Morgunblaðið - 23.12.1999, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Fjármálahneyksli kristilegra demdkrata í Þýzkalandi
Flokksstjórnin skorar á
Kohl að leysa frá skjóðunni
Bonn. Reuters, AFP.
Wolfgang Schauble, formaður CDU, og Angela Merkel, framkvæmda-
sljóri flokksins, ræða við blaðamcnn að loknum flokksstjórnarfundi í
Bonn í gær.
FLOKKSFORYSTA kristilegra
demókrata (CDU) hélt aukaíund í
höfuðstöðvum flokksins í Bonn í
gær til þess að reyna að finna leið
út úr fjármálahneykslismálum í
kringum Helmut Kohl, fyrrverandi
kanzlara og heiðursformann CDU.
Skoraði flokksstjórnin á Kohl að
skýra frá nöfnum þeirra sem létu
honum í té fé sem rann inn á leyni-
lega bankareikninga flokksins;
þögn hans væri farin að skaða
flokkinn.
Nokkrir úr forystuliði flokksins
voru í gær í fyrsta sinn opinber-
lega harðorðir í garð kanzlarans
fyrrverandi. Wolfgang Scháuble,
arftaki Kohls sem llokksformaður,
sagði að loknum fundinum í gær
að Kohl væri sá eini sem gæti út-
rýmt sögusögnum um spillingu
sem sprottið hefðu upp í kjölfar
þess að hann viðurkenndi að hafa í
formennskutíð sinni tekið við sem
nemur um 70 milljónum króna í
óopinber framlög í flokkssjóðinn.
Neitar að gefa upp
nöfn gefendanna
Kohl hefur ekki viljað greina frá
því hverjir greiðendurnir voru því
hann hefði heitið þeim nafnleynd.
„Við höfum beðið hann að skýra
frá þessu, í nafni velferðar flokks-
ins og hans sjálfs,“ tjáði Scháuble
fréttamönnum. „Það er algerlega
nauðsynlegt að afstýra frekari
skaða fyrir orðstír flokksins. Það
er ekki um neitt annað að velja,“
sagði hann.
I opnu bréfi sem birt var á for-
síðu dagblaðsins Frankfurter All-
gemeine Zeitung gagnrýndi Ang-
ela Merkel, framkvæmdastjóri
CDU, Kohl fyrir að neita að veita
upplýsingar um hverjir stóðu að
baki hinum leynilegu greiðslum.
„Kohl hefur skaðað flokkinn,"
skrifar Merkel. Hún gefur í skyn í
bréfinu að Kohl væri hollast að
draga sig í hlé frá stjórnmálum.
„Það er kannski til of mikils mælzt
að krefjast þess að Helmut Kohl
dragi sig í hlé frá stjórnmálum frá
einum degi til annars eftir svo
langan feril.“
Kohl hvattur til að
draga sig í hlé
En Merkel, sem sjálf má að
miklu leyti þakka frama sinn innan
CDU velvild Kohls, hvetur eind-
regið til þess að flokkurinn slíti sig
lausan frá arfleifð hans. „Það er
enginn vafi að við verðum að taka
framtíðina í okkar eigin hendur,“
skrifar hún.
Berlingske
stefnir á út-
varpsrekstur
Fleiri dönsk blöð sýna málinu áhuga
Kaupmannahöfn. Morgunblaöiö.
FORRÁÐAMENN eignarhaldsfyr-
irtækis danska blaðsins Berlingske
Tidende hafa sótt um leyfi til rekst-
urs útvarpsstöðvar, sem næði til alls
landsins. Möguleikinn er fyrir hendi
eftir að Elsebeth Gerner Nielsen
menningaiTáðheira lýsti því yfir í
haust að veitt yi'ði leyfi til að reka
útvarpssrás, er næði um allt land,
sem yrði þá fjórða landstæka rásin.
Yfirmenn danska ríkisútvarpsins
hafa hins vegar lýst áhuga sínum á
að fá leyfið. Sama er með TV2, sem
er hin ríkissjónvarpsstöðin á móti
danska ríkissjónvarpinu og ýmsa
aðra er stunda útvarps- og sjónvar-
psrekstur. Berlingske er fyrst til af
blöðunum til að sækja um, en Jyl-
ands-Posten hefur einnig áhuga.
Fjórða rásin er þegar fyrir hendi
og þar til fyrr á árinu hafði DR,
danska ríkisútvarpið, afnot af henni
og notaði til að flytja sígilda tónlist
og svæðabundið efni. Um leið fóru
fram viðræður DR við yfirvöld um
skipan útvarpsmála, en er upp úr
þeim slitnaði var ákveðið að bjóða
rásina til afnota á frjálsum markaði.
Þessi leikur var mótleikur gegn því
að DR er að leggja alla fréttaþjón-
ustu sína, bæði fyrir útvarp, sjón-
varp og Netið, undir eina fréttast-
ofu, sem þjónaði þá öllum
miðlunum. Eins og er svífur rásin
ónotuð í loftinu.
Þetta er gert í hagræðingarskyni,
þar sem DR á við mikinn fjárhags-
vanda að etja. Menningarráðherr-
ann lét þá í Ijós áhyggjur yfir að þar
með væri hætta á einhæfari frétta-
þjónustu en áður. Ráðið gegn því
væri að hleypa nýjum aðilum að í
rekstri landstækrar útvarpsstöðvar.
Joachim Malling, framkvæmda-
stjóri eignarhaldsfélags Berlingske,
segir að veiting leyfisins verði
prófraun fyrir stjórnmálamenn um
hvort þeir kjósi í raun frelsi á fjöl-
miðlamarkaðnum eða ekki og hvort
vilji væri fyrir að hleypa öðrum að
en ríkisfjölmiðlunum, einkum varð-
andi útvarpsfréttir.
Fjármögnuð með auglýsingum
Ætlun Berlingske er að reka út-
varpsstöð, sem eingöngu yrði fjár-
mögnuð með auglýsingum. Fyrir-
tækið á tvö stór og mörg lítil
svæðisbundin blöð, sem nýtt yrðu
við fréttaöflun, en frágangur yrði í
höndum starfsfólks hinnar nýju út-
varpsstöðvar. Markhópurinn er að
sögn Mallings ungt fólk og hug-
myndin er að þjóna hlustendum á
sem fjölbreyttastan hátt, ekki sem
ríkisútvarp í smækkaðri mynd,
heldur á annan hátt en gert er, bæði
með tónlistar- og fréttaefni. Nánar
vill hann ekki lýsa stöðinni.
Berlingske er enn sem komið er
eina blaðið, sem sent hefur inn um-
sókn, en forráðamenn Jyllands-
Posten, stærsta danska blaðsins,
hafa einnig áhuga á að spreyta sig á
útvarpsrekstri. Einnig þeir hefðu
áhuga á samstarfi við svæðablöð um
fréttaöflun. Þar á bæ halda menn þó
að sér höndum og hyggjast fylgjast
með þróun mála, áður en þeir kasta
sér út í samkeppnina um fjórðu út-
varpsrásina.
Ef svo færi að Berlingske fengi
leyfið munu aðstæður á dönskum
fjölmiðlamarkaði breytast mjög.
Þær hafa verið markaðar hefðbund-
inni skiptingu í einstaka geira, þar
sem ríkisstöðvarnar hafa haft yfir-
burða stöðu á sjónvarps- og út-
varpsmarkaðnum, en blöðin síðan
haldið sig í sínum geira. Með Berl-
ingske sem útvarpsstöð gæti stefnt
í uppstokkun í hefðbundna fjölmið-
lageiranum.
Dvergar
óskast
f BRETLANDI er hefð hjá
leikhúsum að sviðsetja barna-
leikrit yfir jólahátíðina og er
það vinsæl skemmtun hjá
breskum krökkum.
Mjallhvít og dvergamir sjö
er vinsælasta leikritið um
þessi jól, en verkið verður á
fjölum 18 leikhúsa og hafa því
margir leikstjórar lent í erfið-
leikum með að finna dverg-
ana sjö, að því er fram kemur
í breska blaðinu The Guardi-
an. Löngu er uppbókað hjá
umboðsskrifstofum dvergvax-
inna leikara og var sums stað-
ar fullbókað þegar í vor.
Sumir leikstjórar hafa því
gripið til þess ráðs að notast
við brúður eða börn í hlut-
verk dverganna, á meðan
aðrir leita nú logandi ljósi hjá
umboðsskrifstofum í Evrópu
að dvergum Mjallhvítar.
Leiðtogafundur ESB og Kína
Lítill áranorur
tiner. AP. AFP.
Peking. AP, AFP.
FUNDUR æðstu talsmanna
Evrópusambandsins (ESB) með
leiðtogum Kína fór fram í Peking á
mánudag og þriðjudag án þess að
nokkur sýnilegur árangur næðist í
viðræðum þeirra um helztu dag-
skrármálin - umsókn Kína um aðild
að Heimsviðskiptastofnuninni
(WTO) og stöðu mannréttindamála í
Kína.
Romano Prodi, forseti fram-
kvæmdastjómar ESB, hvatti til á
fundi með kínverska forsætisráð-
herranum Zhu Rhongji að kínversk
stjómvöld legðu sig betur fram við
að uppfylla sett skilyrði fyrir inn-
göngu landsins í WTO. Ekki samdist
um hvenær næsti fundur fulltrúa
ESB og Kínastjómar færi fram um
málið.
ESB-fulItrúarnir - sem ásamt
Prodi voru Paavo Lipponen, forsæt-
isráðherra Finnlands og starfandi
formaður ráðherraráðs ESB, og
Chris Patten, sem fer með utanríkis-
mál í framkvæmdastjóm ESB (og
var áður ríkisstjóri Breta í Hong
Kong) - vöktu einnig máls á erfiðum
ágreiningsmálum er varða meðferð
mannréttinda í Kína. ítrekuðu þeir
áskomn um að Kína fullgilti tvo sátt-
mála Sameinuðu þjóðanna um borg-
araleg réttindi, sem Kínastjórn hef-
ur skrifað undir. Sagði Zhu það
aðeins „tímaspursmál" hvenær kín-
verska þingið staðfesti samningana.
A blaðamannafundi að viðræðun-
um loknum sagði Lipponen Zhu hafa
neitað að ræða afnám dauðarefsing-
ar í Kína; hún væri að hans sögn
nauðsynlegt verkfæri til að halda fé-
lagslegum stöðugleika í landinu.