Morgunblaðið - 23.12.1999, Side 44
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
■a
UMRÆÐAN
Barátta foreldra,
kerfið bregst
í LJÓSI liðins at-
burðar í Espigerði
langar okkur í For-
eldrahúsinu að koma á
framfæri nokkrum
staðreyndum sem eiga
erindi við alla. Það er
ekki meining okkar að
rekja þann sorgar-
atburð sem átti sér stað
Jí Espigerði. Hins vegar
finnst okkur skylda
okkar að skýra opinber-
lega frá þeirri baráttu
sem Vímulaus æska og
Foreldrahópurinn hafa
staðið í vegna urig-
menna sem hafa leiðst
út í afbrot og glæpi.
Dómskerfíð má ekki vera
eftirgefanlegt
Eflaust eru fáir sem þekkja hvað
dómskerfið er eftirgefanlegt ungum
afbrotamönnum og þekkja hvernig
eftirlit er með einstaklingum sem eru
á skilorði. Þetta eru mál
sem við höfum sérstak-
lega skoðað hér í For-
eldrahúsinu. Við, full-
trúar foreldra, höfum
farið á fund dómsmál-
aráðherra og rætt við
hana um það ófremdar-
ástand sem ríkir í þess-
um málum. Það er stað-
reynd að þegar börnin
okkar lenda á þessum
glapstigum að við for-
eldramir megnum ekki
einir og óstuddir að
stöðva þau. Það er þar
sem kerfið bregst og
það þarf að laga. Nú-
verandi kerfi er ekki
þess megnugt að hjálpa okkur við að
stöðva einstaklinginn okkar.
Einn skilorðsfulltrúi
Bömin okkar ganga laus, era
áfram í neyslu, þau skaða sig og aðra
og oft varanlega. I dag er staðan
Afbrot
Þegar börnin okkar
lenda á þessum glap-
stigum, segir Þórdís
Sigurðardóttir, megna
foreldrarnir ekki einir
og óstuddir að stöðva
þau.
þannig að það er aðeins einn skilorðs-
fulltrúi starfandi hjá Fangelsismála-
stofnun. Hann á að hafa eftirlit með
öllum hópnum. Því miður er þetta
stór hópur. Okkar álit er það að þeg-
ar ungmenni era að stíga sín fyrstu
spor á þessari ógæfusömu braut á að
athuga hvaða ferli er að fara í gang
og grípa strax inn í. Hvað er að, hvers
vegna? Hvemig getur samfélagið
Þórdís
Sigurðardóttir
ÍSLEIVSKT MÁL
Spurningar og athugasemdir
N.N. Lokalota. Orð umsjónar-
manns eru sett í hornklofa:
„Er það ekki gömul, íslensk
málvenja að þjóðarheiti séu
notuð án greinis? Dæmi: Sviar
eru norræn þjóð, ekki Svíarnir.
Ég heyrði lærðan mann flytja
erindi um Gyðingaþjóðina og
hann sagði aftur aftur Gyðing-
arnir. Táknar það orð ekki að-
eins einhvern hóp Gyðinga?“
[Jú, jú, og við styrkjum okk-
ur með síðara hluta af öðru
versi i 25. Passíusálmi:
Gyðingar gáfu svar:
Burt með hann, svo þeir segja.
Sá skal á krossi deyja. -
Ósk þeirra ein sú var.]
„Stundum þurfum við að
spyrja um nöfn og heimilisföng
manna. Anægjulegt er þegar
heimilisfangið er gefið upp í
þágufalli í samræmi við æva-
gamla, íslenska málvenju. A því
er töluverður misbrestur að sú
málvenja sé í heiðri höfð.“
[Umsjm. vill eins og N.N.
fyrir hvern mun varðveita stað-
arþágufallið, ekki síst þegar
skrifað er utan á bréf: Kristín
Jónsdóttir Brekku, ekki
Brekka t.d. og ekki væri
smekklegt: Hr. Jón Jónsson
Vindbelgur.J
„Margir segja: Ég les mörg
mismunandi (eða ólík) útlend
blöð. Þeir eiga ekki við að blöð-
in séu mismunandi heldur ein-
ungis mörg. Segja Danir ekki
mange forskellige aviser og
Englendingar many different
newspapers? Það má alveg
sleppa orðinu mismunandi á ís-
lensku?“
[Nú er ég á öðru máli. Ef ég
sleppi mismunandi/ólík geta
hin mörgu blöð, sem ég les, ver-
ið öll af sama sauðahúsi, t.d. Ti-
me, Newsweek, Economist, en
ef ég tilgreini að þau séu ólík,
gæti það náð allt frá barnablöð-
um til dónalegra blaða fyrir
fullorðna.]
„Hefur þú minnst á siðan þá?
Er orðið þá ekki óþarft? Nota
má líka t.d. upp frá því, eftir
það. Þinginu er skipt upp í
deildir, segja sumir. Er ekki
nóg að segja skipt í deildir?
Samkvæmt því sem mér var
Umsjónarmaður Gfsli Jónsson
1037. þáttur
kennt er ekki rétt að tala um
stóran jarðskjálfta eins og út-
varpið segir sí og æ nú um
stundir heldur mikinn jarð-
skjálfta. Nú er allt stórt. Hvað
segir þú um þetta? Var ekki
einu sinni til Mikla símafélag-
ið?“
[I þessum hluta eru orðin þá
og upp óþörf og fremur til lýta.
Þá var mér ungum kennt að
betur færi á orðinu mikill en
stór í því dæmi sem tekið var.]
„Aikáralegt þykir mér þegar
menn skrifa og/eða í almennu
lesmáli og enn verra þegar þeir
lesa svo. Eigum við ekki að út-
rýma þessu? Stundum má
segja nema hvort tveggja sé.
Orðið málnotkun lætur illa í
eyrum. Er ekki eðlilegra að
tala t.d. um tal barna eða
hvernig þau tali eða málfar
þeirra heldur en málnotkun eða
að Jaau noti málið?
I Vestmannaeyjum heyrði ég
talað um að keyra manninum
niðm- í bæ (í Reykjavík segja
menn frekar keyrðu mig).
Magnús Finnbogason kennari
sagði að við keyrðum bíl (þolf.)
en keyrðum með fólk (varning).
Er hvort tveggja gilt mál?“
[Ég er á sama máli og N.N.
um og/eða. Mér fínnst orðið
málfar fallegra en málnotkun,
en um sögnina að keyra og
fylgiroð hennar get ég aðeins
sagt frá því hvert er mál mitt.
Ég segi: viltu keyra mig heim,
en viltu keyra fiskinum í
verksmiðjuna. Með aka hef ég
hins vegar alltaf þágufall.]
„Þú átt ekki að teikna kúna.
Það er hestinn sem þú átt að
teikna.-“
Ég hefði sagt: Það er hestur-
inn sem þú átt að teikna. Er
hvort tveggja gilt?
Nú er mál að linni. Ein fróm
ósk að lokum: Limrurnar í ís-
lenskuþáttunum eru oft
skemmtilegar nema þegar þær
eru tvíræðar eða klúrar. Ég
fagnaði því af sleppt yrði slík-
um kveðskap.
Með kærri kveðju og þökk.
Reykvíkingur.“
[Rétt er: það er hesturinn
sem þú átt að teikna. I þol-
myndarsetningum verður þol-
andinn í nefnifalli.
Umsjónarmaður skilur vel
viðhorf N.N. til limra. En
smekkur manna er afar misjafn
í því efni. Vilfríður vestan er af
mörgum talin skásti limrusmið-
ur þáttarins, en henni hættir til
að vera ógætin.í orðum. Um
þetta höfum við fáeinum sinn-
um rætt, og minnir hún mig þá
alltaf á skilgreiningu limrunnar
í enskum alfræðibókum, en þar
segir að í limru eigi að vera
„bawdy humor“. Bawdy merk-
ir klæminn eða klúr í glensi og
gamni. Vilfríður hefur stundum
stigið á mörk velsæmisins, en
naumast yfir þau. Ég vil engu
lofa fyrir hennar hönd eða ann-
arra í limruhópnum. Ekki skil-
greina allir limruna á sama veg.
Að svo mæltu þakkar umsjón-
armaður N.N. fyrir hans mikla
bréf og umhyggju hans íyrir
móðurmálinu.]
★
Salómon sunnan sendir:
Segir Stína í sefi ber:
„Siggi, komdu ekki að nefi mér.“
Ogekkertsker.
Samteréghér.
Og „tunglið barasta úr bréfi er“.
★
Kirkjan ómar öll,
býður hjálp og hlíf.
Þessi kiukknaköll
boða ljós og líf.
Heyrið málmsins mál.
Lofið guð, sem gaf.
Og mín sjúka sál
verðurhljómahaf.
Flutt er orðsins orð,
þagna hamarshögg.
Yfir stormsins storð
fellur drottins dögg.
Lægirvonzkuvind,
slekkur beiskju bál.
Teygar lífsins lind
mannsins særða sál.
Kveikt er Ijós við ljós,
burt er sortans svið.
Angar rós við rós,
opnast himins hlið.
Niður stjömum stráð,
engill fram hjá fer.
Drottinsnægðognáð
boðin alþjóð er.
Stefán [Sigurðsson] frá Hvítadal:
Aðfangadagskvöld jóla 1912 (brot).
Gleðileg jól.
hjálpað viðkomandi áður en hann
verður hættulegur sjálfum sér og
öðrum?
Of seint gripið inn í
- strangara skilorð
Eflaust era margar ástaeður fyrir
því að ungmenni rata út í afbrot og
glæpi. Við álítum að aðalástæðan sé
oftast sú hversu seint er gripið inn í
afbrotaferil þeirra. Þau fá að hlaða
upp málum á málaskrá án þess að
vera stoppuð af. Margir foreldrar
hafa fengið áfall þegar þeir sjá bunk-
ann af ákæram sem á að fara að
dæma eftir. Unglingar fá að halda
áfram athæfi sínu án þess að það hafi
afleiðingar. Þegar síðan að afplánun
kemur hrökkva þau í kút. Þau hafa
fengið á tilfinninguna að háttsemi
þeirra yrði að mestu látin óátalin og
þess vegna leiðst út í alvarlegri af-
brot.
Vantar sárlega
sérhæft meðferðarheimili
Við hér í Foreldrahúsinu viljum
ekki að börn/ungmenni verði sett í
fangelsi með fullorðnum. Þau sem
lenda inni í fangelsi, ung að áram,
eiga mörg hver ekki afturkvæmt af
afbrotabrautinni. Þau hafa hvorki
þroska né hæfni til að takast á við
þann heim. Við ættum að taka mið af
þeirri staðreynd að vegna ungs al-
durs þeirra era þau yfirleitt móttæki-
legri en þeir sem eldri era fyrir end-
urhæfingu, hvort sem um er að ræða
menntun, meðferð eða félagslega
endurhæfingu. Þess vegna viljum við
að þau verði dæmd í meðferð en ekki
í fangelsi. Við leggjum þunga áherslu
á að hér komi sérhæft meðferðar-
heimili fyrir þau þar sem þau fá að-
hlynningu og andlega uppbyggingu
til að losna úr viðjum neyslunnar. I
Svíþjóð era notuð þvingunarlög (lög
til verndar ungmennum) svo hægt sé
að stöðva þau, upp að 21 árs aldri. Við
í Foreldrahúsinu teljum að slík lög
séu ekki síður nauðsynleg hér á landi.
Það er okkar foreldranna verk að
gæta hagsmuna bama okkar og með
þessari grein viljum við þrýsta á
stjórnvöld að gera úrbætur í þessum
málaflokki.
Grein þessi er rituð fyrir hönd.
Vímulausrar æsku og Foreldrahóps-
ins.
Höfundur er verkefnastjóri
Foreldrahússins.
Björgum
Barnahúsinu
BARNAHÚSIÐ veitir mjög sér-
hæfða þjónustu í þágu barna sem
orðið hafa fyrir kynferðislegu of-
beldi. Grannhugsunin
er sú að hægt sé að
skapa bömum, sem
grunur leikur á að orð-
ið hafi fyrir slíku, einn
stað í hlýlegu umhverfi
sem sérstaklega er
sniðið fyrir böm, þar
sem rannsókn í máli
þeirra fari fram, lækn-
isfræðileg greining og
meðferð. Það er ekki á
færi hvers sem er að
veita bömum þessa
þjónustu þannig að vel
fari og þau fái notið
réttar síns.
Undirbúningur að
starfrækslu Barna-
hússins hófst fyrir rúmum þrem ár-
um og var einkum stuðst við banda-
ríska fyrirmynd, en þar er fyrir
hendi geysileg reynsla á þessu sviði.
Sérmenntað starfsfólk var sent
þangað til þjálfunar og sérfræðing-
ar í fremstu röð fengnir hingað frá
Bandaríkjunum til leiðbeininga og
fræðslu. Einstaklega vel hefur til
tekist og nú þegar Barnahúsið hefur
verið starfrækt í rúmt ár hafa á ann-
að hundrað börn notið þjónustu
þess. Um leið hefur starfsemin nýst
lögreglu, saksóknara og varnaraðil-
um, sem og dómstólum og era menn
einróma um ágæti Barnahússins.
Það er ekki á mörgum sviðum
sem Islendingar hafa náð lengra en
aðrar þjóðir hvað snertir heilbrigð-
is- og félagsþjónustu og réttarfar.
Barnahúsið er þó óumdeilanlega
slíkur vaxtarbroddur sem á sínum
stutta starfstíma hefur vakið þvílíka
eftirtekt, að fólk sem starfar á þessu
sviði kemur víðsvegar að til að
kynna sér starfsemi þess. Á sama
hátt hafa forsvarsmenn Barnahúss-
ins verið fengnir til að segja frá því á
ráðstefnum erlendis.
II
Félagsmálaráðherra hefur nú lýst
því yfir að starfsemi Barnahússins
sé sjálfhætt. Ekki er það vegna þess
að dregið hafi úr kynferðislegu of-
beldi gagnvart börnum, heldur
vegna þess að með lagabreytingu 1.
maí síðastliðinn var grundvellinum
kippt undan starfsemi Barnahúss-
ins. Þá var yfirheyrsla barnanna
sett í hendur héraðsdómara vítt og
breitt um landið. Sem betur fer er
fjöldi slíkra mála þó ekki meiri en
svo, að einstakir dóm-
arar verða seint sérf-
ræðingar í að yfir-
heyra þá ungu ein-
staklinga sem hér um
ræðir. I stað starfs-
fólks sem er sérstak-
lega til þess fallið, hef-
ur menntun og sér-
þjálfun og hefur þegar
öðlast umtalsverða
reynslu í þessum mál-
um, á nú að bjóða
börnunum upp á yfir-
heyrslu hjá skikkju-
klæddum dómara ef
svo ber undir. Með
fullri virðingu fyrir
ágæti íslenskra dóm-
ara, þá er þessi afturför hneisa,
jafnt fyrir réttarfar sem barnavernd
á þessu landi.
III
Þetta óhappaverk vildi til síðast-
liðinn vetur er unnið var að lagfær-
ingu á meðferð opinberra mála. I
Barnamál
*
I lagasetningunni var á
slysalegan hátt grafíð
undan Barnahúsinu,
segir Sveinn Rúnar
Hauksson, vafalítið í
góðri trú af hálfu alþing-
ismanna.
lagasetningunni var á slysalegan
hátt grafið undan Barnahúsinu,
vafalítið í góðri trú af hálfu alþingis-
manna. Því verður að breyta á ný af
sömu mönnum. Þessu sinni verður
að tryggja velferð og réttindi ís-
lenskra bama sem orðið hafa fyrir
kynferðislegu ofbeldi með því að
skjóta stoðum undir áframhaldandi
starfsemi Barnahússins. Ég skora á
alþingismenn í öllum flokkum að
taka höndum saman um þetta verk-
efni. Réttur barna er í húfi.
Höfundur er læknir og í stjórn
Bamaheilla.
f Éger
[56
Ég er að léttast og læt það fréttast!
-1-
}