tryggja góða dagskrá í ljósvakamiðlum er ríkisútvarp sem veitir einkamiðlum aðhald. Þetta er niðurstaðan úr ítar- legri athugun McKinsey ráðgjaf- anna á ástandinu í Þýskalandi, Jap- an, Skandinavíu, Ástralíu, Kanada, Bandaríkjunum, Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi og víðar. Öflugt, fyrirmyndar ríkisútvarp sem nær til allra landsmanna hefur bætandi áhrif á dagskrá einkamiðl- anna. Mikilvæg ákvörðun Ákvörðun um afdrif Ríkis- útvarpsins snertir alla þróun fjöl- miðlunar á Islandi. Menn þurfa að átta sig á þessu og forðast að gleypa Guðbjöm Þórðarson - Hrólfur Hjaltason238 ísak Om Sigurðss. - Hallur Símonars. 224 Minningarmót Harðar Þórðarsonar Útvarpsrekstur Öflugt, fyrirmyndar ríkisútvarp sem nær til allra landsmanna, segir Jón Asgeir Sigurðsson, hefur bætandi áhrif á dagskrá einkamiðlanna. við falsrökum, eins og hjá leiðara- höfundi Morgunblaðsins 28. nóvem- ber síðastliðinn, sem sagði: „Þróun- in á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar er mjög ör og alveg ljóst að hún verður enn hraðari á næstu misser- um. Ríkisútvarpið hefur ekki náð að fylgjast með þessari þróun eins og m.a. má sjá af því, að keppinautur þess í sjónvarpsrekstri, Norðurljós hf., rekur nú mun umfangsmeiri sjónvarpsstarfsemi...“ Ríkisútvarp- inu hefur í mörg ár verið þröngt skorinn stakkur af ráðherra menntamála, Birni Bjarnasyni, og það er ein ástæða þess að Ríkisút- varpið hefur ekki náð að þróast með viðunandi hætti. Ennfremur hafa stjómar- og rekstrarbreytingar að undirlagi Bjöms Bjarnasonar mis- heppnast gjörsamlega. Fyrir tveimur árum var reynt að endurskipuleggja undir heitinu „Betri rekstur Ríkisútvarpsins“, og reyndist það verk algjört klúður. Samkvæmt nýbirtri könnun fjár- málaráðuneytisins á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna, fordæma fjórir af hverjum fimm starfsmönnum Ríkis- útvarpsins þessa misheppnuðu til- raun til endurskipulags. Nær allir starfsmenn Ríkisútvarpsins em sammála um það mat. Könnunin á starfsumhverfi sýnir berlega mikla óánægju starfsmanna með stjóm Ríkisútvarpsins, ekki síst vegna mannaráðninga. Tveir af hverjum þremur ríkisstarfsmönn- um í landinu telja að þar sem þeir starfa sé vandað til mannaráðninga. En hjá Ríkisútvarpinu er allt annað Jón Ásgeir Sigurðsson uppi á teningnum. Þar fordæmir mikill meirihluti starfsmanna (þrír af hverjum fjórum) klíkuskap og óvönduð vinnubrögð við manna- ráðningar hjá Ríkisútvarpinu. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra og sú yfirstjórn Ríkisútvarps- ins sem hann hefur ráðið til starfa taka allar ákvarðanir um manna- ráðningar. Útvarpsráð það sem Al- þingi kýs hefur aðeins umsagnar- rétt. Mat starfsmanna Ríkis- útvarpsins er því áfellisdómur yfir Birni Bjarnasyni og félögum. Vænt- anlegt endurskipulag Ríkisútvarps- ins verður að taka mið af þessum staðreyndum. Hugmynd Morgunblaðsins í áður- nefndri forystugrein, að selja Sjón- varpið og Rás 2, er á lélegum rökum reist. Tilvistarkreppa Ríkisútvarps- ins orsakast ekki af samkeppni við einkarekna fjölmiðla, hún er afleið- ing vondra pólitískra ákvarðana. En jafnframt er alveg ljóst að þrátt fyr- ir fjársvelti og óviðunandi stjórn þá njóta dagskrárgerðarmenn og al- mennir starfsmenn Ríkisútvarpsins mikils trausts þjóðarinnar, sem kann vel að meta fréttaflutning, um- ræðu, fróðleik og afþreyingu í Ríkis- útvarpinu. Það skiptir mestu máli. Afnotagjald besta leiðin McKinsey ráðgjafarnir skoðuðu einnig rekstrarforsendur öflugs rík- isútvarps. Þeir telja óskynsamlegt að treysta mikið á auglýsingatekjur eða framlög á fjárlögum. Athugun á dagskrárgæðum ljósvakamiðla í 20 ríkjum sýnir að það er vitlegast að fjármagna ríkisútvarp með afnota- gjaldi. Rétt er að benda á að þeim sem greiða Ríkisútvarpinu afnota- gjöld skilvíslega hefur fjölgað um- talsvert á síðustu árum. Svipaða reynslu hafa Bretar, en hjá BBC hefur hlutfall þeirra sem skjóta sér undan greiðslu afnotagjalda lækkað Úr8%í6%. I umræðum um Ríkisútvarpið verða menn fyrst af öllu að gera sér grein fyrir megintilgangi þess og skyldum við þjóðina. Séu málin skoðuð í því ljósi, þá er niðurstaðan eindreginn stuðningur við öflugt, áreiðanlegt ríkisútvarp, sem fjár- magnað er að miklu leyti með af- notagjöldum. Landsmenn eiga kröfu á fyrirmyndar dagskrárefni í ljósvakamiðlum og það verður best gert með því að efla og betrumbæta Ríkisútvarpið. Höfundur er formaður Starfsmanna- samtaka Ríkisútvarpsins. Hraðsveitakeppni Bridsfélags Reykjavíkur lokið Ferðaskrifstofa Vesturlands vann Hraðsveitakeppni félagsins 1999. Fimm sveitir börðust um sigurinn í keppninni. Hinar fjórar voru Rúnar Einarsson, Jón Þorvarðarson, Helgebo og Samvinnuferðir- Landsýn. Sú síðastnefnda var með töluverða forystu fyrstu 3 kvöldin. Lokastaðan var: FerðaskrifstofaVesturlands 2274 Jón Þorvarðarson 2260 Helgebo 2259 Samvinnuferðir-Landsýn 2248 Rúnar Einarsson 2217 Ásmundur Pálsson 2178 Meðalskorvar: 2124 Síðasta kvöldið var sveitunum styrkleikaraðað í 2 riðla og efstu sveitir í hvorum riðli voru: A-riðill Jón Þorvarðarson 573 Ferðaskrifstofa Vesturlands 559 ÁsmundurPálsson 532 Helgebo 515 B-riðill Olís 589 Gylfi Baldursson 552 Björn Theodórsson 516 Meðalskorkvöldsvar 504 Föstudaginn 17. desember var spilaður síðasti einskvölds tvímenn- ingurinn á þessu ári á vegum BR. 24 pör spiluðu Mitchell-tvímenning. Meðalskor var 216 og efstu pör í N/S voru: Aron Þorfmnsson - Frímann Stefánsson 276 Sveinn R. Þorvaldss. - Gísli Steingrímss.264 HaukurÁmas.-Guðm. Friðbjömss. 237 Albert Þorsteinsson - Björn Árnason 231 A/V Rafn Thorarensen - Hafþór Kristjánss. 262 Jón Stefánsson - Magnús Sverrisson 253 BR og Sparisjóður Reykjavíkur standa fyrir minningarmóti um Hörð Þórðarson. Mótið fer fram 29. des- ember í húsæði Bridssambandsins í Þönglabakka og byrjar kl. 17:00. Spilaðar verða 11 umferðir Monrad með 4 spilum á milli para. Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 20. desember var spilaður eins kvölds jólatvímenning- ur hjá félaginu með ókeypis þátt- töku. Spilað var með Mitchell-fyrir- komulagi. Úrslit urðu þannig: N-S riðill: Þorsteinn Kristm. - Njáll G. Sigurðss. 266 JónAndréss.-SæmundurBjömsson 259 Stefán Garðarss. - Kristinn Kristinss. 237 A-V riðill: Atli Hjartarson - Þórður Þórðars. 252 BaldurBjartmarss.-ÁmiHanness. 249 Gísli Hafliðason - Guðrún Jóhannesd. 243 Efstu pör í hvorum riðli hlutu að launum rauðvín með jólasteikinni í boði Saltkaups hf. Jólamót í Firðinum Hið árlega jólamót Bridsfélags Hafnarfjarðar og Sparisjóðs Hafn- arfjarðar verður haldið mánudaginn 27. desember og hefst kl. 17.00. Eins og undanfarin tvö ár verður spilað í Hraunholti, Dalshrauni 15. Þátttök- ugjald er 2.000 kr. á manninn og er kaffihlaðborð innifalið. Að vanda eru vegleg verðlaun í boði og mun heild- arverðlaunaupphæð að þessu sinni nema um kr. 200.000. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að skrá sig símleiðis eða með tölvupósti í síðasta lagi 23. desember. Skráning fer fram hjá eftirfarandi aðilum: Halldór Ein- arsson, s. 555 3046, Halldór Þórólfs- son, 565 1268, Trausti Harðarson, s. 565 1064, traustih@centrum.is Við lokum um jól oq áramót Lokað verður á skrifstofum og þjónustustöðum VÍS á aðfangadag 24. desember og gamlársdag 31. desember. Neyðarþjónusta vegna eignatjóna er veitt allan sólarhringinn, alla daga ársins. VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSIANDS HF - þar sem tryggingar snúast umfólk Ármúla 3,108 Reykjavík, þjónustuver 560 5000, www.vis.is Vandaðar yfírhafnir frá Barbour og BURBERRY . o h u o N {$/ te#Aa /)úéisi ^ Laugavegl 54 S. 552 2535 ^ ALMANAK HÁSKÓLANS Jóúyjöf útivistarfóCfeins Verð (q. 735 Fæst í öllum bókabúðum JÓLAGJÖFIN tíl hans - til hennar BUXNAPRESSA 2 gerðir hvítar, svartar, mahógní, beis. Verð frá kr. 12.312 /■/■ Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 » 562 2901 Ofl 562 2900 Klapparstíg 40, sími 552 7977. Falleg jólagjöf Handgerðir grískir íkonar Vcrð frá 1.990-28.000 kr. LUXOR Bæjarlind 3, Kóp., sími 564 6880. y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.