Morgunblaðið - 23.12.1999, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 23.12.1999, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 51\ MINNINGAR INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR + Ingibjörg Guð- mundsdóttir fæddist í Áskoti, Ásahreppi, Rangár- vallasýslu 2. apríl 1907. Hún lést á öldr- unardeild Landa- kotsspítala 1. desem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholts- kirkju 9. desember. Á Degi aldraðra í maí síðastliðnum kom Ingi- björg frænka að venju í Langholtskirkju og var við messu ásamt uppeldissystur sinni, Völu frænku. Á eftir drukkum við saman kaffi í félagsheimilinu. Organistinn lék nokkur lög og við frænkurnar tókum hressilega undir. Eftir að hafa sungið „Fyrr var oft í koti kátt“ hafði Ingibjörg á orði, að kvæðið lýsti vel þeim tíma, þegar frænkurnar ólust upp saman í Hella- túni í Ásahreppi. Hún var svo hress og kát þennan dag. Kom okkur til að hlæja eins og henni var lagið. Dóttur- dóttir frænku og hennar börn bætt- ust einnig í hópinn og það var létt yfir okkur frænkunum. Við höfum hist og glaðst saman þennan dag nokkur undanfarin ár og alltaf voru einhverj- ir afkomendur Ingibjargar með í för. Okkur fannst Ingibjörg líta svo vel út, en fáeinum dögum síðar veiktist hún og nú er elsku frænka búin að kveðja þessa veröld. Við söknum þess mjög, að njóta ekki lengur samfylgdar hennar og á uppeldissystir hennar og frænka, Valgerður Helga Magnúsdóttir, um sárt að binda. En langri og farsælli ævi er lokið og kynslóðir koma og kynslóðir fara allar sömu ævigöng. Ingibjörg Guð- ^ mundsdóttir fæddist í Ásakoti í Ásahreppi þann 2. aprfl 1907. Hún var yngsta bam foreldra sinna en þau voru Þórunn Helgadótt- ir og Guðmundur Hróbjartsson. Þór- unn og Guðmundur fluttust 1908 að Hellatúni í Ásahreppi ásamt bömum sínum og bjuggu þar æ síðan. Hella- túnsheimilið var fjölmennt myndar- heimili. Auk systkinanna ólust upp á bænum tvö systkinaböm Þómnnar húsfreyju og er Valgerður Helga Magnúsdóttir nú ein á lífi úr hópnum „sem lék sér saman, og henti að mörgu gaman“. Svona var samhjálp- in fyrram. Þórann húsfreyja hjálpaði sínum systkinum og ól upp tvö börn þeirra sem sín eigin væru. Farskóli var í Ási næsta bæ við Hellatún. Þann tíma sem hann stóð yftr bætt- ust nokkrir krakkar við í dvöl í Hella- túni, sem áttu heima lengra í burtu. Ingibjörg rifjaði oft upp atvik frá gamalli tíð og minntist þess, að móðir hennar hefði lagt áherslu á, að friður- inn á heimilinu væri fyrir öllu. Mér hefur alltaf fundist þetta eigi við á hvaða tímum sem er. Oft minntust Hellatúnssystkinin á Runka, en hann var vinnumaður á bænum og hét Runólfur. Mér er það minnisstætt, að þegar byrjað var að tala um mengun var haft á orði, að Runki hefði sagt að hann vildi hafa drykkinn ómengaðan og átti þá við, að sýran væri ekki þynnt með vatni. Þau hjón Þórann og Guðmundur öðl- uðust virðingu samferðamanna sinna og hef ég heyrt fólk minnast þeirra með virðingu og þakklæti. Þess hefur og verið minnst, hve þau voru glæsi- leg, þegar þau fóra á gæðingum sín- um um sveitina í heimsóknir til vina og vandamanna. Ingibjörg frænka hleypti ung heimdraganum og hélt til Reykjavík- ur. Hún fór þar í kvöldskóla og nam orgelleik hjá Sigfúsi Einarssyni tón- skáldi. Þennan vetur í höfuðstaðnum réðst framtíð Ingibjargar, er hún kynntist þar læknastúdent, Árna Guðmundssyni, ættuðum frá Lóni í Kelduhverfi. Ingibjörg hélt heim í sveitina sína og gerðist nítján ára organisti í Kálfholtskirkju. Hún stofnaði barnakór í Áshverfinu og var þar á undan sinni samtíð. Arni hélt til náms í Danmörku, en áður höfðu þau Ingibjörg gengið í hjóna- band. Ungu hjónin settust síðan að á Akureyri ásamt framburði sínum, Guðmundi Emi, og þar fæddust síð- an hin bömin Haukur, Þórann og Svava. Ingibjörg og Ámi bjuggju í rúm 20 ár norðan heiða og lengst af á Bjarm- astígnum, þar sem húsráðendur ræktuðu garðinn sinn og áttu fagran skrúðgarð, en læknirinn hafði yfir- gripsmikla þekkingu í grasafræði. Ræktuðu þau einnig matjurtir m.a. jarðarber. Síðan fluttust læknishjón- in suður og settust að í Barðavogi 20. Þar komu þau sér einnig upp fögram garði með sjaldgæfum tegundum. Ingibjörg frænka kom til dyranna eins og hún var klædd og var afar hreinskiftin í öllu sínu fasi. Var svo sannarlega drenglunduð. Það var reisn yfir henni frænku, svo að eftir var tekið, hvar sem hún kom. Hún var hnyttin í tilsvöram og gat alltaf komið manni í gott skap. Ingibjörg var einstaklega ættfróð og eins hafði hún öll örnefni á hraðbergi. Þar kom maður ekki að tómum kofunum. Hún hafði mikið yndi af hannyrðum og sat löngum stundum við að hekla hin smágerðustu mynstur. Bóngóð var hún og greiðvikin. Árna mann sinn missti Ingibjörg árið 1971. Hún dreif sig þá út á vinnumarkaðinn og starf- aði á Þjóðminjasafninu til 75 ára ald- urs. Síðar tók hún þátt í félagsstarfi aldraðra í Langholtskirkju, spilaði brids í miðvikudagshópnum og þótti slyng í spilum. Nú að leiðarlokum er margs að minnast. Langri og farsælli ævi er lokið, en frænka átti 51 afkom- anda og er það gjörvilegur og elsku- legur hópur frændfólks. Ingibjörg frænka var mér mikilsvirði sem góð frænka. Við náðum vel saman og mér leið vel í návist hennar. Það streymdi frá henni svo mikill hlýhugur og vel- vilji. Hún hafði góða kímnigáfu, mér að skapi, sérstaklega gat hún verið upplífgandi með skemmtilegum til- svörum og þannig vil ég minnast hennar. Blessuð sé minning þín, elsku frænka. Helga Skúladóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRARINN GUNNARSSON gullsmiður, Tjaldanesi 11, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 27. desember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Ásta Engilbertsdóttir, Sigrún Þórarinsdóttir, Ragnar Pálsson, Birgir Þórarinsson, Dóra Sigurðardóttir, Gunnhildur Þórarinsdóttir, Sveinn M. Ottósson, barnabörn og barnabarnabörn. KRISTÍN HULDA EYFELLS OG GRÉTAR GARÐARSSON + Kristín Huida Eyfells fæddist 31. janúar 1935. Hún lést hinn 23. desem- ber 1998. Grétar Garðar- sson fæddist 5. júlí 1936. Hann lést 4. október 1999. Utför þeirra fór fram í kyrrþey. Mig langar með örfá- um orðum að minnast sérstakra vina minna sem era horfnir héðan með skömmu millibili. Það era hjón- in Kristín Hulda Eyfells og Grétar Garðarsson. Hún féll frá á Þorláks- messu í fyrra eftir langt stríð við erf- iðan sjúkdóm. Hann varð bráð- kvaddur níu mánuðum síðar. Bæði vora þau á besta aldri þegar þau kvöddu þetta líf. Þau voru samvalin í mörgum greinum bæði að mann- kostum og hæfileikum enda sérlega samheldin í hjónabandi sínu og sam- stillt. Dagfar þeirra einkenndist af mikilli prúðmennsku, öll störf þeirra af snyrtimennsku og vandvirkni. Grétar starfaði sem húsgagna- smiður, vann hjá Axel Eyjólfssyni allan sinn starfsaldur og gat sér hið besta orð bæði hjá yfirmönnum, samstarfsmönnum og viðskiptavin- um. Hann var vel verki farinn, vand- virkur og samviskusamur. Kristín Hulda var lengi verslunarstjóri í Drífanda. Frá þeim árum minnast hennar margir fyrir alúð og prúð- mennsku. Síðustu árin starfaði hún á Borgarspítalanum við góðan orðstír. Hún tók því með þreki og æðraleysi þegar í ljós kom að hún hafði tekið sjúkdóm sem er erfiður viðfangs. Grétar studdi hana með sínu hlýja hugarþeli. Kristín kvaddi þetta líf í von á sinn upprisna frelsara. Maður hennar sá henni á bak í sömu von. En eigi að síður varð honum erfitt að verða að kveðja hana eftir að hafa barist með henni svo lengi milli vonar og ótta. Þau vora samgróin, áttu öll sín hugð- arefni saman, höfðu byggt upp sinn heim hvort með öðru og máttu hvor- ugt af öðra sjá. Enda varð stutt á milli þeirra. Eg er meðal þeirra sem sakna þessara góðu hjóna og þakka öll kynni af þeim. Sérstakar samúðar- kveðjur sendi ég Hafsteini bróður Grétars og fjölskyldu hans og bróð- urdóttur hans Margréti Sigurpáls- dóttur. Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá þessu fólki. En einn er sá sem sárin græðir og bætir allt böl. Hin bjarta hátíð ljóss- ins, friðarins og kærleikans, fæðing- arhátíð Jesú Krists minnir á þann milda sterka mátt sem við getum treyst á í lífi og dauða. Blessuð sé minning góðra vina. Kom huggari, mig hugga þú, kom hönd, og bind um sárin. Kom dögg, og svala sálu nú, kom sól, og þerra tárin. Kom hjartans heilsulind, komheilögfyrirmynd. Komljósoglýstumér, kom líf er ævin þver kom eilíf bak við árin. (Vald. Briem.) Ólafur Þór Friðriksson. jiiiiiiiii111111^ H H Erfísdrykkjur H H P E R L A N H H H Sími 562 0200 h iiiniin i iiiiiiíl Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR kennari, Hóli, Fáskrúðsfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðs- firði, mánudaginn 20. desemPer síðastliðinn. Útförin fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju miðvikudaginn 29. desember kl. 13.30. Margrét Aronsdóttir, Árni Guðmundsson, Stefanía Aronsdóttir, Lars Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegi maðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GESTUR AUÐUNSSON, Birkiteig 13, Keflavík, lést laugardaginn 18. desember. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðju- daginn 28. desember kl. 14.00. Friðgerður Finnbjörnsdóttir, Rafn Eyfell Gestsson, Svandís Ingibjartsdóttir, Auðunn Gestsson, Ester Sumarliðadóttir, Steinunn Gestsdóttir og barnabörn. + Hjartans þakkir sendum við þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur hlýju og samúð vegna and- láts og útfarar KRISTJÁNS KARLS GUÐJÓNSSONAR fyrrverandi flugstjóra, Safamýri 89, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Félags íslenskra atvinnu- flugmanna. Við óskum ykkur gleðilegs árs og friðar. Ingibjörg Sigurðardóttir, Tinna Kristjánsdóttir, Sólveig Hallgrímsdóttir, Kolbrún Kolbeinsdóttir, Ásgeir Svan Herbertsson, Sigurður Óli Kolbeinsson, Marta Dögg Sigurðardóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir, Unnar Þór, Elísabet Metta, Sólveig og Ingibjörg. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls EIRÍKS BJ. ÁGÚSTSSONAR, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Guðlaug Guðmundsdóttir, Steinunn Eiríksdóttir og fjölskylda. Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.