Morgunblaðið - 23.12.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 31
LISTIR
Talað um ástina
í öllum hennar
myndum
Erlingur E. Boccaccio
Halldórsson
SUMARIÐ 1348
ákveða tíu heldri-
stéttarungmenni í
Flórens að flýja óöld
plágunnar miklu og
halda út í sveit. Þau
koma sér fyrir í
fögrum görðum
Toscanahéraðs og
stytta sér stundir við
að segja hvert öðru
sögur. Hvert þeirra
segir eina sögu á dag
í tíu daga, svo alls
verða sögurnar
hundrað. Af þessari
reglu dregur sagna-
safnið nafn sitt,
Decameron, eða Ti-
dægra. Þessi bók ít-
alska höfundarins Giovannis
Boccaccios, sem uppi var á ár-
unum 1313-1375, kom nýverið út
í íslenskri þýðingu Erlings E.
Halldórssonar.
„Það er afskaplega sterkur
æskubjarmi yfir þessari bók - það
er eins og allir séu ungir, líka
þeir gömlu,“ segir þýðandinn. Að
baki er þriggja ára stíf vinna.
Hann gerir þó Iítið úr því að hún
hafí verið erfið. „Svona þýðing
vinnst eiginlega af sjálfri sér ef
maður er hrifínn af textanum. Þá
er það svo sem ekkert þrekvirki -
það gefur manni bara ánægju,"
segir Erlingur, sem telur bókina
óumdeilanlega eitt af grundvallar-
ritum evrópskrar bókmenntasögu.
Með það eitt í huga
að vekja gleði
„Eg reyni alltaf að setja mig
inn í tíðarandann, en það er ekki
nóg, heldur þarf maður að sjá
þetta með augum samtíðarinnar,
sem þýðir að vísu vissa endur-
sköpun. Það eru engar fyrirfram
ákvarðanir, maður bara byrjar og
reynir að láta textann njóta sín. I
sambandi við þýðingar held ég að
það sé afskaplega mikilvægt að
gleyma ekki að lesa textann með
augum samtimans. Það er eina
leiðin í mínum augum til þess að
hann verði lifandi. Það er aðalat-
riðið, því þurrar þýðingar eru
einskis virði,“ heldur hann áfram.
Þetta er í fyrsta sinn sem þetta
sagnasafn Boccaccios kemur út á
íslensku óstytt. „Eg held að það
sé afskaplega nauðsynlegt að
svona verk séu þýdd óstytt. Litlir
kaflar eða útdrættir koma ekki að
neinum notum, því höfundurinn
birtist manni ekki nema í verkinu
sem heild,“ segir Erlingur.
Þó að bókin sé skrifuð á mikl-
um neyðartímum, tímum plágunn-
ar - eða kannski einmitt þess
vegna - segir Erlingur að höfund-
urinn virðist hafa haft það eitt í
huga að vekja gleði. „Það er ekki
talað um dauðann - það er talað
um ástina, að heita má í öllum
hennar myndum."
Sýnishornið sem hér fer á eftir
er hluti af eins konar varnarræðu
höfundarins en að sögn Erlings
var veist rnjög hart að Boccaccio
vegna sagnanna, sem munu hafa
gengið manna á milli í handritum.
S
Astkæru ungfrúr, eftir því
sem ég hef heyrt af vörum
fróðra manna, og eins og ég
hef sjálfur marglesið og orðið sjálf-
ur vitni að, þá hef ég einatt álitið
að kröftugir sviptivindar öfundar-
innar gætu aðeins gnauðað á háum
turnum og himingnæfum trjám; en
ég sé að mér hefur skjátlast hrap-
allega. Alla mína ævi hef ég reynt
að sneiða hjá ægivaldi þessara
hamslausu vinda, og lagt mig í
framkróka að fara hljóðlega og
vinna störf mín í kyrrþey; ekki ein-
ungis hef ég haldið mig á láglend-
inu, heldur elt á mér tærnar annað
veifið niðrí dýpstu dali. Þetta má
hverjum vera auðsýnt sem lítur á
þessar litlu sögur mínar, sem bera
engan titil, og ég hef skrifað á flór-
enskri tungu og í óbundnu máli,
enda er stíll þeirra líka eins lágvær
og hversdagslegur sem verða má.
En þrátt fyrir allt þetta hefur mér
ekki tekist að komast hjá því að
þessi sami kuldastrekkingur hafi
skekið mig og nærri rifið mig upp
með rótum, og næstum tætt mig í
sundur af tómri öfund. Af þeim
sökum get ég fyllilega skilið sann-
leikann í orðum vitringanna, að fá-
tæktin ein sé öfundarlaus í þessum
heimi.
Úr Tídægru
Nýjar bækur
• EINA kann ég vísu er barnabók
eftir Guðrúnu Hannesdóttur.
Guðrún hefur safnað saman og
myndskreytt óvenjulegar og sjald-
séðar vísur sem margar hafa lifað
með þjóðinni lengi. Þetta er þriðja
vísnasafnið í samantekt Guðrúnar
en auk þess hefur hún gefið út og
myndskreytt Gamlar vísur handa
nýjum börnum, sem hlaut viður-
kenningu Barnabókaráðs 1994,
Fleiri gamlar vísur handa nýjum
börnum, Sagan um skessuna sem
leiddist, Kerling sem vill hafa nokk-
uð fyrir snúð sinn og Risinn þjófótti
og skyrfjallið, en sú síðastnefnda
hlaut Islensku barnabókaverðlaun-
in 1996.
Útgefandi er Forlagið. Bðkin er
43 bls., prentuð í Danmörku. Kápu-
hönnun er eftir Guðrúnu Hannes-
dóttur. Verð: 1.880 kr.
^BURBERRY^
I, O N t> O N
IVo/sey
Barbour
Vandaður fatnaður
og sérvara
í^reA'/a 6á(í(/i
fes, Laugavegl 54 S. 552 2535 ^
Boðun Haraldar
BÆKUR
Kaflar úr ræðum
ÞAÐ ER YFIR OSS VAKAÐ
Valdir kaflar úr ræðum séra Har-
aldar Níelssonar prófessors með
inngangi eftir dr. Pétur Pétursson.
Ritsljórn og inngangur: Pétur Pét-
ursson. Utgefandi: Háskólaútgáfan
1999. Stærð: 192 bls.
NÚ, þegar aldamót nálgast, er eðli-
legt að horft sé yfir farinn veg og
líðandi öld metin. Bókin sem hér er
til umfjöllunar er hluti slíks mats.
Séra Haraldur Níelsson, prófessor
við guðfræðideild Háskólans, var
einn af áhrifamestu kennimönnum
kirkjunnar á fyrri hluta aldarinnar
og markaði djúp spor í trúarlíf ís-
lensku þjóðarinnar og raunar allt
fram á þennan dag. Þýðing hans á
Gamla testamentinu úr hebresku
sem út kom í Biblíunni árið 1912
þótti mikið afrek. Haraldur var mik-
ill áhugamaður um eflingu kristinn-
ar trúar og tók m.a. þátt í starfi
Heimatrúboðsins í Kaupmannahöfn
á námsárum sínum, en KFUM & K
á Islandi eru sprottin úr jarðvegi
þess.
Kristindómsskilningur hans
breyttist hins vegar mjög mikið og
hann varð einn af málsvörum sálar-
rannsókna og spíritisma hér á landi.
Skýringin á því hvers vegna hann
varð spíritisti segir höfundur inn-
gangs að sé m.a. að finna „í stöðu
kirkjunnar og kristinnar trúar með-
al menntamanna um aldamótin
1900“. Á þeim tíma var það aðeins
talið sannleikur sem hægt var að
sanna með aðferðum „efnislegra"
vísinda. „Ymsir sáu í sálarrannsókn-
unum möguleika á því að hægt væri
að sanna með aðferðum raunvísinda
að maðurinn lifði af líkamsdauðann.
Þetta þótti þeim hinum sömu geta
styrkt kirkjuna og rennt nýjum
stoðum undir kristna trú“ (bls. 20).
Haraldur var mikill og áhrifarík-
Haraldur Pétur
Níelsson Pétursson
ur prédikari og fólk flykktist að til
að hlusta á hann. Þar boðaði hann
spíritisma opinskátt og taldi að það
sem máli skipti í ræðum sínum væri
frá sálarrannsóknum komið (bls.
22). Hann eignaðist marga andstæð-
inga og því hefur verið haldið fram
að hann hafi skaðað kristnina í land-
inu meira en margir aðrir. Mjög
harðar og langvinnar deilur spunn-
ust út af boðun hans.
Höfundur inngangs segir að þátt-
ur Haraldar í guðfræðisögu aldar-
innar sé vanmetinn og skrumskæld-
ur og þær ásakanir að hann hafi
gert stóran hluta prestastéttarinnar
að spíritistum séu stórlega ýktar.
„Nánast allir nemendur hans urðu
frjálslyndir guðfræðingar án þess
að þurfa að hafna raunveruleika
annars heims og trúarlegum for-
sendum kenninga kristninnar. Þeir
gátu farið út í söfnuði landsins flest-
ir hverjir og predikað fagnaðarer-
indið með reisn án þess að ganga í
berhögg við hina klassísku kristnu
hefð sem lifði með alþýðunni" (bls.
25). Höfundurinn teiur enn fremur
tímabært að endurmeta guðfræði
Haraldar og áhrif hans á íslensku
kirkjuna. í þessari bók eru valdir
kaflar úr 25 ræðum Haraldar frá
1897 til 1928. Nítján þeirra hafa
birst áOður en hinar eru úr ræðu-
safni í vörslu afkomenda hans. Ræð-
urnar hafa verið styttar og það fellt
úr þeim sem skírskotar beint til
þess samtíma er þær voru fluttar til
þess að kjarninn í boðskap hans og
guðfræði komist betur til skila og
það komi ljós sem „sígilt er og á er-
indi til fólks enn þann dag í dag“
(bls. 9). I ljós kemur þá, að mati rit-
stjóra, að Haraldur stendur á klass-
ískum grunni kristninnar, einkum
hvað varðar kristsfræði og sköpun-
arguðfræði.
Það er mikill kraftur í boðun
Haraldar og guðfræðiþekking hans
skín í gegn í prédikunum hans.
Hann er í stöðugum samræðum við
áheyrandann og leitast við að tala
inn í aðstæður hans. Honum er annt
um veg kristninnar. Það er skiljan-
legt af lestri prédikananna að fólk
hafi hrifist af honum. Litla boðun
um spíritisma er að finna í ræðu-
köflum bókarinnar en aðeins örlar á
svo kölluðum „universalisma“, en
það er sú kenning að allir menn
verði hólpnir fyrr eða síðar. Eftir að
búið er að „klippa“ ræður Haraldar
niður eins og þær birtast hér eru
þær margar „evangelískar". Spurn-
ing er hvort þær gefi rétta mynd af
honum þannig á sig komnar.
Spíritismi reyndist ekki vera sú
leið til sönnunar á sannleiksgildi
kristinnar trúar sem Haraldur von-
aðist til og flestir prestar þjóðkirkj-
unnar hafna honum, enda hafa for-
sendur vísinda breyst mikið á síðari
timum. En spíritisminn lifir enn
góðu lífi á meðal alþýðu manna og
margir gera lítinn eða engan grein-
armun á spíritisma og kristinni trú.
íslensk guðfræði hefur aldrei tekist
almennilega á við hann og skýrt
hvar mörkin á milli kristinnar trúar
og spíritisma liggja, en það er löngu
tímabært. Pétur Pétursson hefur
ritað meira um efnið en flestir aðrir,
t.d. í ritinu Milli himins og jarðar.
Full ástæða er til að hvetja guð-
fræðinga til að gera bragarbót hér
á. Bókin er vandvirknislega unnin
og inngangur Péturs Péturssonar
gefur góða innsýn í líf Haraldar.
Menn skiptast enn í fylkingar gagn-
vart boðskap Haraldar Níelssonar
og skoðanir verða án efa skiptar um
mat Péturs á guðfræði hans.
Kjartan Jónsson
Grýlukvöld
í Kolaportinu
ÞORLÁKSMESSU FRÁ KL. 20:00
Grýla dansar med krökkunum
Jólasveinar gefa jólagjafir
Aldamótaskrúðganga ^
Tröllabúningakeppni Æ
Grýla, Leppalúöi og jólasveinar M
gefa krökkum aö T 0 ára aldri
400 jólagjafir. Þeir krakkar sem &
mœta í tröllabúning geta tekiö jH^Hl K
þátt í keppni um besta trölla- ^^^H .1
barnið. Grýlubörnin og Grýla ^^^H |
fara fyrir aldamótaskrúögöngu.
Opið á Þorláksmessu
Kl. 12:00-23:00
Markaðstorg
KOLAPORTIÐ