Morgunblaðið - 23.12.1999, Side 50

Morgunblaðið - 23.12.1999, Side 50
50 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 y----------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ARMANN KR. EINARSSON + Ármann Kr. Ein- arsson fæddist í Neðradal í Biskups- tungum 30. janúar 1915. Hann lést á Landakotsspítala 15. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 22. desember. Sá deyr ei, sem heimi gaf lífvæntljóð. Sá lézt, sem reis þögull frádísannaborði. (E.B.) Mann setur hljóðan þegar merkur og góður samferða- maður kveður jarðneskt líf og flyst á annað tilverustig. Það er fallegur desemberdagur, jörðin er íklædd drifhvítum vetrarskrúða sem er fag- ur en minnir á lík. Skammdegis- skuggarnir langir og vetrarsólstöður að viku liðinni, en þá breytir möndull jarðarinnar afstöðu sinni og daginn fer aftur að lengja, ylurinn og birtan frá hækkandi sól örvar okkur til lífs og gleði. Engum sem til þekkti kom fráfall Armanns að óvörum, því hann var búinn að vera mikið veikur síð- .ustu mánuðina. Fyrir tveimur árum gaf hann út síðustu bók sína, Ævin- týri lífs míns, og fjallar hún um ævi hans og störf frá því að hann man fyrst eftir sér og til þess dags að bók- in var gefin út. Bókin er skemmtileg aflestrar og veitir glögga innsýn í þá lifnaðarhætti sem við ólumst upp við á uppvaxtarárum hans. Fæði, fatn- aður og oftast lélegur torfbær voru frumskilyrði þess að maður kæmist til vaxtar og þroska. En oftast voru þessi frumskilyrði af skomum skammti. Armann vissi vel hvað var *að vera fátækur, en með dugnaði og viljafestu braust hann áfram til mennta og þroskaði þann neista sem hann bar í brjósti, að verða rit- höfundur. Ungur gaf hann út sína fyrstu bók og snemma fékk hann við- urkenningu fyrir vel samda sögu. Armann varð víðfrægur barna- bókahöfundui- og náðu bækur hans óhemju vinsældum. Komu þær út um hver jól og biðu börn og fullorðnir spenntir eftir að lesa þær. A hverjum jólum gaf ég börnunum mínum bækur eftir Armann, eiga þau heilt safn af bókum eftir hann og varðveita vel, vona ég að afkomendur þeirra hafi gaman af að líta í þær líka. Eg hef stundum látið það berast í tal við einn og annan, hvort það sé ekki fjarstæðukennt að skrifa ævin- týri sem geta ekki átt stoð í veruleik- anum og láta ímyndunaraflið skapa frásögnina. Ég hefi oftast fengið sama svarið. Auðugt ímyndunarafl fært í fallegan búning er lestrarefni sem börn og unglingar kunna vel að meta. Armann hafði ótæmandi frá- sagnarhæfileika. Hann jós úr nægta- brunni visku sinnar sköpunargleði sem gerðu ævintýrin að sögulegum perlum. Hann var einn af bestu barnabókahöfundum sem þjóðin hefur átt, og þýðingar á verkum hans hafa borist víða og gert hann frægan langt út fyrir okkar land- steina. Hann hefur reist sér bautastein með verkum sínum sem ekki mun hverfa og sagan standa vörð um. Það er mikil auðlegð fyrir okkar litlu þjóð hvað við höfum átt góða barnabókahöfunda. Ungur var ég að árum og rétt far- inn að stauta þegar ég las í Bernsk- unni eftir Sigurbjörn Sveinsson, smásögur sem hrifu barnshuga minn og enn í dag, gamall maður, tel ég Bernskuna með mínum uppáhalds- bókum. Bækur Jóns Sveinssonar lyftu huga mínum hátt, og lítill drengur trítlaði ég til næsta bæjar að fá lánaðar hjá frænku minni bækurn- ar: Nonna og Sólskinsdaga, og las ég þær spjaldanna á milli aftur og aftur. Nonna og Manna átti hún ekki, en ég las hana seinna. A þeim árum var ekki mikill bókakostur á bæjum, en lestrarfélögin komu til sögunnar og bættu mikið úr. Ekki skal gleyma Guðrúnu Helga- dóttur sem er snilldarhöfundur og skulum við vona að við fáum að njóta hennar sem lengst. Mér er ljóst að tíðarandinn breytir huga barna og unglinga til lestrarefnis, en góð bók er gulls ígildi, fjársjóður hugans minnir á bergvatnslindina sem speglar umhverfið á silfurtærum fleti. Ég hefi nefnt hér fjóra barna- bókarhöfunda sem með verkum sín- um hafa eignast þjóðina og þjóðin eignast þá. Kynni okkar Armanns hafa staðið í rúma hálfa öld. Þegar ég byrjaði akstur á BSR 1948, starfaði hann þar líka aukalega þegar honum vannst tími til en orðinn bæði kennari og rit- höfundur, og voru þau hans aðal- störf. Ég kynntist Armanni fljótlega þegar ég hóf starf mitt á BSR. Hann var vel séður meðal okkar bílstjór- anna, glaður í góðvina hóp, sagði vel frá og bæði virtur og metinn. Eg mat hann mikils og hann rétti mér oft örvandi hönd til að gera það sem mig hefur oft langað til en lítið orðið úr. Hann er í fremstu röð þeirra manna sem ég á mikið að þakka fyrir sam- fylgd í hálfa öld. Hann blandaði sér lítið í félagsmál okkar bílstjóranna en hafði ákveðnar skoðanir og lágu leiðir okkar saman í þeim efnum. Stuðningur hans var sterkur og brást ekki þegar mest á reið. Straumur tímans niðar áfram án af- láts, ber með sér fúasprek og feyskna stofna, en veitir líka nýjum gróðri skjól og skilyrði til vaxtar og þroska. Síðastliðin nær átta ár höf- + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR KLEMENZSON, frá Dýrastöðum, ff- ® lést á sjúkrahúsi Akraness að kvöldi þriðju- m • Mm dagsins 21. desember. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við * andlát og útför eiginmanns míns, ÓLAFS GUÐJÓNSSONAR fyrrum bónda, Miðhjáleígu í Austur-Landeyjum. Guð blessi ykkur öll. Bóel Kristjánsdóttir og börn. * um við búið undir sama þaki hér á Sléttuveginum í góðu sambýli við gott fólk en hér búa aðeins aldraðir íbúar. Armann átti hér fyiirmyndar sambýliskonu, Aðalheiði Þorsteins- dóttur ættaða úr Borgarfirði. Bæði höfðu þau séð á bak ástvinum sínum en eftir það lágu leiðir þeirra saman báðum til góðs. Aðalheiður er í mín- um huga mikil heiðurskona og búin mörgum eðliskostum. Umhyggja, dugnaður, gestrisni og fórnfýsi bera þar hæst og naut Armann þess í rík- um mæli, enda þótti honum vænt um Heiðu sína. Saman nutu þau lífsins á mannfögnuðum, ferðalögum og ekki síst í sínu einkalífi. Þetta sannar hvemig ástúð, traust og virðing geta veitt birtu og yl inn í líf einstaklings- ins Jrótt aldurinn færist yfir. Armann var félagslyndur og gerði sitt til að við áttum hér í Selinu marg- ar góðar og glaðar samverustundir. Við höfum misst sterkan hlekk úr þeirri keðju sem okkar húsfélag samanstendur af. Fyrir hönd húsfé- lagsins þakka ég liðnu árin hér í hús- inu og allt það góða sem hann hefur fyrir okkur gert. Það verðm- okkur leiðarljós á ókomnum ámm. Astvin- um hans sendi ég hugheilar samúð- arkveðjur og bið algóðan guð að hugga þau og styrkja í þungri raun. Megi birtan og kærleikurinn frá fæðingarhátíð frelsarans og geislar frá skini hækkandi sólar signa leið hans inn á þá eilífðarbraut sem kall- að hefur hann frá jarðnesku lífi til æðri starfa. Hafðu þökk fyrir langa samfylgd. Jakob Þorsteinsson. Með örfáum orðum vil ég minnast ágæts samferðamanns, Armanns Kr. Einarssonar rithöfundar, sem nýver- ið lést hér í Reykjavík. Ég átti því láni að fagna að alast upp í sama húsi og Armann sem þar bjó ásamt Guð- rúnu eða Bíbí systur pabba og dætr- unum þrem. Sambýlið var ágætt, komið saman fólk úr Biskupstungum, og mamma norðan af Homströndum, þrír menn- ingarheimar, borgin, sveitin og Hornstrandir, á margan hátt mjög ólíkir. Nú þegar jóhn eru að koma leitar hugurinn til bernskunnar, þegar Ár- mann í gervi jólasveins kom á Ei- ríksgötu 13, niður um þaklúguna hjá Elku ömmu, þá hristist allt húsið af hlátri og kátínu, enda kominn alvöru jólasveinn að mati bamanna. Þetta era fyrstu minningarnar, krafturinn og hláturinn. Árin á Eiríksgötunni eru eftir- minnileg, ég minnist fyrstu veiðiferð- arinnar austur að Þingvöllum, þú kveiktir eldinn. Bernskan í Tungunum, fjöllin, álf- arnir, jöklarnir og birtan var upp- spretta allra ævintýranna, það var kjarninn. Þú ræktir frændgarð þinn og þinna með sóma. Á kveðjustundu bið ég að góður guð blessi frú Aðalheiði Þorsteins- dóttur samfylgdarkonu Armanns síðustu árin, börn, tengdabörn og barnabörn. Blessuð sé minning hans. Sævar Geirsson. Drífa sig af stað - allt klárt - áætl- aður áfangastaður Neðri-Dalur í Bikupstungum. Æskuminningarnar þegar ferðir í sveitina voru í aðsigi era sveipaðar sólskini og spennu. I sveitina til Jóns og Heiðu og drengj- anna þeirra þýddi gott ferðalag og samvistir við fjölskylduna. Stopp í Erfisdrykkjur Wcttfc>90harld Iralcnn-mn Dalshraun 13 S. 555 4477 ♦ 555 4424 IMomöiíwwðis't Garðskom v/ FossvogskirkjngarS Sími. 554 0500 Tryggvaskála, sem þýddi ís, og síðan var ferðin tekin í áföngum. Valin vai- fallegur útsýnisstaður þar sem mannskapurinn fékk sér hressingu og smurbrauðið hennar mömmu. Kennileiti og landslag skoðað. Ég á von á því að þetta hafi verið svipað hjá hinum fjölskyldunum, sem vora á undan, eða á eftir, á sama ferðalagi, en stundum var auðvitað samflot. Pabbi og mamma, Geiri og Palla, Sæli og_St,elIa, Elli og Gunna, Jón og Fríða, Armann og Bíbí að ógleymd- um öllum börnunum. Eitt af því sterkasta í minningunni era bræð- urnir á hlaðinu að kankast á og fíflast með Jóni bróður, bónda í Neðra-Dal. Ég var bara eitt af bömunum sem horfði á mannskapinn saman kom- inn. Allh’ komnir heim í dalinn. Systkinin á heimaslóðum að hittast með fjölskyldur sínar. Þetta vora skemmtilegir tímar sem vora nauð- synlegir fyrir fjölskyldurnar. Ég held að við börnin höfum ekk- ert sérstaklega verið að velta því fyr- ir okkur hvaða starfa foreldrar okkai' höfðu. En mér er minnisstætt _að systkinin úr Neðra-Dal kölluðu Ár- mann sín á milli Skáldið. Ekki veit ég hvenær þau byrjuðu á því, en eitt er víst að hann heíur snemma byrjað að segja sögur. I þessum stóra hópi systkina og síðar maka þeirra og barna, þar sem margir þurftu að segja skoðun sína, átti Armann ávallt óskipta athygli bæði barna og ful- lorðinna, vegna þess að það var öðra- vísi þegar hann sagði frá. Systkini hans hafa vafalítið snemma fengið að njóta frásagnarhæfileika hans, og þá jafnvel svolítið öðruvísi en við hin, sem þekkjum sögur hans best af bók- um. Með frásögnum sínum gerði hann hvunndaginn að ævintýri. Armann var mikill fjölskyldumað- ur og afar barngóður. Síspyrjandi um líðan og hagi barna, þótt nöfn væra farin að gleymast eða skolast til í seinni tíð. Hann lagði mikla rækt við stór- fjölskylduna, og ég tel að það sé ekki orðum aukið að hann hafi verið við- staddur alla merkisviðburði í fjöl- skyldunni. Hann lét sig systkini sín og fjöl- skyldur þeirra miklu varða, var alltaf mættur til að samgleðjast og hélt þá gjarnan tölu. Hvort sem það var að Armann var elstur, eða að hann stundaði ritstörf, þá veit ég að hann hafði þann sess að um hann var talað af virðingu og aðdáun, hann var bara þannig. Hann hafði það sem kallast yfir- bragð heimsmanns, til orðs og æðis. Um mitt sumar 1998 hringdi Ár- mann í mig og sagði mér að til stæði að endurútgefa eina af bókum hans, Ommustelpu. Hann langaði til þess að fá aðstoð mína við útlit og mynd- skreytingu á bókinni. Mér þótti mjög vænt um þetta og fékk ég þar tæki- færi til þess að umgangast hann í nánu samstarfi við þetta verk. Þessi óvænta uppákoma gaf mér ótrúlega mikið. Það kom fyrir að teygðist á fundarsetu. Ég gerði mér Ijóst hversu gríðarlegu æviverki hann Ár- mann hefur komið frá sér. Talandi bara um skrifin, ég kann ekki titla- fjöldann, en hann er mikill. Ég sá hjá honum bókaflokka, sem minntu mig á sumrin í sveitinni minni, í Hvammi undir Eyjafjöllum, þar sem ég ásamt öllum þeim börnum sem þar vora lá undir súð og kúrði í ævintýraheimum Árna í Hraunkoti, Óskasteinsins og fleiri sagna. Ég hefði ekki viljað missa af þessum samgangi við hann og Heiðu á Sléttuveginum. Það vora fínar stundir, spjall um heima og geima yfir öllum tegundum meðlæt- is. Það er klárt mál að við sem eftir sitjum eigum minningu um góðan dreng. Ég og fjölskylda mín vottum sam- úð okkar systrupum Gunnu og Fríðu, dætram Armanns, Ásdísi, Hrafnhildi og Kristínu. Þér Heiða þakka ég stundirnar á Sléttuvegin- um. Ulfar Om Valdimarsson. Þegar góður félagi og samstarfs- maður til margra ára fellur frá, nem- um við ósjálfrátt staðar um stund og leiðum hugann að liðnum stundum. Minningarnar leita á, eftir langt samstarf er margs að minnast á loka- stund. Armann Kr. Einarsson var einn af fyrstu kennurum Hlíðaskóla sem var stofnaður árið 1955. Hann hóf starf við skólann meðan hann var við Eski- hlíð og dró skólinn nafn þar af. Hann flutti ásamt öðram kennuram í nýja húsið við Hörgshlíð/Hamrahlíð þeg- ar það var tilbúið til notkunar, en þá breyttist nafn skólans í Hlíðaskóla. Við skólann starfaði Ármann í hartnær 30 ár. Armann var afar farsæll kennari. Hann hafði næmt auga fyrir hæfi- leikum nemenda sinna og lagði sig fram um að þeir gætu þroskast eftir getu hvers og eins. Hann var hæglát- ur í fasi, lá frekar lágt rómur, var skýrmæltur, og þurfti sjaldan að brýna röddina, því nemendur bára mikla virðingu fyrir honum og vildu gera honum flest til þægðar. Hann var skapríkur en fór svo vel með, að það var varla greint, enda ríkti jafn- an ró og friður í kennslustundum hans og vinnugleði ríkjandi. Til Ár- manns var gott að leita ef eitthvað fór úrskeiðis enda var hann tillögu- góður og ráðhollur. Hann var gleði- gjafi á kennarastofunni og á fagnað- arsamkomum kennara, því hann var félagslyndur og naut vel slíkra stunda. Á fyrstu áram skólastarfs í Hlíð- unum var lítið um handbækur fyrir kennara eða bækur til tómstunda- lesturs fyrir nemendur skólans. Ár- mann skildi manna best hve slíkur bókakostur er nauðsynlegur í góðum skóla. Hann barðist ótrauður fyrir því að bæta hér úr og átti sinn þátt í því fyrir hönd okkar kennaranna, í nánu samstarfi við stjórnendur skól- ans, að bókasafn var stofnað við skól- ann. Tók hann að sér umsjón með safninu, enda vil við hæfi. Féll það í hans hlut að skipuleggja starfið þar og fórst honum það vel úr hendi. Ár- mann var góður sögumaður og átti auðvelt með að hrífa hina ungu áheyrendur með sér inn á svið sagna og ævintýra er hann mælti þau af munni fram með tilheyrandi radd- breytingum, látbragði og hreyfing- um. Þótt Armann hætti föstu starfi við skólann vann hann, lausráðinn, næstu ár nokkra tíma á viku á safn- inu og annaðist þá sögustundir fyrir yngstu börnin. Þar skapaði Armann þá hefð, sem enn er haldið við á skólasafninu. Góður félagi er genginn á fund síns skapara. Honum fylgja hlýjar kveðjur frá okkur, gömlu félögunum. Aðstandendum hans og ástvinum vottum við samúð okkar. Kennarar og samstarfsfólk Hlíðaskóla. Leikmyndin er raunveraleg og stórbrotin. Fjöllin, gilin, fossarnir, hverirnir, hundarnir, hestarnir og hellarnir. Nær áttræður unglingurinn hleypur um og aðstoðar við lagf'ær- ingu á búningum og tekur þátt í leik- stjórn. Það er verið að kvikmynda atriði úr æsku Ármanns og fyrstu ævintýr- in sem hann samdi í grennd við æskustöðvar hans í Neðri-Dal í Bisk- upstungum.Vinir og fjölskylda taka virkan þátt í starfinu. Tæknileg vandamál koma upp. Hvemig látum við léreftspoka utan af pottbrauði sitja efst á vatnssúlu gjósandi hvers og til hvers? Málið er ekki auðvelt en Armann gefst ekki upp, hann skopp- ar í kringum sjóðandi hverinn og nærstöddum verður um og ó. Obil- andi tiltrú á uppátækinu rekur hann áfram, hér er dálítið ævintýri á ferð- inni. Ævintýri og sögur Ármanns spretta margar úr þessu stórkost- lega umhverfi sem hinh- fjölmörgu lesendur hans hafa fengið að kynn- ast. Armann nýtti sér einnig reynslu sína sem kennari og lögregluþjónn við sköpun á sögupersónum ásamt því að vera athugull á nánasta um- hverfi og fjölskyldu sem var honum afar kær og uppspretta góðra hug- mynda. Ég verð því ævinlega þakklátur að hafa fengið að kynnast Ármanni og hans ágætu fjölskyldu. Marteinn Sigurgeirsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.