Morgunblaðið - 23.12.1999, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Um 18.000 ljós
í garðinum
Morgunblaðið/Sverrir
Á hverju ári er bætt við nýju jólaskrauti á húsið við Hlyngerði og í ár var það upplýstur stigi fyrir jólasveinana til að komast,
upp á þak og í strompinn.
Reykjavík
HÚSIÐ í Hlyngerði 12 hef-
ur undanfarin ár klæðst
jólabúningi í desembermán-
uði og í ár var engin breyt-
ing þar á, nema hvað að
bæst hefur við upplýstur
stigi. Að sögn Sigtryggs
Helgasonar, íbúa hússins,
er stiginn til þess gerður
að lýsa leiðina fyrir jóla-
sveinana upp á stromp.
„Það eru um 18 þúsund
Ijós í garðinum hjá mér
núna og um 225 metrar af
Ijósaslöngum," sagði Sig-
tryggur, sem síðastliðin 5
ár hefur skreytt húsið sitt
Ijósum. „Ég borga svona
um þúsund krónur á dag í
rafmagn, en réttlæti það
með því að segja að ég
reyki ekki, en þetta jafn-
gildir um 2 til 3 pökkum á
dag. Ég byrjaði á þessu eft-
ir að ég kom frá Banda-
ríkjunum fyrir 5 árum. Ég
sá þessar ljósaseríur þar og
þær voru svo ódýrar að ég
keypti 40 stykki, en hver
þeirra kostaði um 150
krónur. Þar sá ég líka
ljósaslöngurnar, sem eru
svo vinsælar hjá fólki í dag,
og ég held ég geti sagt að
ég hafi verið sá fyrsti til að
flytja þær inn til landsins."
Vitringarnir þrír
á suðursvölunum
Sigtryggur sagðist alltaf
bæta einhverju nýju við á
hverju ári og að nú hefði
það verið jólasveinastiginn.
„Þetta er samt að verða
komið í það horf sem ég vil
hafa það.“
Að sögn Sigtryggs vekur
ljósadýrðin mikla lukku hjá
ungum sem öldnum. Auk
þess að vera með Ijósaserí-
urnar eru einnig ljósastytt-
ur í garðinum, gerðar úr
plasti.
„í garðinum er stytta af
boðun Maríu, fæðingu Jesú
og á suðursvölunum eru
vitringarnir þrír á lciðinni.
Jólasveinarnir eru síðan
þarna eins og nokkurs kon-
ar fulltrúar þjóðsögunnar.
Það má því segja að í garð-
inum mætist hið trúarlega
og hið veraldlega."
Golfklúbbur Reykjavíkur hyggst bæta aðstöðu enn frekar á Korpúlfsstöðum og í Grafarholti
Reykjavík
Ekki lagt út í frek-
ari landvinninga
Golfklúbbur Reykjavíkur hefur
staðið í stórræðum undanfarin ár,
en mikil uppbygging hefur átt
sér stað hjá klúbbunum bæði á
Korpúlfsstöðum og í Grafarholti.
Trausti Hafliðason ræddi við
Gest Jónsson, formann GR, um
ástandið í golfinu dag og framtíð
Golfklúbbsins.
Morgunblaðið/Kristinn
Gestur Jónsson, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur, telur
að klúbburinn eigi að einbeita sér að uppbyggingu þeirra
svæða sem hann hefur yfir að ráð nú í stað þess að fara út í
frekari landvinninga.
GEYSILEG fjölgun hefur
orðið í golfíþróttinni undanfar-
in ár, eða um 15% að meðaltali
á ári. Gestur Jónsson, formað-
ur Golfklúbbs Reykjavíkur,
sagði að þessi fjölgun kæmi
ekki á óvart enda í takt við það
sem gerðist erlendis, en bætti
því við að ef áfram héldi sem
horfði myndi félagafjöldi GR
tvöfaldast á næstu 5 árum.
Gestur vill fyrst og fremst að
GR einbeiti sér að uppbygg-
ingu aðstöðunnar í Grafarholti
og á Korpúlfsstöðum, fremur
en að leggja út í frekari land-
vinninga og uppbyggingu valla
annars staðar í Reykjavík.
Golfklúbbur Reykjavíkur,
sem var stofnaður árið 1934 og
hét fyrst um sinn Golfklúbbur
Islands, er bæði fjölmennasti
og stærsti golfklúbbur lands-
ins. í klúbbunum eru nú skráð-
ir um 1.360 félagar og rekur
hann tvo 18 holna golívelli á
Korpúlfsstöðum og í Grafar-
holti.
Gestur hefur ákveðnar
skoðanir um framtíðarstefnu
GR.
„Þótt engin ákvörðun hafi
verið tekin um það innan
klúbbsins tel ég að GR eigi ein-
göngu að miða sína starfsemi
við Grafarholt og Korpúlfs-
staði. Ég er ekki sannfærður
um það að einhver hagræðing
sé fólgin í því fyrir GR að fara
út í vallarframkvæmdir á nýj-
um svæðum. Þá tel ég að GR
hefði gott af því að fá sam-
keppni frá öðrum golfklúbbi í
Reykjavík.
Golfklúbbur Reykjavíkur er
þegar langstærsti golfklúbbur
íandsins og ég tel ekki að það
sé æskilegt að hann skeri sig
alveg úr hvað það varðar.
Þegar að því kemur að aðrir
golfvellir verði byggðir í landi
Reykjavíkur, hvort sem það
verður á Kjalamesi eða annars
staðar, tel ég að stofna eigi
nýja klúbba í kringum þá
starfsemi."
„Það að reka íþróttafélag er
alltaf mikill bamingur og það
er engin undantekning hjá
okkur,“ sagði Gestur. „Rekst-
urinn á liðnu ári skilaði um 10
milljónum króna, en á sama
tíma réðst klúbburinn í fram-
kvæmdir upp á 25 milljónir,
þannig að fjárhagsstaða
klúbbsins versnaði sem þessu
nam á árinu. Það er samt ekk-
ert óeðlilegt að klúbbar, sem
era í uppbyggingu, eins og
GR, geti ekki staðið undir
framkvæmdum á sama ári og
þær era gerðar.
Staðreyndin er sú að það er
bara alltaf og eilíflega þörf fyr-
ir meira og þess vegna er mjög
erfitt að láta enda ná saman í
svona rekstri, en það er nátt-
úrlega metnaðarmál okkar að
safna ekki skuldum."
Áherslan í rekstrinum að
færast á Korpúlfsstaði
Nokkrar breytingar hafa
orðið á innra starfi GR, því
skrifstofa klúbbsins hefur ver-
ið flutt á Korpúlfsstaði. Gestur
sagði að það væri hinsvegar
mjög viðkvæmt mál að tala um
það að höfuðstöðvar klúbbsins
hefðu þar með verið fluttar á
Korpúlfsstaði, því margir fé-
lagsmannanna líti á Grafar-
holtið sem hjarta klúbbsins.
Hann sagði að áherslan í
rekstri klúbbsins myndi þó
færast á Korpúlfsstaði með
tímanum, enda væri aðgengi
þar mun betra og þar væri
einnig starfsemi allt árið. Þar
væri aðstaða til inniæfinga og
spilað á vellinum sjálfum að
jafnaði svona 2 til 3 mánuðum
lengur en Grafarholtsvellin-
um. Gestur sagði að þó að
heilsárskrifstofa yrði á Kor-
púlfsstöðum, yrði áfram rekin
skrifstofa í Grafarholti á sumr-
in.
Golfklúbbur Reykjavíkur
hefur staðið í miklum fram-
kvæmdum síðustu ár. Nýr 18
holna völlur var vígður á Kor-
púlfsstöðum áriðl997 og á
þessu ári var nýr 9 holna æf-
ingavöllur tekinn í notkun, en
á honum gátu allir leikið end-
urgjaldslaust í sumar og sagði
Gestur að aðsóknin hefði verið
gífurleg. Þá var aðgengið lag-
að til muna, m.a. gerð bíla-
stæði.
í Grafarholti hefur líka mik-
ið verið gert, en mest unnið við
lagfæringar á vellinum sjálf-
um. Byggðar vora 4 nýjar flat-
ir á braut 2,6,10 og 16 og haf-
ist handa við gerð nýs teigs á
17. braut. I borgarráði var
einnig samþykkt að fram-
lengja leigusamninginn um
Grafarholtslandið um 50 ár.
Það er ýmislegt framundan
hjá Goliídúbbnum. Gestur
sagði að klúbburinn hefði sótt
um að fá meira rými í Kor-
púlfsstaðahúsinu, en núna
væri starfsemin bundin við
norðausturendann. Hann
sagði að borgaryfirvöld hefðu
tekið vel í málið og því ætti það
að geta fengið farsæla lausn á
næstu vikum eða mánuðum.
I suðvesturenda hússins er
Korpuskóli til húsa, en einnig
hafa ýmsir aðrir haft aðstöðu í
húsinu, t.d. myndlistarmenn.
„Við eram að tala um að
stækka okkar rými í átt að
miðju húsinu, en þeim hluta
hússins sem við eram að falast
eftir hefur ekki verið ráðstaf-
að. Við höfum átt fundi með
borgarverkfræðingi og bygg-
ingadeild borgarverkfræðings
og lagt inn umsókn um þetta
og þetta er í skoðun þar.“
Auk þess að hafa sótt um
aukið rými á Korpúlfsstöðum
hefur klúbburinn einnig sótt
um að fá að stækka völlinn um
9 holur í viðbót, úr 18 í 27.
„Við eram búnir að sækja
um aukið landssvæði upp að
Vesturlandsveginum á svæð-
inu milli spennistöðvarinnar
og rannsóknastofnana at-
vinnuveganna, en það kannast
margir við þetta svæði sem
gömlu kartöflugarðana. Ef
byggðar yrðu nýjar 9 holur
þama myndu þær tengjast 18
holna vellinum og gera það að
verkum að við myndum spila
Korpúlfsstaðavöllinn sem 27
holna völl.“
Gestur sagði að ef völlurinn
yrði stækkaður um 9 holur
myndi það auka afköst hans
um meira en 50%.
„Það er mikilvægt að menn
átti sig á því að ef völlurinn
yrði tengdur 18 holna vellinum
þá hefðum við 3 teiga til að
ræsa út af og þá ykjust afköst
vallarins meira heldur en
næmi stækkuninni. Á álags-
tímum er betri nýting á 27
holna velli en 18 holna velli,
það nýtist hver hola að jafnað
betur. Umsóknin um meira
rými í Korpúlfsstaðahúsinu
tengist líka þessari hugsun; að
það sé verið að byggja upp að-
stöðuna á Korpúlfsstöðum.“
Aðspurður um mikilvægi
þess að fá leyfi til að stækka
völlinn sagði Gestur: „Golf-
klúbbur Reykjavíkur verður
samur og jafn hvort sem þetta
verður leyft eða ekki. Ef þetta
verður ekki leyft þýðir það ein-
faldlega að við verðum að loka
klúbbnum fljótlega. Þetta er
fyrst og fremst hagsmunamál
þeirra þúsunda Reykvíkinga
sem era að byrja að fikta við
golfið núna og verða golfleik-
arar framtíðarinnar.
Æfingasvæði byggt
í mýrinni við Laxalón
Ástandið er núna þannig að
við eram komnir með tæplega
1.400 félagsmenn og það er
ljóst að ef fjölgunin verður
áfram eins og hún hefur verið
er það spurning um tvö til þrjú
ár þar til loka verður klúbbn-
um vegna þess að þá geta vell-
irnir einfaldlega ekki tekið við
öllu því fólki sem vill spila. Það
verður auðvitað að tryggja það
í klúbbi eins og GR að félags-
menn geti komist til að spila
með þægilegu móti. Við ætlum
ekki að setja félagsmenn okk-
ar í þá stöðu að þeir komist
ekki á völlinn sinn.“
Þótt aðaláherslan hafi verið
lögð á uppbyggingu Korp-
úlfsstaðavallarins undanfarið
sagði Gestur að ráðgert væri
að bæta aðstöðuna til muna í
Grafarholti á næstunni.
„Æfingasvæðið í Grafar-
holti hefur alltaf verið óviðun-
andi og hefur klúbburinn sótt
um að fá land í mýrinni niður
við Laxalón til þess að byggja
þar framtíðaræfingarsvæði.
Það er komin tillaga að deili-
skipulagi þar sem gert er ráð
fyrir æfingarsvæði þama og
reyndar er þar einnig gert ráð
fyrir nokkram holum til að
leika, en í okkai' huga yrði
þetta fyrst og fremst æfinga-
svæði. Hugmyndin er sú að
jarðvegur úr nýja byggingar-
svæðinu í Grafarholti verði
fluttur í mýrina, þannig að það
land verði þmrt og þokkalegt
undir æfingarsvæði. Við eram
að vonast til að árið 2001 verði
yfirborðsfrágangi lokið, en þó
er of snemmt að segja nokkuð
til um það, en ef allt gengur að
óskum ætti að verða hægt að
byrja að nota það síðla árs
2001 eða í byrjun árs 2002.
Hins vegar er ljóst að upp-
bygging svona æfingasvæðis
tekur nokkur ár. Við sjáum
það t.d. fyrir okkur að þama
verði yfirbyggð aðstaða íyiir
menn að slá út úr, þannig að
menn þurfi t.d. ekki að standa
úti í grenjandi rigningu ef þeir
ætla að æfa sig.“
Þörf fyrir umtalsvert
betri aðstöðu
Meðlimum golfklúbba á höf-
uðborgarsvæðinu hefur fjölg-
að uml5% á ári síðustu ár og
sagði Gestur að ef þessi þróun
héldi áfram myndi klúbburinn
fyllast innan fárra ára.
„Það er náttúiiega alveg
ljóst að 15% fjölgun á ári verð-
ur ekki til eilífðar, en það er
ekkert sem bendir til þess að
það muni draga úr þessari
ásókn á næstu áram. Jafnvel
þó við bætum aðstöðuna á
Korpúlfsstöðum eins og ætl-
unin er að gera kemur að því
að aðstaðan verður fullnýtt."
Gestur sagði að þróunin í
golfiþróttinni hér á landi væri í
takt við það sem væri að ger-
ast úti í heimi.
„Þessi golfsprenging hefur
orðið í allri Vestur-Evrópu. Ég
hef til dæmis séð tölur frá Nor-
egi sem era afskaplega sam-
bærilegar tölunum hér. Það
sem er að gerast er einfaldlega
það að menn eru að átta sig á
því að golf er frábær íþrótt,
hún er í eðli sínu ekki dýr held-
ur tilvalin almenningsíþrótt,
enda er það þverskurður þjóð-
félagsins sem stundar hana.
Menn geta byrjað að stunda
hana hvenær sem er og haldið
áfram nánast fram í andlátið
og það era nú ekki mjög marg-
ar íþróttir sem bjóða upp á
það. Þá er frítími fólks líka allt-
af að aukast og menn virðast,
margir hverjir, kjósa að eyða
þessum aukna frítíma sínum
úti á golfvellinum. Það er alveg
öraggt að þetta er ekkert búið,
við eigum eftir að ganga í
gegnum þetta í nokkur ár í við-
bót og það er þörf fyrir um-
talsvert betri aðstöðu fyrir
golfíþróttina hér á landi.“