Morgunblaðið - 23.12.1999, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bæjarstjórinn á Húsavík gagnrýndur fyrir
vinnubrögð vegna FH og Ljosavikur
Skjal sent í nafni
bæjarins án umboðs
Sigurjón Benediktsson bæjarfulltrúi gagnrýnir vinnubrögð
í stjórn Fiskiðjusamlags Húsavíkur.
Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI á
Húsavík í fyrrakvöld, gerði Sigur-
jón Benediktsson, bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks og minnihluta í
bæjarstjórn, grein fyrir tilvist
skjals sem hann sagði bæjarstjóra,
Reinhard Reynisson, hafa sent í
nafni bæjarins án umboðs. Um er
að ræða grunn að samræmdu mati
Ljósavíkur hf. Fiskiðjusamlags
Húsavíkur hf., sem hvorki hefur
verið lagður fyrir bæjarstjóm né
bæjarráð, að sögn Sigurjóns.
Nú skiptist hlutafé Fiskiðjusam-
lags Húsavíkur þannig að Olíufé-
lagið og tengd félög eiga um 30%,
Húsavíkurbær á um 26%, Jökulvík
ehf. 20% og Tryggingamiðstöðin
tæp 10%. Afgangur er í eigu
smærri aðila. Ljósavík og Jökulvík
eru í eigu sömu aðila en Ljósavík
seldi síðarnefnda félaginu 20%
hlutinn í FH í nóvember sl.
Meirihlutinn í bæjarstjóm er
skipaður vinstrimönnum og hefur
sérstaklega verið gagnrýndur fyrir
meðferð eignarhluta bæjarins í
Fiskiðjusamlaginu frá því í sumar
að bærinn keypti hlut Kaupfélags
Þingeyinga í FH. Fremstur í flokki
gagnrýnenda er Sigurjón Bene-
diktsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokks.
Óljóst hver vann grunn að
samræmdu mati
I samtali við Morgunblaðið segir
Sigurjón umrætt skjal aldrei hafa
verið lagt fram á fundum bæjar-
ráðs eða bæjarstjórnar, það lægi
þó til grundvallar sammna félag-
anna. Né heldur liggi fyrir hver
hefði unnið matið. „Þarna em eign-
ir FH vanmetnar og eignir Ljósa-
víkur að sama skapi ofmetnar,“
segir Sigurjón í samtali við Morg-
unblaðið. Hann nefnir í því sam-
bandi að rækjuverð sé lágt um
þessar mundir en þorskverð hátt
en í mati á hvom félagi íyrir sig sé
ekki tekið tillit til þess heldur þvert
á móti. Ljósavík hefur yfír rækju-
veiðiheimildum að ráða en FH hef-
ur lagt áherslu á bolfisk. „Þar sem
þetta mat lá ekki fyrir þegar sam-
þykkt var í bæjarstjóm af hálfu
Húsavíkurkaupstaðar að gengið
yrði til sammna félaganna, reikn-
aði enginn með því að hlutur Ljósa-
víkur færi upp fyrir um 25% þar
sem staða þess félags er mun veik-
ari en staða FH,“ segir Sigurjón.
Á fundinum í fyrrakvöld var bor-
ið upp og samþykkt breytt hlut-
hafasamkomulag þar sem forka-
upsréttur hvors félags fellur niður.
Auk þess var samþykkt að Krist-
ján Ásgeirsson, formaður bæjar-
ráðs, færi með hlut Húsavíkur-
kaupstaðar í FH á hluthafafundi í
janúar nk. Sigurjón segir meiri-
hluta bæjarstjórnar hafa misbeitt
pólitísku valdi sínu í málinu. „Einn
bæjarfulltrúa meirihlutans hafði
lýst því yfir að hann myndi ekki
styðja meirihlutann í þessum að-
gerðum. Því var bundið svo um
hnútana að varamaður hans mætti
á fundinn, sem studdi meirihlut-
ann,“ segir Siguijón.
í bókun sem Sigurjón gerði á
fundinum segir hann það ekki hlut-
verk einstakra hluthafa að ákvarða
skiptihlutfall við samruna fyrir-
tækja heldur hlutverk stjórna og
hluthafafunda viðkomandi fyrir-
tækja. Einnig segir í bókun Sigur-
jóns að hann áskilji sér rétt til að
bregðast við því, sem hann kallar
embættisafglöp bæjarstjóra, á lög-
formlegan hátt á síðari stigum ef
þörf krefji.
Hluthafasamkomulag ekki í
heiðri haft
Hann segist hafa vakið athygli á
gagnkvæmum forkaupsrétti
Ljósavíkur og FH, samkvæmt
hluthafasamkomulagi félaganna.
Sala Ljósavíkur á 20% hlut sínum í
FH til Jökulvíkur er ekki í sam-
ræmi við það, að sögn Sigurjóns og
hann bætir við að þetta sýni að
hluthafasamkomulagið hafi alls
ekki verið í heiðri haft, heldur séu
breytingarnar á samkomulaginu
samþykktar eftir söluna til Jökul-
víkur. Þegar fyrir lá að Ljósavík
myndi selja Jökulvík hlutabréfin
var þess óskað af hópi forráða-
manna fyrirtækja og einstaklinga
á Húsavík að Húsavíkurkaupstað-
ur nýtti sér forkaupsrétt sinn og
skuldbundu viðkomandi aðilar sig
til að kaupa bréfin af bænum á
sama gengi.
I hluthafasamkomulaginu kem-
ur einnig fram að hlutur Ljósavík-
ur skuli ekki fara yfir 47% í sam-
einuðu félagi en Siguijón bendir á
að það sé þrátt fyrir allt ráðandi
hlutur í FH þar sem eignaraðild sé
nokkuð dreifð.
Núverandi stjóm FH skipa Guð-
mundur Baldursson stjórnarfor-
maðurog Unnþór Halldórsson sem
fulltrúar Ljósavíkur, frá Húsavík-
urbæ kemur Reinhard Reynisson,
bæjarstjóri, Bjarni Bjamason, að-
stoðarforstjóri, er fulltrúi Olíufé-
lagsins og lögmaðurinn Ingólfur
Friðjónsson er fimmti maður í
stjóm. Sigurjón segir ljóst að
Ljósavík eigi meii’ihluta stjómar-
manna. „Það liggur fyrir að Ingólf-
ur er talsmaður Ljósavíkur,“ segir
Sigurjón.
Fjórir yfirmenn láta af
störfum hjá FH
í sumar keypti Húsavíkur-
kaupstaður hlutabréf Kaupfélags
Þingeyinga í Fiskiðjusamlaginu og
átti um skeið um 46,5% í félaginu. I
ágúst seldi bærinn Ljósavík 20%
hlut í FH og í október samþykkti
stjórn FH að ganga til samruna fé-
laganna. í lok nóvember sam-
þykkti stjórn félagsins að samein-
ing við Ljósavík hf. frá 1.
september 1999, yrði borin undir
hluthafafund en hann verður hald-
inn í janúar. í tilkynningu þess efn-
is kom fram að skiptihlutföll við
sameininguna yrðu þannig að hlut-
ur hluthafa Fiskiðjusamlags Húsa-
víkur hf. væri 62,5% og hlutur hlut-
hafa í Ljósavík 37,5%. Hlutafé
Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf.
yrði aukið um kr. 370.355.562 og
útistandandi hlutafé væri því sam-
tals kr. 987.614.832.
Kristján Björn Garðarsson, út-
gerðarstjóri Fiskiðjusamlags
Húsavíkur hf., hefur sagt starfi
sínu lausu. Hann er fjórði maður-
inn sem mun láta af störfum hjá
Fiskiðjusamlaginu frá því um mitt
þetta ár. Einar Svansson fram-
kvæmdastjóri óskaði eftir lausn frá
störfum í byrjun þessarar viku og
fyrir höfðu Hjalti Halldórsson,
fjármálastjóri, og Steindór Sigur-
geirsson, aðstoðarmaður fram-
kvæmdastjóra, sagt upp.
Kristján Björn hefur verið út-
gerðarstjóri fyrirtækisins frá 1996
eða frá þeim tíma þegar útgerðar-
fyrirtækið Höfði hf. og Fiskiðju-
samlag Húsavíkur hf. voru samein-
uð í eitt fyrirtæki. Kristján Björn
mun áfram gegna störfum hjá fyr-
irtækinu um óákveðinn tíma, að því
er fram kemur í tilkynningu til
Verðbréfaþings íslands.
Guðmundur Baldursson, stjóm-
arformaður FH, vildi ekki tjá sig
um málið er haft var samband við
hann og ekki náðist í Reinhard
Reynisson bæjarstjóra.
Flugfélag Islands hyggst stefna
samkeppnisráði fyrir dómstóla
FLUGFÉLAG íslands hefur ákveð-
ið að stefna samkeppnisráði fyrir
dómstóla til ógildingar á ákvörðun
áfrýjunarnefndar samkeppnismála
um að staðfesta úrskurð samkeppn-
isráðs þess efnis að Flugfélag Is-
lands fái ekki að hefja miðdegisflug
til Egilsstaða.
Jón Karl Helgason, framkvæmda-
stjóri Flugfélags íslands, segir að fé-
lagið vilji fá svarað þeirri grundvall-
arspurningu hjá dómstólum hvaða
leikregjur eigi að gilda um flug Flug-
félags íslands á innanlandsmarkaði.
„Við teljum okkur ekki geta unað
því að eiga það á hættu, í hvert sinn
sem við ætlum að auka þjónustu, að
fá yfir okkur bannákvæði sem eru
byggð á óþekktum leikreglum," seg-
ir Jón Karl. „Við vitum ekki hvar við
stöndum og höfum engar leikreglur
til að fara eftir en virðumst ekki
mega gera neitt til að auka þjónust-
una.“
Búist er við að stefnan verði lögð
fram fljótlega eftir áramótin en unn-
ið er að undirbúningi málsins.
Guðrún Bjarnadóttir dúxinn úr
Menntaskólanum við Hamrahlíð
Með hæstu einkunn
sem gefin hefur
verið við skólann
GUÐRÚN Björns-
dóttir fékk 9,68 í
meðaleinkunn þegar
hún brautskráðist
frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð síðast-
liðinn laugardag og
segist Lárus H.
Bjarnason rektor
ekki muna eftir því
að hærri einkunn
hafi verið gefin við
skólann.
Hún útskrifaðist af
þremur brautum,
eðlisfræði-, náttúru-
fræði- og nýmála-
braut, með 175 ein-
ingar alls.
Guðrún segir, í
samtali við Morgun-
blaðið, að henni finn-
ist MH frábær skóli.
Þar séu góðir kenn-
arar, gott skipulag
og skemmtilegt and-
rúmsloft. Guðrún hóf
skólagöngu sína í
Selásskóla og fór svo
í Tjarnarskóla. Hún
segist hafa fengið
mjög góðan undir-
búning í grunnskóla
og að þennan góða
árangur megi meðal annars rekja
til þess. Þar hafi hún lært góða
námstækni en smám saman hafi
hún svo þróað eigin aðferð í náminu
sem liafi hentað henni mjög vel og
tekur hún fram að það sé ekki til
nein ein leið til þess að ná árangri
því það sama henti alls ekki öllum.
Hún segist alls ekki hafa legið yfir
bókunum allar stundir heldur hafi
hún reynt að vinna jafnt og þétt og
eiga ekki alltof mikið eftir á síðustu
stundu. Einnig telur hún hafa verið
mikilvægt að mæta í alla tíma og
nota tímaglósur.
Guðrún byrjaði á því að velja eðl-
isfræðibraut og ákvað siðan að taka
nýmálabraut líka því hún hafi gam-
an af tungumálum. Svo hafi hún
einnig haft mjög gaman af líffræði
og því ákveðið að taka náttúruf-
ræðibraut með, enda sé hún rnjög
lík eðlisfræðibrautinni.
Þrátt fyrir allar annirnar hefur
Guðrún gefið sér tíma til að sinna
öðrum áhugamálum meðfram nám-
inu. Hún var í píanónámi fyrsla ár
sitt í skólanum og æfði líka frjálsar
iþróttir á tímabili. Hún hefur lika
gaman af því að fara á skíði og
ferðast. Á sumrin hefur hún svo
unnið á veitingastaðnum Þrastar-
lundi i Grimsnesi.
Nú er Guðrún á leið til Annecy í
Frakklandi í frönskunám og verður
þar fram á vor. í haust ætlar hún
svo að fara í líffræði í Háskólanum
og segist hafa valið hana vegna
þess hve fjölbreytt hún sé og þeirra
mörgu möguleika sem hún býður
upp á. „Ég veit svo lítið hvað ég
ætla að gera og vil því ekki festa
mig við eitthvað eitt fag. Líffræði
er vítt fag og ég ætla að sjá til á
hverju ég hef mestan áhuga þegar
ég er byrjuð," segir Guðrún.
Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra
Krafa um 5-6% arð
af Fljótsdalsvirkjun
FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð-
hen'a greindi frá því á Alþingi í
fyrradagað samningar yrðu ekki
gerðir um orkusölu frá Fljótsdals-
virkjun nema þeir skiluðu Lands-
virkjun 5-6% ai'ði. Það yrði gert til
þess að tryggja að lækka mætti
orkuverð landsmanna um 2-3% á ári,
að raunvirði.
„Þetta er markmiðið. En það sem
mestu ræður um þetta er hvaða
orkuverð menn munu semja um, og á
meðan ekki er ákveðið hvað orku-
verðið verður, þá getur hvorki hátt-
virtur þingmaður Ógmundur Jónas-
son, sem er mikill reiknimeistari, né
aðrir hagfræðingar gefið sér ein-
hverjar tekjur í þessu og reiknað síð-
an út dæmi þar sem menn eru með
allar breyturnar kolvitlausar.
Markmiðið er þetta og það er það
sem menn ætla að ná,“ sagði Finnur.
Hagfræðingur þegar reiknað
út arðsemina
Guðmundur Ólafsson, hagfræð-
ingur og lektor við Háskóla Islands,
hefur þegar reiknað út arðsemi
Fljótsdalsvirkjunai' á heimasíðu
sinni miðað við gefnar forsendur iðn-
aðarráðherra um arð af virkjuninni.
Guðmundur kemst að því að nú-
virt tap af reksti Fljótsdalsvirkjunar
á 100 árum verði hálfur milljarður
króna. Forsendur hans í reiknidæm-
inu eru að af 5,5% arðsemi af því
fjármagni sem Landsvirkjun leggur
í framkvæmdina, að virkjunin kosti
alls 25 milljarða, 22 milljarðar í
byggingarkostnað auk þriggja millj-
arða í kostnað við spennuvirki og
tengingar við almenna raforkukerf-
ið. Rekstrarkostnaður í útreikning-
um Guðmundar er 1% af fjárfesting-
arkostnaði, eða 250 milljónir á ári,
framleiðslugeta er 1.390 gígawatt-
stundir á ári, og verð raforkunnar er
16 mill, eða 1,152 kr. á kílówattstund.
Miðað við þessar forsendur verður
tap af rekstri virkjunarinnar rúm-
lega hálfur milljarður á 100 árum. Sé
miðað við 1.000 ár er tapið hins vegar
430 milljónir, að því er Guðmundur
segir.