Morgunblaðið - 23.12.1999, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 49
-----------------------------y
+ Ingibjörg Gunn-
arsdóttir fæddist
í Reykjavík 28. mars
1925. Hún lést á
Landspítalanum 14.
nóvember siðastlið-
inn og fór útför
hennar fram í kyrr-
þey 19. nóvember.
Mér er orða vant,
trúi því varla að Ingi-
björg Gunnarsdóttir
sé látin.
Kynni okkar hófust
þegar þau hjónin,
Ingibjörg og Björn,
ásamt fjórum börnum sínum flutt-
ust í húsið heima fyiir um 40 árum.
Þau bjuggu á neðri hæðinni. Eg
passaði börnin stundum fyrir þau
svo að þau gætu átt frí við og við
og í staðinn greiddi hún hár mitt,
en hún var hárgreiðslumeistari að
mennt en var hætt störfum sem
slík enda í nógu að snúast með
fjögur börn.
Samskipti voru mikil milli fólks-
ins í húsinu þegar stund gafst til að
njóta þess að spjalla saman yfír
kaffibolla. Margar
skemmtilegar upp-
ákomur koma í hug-
ann eins og þegar
Ragnheiður, dóttir
þeirra hjóna, sleit upp
blóm í garðinum til
þess að færa móður
sinni, en foreldrar
mínir voru vanir að
færa Ingibjörgu blóm
úr garðinum á laugar-
dögum. Eitthvað hafði
það dregist þennan
laugardag og Ragn-
heiður bjargaði því.
Þau bjuggu þarna í
tvö eða þrjú ár en fluttust síðan í
Hlíðarnar og rofnuðu þá tengslin.
Ingibjörg kunni ekki við sig á nýja
staðnum og vildi komast niður í bæ
aftur. Þau hjónin festu kaup á íbúð
við Bókhlöðustíg og mikið held ég
að móðir mín hafi verið glöð að fá
hana aftur í nágrennið. Þá hafði lít-
ill strákur bæst í hópinn og börnin
orðin fimm. Heimili hennar var fal-
legt og hlýlegt og alltaf opið gest-
um og gangandi.
Eldri börnin fóru svo að tínast að
heiman og Ingibjörg hóf að- vinna
með föður mínum á rannsóknar-
stofu hans og gerði það um margra
ára skeið. Þá fór hún að vinna við
umsjón með kaffistofu kennara við
Menntaskólann í Reykjavík en
hætti þar í vor. Hún aðstoðaði
mann sinn við móttöku pantana, en
hann hefur í félagi við syni sína
unnið við túnþökuræktun og sölu.
I sumar naut hún þess að hafa
elsta soninn hér fyrir sunnan og að
geta sótt messur hjá honum. Fjöl-
skyldan var henni allt enda fylgdist
hún vel með henni og gladdist yfir
hverjum áfanga sem hún náði í lífi
og starfi.
Það eru ótal minningar um hana
sem streyma í gegnum hugann eft-
ir áratuga vináttu og kunnings-
skap. Hún var einn af þessum föstu
punktum í tilverunni. Maður vissi
alltaf hvar maður hafði hana, hún
lét ekki dægurþras slá sig út af
laginu, hún var alltaf söm við sig.
Hún var óhrædd við að segja skoð-
anir sínar og hélt sínu striki á
hverju sem gekk. Föður mínum var
hún ómetanleg stoð síðustu æviár
hans og þakka ég það af heilum
hug.
Eg og fjölskylda mín vottum eig-
inmanni og fjölskyldu Ingibjargar
innilega samúð vegna skyndilegs
og ótímabærs fráfalls hennar.
Sigríður Bjarnadóttir.
INGIBJORG
GUNNARSDÓTTIR
+ Gunnar Skapta-
son fæddist á Ak-
ureyri 5. apríl 1915.
Hann lést á Land-
spítalanum 9. desem-
ber síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Dómkirkjunni 20.
desember.
Nú þegar Gunnar
Skaptason er allur
reikar hugurinn aftur
til bernskuáranna, þeg-
ar ég var tíður gestui- á
heimili hans og Ullu
konu hans, vegna vin-
áttu við Gunillu dóttur þeirra. Birtu
bregður á minningarnar og ég sé
fyrir mér heimili þeirra hjóna og
brot úr lífi okkar allra og samskipti í
lífi og starfi fyrir þrjátíu og fimm ár-
um. Við Gunilla kynntumst í barna-
skóla og hefur vinátta okkar haldist
alla tíð síðan. Á unglingsárunum um-
gengumst við mikið hvor aðra. Eg
minnist tíðra heimsókna í Snekkju-
vog 17 þar sem Gunnar og Ulla
bjuggu ásamt fjórum börnum sínum.
Það var fallegt heimili og vel tekið á
móti ungum gestum sem þar bar að
garði. Gunnar rak þar
tannlæknastofu sína,
sem var áföst við húsið.
Hann var því aldrei
langt frá fjölskyldu
sinni og kom reglulega
inn og borðaði og drakk
miðdegiskaffi með fjöl-
skyldunni. Oft var mér
boðið til borðs með
heimislisfólkinu og þar
urðu fjörugar umræður
og margt bar á góma
um allt mögulegt sem
var á döfinni. Gunnar
var húsbóndi á sínu
heimili og stýrði gjarn-
an umræðum af myndugleik.
Ulla vai’ falleg kona og góð hús-
móðir. Hún mótaði heimilislífið af
glæsibrag. Ulla kom hingað frá Sví-
þjóð og gætti því sænskra áhrifa í
heimilishaldinu. Ég minnist sérstak-
lega jólamáltíðar í hádeginu á að-
fangadag, sem mér var oft boðið til
og þótti mér það mikil nýlunda og
einstaklega skemmtilegt.
Gunnai- var strangur faðir og
uppalandi og setti skýr mörk þegar
uppeldi barnanna var annars vegar.
Enda veitir ekki af því þegar ungl-
ingar eiga í hlut. Við vinkonurnar
þurftum mikið að tala saman og
ræða mörg mál á þessum árum. Oft
vorum við ekki fyrr komnar heim úr
skólanum en við fundum okkur
knúnar til þess að taka upp símann
og hringjast á. Og gengum við víst
oft fram af foreldrum okkar að þessu
leyti. Eitt sinn ofbauð Gunnari alveg
þessi taumlausa símanotkun og
fengum við þá báðar orð í eyra. En
þrátt fyrir að hann væri strangur,
átti hann líka til skilning á högum og
hugsun unglinga sem okkar. Ein-
hvern tímann fór hann með okkur
stöllum og kom okkur inn á ungl-
ingaskemmtistað þegar við vorum
ekki alveg orðnar sextán, slík var
löngun okkar til að fara á þetta ball.
Þessu trúði hann ekki þegar ég
minnti hann á þetta ekki alls fyrir
löngu. „Það er ómögulegt," sagði
hann þá.
Gunnar var sterkur maður, sér-
lega traustur og stóð dyggilega við
hlið sinna nánustu þegar á móti blés.
Hann var maður sem lét aldrei bug-
ast. Ulla lést fyrir tíu árum og hygg
ég að þá hafi lífslöngun hans dvínað.
Hann náði þó háum aldri og lést
saddur lífdaga.
Ég sé þau hjónin fyrir mér eins og
þau voru á besta aldri og full af líf-
skrafti. Þannig munu þau ætíð lifa í
huga mínum.
Minningin lifir.
Dóra Steinunn Ástvaldsdóttir.
GUNNAR
SKAPTASON
+ Kristín Jónsdótt-
ir fæddist á
Hafnarhólmi við
Steingrímsfjörð hinn
11. nóvembcr 1927.
Hún lést á heimili
sínu Furugrund 68
Kópavogi fimmtu-
daginn 9.desember
siðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Digraneskirkju í
Kópavogi 16. desem-
ber.
Mig langar að minn-
ast Kristínar Jónsdótt-
ur frá Hafnarhölmi, Stínu frænku
minnar, og þakka fyrir yndislegan
samferðatíma frá barnæsku minni.
Minningin varir meðan ég lifi og
hverfur ei þó hún sé fjarri, elsku
blíða kærleiksríka móðursystir mín.
Þegar ég var lítil stelpa bjó Stína
og fjölskylda hennar í Keflavík í
mörg ár á Njarðargötu 5 á efstu
hæð, í mannmörgu þríbýlishúsi. Þar
á meðal voru mörg börn og var hún
einlægur vinur þeirra. Ég fékk
stundum að fara ein í rútu í heim-
sókn til hennar og gista
í nokkrar nætur og
voru það einstaklega
ánægjulegar stundir.
Hún kenndi mér m.a.
að sauma út og hekla
og hún smitaði mig
einnig af áhuga á fjöl-
breyttum hannyrðum
sínum og þar kynntist
ég fyrst klassík af
skemmtilegri spiladós
og lærði að meta betur
og betur í hverri heim-
sókn. Gestkvæmt var
hjá þeim hjónum og
fjölmennur hópur fjöl-
skyldu okkar var þar oft saman kom-
inn, sérstaklega vel tók hún á móti
öllum og stórveisla á borðum í hvert
sinn. Oft var þar glatt á hjalla og
slegið á létta strengi, stundum tók
Stína í gítar sonarins og sungu syst-
urnar saman, og fylgdumst við
systkinabörnin með og höfðum gam-
an af. Um jólin var Stína oft svo
elskuleg að sauma jólakjóla á dúkkur
okkar systranna og fylgdu einnig
sokkabuxur með, vorum við mjög
hrifnar og þakldátar.
Sjómennska var í miklum heiðri
höfð á heimilinu þar sem eiginmaður
og sonur voru í þá daga sjómenn.
Frá hæðinni þeirra sást vel yfir höfn-
ina svo Stína gat fylgst vel með sín-
um mönnum og tekið vel á móti þeim
að kvöldi dags.
Aðalstarf Stínu á þessum árum og
síðar í Kópavogi, var að sjá um
myndarlegt og fagurt heimili fyiár
fjölskyldu sína sem einkenndist af
fágun, hlýleika og fallegum hannyrð-
um eftir hana. Stína naut mikilla vin-
sælda í fjölskyldunni þ.ám. fyrir
sína einstöku súkkulaðitertu sem
hún hafði bragðbætt á sinn hátt og
var uppskriftin algjört leyndarmál
til margra ára eða þar til við systurn-
ar komumst á unglingsárin, ég og
Svava, þá óskaði hún eftir að við
kæmum til sín og bökuðum fyrir
hana, sem var mikill heiðui- fyrir
okkur og að launum fengum við loks
uppskriftina hennar sem var notuð
óspart. Að lokum kveðjum við syst-
urnar Stínu frænku með laginu sem
við tileinkum henni og sungum svo
oft með henni þegar við vorum litlar;
„Stína var lítil stúlka í sveit... o.s.frv.
... samt gat hún Stína söngvana sína
sungið með hárri raust.“
Elsku Addi, Öddi, Kristín og fjöl-
skyldur, við sendum ykkur okkar
dýpstu samúðarkveðjur. Guð gefi
ykkur styrk í þessari miklu sorg.
Sandra og Svava Svavarsdætur.
KRISTIN
JÓNSDÓTTIR
REYNIR
INGASON
+ Reynir Ingason
fæddist á fsafirði
16. nóvember 1943.
Hann lést á Land-
spítalanum 7. desem-
ber síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Isafjarðarkirkju
18. desember.
í dag kveðjum við
góðan vin.
Elsku Reynir, takk
fyrir alla hjálpina í
gegnum árin. Þú varst
alltaf tilbúinn til hjálp-
ar í smáu sem stóru
með glaðværð og kátínu. Á Hjalla-
veginum áttum við margar góðar
stundir saman.
Alma mín, við biðjum góðan Guð
að styrkja þig og fjölskylduna í þess-
ari miklu sorg.
Margseraðminnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyirir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú
hljóta skalt
(V.Briem)
AnnaogSnæbjörn.
Ekki er hægt að lýsa
þeirri sáru tilfmningu
að hann Reynir sé far-
inn frá okkur.
Þau hjónin Reynir
og Alma komu til okkar
á Suðureyri fyrir stuttu
og ekki bjuggumst við
við því að þetta væri í seinasta skipti
sem við sæjum Reyni.
Honum leið svo vel þetta kvöld,
hann las blöðin meðan við Alma
spjölluðum saman.
Við munum aldrei gleyma því
kvöldi og mun það standa ofarlega í
minningu okkar um Reyni.
Reynis er sárt saknað.
Elsku Alma, Guðrún, Hrönn,
Unnar og fjölskyldur. Við viljum
senda ykkur okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Einnig viljum við
senda samúðarkveðjur til systkina
hans og annarra aðstandenda.
Ólafur, Birna og böm.
+
Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar,
PÉTUR EINAR BERGSVEINSSON,
Kleppsvegi 4,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum að kvöldi mánudagsins
20. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Björg Aradóttir,
Trausti Pétursson,
Pétur Pétursson.
+
Ástkær eiginkona min,
ANNA ÖRNÓLFSDÓTTIR,
Austurgerði 7,
Reykjavík,
áður til heimilis
á Langholtsvegi 20,
verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtudaginn
30. desember kl. 10.30.
Kristján Tryggvi Jóhannsson.
Fréttir á Netinu ■ íþróttir á Netinu
'Pv-j'm tuj diáf bst að Mm
Utfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæðinu.
Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu.
Alúðleg þjónusta sem byggir á langri reynslu
Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. %
Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-wwvr.utfarastofa.com
% /