Morgunblaðið - 23.12.1999, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 57
BRIDS
Umsjón l>n0iniindni'
I'áll Arnarson
LESANDINN er nú í spor-
um ítalska meistarans Pi-
etros Forquets og sá sem
leggur niður blindan og
fylgist með haukfránum
augum er strangur gagn-
rýnandi - Benito Garozzo.
En það er samt engin
ástæða til að íára á taugum:
Suður gefur; allir á
hættu.
Norður
A 975
V G82
♦ K5
* K6542
Suður
* ÁG1084
VKD7
* G87
*Á7
Vestur Norður Austur Suðui’
1 spaði
Pass 1 grand Pass 2 sp.
Pass Pass Pass
Vestur spilar út hjarta-
þristi, þriðja hæsta, og aust-
ur tekur með ás. Þú lætur
kónginn undir til að skapa
þér innkomu á gosann, en
austur spilar spaðahundi til
baka í öðrum slag. Lítið frá
þér og vestur tekur með
drottningu. Eftir nokkra
umhugsun spilar vestur nú
hjartatíu. Taktu við stýrinu.
Það þarf mikið að ganga á
til að þetta spil tapist, en þó
er það hugsanlegt. Líkur
benda til þess að vestur sé
með tvo slagi á spaða og
einn slag hefur vörnin feng-
ið á hjartaás. Ef austur á
tígulás og vestur drottning-
una, gæti vörnin náð að
aftrompa blindan og þá er
hætta á að gefa þriðja slag-
inn á tígul.
Norður
* 975
V G82
* K5
*K6542
Austur
* 62
r Á954
♦ Á9642
* G9
Suður
* ÁG1084
VKD7
* G87
* Á7
Forquet tók hjartatíuna
með gosa blinds og spilaði
smáum tígli úr borði að gos-
anum! Ef austur tæki slag-
inn mætti fría slag á litinn,
en aðalatriðið var að neyða
vestur til að taka fyrri tíg-
ulslaginn, svo vörnin gæti
ekki ráðist að trompinu sér
að kostnaðariausu.
Og nú er það spurningin:
Hvort hefði iesandinn feng-
ið hrós eða skammir frá
Garozzo
Vestur
* KD3
V 1063
* D103
* D1083
I DAG
Árnað heilla
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 4. september sl. í
Akureyi’arkirkju af sr. Jónu
Lísu Þorsteinsdóttur Birna
Ágústsdóttir og Pétur G.
Broddason. Heimili þeirra
er á Akureyri.
Ljósmynd: Bonni.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 7. ágúst sl. í Krists-
kirkju, Landakoti af sr. Atla
Gunnari Jónssyni Hafdís
Dögg Guðmundsdóttir og
Arnar Bjamason.
Þessar duglegu stúlkur söfnuðu kr. 1.093 til styrktar
Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þær heita
Margrét Sigurjónsson og Þorgerður Ýr
Þorvarðardóttir.
SKAK
llinsjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp á Evr-
ópumeistaramóti lands-
liða í Batumi í Georgíu í
haust. A. Fernandez
(2,435) hafði hvítt og átti
leik gegn R. Bagirov
(2.470), Azerbadsjan
43. Hf4! og svartur gafst
upp, því eftir 43. - Dxf4
Hvítur leikur og vinnur.
44. Dxg6+
við.
blasir mátið
UOÐABROT
Brot úr Ljóðabréfi
Skrítið er lífið, Þórður minn,
hvernig allt gengur til;
ég á svo margar gimburskeljar
og skipa þeim sem ég vil.
Hann pabbi segir að tunglið
sé ostur ofan úr Kjós,
en sólin og litlu stjörnurnar
séu Jesú Jólaljós.
Ég þekki hana Grýlu,
hún er grá eins og örn.
Hún situr upp á Esju
og gleypir óþæg börn.
Frá Einari á Sjónarhólum
hún hremmdi fjögur lömb.
Þau jörmuðu og sögðu „me me!“
í hennar slæmu vömb.
Við skulum aldrei gi’áta
og aldrei tala ljótt,
þá verðum við svo stórir,
og vöxum upp svo fljótt.
Við skulum lesa bænirnar
þá kemur ekkert ljótt,
því Guð og allir englarnir
vaka hverja nótt.
Og þegar við vöknum aftur,
þá fáum við eitthvað gott,
og sjáum fólkið ríða
og segja „ho, ho, hott“.
Og vertu nú sæll, Þórður minn,
og þiggðu þessi ljóð,
þau eru frá honum Matta,
adieu, elskan góð.
Matthías Jochumsson
STJÖRNUSPA
eftir Franecs llrake
STENGEITIN
Pú ert gæddur íiku sjálfs-
trausti ogmetnaði sem færir
>ér ýmislegt í aðra hönd og
ú ert óhræddur við að taka
málstað þeirra sem minna
mega sín.
Hrútur _ (21. mars -19. apríl) Það lífgar tvímælalaust upp á tilveruna að eiga stund með góðum vinum. Leggðu þig fram og þá nærðu tilskyldum árangri.
Naut (20. apríl - 20. maí) Vertu viðbúinn því að atburða- rásin taki kipp þvi ef þú ekki hefur allt á hreinu getur þú misst af tækifærinu til að laga allar aðstæður þér i hag.
Tvíburar (21. maí - 20. júní) Aa Gefðu þér nægan tíma til að skipuleggja framgöngu þína því minnstu mistök munu færa þig aftur á byrjunarreit. Vertu samt hvergi hræddur.
Krobbi ^ (21. júní - 22. júlí) ®mfö Það er óþarfí að apa allt eftir öðrum þótt góðir séu. Treystu á sjálfan þig og þá munu aðrir treysta þér líka.
Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Það er mikil spenna í kringum þig og þú þarft á öllu þínu að halda til þess að hlutimir fari ekki úr böndunu. Hafðu taum- haid á skapi þínu.
Meyja (23. ágúst - 22. september) Það getur verið ósköp notalegt að gera öðrum til geðs þegar það á við. Mundu samt að þú átt að ráða slíku sjálfur en ekki hlaupa eftir óskum ann- arra.
Vltg 'KXX (23. sept. - 22. október) ííi 4* Þú hefur nú lagt hart að þér og ert nú að undirbúa að kynna eigin hugmyndir um lausn mála. Farðu þér samt hægt því þú þarft að vinna aðra á þitt band.
Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Erfiðleikarnir eru til þess að sigrast á þeim. Það mun bæði stækka þig sjálfan og einnig munt þú uppgötva hveijir eru vinir í raun.
Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Skf Þér er nauðsyn á því að kom- ast aðeins i burtu frá amstri dagsins.
Steingeit (22. des. -19. janúar) AiÍF Eitt og annað sem verið hefur að angra þig að undanfömu beinist nú í eina átt og þú átt auðveldar með að ráða við hlutina þannig. Gakktu þvi ótrauður til verks.
Vatnsberi r . (20. janúar -18. febrúar) GSrtt Það er eitt og annað að gerast í kringum þig sem þér finnst þú ekki hafa puttana á. Vertu samt hvergi smeykur því hæfl- leikar þínir munu ávallt njóta sín.
Fiskar (19. febrúar - 20. mars) >%■*> Það skiptir öllu máli að vera sjálfum sér samkvæmur og reyna ekki að blekkja sjálfan sig hvað varðar takmörk í líf- inu. ganga flest í haginn.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi eru
ekki byggðar á traustum gi-unni
vísindalegra staðreynda.
Aramótafatnaður
í stórum stœrðum
Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433
Hvernig er best að nota
afgangana úr kalkúnaveislunni?
Svarið er á Netinu_____
www.kalkunn.is
Rétta slóðln að Húffengrt hátíðarmáltlð
Verndcirenfjill aldarinnar
i
Silfurhálsmen, einnig hœgt aðfd gyllt.
Fœst eingöngu í verslunum
Einnijý úrvcd
of siijjulejjum
skurtgripum
(fiullkishm
DÓRA JÓNSDÓTTIR
GULLSMIÐUR
FRAKKASTÍG 10 SÍMI 551 3160
Skólavörðustíg 10
Sími 561 1300