Morgunblaðið - 21.01.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.01.2000, Blaðsíða 1
17. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Urskurðar um Pinochet beðið Jack Straw, innanríkisráðherra Bretiands, sagði í gær, að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðis- herra í Chile, yrði ekki slcppt úr haldi fyrr en allar áskoranir og málaleitanir, jafnt stuðningsmanna Pinochets sem andstæðinga, hefðu verið skoðaðar. í síðustu viku kvaðst Straw hlynntur því að Pin- ochet fengi að fara heim til Chile vegna þess að læknar teldu hann ófæran um að koma fyrir rétt. Talið er líklegt að Straw taki af skarið um þetta eftir helgi en hann segist munu láta vita af því með sólar- hringsfyrirvara, að úrskurðar sé að vænta. Hér er hann að koma af rík- isstjórnarfundi í Downing-stræti 10. Hörðustu bardagar til þessa í Grosní Tsjetsjenar ná rússn- eskum hershöfðingja Grosnf, Moskvu. AFP, AP, Reuters. SKÆRULIÐAR Tsjetsjena eru sagðir hafa handsamað einn af æðstu hershöfðingjum rússneska hersins í bardögunum um Grosní, Míkhaíl Malofeyev, í vikunni. Talsmenn stjómvalda í Moskvu sögðu í gær að hershöfðingjans væri saknað en ekk- ert væri vitað með vissu um örlög hans. Skæruliðaforinginn Shamil Basajev sagði að Malofeyev væri á lífi, hann væri á leynilegum stað utan við Grosní þar sem hann væri yfir- heyrður. Bardagamir milli liðs Rússa og um tvö þúsund vopnaðra Tsjetsjena í borginni í gær vora að sögn beggja aðila þeir hörðustu frá því átökin hóf- ust sl. haust. Talsmenn innrásar- manna sögðu 23 menn hafa fallið á einum sólarhring og 53 særst. Tals- menn skæmliða sögðu þá hafa misst 55 síðan á sunnudag, fleiri en nokkm sinni fyrr á svo skömmum tíma. Einn leiðtoganna, Movladi Udugov, stað- hæfði að Tsjetsjenar hefðu náð aftur þorpinu Geki, um 30 km frá Grosní, en þar var áfram barist í gær. Hann sagði að Rússar hefðu ekki sótt fram nema nokkur hundrað metra í átt að miðborg Grosní sem væri enn tryggi- lega í höndum Tsjetsjena. Hverfi þeirra liggja undir stöðugum árásum stórskotaliðs Rússa auk þess sem flugvélar og þyrlur fara fleiri árásar- ferðir en nokkm sinni fyrr, yfir 200 á dag. Heimildarmenn úr röðum rússn- eska liðsins segja varnir skæraliða afburða vel skipulagðar. Leyniskytt- ur era hvarvetna á efstu hæðum húsa og valda miklum usla í innrásar- liðinu. Stundum komast herflokkar Rússa inn á mikilvægt svæði átaka- lítið í gegnum varnarlínu skæraliða, sem er þreföld í Grosní, þá er fall- byssukúlum og sprengjuflaugum lát- ið rigna yfir þá. „Þeir skera á aðflutn- ingsleiðir okkar, þetta er alltaf að gerast,“ sagði einn hermannanna. Drukknir og skjóta á samheija Annar sagði að í ringulreiðinni skytu rússnesku hei-mennirnir oft á samherja, þeir sem særðust hefðu oftast orðið fórnarlömb „eigin heimsku eða særst af völdum rússn- eskra sprengikúlna". Þeir væru oft drakknir og skytu þá á allt sem hreyfðist. Haft var eftir rússneskum liðsforingjum, sem ekki vildu láta nafns síns getið, að i einni árásinni hefðu Tsjetsjenar laumast um skolp- ræsi inn í raðir Rússa í norðvestur- hluta borgarinnar, fellt um 20 her- menn og komist síðan undan. Bislan Gantamirov, Tsjetsjeni er fer fyrir nokkram þúsundum vopn- aðra landa sinna er styðja Rússa, fullyrti að Minútka-torg í miðborg Grosní væri á valdi innrásarliðsins en skæraliðar vísuðu þeim fregnum á bug. Enn hafast tugþúsundir óbreyttra borgara við í Grosní við illan kost. Tsjetsjenar vísuðu í gær á bug frétt- um um að fulltrúar þeirra væra nú í Moskvu til að semja um frið fyrir milligöngu kaupsýslumanns af tsjetsjneskum upprana. A heimasíðu skæruliða í gær var sagt að 1500 Rússar hefðu fallið í árásunum síðustu fjóra sólarhringa. Ennfremur að senn yrði stofnað sendiráð Tsjetsjníu í Kabúl, höfuð- borg Afganistans, og líklega notast við húsakynni sendiráðs Sovétríkj- anna gömlu að boði stjórnar taleb- ana. ■ Smástríð/29 Weizman ákærður Jerúsalem. AFP, Reuters. AÐALSAKSÓKNARI í ísrael fyrir- skipaði í gær að hafin skyldi rann- sókn á meintu fjármálamisferli Ezers Weizmans, forseta ísraels. Weizman er gefið að sök að hafa þeg- ið háar fjárhæðir af erlendum kaupsýslumanni þegar hann var þingmaður og ráðherra á árunum 1989 til 1993. Fjölmiðlar í Israel hafa haldið því fram að Weizman hafi þegið 435.000 dollara, jafnvirði tæplega 33 milljóna íslenskra króna, af frönskum kaupsýslumanni, Edouard Saroussi að nafni. Einnig er hermt að Weiz- man hafi haft viðskiptatengsl við fyr- irtæki tengt Saroussi í ísrael á með- an hann var ráðherra í ríkisstjóm. I gær hélt sjónvarpsstöð í ísrael því fram að auk fyrrnefndra upp- hæða hefði Weizman einnig fengið 900.000 dollara greiðslu, sem sam- svarar um 65 milljónum íslenskra króna, frá óþekktum aðila. Viðurkennir að hafa þegið gjöf af Saroussi Weizman hefur viðurkennt að hafa tekið við 250.000 dolluram, jafnvirði 18 milljóna íslenskra króna, sem gjöf frá Saroussi en þvemeitar að hann hafi brotið nokkur lög með því. Israelskur blaðamaður, Yoav Yitzhak, fullyrti í gær, að hann hefði sannanir fyrir því, að Weizman hefði selt Verkamannaflokknum stuðning sinn árið 1984 fyrir um 250 millj. ísl. króna. Fólst hann í því að styðja Shimon Peres sem forsætisráðherra í þjóðstjórn, sem þá var skipuð. Weizman var þá leiðtogi lítils flokks, sem hann hafði sjálfur stofnað. Kohl stefnt fyrir rannsóknarnefnd Schauble biður þingið afsökunar HELMUT Kohl, fyrrverandi kanzl- ari Þýzkalands, og margir íyrrver- andi ráðherrar úr ríkisstjóm hans verða kallaðir íyrir sérskipaða rann- sóknamefnd þýzka þingsins, sem hefur verið falið að kanna hvað hæft sé í ásökunum um að kristilegir demókratar (CDU) hafi látið leyni- legar greiðslur í flokkssjóðinn hafa áhrif á pólitískar ákvarðanir. Utandagskráramræða um fjár- málahneyksli CDU fór fram á þing- inu í gær, en sú umræða var rofin með tilkynningu um að fjármálastjóri flokksins, Wolfgang Hullen, hefði fundizt hengdur í íbúð sinni í Berlín. Skildi hann eftir sig bréf þar sem hann tilgreindi ástæður fyrir því að hann hefði ákveðið að svipta sig lífi. Óvirðing við lýðræðislegar stofnanir Joachim Hörster, þingflokksfor- maður CDU, sagði að ástæður sjálfs- morðsins væra „persónulegs eðlis“ en dagblaðið Bild hafði það hins veg- ar eftir saksóknurum í Berlín, að haf- in væri rannsókn á hugsanlegum fj'ár- drætti vegna upplýsinga sem komið hefðu fram í bréfinu sem Húllen skildi eftir sig. í Berlínarblaðinu B.Z. sagði að í bréfinu segðist Húllen ótt- ast að endurskoðun leiddi í Ijós að hann hefði fært með ólöglegum hætti fé af reikningum þingflokksins. Var einnig fullyrt að Húllen segði eitthvað frá fjármálum flokksins að öðra leyti. Fjármálastjóri kristilegra demókrata stytti sér aidur Reuters Wolfgang Schauble, formaður CDU, ávarpar þingið í gær. Er hin sérskipaða rannsóknar- nefnd þingsins kom saman í gær flutti Wolfgang Scháuble, formaður CDU, ávarp í þinginu þar sem hann baðst afsökunar á fjármálahneyksl- inu, sem liti út fyrir að vera kerfis- bundin brot á lögum um fjármögnun stjórnmálaflokka. I umræðunni á þinginu sökuðu nokkrir þingmenn CDU um að hafa dregið úr virðingu fyrir lýðræðislegum stofnunum í landinu. Rannsóknamefndin, sem ellefu manns úr öllum þingflokkum eiga sæti í, mun reyna að komast til botns í því hvort eitthvað af þeim um fimm milljónum marka, andvirði 190 millj- óna króna, sem nú þegar hafa komið í Ijós á leynireikningum CDU, hafi í raun verið eins konar mútur, greidd- ar í skiptum fyrir greiða af hálfu stjórnvalda. 26 manns stefnt Volker Neumann, jafnaðarmaður pg formaður nefndarinnar, tjáði fréttamönnum í gær að samþykkt hefði verið í nefndinni að kalla fyrir hana 26 menn og Kohl væri efstur á þeim lista. Dagsetningar vitna- leiðslna lægju þó ekki fyrir enn. Á eftir Kohl fylgdu fleiri þunga- vigtai-menn úr kanzlaratíð hans, þar á meðal fv. utanríkisráðherramir Hans Dietrich Genscher og Klaus Kinkel, fv. fjármálaráðherrann Theo Waigel, fv. vamarmálaráðherrann Volker Rúhe og Schauble, sem var innanríkisráðherra og yfirmaður kanzlaraski-ifstofunnar. Þá kemur röðin að fyrrverandi féhirðum CDU og skattaráðgjafa flokksins, en óháð þingrannsókninni er í gangi bæði gegn honum og Kohl sakarannsókn vegna meintra lögbrota í tengslum við fjármálahneykslið. Kafalds- bylur í Washington MIKIÐ snjóaði í Washington, höf- uðborg Bandarikjanna, í gær og búist er við að kuldarnir, sem ver- ið hafa á Nýja-Englandi, muni teygja sig suður eftir austur- ströndinni. Allir skólar borgar- innar voru lokaðir og flug- samgöngur fóru úr skorðum. Hér er verið að moka snjó við minnis- merkið um Franklin Delano Roosevelt, forseta Bandarikjanna. MORQUNBLAOIÐ 21. JANÚAR 2000 690900 090000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.