Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 66SU22, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Golli. Stuðningur meirihluta Alþingis við Fljótsdalsvirkjun markar kaflaskil Forval fyrir útboð auglýst næstu daga vJólatungl Tunglið er næst jörðinni einu sinni í mánuði og í þeim tilfellum virðist það stærra en ella. Það naut sín vel í samkeppni við jólaljósin. --- » ♦ ♦-- Bæjarfulltrúi gagnrýnir bæjarstjóra Húsavílttir SIGURJÓN Benediktsson, bæjar- •Tulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem sit- ur í minnihluta í bæjarstjórn Húsa- víkur, ásakar Reinhard Reynisson bæjarstjóra um að hafa ekki kynnt bæjarstjórn né bæjarráði efni skjals sem inniheldur grunn að samræmdu mati á Ljósavík hf. og Fiskiðjusam- lagi Húsavíkur hf., en til stendur að sameina fyrirtækin. Sigurjón segir að í skjalinu séu eignir Fiskiðjusamlagsins vanmetn- ar og eignir Ljósavíkur ofmetnar og bendir meðal annars á að ekki sé tek- ið tillit til ríkjandi verðs á veiðiheim- ildum í rækju og þorski í skjalinu. Tilkynnt hefur verið að eignarhlutur Ljósavíkur í hinu sameinaða fyrir- tæki verði tæp 38% en Sigurjón seg- ''óSk" að enginn hefði gert ráð fyrir að eignai'hluti Ljósavíkur í hinu nýja fé- lagi færi yfir 25% þegar samruni var samþykktur á bæjarstjórnarfundi. ■ Skjal sent/10 SAMÞYKKT þingsályktunai'tillögu iðnaðarráðherra um framhald fram- kvæmda við Fljótsdalsvii'kjun er mikilvæg forsenda þess að Lands- virkjun geti haldið áfram vinnu við virkjunina, að sögn Friðriks Sophus- sonar, forstjóra Landsvirkjunar. Næstu skref eru m.a. forval fyrir út- boð á framkvæmdum við virkjunina, auk þess sem óformlegum samninga- viðræðum við tilvonandi fjármögn- unaraðila álvers verður haldið áfram. Friðrik segir í samtali við Morgun- blaðið að stuðningur meirihluta þing- manna Aiþingis marki kaflaskil í mál- inu. Hann segir jafnframt að málið sé einstakt og rifjar upp að nú hafi tvisv- ar verið gerð úttekt á virlquninni, fyrst þegar framkvæmdin var auglýst 1991, samkvæmt þágildandi vatna- lögum, og nú á Alþingi. „Næstu skrefin hjá Landsvirkjun eru að auglýsa forval á næstu dögum og velja þátttakendur í útboði, sem við vonumst til að geti átt sér stað seinni hlutann í janúar eða í byrjun febrúar. Vonandi munu tilboð liggja fyrir í maí, en gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist næsta sumar,“ segir Friðrik. Viðræður um orkuverð eru einnig á dagskrá. „Vonandi hefjast efnislegar viðræður innan tíðar eða um leið og stofnað hefur verið félag um bygg- ingu og rekstur álversins. Að sjálf- sögðu hafa óformlegar viðræður átt sér stað á milli okkar, Hæfls og Norsk Hydro, en við bíðum eftir því að stofn- að verði með formlegum hætti félag um reksturinn.“ Landsvirkjun undirbýr einnig áætlanir um hvaðan orka, sem þarf KOLMUNNAAFLINN það sem af er árinu er orðinn 145 þúsund tonn, en það er tæplega þrefalt það magn er veiddist í fyira. Islensk skip hafa veitt 135 þúsund tonn af þessum afla en fleiri skip hafa verið gerð út á kol- munna en áður vegna lítillar loðnu- veiði á sumar- og haustvertíð. Mestu heíúr verið landað í verksmiðju SR- mjöls á Seyðisfirði, eða um 37 þús- und tonnum. Næst á eftir kemur Síldarvinnslan á Neskaupstað með tæp 33 þúsund tonn. Þrátt fyrir þessa aflaaukningu hef- ur það ekki skilað sér hlutfallslega í auknu aflaverðmæti. Samkvæmt töl- um frá Hagstofu íslands var afla- verðmætið orðið tæpur hálfur millj- arður í september en á þeim tíma í íyrra var hann orðinn rúmlega 400 milljónir. Þetta skýrist meðal annars af mikilli lækkun á fiskimjöli á heimsmarkaði. auk orku Fljótsdalsvirkjunar til að knýja 120 þúsund tonna álver, komi. „Við höfum undirbúið Bjarnarflags- virkjun og hún getur líklega farið í umhverfismat í byrjun febrúar. Einn- ig er verið að hugsa aðrar lausnir, til dæmis stækkun Fljótsdalsvirkjunar, en það skýrist á næstu mánuðum hvaðan viðbótarorkan verður fengin.“ Þá eru viðræður við heimamenn á döfinni í janúar, sérstaklega við hreppsnefnd Fljótsdalshrepps. Þar þarf að ræða ýmis mál, sem ýmist snerta skipulagsmál eða hvemig Kolmunni er ekki kvótabundin tegund en líklegt þykir að á hann verði settur kvóti á næstu árum. Fram kemur í fréttabréfi LÍÚ að á síðasta ársfundi NEAFC, Norðaust- ur Atlantshafsfiskveiðiráðsins, hafi Evrópusambandið lagt mikla áherslu á að stjórn verði komið á veiðarnar sem fyrst. Skipuð hefur verið vinnu- nefnd um málið, en í henni sitja full- trúar strandveiðiþjóðanna, þar á meðal Islands. Nefndin á að leggja fram tillögur um skiptingu kvótans fyrir næsta fund NEAFC sem verð- ur að öllum líkindum haldinn í mars á næsta ári. Líklegt þykir að höfuð- áhersla íslendinga í samningavið- ræðum um hvað á að ráða skiptingu kolmunnakvótans verði dreifing stofnsins og veiðireynsla þjóða. Sam- kvæmt mælingum íslenskra vísinda- manna eru 1,5 milljónir tonna af kol- munna innan íslensku lögsögunnar. haga eigi mótvægisaðgerðum vegna virkjunarinnar. Friðrik segir mikilvægt að allar upplýsingar liggi fyrir í byrjun júní, því þá þurfi að taka ákvörðun um hvort af byggingu álversins verður. Það sé til dæmis mikilvægt að samn- ingar um orkuverð liggi fyrir þá, því byrja þurfi að byggja virkjunina ári áður en bygging álversins hefst. Því geti erfiðar samningaviðræður verið framundan, því Landsvirkjun þurfi tryggingu fyrir því að greiddur verði útlagður stofnkostnaður við virkjun- ina ef hætt verður við byggingu ál- versins eftir að framkvæmdir hefjast við virkjunina. „Það eru erfiðar viðræður fram- undan, til dæmis um orkuverðið. Mál- ið er síður en svo í höfn núna þó svo að niðurstaða Alþingis hafi auðvitað ver- ið forsenda íyrir því að við getum haldið áfram að vinna að málinu." KE'ÍKRóKt/R 1 dagur til jóla Kolmunnaafli þrefaldast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.