Morgunblaðið - 23.12.1999, Side 43
w
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 43,
UMRÆÐAN
Ríkisútvarp bætir
einkamiðla
LANDSMENN
hafa enn á ný látið það
álit í ljós að Ríkisút-
varpið sé traustasti og
áreiðanlegasti fjölmið-
ill á íslandi. Könnun
sem Morgunblaðið
birti 27. nóvember sýn-
ir og sannar að þjóðin
leitar til tveggja fjöl-
miðla eftir áreiðanleg-
um upplýsingum: Rík-
isútvarpsins (bæði
Sjónvarps og Útvarps)
og Morgunblaðsins.
Þessum fjölmiðlum
treysta landsmenn
best. Dómur almenn-
ings snýst um innihald,
en ekki rekstrarform.
Því miður er það svo að þegar
rætt er um Ríkisútvarpið þá byrja
menn oft á öfugum enda. Það er tal-
að um tæknilegar lausnir og sumir
halda jafnvel að hlutafélagsformið
sé einhver allsherjarlausn. Eitt af
virtustu ráðgjafarfyrirtækjum
heims, McKinsey & Company, hef-
ur unnið fyrir breska ríkisútvarpið
BBC nýja skýrslu um fyrirkomulag
ljósvakamiðlunar í 20 þjóðríkjum í
fjórum heimsálfum. Niðurstaða
McKinsey er í stuttu máli sú, að þar
sem öflugt ríkisútvarp er starfrækt
samhliða einkareknum ljósvaka-
miðlum, séu gæði og óhlutdrægni
ljósvakamiðla mest. Astæðan er ein-
faldlega sú, að þegar einkareknir
miðlar standa frammi fyrir vel
reknu ríkisútvarpi sem býður gæða-
dagskrá, þá vanda þeir sig.
Hvað gerist þar sem ríkisútvarp
er fjárhagslega veikburða og megn-
ar ekki að bjóða landsmönnum
gæðadagskrá? Þá einblína einka-
miðlarnir á hagnað og senda að
mestu út léttmeti. Þarmeð bíður
þjóðfélagið tjón vegna þess að upp-
lýsingar, fræðsla og umræða verða
undir. Þetta er niðurstaða eins af
BRIDS
(Jmsjón Arnór G.
llagnarssun
virtustu alþjóða ráð-
gjafarfyrirtækjunum.
Skýrsla McKinsey fyr-
ir BBC er á Netinu.
Slóðin er:
www.bbc.co.uk/info/
bbc/pdf/McKinsey.pdf
Best að efla ríkis-
útvarp
íslenskir ljósvaka-
miðlar gætu verið mun
betri en þeir eru. En
þrengt hefur verið að
Ríkisútvarpinu undan-
farinn áratug og enn-
fremur eru vægar
kröfur gerðar til einka-
miðlanna. Það síðar-
nefnda sannaðist til dæmis þegar
útvarpsréttarnefnd tók til umfjöll-
unar síðastliðið vor kæru stjórn-
málaflokks vegna umfjöllunar
Stöðvar 2 um framboð fyrir Alþing-
iskosningar. Nefndin sagði að Stöð
2 hefði að vísu einhverjar lýðræðis-
legar skyldur, en hún réði hvernig
hún sinnti þeim. Hér á landi er
takmarkaður áhugi á því að bæta
dagskrá ljósvakamiðla í einkaeigu
með stjórnvaldsaðgerðum.
Besta aðferðin til þess að tryggja
góða dagskrá í ljósvakamiðlum er
ríkisútvarp sem veitir einkamiðlum
aðhald. Þetta er niðurstaðan úr ítar-
legri athugun McKinsey ráðgjaf-
anna á ástandinu í Þýskalandi, Jap-
an, Skandinavíu, Ástralíu, Kanada,
Bandaríkjunum, Frakklandi, Ítalíu,
Bretlandi og víðar.
Öflugt, fyrirmyndar ríkisútvarp
sem nær til allra landsmanna hefur
bætandi áhrif á dagskrá einkamiðl-
anna.
Mikilvæg ákvörðun
Ákvörðun um afdrif Ríkis-
útvarpsins snertir alla þróun fjöl-
miðlunar á Islandi. Menn þurfa að
átta sig á þessu og forðast að gleypa
Guðbjöm Þórðarson - Hrólfur Hjaltason238
ísak Om Sigurðss. - Hallur Símonars. 224
Minningarmót Harðar
Þórðarsonar
Útvarpsrekstur
Öflugt, fyrirmyndar
ríkisútvarp sem nær til
allra landsmanna, segir
Jón Asgeir Sigurðsson,
hefur bætandi áhrif á
dagskrá einkamiðlanna.
við falsrökum, eins og hjá leiðara-
höfundi Morgunblaðsins 28. nóvem-
ber síðastliðinn, sem sagði: „Þróun-
in á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar
er mjög ör og alveg ljóst að hún
verður enn hraðari á næstu misser-
um. Ríkisútvarpið hefur ekki náð að
fylgjast með þessari þróun eins og
m.a. má sjá af því, að keppinautur
þess í sjónvarpsrekstri, Norðurljós
hf., rekur nú mun umfangsmeiri
sjónvarpsstarfsemi...“ Ríkisútvarp-
inu hefur í mörg ár verið þröngt
skorinn stakkur af ráðherra
menntamála, Birni Bjarnasyni, og
það er ein ástæða þess að Ríkisút-
varpið hefur ekki náð að þróast með
viðunandi hætti. Ennfremur hafa
stjómar- og rekstrarbreytingar að
undirlagi Bjöms Bjarnasonar mis-
heppnast gjörsamlega.
Fyrir tveimur árum var reynt að
endurskipuleggja undir heitinu
„Betri rekstur Ríkisútvarpsins“, og
reyndist það verk algjört klúður.
Samkvæmt nýbirtri könnun fjár-
málaráðuneytisins á starfsumhverfi
ríkisstarfsmanna, fordæma fjórir af
hverjum fimm starfsmönnum Ríkis-
útvarpsins þessa misheppnuðu til-
raun til endurskipulags. Nær allir
starfsmenn Ríkisútvarpsins em
sammála um það mat.
Könnunin á starfsumhverfi sýnir
berlega mikla óánægju starfsmanna
með stjóm Ríkisútvarpsins, ekki
síst vegna mannaráðninga. Tveir af
hverjum þremur ríkisstarfsmönn-
um í landinu telja að þar sem þeir
starfa sé vandað til mannaráðninga.
En hjá Ríkisútvarpinu er allt annað
Jón Ásgeir
Sigurðsson
uppi á teningnum. Þar fordæmir
mikill meirihluti starfsmanna (þrír
af hverjum fjórum) klíkuskap og
óvönduð vinnubrögð við manna-
ráðningar hjá Ríkisútvarpinu.
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra og sú yfirstjórn Ríkisútvarps-
ins sem hann hefur ráðið til starfa
taka allar ákvarðanir um manna-
ráðningar. Útvarpsráð það sem Al-
þingi kýs hefur aðeins umsagnar-
rétt. Mat starfsmanna Ríkis-
útvarpsins er því áfellisdómur yfir
Birni Bjarnasyni og félögum. Vænt-
anlegt endurskipulag Ríkisútvarps-
ins verður að taka mið af þessum
staðreyndum.
Hugmynd Morgunblaðsins í áður-
nefndri forystugrein, að selja Sjón-
varpið og Rás 2, er á lélegum rökum
reist. Tilvistarkreppa Ríkisútvarps-
ins orsakast ekki af samkeppni við
einkarekna fjölmiðla, hún er afleið-
ing vondra pólitískra ákvarðana. En
jafnframt er alveg ljóst að þrátt fyr-
ir fjársvelti og óviðunandi stjórn þá
njóta dagskrárgerðarmenn og al-
mennir starfsmenn Ríkisútvarpsins
mikils trausts þjóðarinnar, sem
kann vel að meta fréttaflutning, um-
ræðu, fróðleik og afþreyingu í Ríkis-
útvarpinu. Það skiptir mestu máli.
Afnotagjald besta leiðin
McKinsey ráðgjafarnir skoðuðu
einnig rekstrarforsendur öflugs rík-
isútvarps. Þeir telja óskynsamlegt
að treysta mikið á auglýsingatekjur
eða framlög á fjárlögum. Athugun á
dagskrárgæðum ljósvakamiðla í 20
ríkjum sýnir að það er vitlegast að
fjármagna ríkisútvarp með afnota-
gjaldi. Rétt er að benda á að þeim
sem greiða Ríkisútvarpinu afnota-
gjöld skilvíslega hefur fjölgað um-
talsvert á síðustu árum. Svipaða
reynslu hafa Bretar, en hjá BBC
hefur hlutfall þeirra sem skjóta sér
undan greiðslu afnotagjalda lækkað
Úr8%í6%.
I umræðum um Ríkisútvarpið
verða menn fyrst af öllu að gera sér
grein fyrir megintilgangi þess og
skyldum við þjóðina. Séu málin
skoðuð í því ljósi, þá er niðurstaðan
eindreginn stuðningur við öflugt,
áreiðanlegt ríkisútvarp, sem fjár-
magnað er að miklu leyti með af-
notagjöldum. Landsmenn eiga
kröfu á fyrirmyndar dagskrárefni í
ljósvakamiðlum og það verður best
gert með því að efla og betrumbæta
Ríkisútvarpið.
Höfundur er formaður Starfsmanna-
samtaka Ríkisútvarpsins.
Hraðsveitakeppni Bridsfélags
Reykjavíkur lokið
Ferðaskrifstofa Vesturlands vann
Hraðsveitakeppni félagsins 1999.
Fimm sveitir börðust um sigurinn í
keppninni. Hinar fjórar voru Rúnar
Einarsson, Jón Þorvarðarson,
Helgebo og Samvinnuferðir-
Landsýn. Sú síðastnefnda var með
töluverða forystu fyrstu 3 kvöldin.
Lokastaðan var:
FerðaskrifstofaVesturlands 2274
Jón Þorvarðarson 2260
Helgebo 2259
Samvinnuferðir-Landsýn 2248
Rúnar Einarsson 2217
Ásmundur Pálsson 2178
Meðalskorvar: 2124
Síðasta kvöldið var sveitunum
styrkleikaraðað í 2 riðla og efstu
sveitir í hvorum riðli voru:
A-riðill
Jón Þorvarðarson 573
Ferðaskrifstofa Vesturlands 559
ÁsmundurPálsson 532
Helgebo 515
B-riðill
Olís 589
Gylfi Baldursson 552
Björn Theodórsson 516
Meðalskorkvöldsvar 504
Föstudaginn 17. desember var
spilaður síðasti einskvölds tvímenn-
ingurinn á þessu ári á vegum BR. 24
pör spiluðu Mitchell-tvímenning.
Meðalskor var 216 og efstu pör í N/S
voru:
Aron Þorfmnsson - Frímann Stefánsson 276
Sveinn R. Þorvaldss. - Gísli Steingrímss.264
HaukurÁmas.-Guðm. Friðbjömss. 237
Albert Þorsteinsson - Björn Árnason 231
A/V
Rafn Thorarensen - Hafþór Kristjánss. 262
Jón Stefánsson - Magnús Sverrisson 253
BR og Sparisjóður Reykjavíkur
standa fyrir minningarmóti um Hörð
Þórðarson. Mótið fer fram 29. des-
ember í húsæði Bridssambandsins í
Þönglabakka og byrjar kl. 17:00.
Spilaðar verða 11 umferðir Monrad
með 4 spilum á milli para.
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Mánudaginn 20. desember var
spilaður eins kvölds jólatvímenning-
ur hjá félaginu með ókeypis þátt-
töku. Spilað var með Mitchell-fyrir-
komulagi. Úrslit urðu þannig:
N-S riðill:
Þorsteinn Kristm. - Njáll G. Sigurðss. 266
JónAndréss.-SæmundurBjömsson 259
Stefán Garðarss. - Kristinn Kristinss. 237
A-V riðill:
Atli Hjartarson - Þórður Þórðars. 252
BaldurBjartmarss.-ÁmiHanness. 249
Gísli Hafliðason - Guðrún Jóhannesd. 243
Efstu pör í hvorum riðli hlutu að
launum rauðvín með jólasteikinni í
boði Saltkaups hf.
Jólamót í Firðinum
Hið árlega jólamót Bridsfélags
Hafnarfjarðar og Sparisjóðs Hafn-
arfjarðar verður haldið mánudaginn
27. desember og hefst kl. 17.00. Eins
og undanfarin tvö ár verður spilað í
Hraunholti, Dalshrauni 15. Þátttök-
ugjald er 2.000 kr. á manninn og er
kaffihlaðborð innifalið. Að vanda eru
vegleg verðlaun í boði og mun heild-
arverðlaunaupphæð að þessu sinni
nema um kr. 200.000. Væntanlegir
þátttakendur eru beðnir að skrá sig
símleiðis eða með tölvupósti í síðasta
lagi 23. desember. Skráning fer fram
hjá eftirfarandi aðilum: Halldór Ein-
arsson, s. 555 3046, Halldór Þórólfs-
son, 565 1268, Trausti Harðarson, s.
565 1064, traustih@centrum.is
Við lokum
um jól oq
áramót
Lokað verður á skrifstofum og
þjónustustöðum VÍS
á aðfangadag 24. desember
og gamlársdag 31. desember.
Neyðarþjónusta vegna eignatjóna er veitt
allan sólarhringinn, alla daga ársins.
VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSIANDS HF
- þar sem tryggingar snúast umfólk
Ármúla 3,108 Reykjavík, þjónustuver 560 5000, www.vis.is
Vandaðar yfírhafnir
frá
Barbour
og
BURBERRY
. o h u o N
{$/ te#Aa /)úéisi
^ Laugavegl 54 S. 552 2535 ^
ALMANAK HÁSKÓLANS
Jóúyjöf útivistarfóCfeins
Verð (q. 735
Fæst í öllum bókabúðum
JÓLAGJÖFIN
tíl hans - til hennar
BUXNAPRESSA
2 gerðir
hvítar, svartar,
mahógní, beis.
Verð frá kr. 12.312
/■/■
Einar
Farestveit&Co.hf.
Borgartúni 28 » 562 2901 Ofl 562 2900
Klapparstíg 40, sími 552 7977.
Falleg jólagjöf
Handgerðir grískir
íkonar
Vcrð frá 1.990-28.000 kr.
LUXOR
Bæjarlind 3, Kóp., sími 564 6880. y