Morgunblaðið - 23.12.1999, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Aftur um
Straumsvík
Hófdrykkja er
skaðvaldur
UPPLÝSINGA-
FULLTRÚI ÍSAL
gerir athugasemdir við
grein sem undirritaður
'skrifaði um ÍS(AL)
fólkið í Straumsvík.
Svar upplýsingafull-
trúans ber með sér að
:hann annaðhvort skil-
ur ekki um hvað málið
snýst eða hann vill
vera verður launa
sinna.
Upplýsingafull-
trúinn kýs að telja ekki
svara vert hve margir
hafa hætt hjá íyrirtæk-
inu sl. þrjú ár, að eigin frumkvæði.
Hann kýs að telja ekki svara vert
hve margir tímabundnir samningar
renna út án möguleika á áframhald-
andi vinnu. Hann kýs að telja ekki
svara vert að það sé brottrekstrar-
sök, að tjá sig um fyrirtækið. Hann
bendir hinsvegar á að stjórnendur
ISAL viti, að starfsmennirnir eru
-jþelsta auðlind fyrirtækisins. Það
veit á gott og þá er bara eftir að fá
starfsfólkið til að trúa því líka.
Undirritaður er sammála, þegar
upplýsingafulltrúinn segir að í
Straumsvík sé gott starfsfólk. Hefur
aldrei haldið öðru fram.
Það skilja allir þegar fólk er ráðið
tímabundið til að leysa af, t.d. vegna
sumarfría o.s.frv. Um það er enginn
ágreiningur.
Upplýsingafulltrúinn ætti að lesa
betur lið 1.3.17 á bls.7 í kjarasamn-
ingum um tímabundið ráðna starfs-
*menn. „Starfsmaður, sem ráðinn er í
tiltekinn tíma til afleysinga eða sér-
staks verkefnis, og nýtur fullra rétt-
inda samkvæmt kjarasamningi.“
Einnig leggur undirritaður til, að
upplýsingafulltrúinn lesi fylgiskjal
(13), sem er yfirlýsing undirrituð af
Islenska álfélaginu. Þar stendur í
fyrsta lið: „Þegar ráðið er í ný störf,
sem losna, verða tímabundið ráðnir
starfsmenn að öðru jöfnu látnir
ganga fyrir.“ Eru þetta brandarar
til að fylla upp í eyður í bókinni um
kjarasamningana? Málið snýst um
atvinnuöryggi og starfsanda. Kornið
sem fyllti mælinn, hjá undirrituðum,
‘var þegar óskilgreind nefnd ákveð-
ur, að duglegur starfsmaður fær
jr ekki áframhaldandi vinnu hjá fyrir-
tækinu þrátt fyrir að vaktstjóri gefi
viðkomandi starfsmanni topp með-
mæli og aðrir vaktstjórar hafa iðu-
lega hringt í, þegar vantað hefur
fólk á aukavaktir. Þetta er gert á
sama tíma og sárvantar starfsfólk í
Straumsvík. Samstarfsfólki er
brugðið. Þetta er ekkert einsdæmi.
Það hefur ekki bara verið erfítt
fyrir ISAL að ræða opinberlega um
mál einstakra starfs-
manna. Fyrirtækið
hefur ekki einu sinni
getað rætt við viðkom-
andi starfsmenn. Hef-
ur borið við, að það sé
ekki skyldugt til þess.
Starfsmenn hverfa á
braut án þess að hafa
hugmynd um hvað olli
því, að fyrirtækið gat
ekki nýtt starfskrafta
þeirra áfram og skilur
annað starfsfólk eftir í
fullkominni óvissu um
eigið starfsöryggi.
Metur fyrirtækið
góðan starfsmann eins
og hestamaður góðan
hest? Hlýðinn, viljugan, fangreistan
og hrekklausan? Það væri strax til
bóta ef fyrirtækið upplýsti starfs-
Kjör
Málið snýst um atvinnu-
öryggi og starfsanda,
segir Tryggvi Skjaldar-
son í svari til upp-
lýsingafulltrúa ISAL.
fólk um, hvað þarf til að vera „góður
starfsmaður“ hjá ISAL.
Um launamál þetta: I samanburði
á grunnlaunum studdist undirritað-
ur við blaðaauglýsingar MeDonalds.
Það kann að vera að með ferðapen-
ingum nái ISAL-starfsfólkið hærri
grunnlaunum en eru á viðkomandi
hamborgarastað. Ef svo er biðst
undirritaður afsökunar á fljótfærn-
islegum mistökum.
En bendir á, að yfir áttatíu prós-
ent af vinnutíma á þrískiptum vökt-
um fer fram um kvöld, nætur og
helgar, allan ársins hring, því álver
sefur aldrei.
Upplýsingafulltrúinn vænir und-
irritaðan um að rægja fyrirtækið og
samstarfsfólk sitt.
Alvarleg ásökun það.
Ef það er að rægja fyrirtækið, að
benda á staðreyndir, á þeim vett-
vangi sem helst hreyfir við stjórn-
endum, þá verður svo að vera.
En að halda því fram að undirrit-
aður sé að rægja samstarfsfólk er
alvarlegra mál.
Samstarfsfólk sér í gegnum svona
skrif og vonandi aðrir landsmenn
líka.
Höfundur er trúnaðarmaður
í kerskálum ÍSAL.
Tryggvi L.
Skjaldarson
I DRYKKJU-
SKÓLA Sjónvarpsins,
svonefndu „Eldhúsi
sannleikans", og víðar
hefur stjómandinn
haldið því fram, að
áfengi sé hollt og gott
og jafnvel bæti heils-
una. Þá kom þar fram
26. nóv. sl. læknir á
þekktri heilsustofnun
og staðhæfði, að vínið
gerði engum skaða, ef
þess væri neytt í hófi.
Þar sem slíkar falsk-
enningar eru til þess
fallnar að leiða ungt
fólk og aðra inn á braut-
ir Bakkusar með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum er rík ástæða til að mót-
mæla og hnekkja þessum röngu full-
yrðingum. Fara því hér á eftir um-
mæli nokkurra virtra lækna um
skaðsemi áfengis á heilsu fólks og að
öll áfengisneysla sé skaðleg.
Ummæli virtra lækna
Frægur enskur læknir, sir Willi-
am Gull, komst svo að orði í skýrslu
til enska þingsins: „Menn bíða mikið
tjón á heilsunni við stöðuga áfengis-
nautn, þó að hún sé í hófi. Það
skemmir vefi líkamans, eyðileggur
heilsuna og andlega hæfileika. Eg
þekki varla nokkra áhrifameiri orsök
hinna ýmsu sjúkdóma en áfengið."
Helgi Ingvarsson, yfirlæknir,
sagði þetta um áfengið:, AJkóhólið er
meira þjóðfélagsböl og meiri sjúk-
dómsvaldur en nokkurt annað þekkt
efni og sýkill.“ - Og Vilmundur Jóns-
son, landlæknir, lét þessi orð falla
um hófdrykkjuna: „Það er gömul bá-
bilja og kerlingabók, að nokkur sú
hófdrykkja sé til, sem er skaðlaus.“
Þá er hugsjónamaðurinn Jónas
Kristjánsson læknir, frumkvöðull og
aðalstofnandi Heilsustofnunar
NLFI í Hveragerði, ómyrkur í máli
gagnvart áfenginu, er hann skrifar:
„Tóbakið og áfengið eru tveir ægi-
legir höggormar, sem tortíma
mannslífum og eyða andlegri og
líkamlegri orku, fegurð, hreysti og
manndómi ungra manna og kvenna,
kynslóð eftir kynslóð.“
Til frekari áréttingar um áfengið
sem heilsuspilli vísast til greinar-
gerðar frá Alþjóðaheilbrigðisstofn-
uninni, en þar kemur fram, „að
drykkjuskapurinn sé einn skæðasti
sjúkdómsvaldurinn í heiminum og
taki öllum öðrum fram í mörgum
löndum, sem lengst hafa náð í heilsu-
vemd“.
Og svo leyfa stjórnandi „Eldhúss
sannleikans“ og fleiri sér að reyna að
telja fólki trú um, að áfengisnotkun
sé heilsubót. Er hægt að hugsa sér
meiri öfugmæli?
Ámælisverð
ákvörðun æðstu
valdamanna
Hætturnar af áfengi
eru mun víðtækari en
þær, sem fylgja tób-
aksreykingum. Að
bölva tóbaki en blessa
áfengið er að vera
sjálfum sér ósam-
kvæmur og móðgun
við heilbrigða skyn-
semi. Sannað er, að
reykingar eru heilsu-
spillandi. Sama gildir
um áfengið. En auk
þess er áfengið hinn
mesti slysa- og tjónavaldur, kveikja
afbrota, orsök upplausnar heimila,
bölvaldur, sem „gerir ekkert nema
illt“, eins og skáldið Tolstoi komst að
orði um áfengið.
Baráttan gegn þessu hættumesta
eiturlyfi ætti því að hafa algeran for-
gang. En svo furðulegt sem það er,
nýtur það sérstakrar velþóknunar
hjá mörgum og ýtt er undir neyslu á
ýmsan hátt. Gengur áfengisdýrkun-
in nú svo langt, að framkvæmda-
nefnd Kristnihátíðar hefur ákveðið,
að almennar vínveitingar verði í
stórum tjöldum á Þingvöllum á
Kristnitökuhátíðinni næsta sumar
og með því brjóta fyrri hefðir um
áfengislausar þjóðhátíðir á Þingvöll-
um. Nefndina skipa m.a.: Forseti Is-
lands, biskup og forsætisráðherra.
Þessi ákvörðun æðstu valdamanna
er mjög ámælisverð. Hún er að mín-
um dómi vanvirða við minningu
Krists, vont fordæmi, veldur miklum
leiðindum og varpar skugga á merk
tímamót í sögu þjóðarinnar. - Hér
skal þökkuð einörð afstaða höfundar
Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins
12. des. sl. sem kemur fram í eftir-
farandi orðum blaðsins: „Kjami
málsins er sá, að það er engin ástæða
til að hafa áfengi um hönd á kristni-
hátíðinni á Þingvöllum næsta sum-
ar.“
Engin skörp skil eru á milli hóf-
drykkju og ofneyslu áfengis.
Drykkjumunstrið eða styrkleiki
vínsins ræður ekki úrslitum um af-
leiðingar áfengisdrykkju. Afbrot,
slys og önnur ógæfa af völdum víns-
ins verður jafnt rakið til hófdrykkju-
mannsins sem annarra drykkju-
manna og fer ekki eftir
áfengistegundinni. Hófdrykkjan er
því skaðvaldur á margan hátt. Hana
má kalla farveg eða smitleið of-
drykkjunnar.
Hugarfarsbreyting er
þjóðarnauðsyn
Eigið líf, heilsa og hamingja er
dýrmætasta eign hvers manns. Það
Bindindi
Hugarfarsbreyting
gagnvart notkun og
dýrkun áfengis, segir
Arni Gunnlaugsson, er
mikil þjóðarnauðsyn.
getur því ekki talist eftirsóknarvert
að stofna því, sem okkur á að vera
helgast, í hættu með notkun áfengis
eða annarra eiturefna. Óbrengluð
dómgreind og heilsuvemd er meira
virði en sú falska ánægjukennd, sem
blekkir margan drykkjumanninn.
Sá, sem beint eða óbeint stuðlai- að
áfengisdrykkju annarra, vinnur hið
versta verk. - Heilbrigt og farsælast
er að vera bindindismaður. Ham-
ingja fylgir bindindi.
Fátt sannar betur hætturnar af
auknu frjálsræði hér á landi í með-
ferð og sölu áfengra drykkja en
slæmt ástand þessara mála hjá þeim
þjóðum, þar sem „áfengisfrelsið“ er
ríkjandi og talsmenn áfengis hér
telja til fyrirmyndar, kalla „vín-
menningu", sem keppa beri að. Tök-
um tvö nýleg dæmi:
I skýrslu, sem læknar og sérfræð-
ingar unnu fyrir heilbrigðisráðherra
Frakklands og birt var 1998 kemur
fram, að fimm milljónir Frakka eigi
við ýmsa sjúkdóma að etja vegna
áfengisdrykkju eða glími við alvar-
leg félagsleg og sálfræðileg vanda-
mál af hennar völdum. Þá er þriðja
hvert dauðsfall í umferðinni í Frakk-
landi rakið til áfengisnotkunar.
Sömu sérfræðingar telja áfengið jafn
hættulegt og heróín og kókaín.
Samkvæmt nýlegri rannsókn í
Þýskalandi er tvær og hálf milljón
Þjóðveija alvarlega háð áfengi. Þá
var leitt í ljós, sem vitað var, að hóf-
leg áfengisdrykkja gæti leitt til sjúk-
dóma og er oft orsök ýmissa vanda-
mála þar í landi.
I þessum löndum er áfengisneysla
á hvem íbúa langtum meiri en hér á
landi og tjónið að sama skapi. Finnst
ábyrgu fólki ástæða til að stuðla að
slíkri þróun hér mað auknu frjáls-
ræði og greiðari aðgangi að áfengum
drykkjum? Er ekki nóg komið af
ófarnaði af völdum víndrykkju?
Hugarfarsbreyting gagnvart
notkun og dýrkun áfengis er mikil
þjóðarnauðsyn. Vart gefa menn
sjálfum sér og öðrum betri alda-
mótagjöf en þá að láta af liðsinni við
Bakkus og taka þátt í baráttunni
gegn bölvaldinum mesta.
Höfundur er lögmaður.
Fjölskyldan
saman um áramót
ÁRAMÓT 1999-2000
eru framundan. Einu
skiptir hvort menn telja
aldamótin vera fyrr eða
síðar, það em teikn á
lofti um að menn muni
ætla að fagna þessum
tímamótum sérstak-
lega. Afengis- og vímu-
varnaráð ásamt öðmm
samráðsaðilum í vímu-
vörnum hvetur fjöl-
skyldur til að verja ára-
mótunum saman, líta
saman yfir farinn veg
og strengja saman ára-
mótaheit. Eftir mið-
nætti á gamlárskvöld
vill bregða við að fjöl-
skyldan tvístrist. Hvert fara ungl-
ingarnir þá? Hvar verður barnið
þitt? Eftirlitslausir unglingar, sér-
staklega ef þeir hafa áfengi um hönd,
eiga á hættu að lenda í
ýmsum vandræðum
vegna eigin áfengis-
neyslu. Látum slíkt
ekki spilla annars fal-
legum minningum við
upphaf nýn-ar aldar.
Foreldrar hafa áður
með samstöðu breytt
ýmsu til betri vegar,
t.d. með því að virða
útivistarreglur og
fylgja börnum sínum á
útihátíðar um verslun-
armannahelgar. Dýrt
eða ódýrt kampavín,
rauðvínið og sérsaum-
aður aldamótafatnað-
urinn verður pjátur
eitt ef eitthvað hendir unglinginn
þinn. Skipuleggjum það sem skiptir
máli fyrir áramótin, það kostar okk-
ur ekki neitt en gefur mikið af sér.
Vímuvarnir
Skipuleggjum það sem
skiptir máli fyrir ára-
mótin. Kolfínna Jó-
hannesddttir segir að
það kosti okkur ekki
neitt en gefí mikið af
sér.
Foreldrar, leiðum börnin okkar
inn í nýja og spennandi tíma á far-
sælan og gleðiríkan hátt, verum með
þeim á nýársnótt.
Höfundur er varaformaður Áfengis-
og vímuvarnaraðs.
Kolfinna
Jóhannesdóttir