Morgunblaðið - 21.01.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.01.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 21. JANUAR 2000 UMRÆÐAN Samtal um Barnahús NOKKRUM dögiim fyrir jól var ég staddur á Arlandaflugvelli rétt fyrir utan Stokkhólm. Einhver seinkun var á flugi svo ég vafraði stefnulaust um flug- höfnina í leit að kunnug- legum andlitum og til- gangslausum varningi. Skyndilega rakst ég á gamla kunningja úr sænska velferðarkerf- inu, félagsmálastjóra frá meðalstórum bæ í Norður-Svíþjóð ásamt tveimur samstarfs- mönnum sínum í frí- höfninni miðri. Við vor- um öll að svipast fullkomnu lykt í Óttar Guðmundsson um eftir hinni ilmvatnadeildinni. Þetta fólk hafði einhvem tíma hlýtt á mig halda fyrirlestur um íslenska meðferðarkerfið á Vífilsstöðum með- an þeir voru og hétu. Við heilsuðumst með virktum og skandinavískri yfirborðskurteisi og stjórinn tók mig tali. „Þið íslendingar hafið aftur skotið okkur Svíum ref fyrir rass. Þið voruð langt á undan okkur í meðferð alkóhólista og að- standenda þeirra og nú hafið þið tekið algjöra forystu á sviði bamavemdar- mála með Bamahúsinu í Reykjavík. Við skoðuðum það í sumar og sann- færðumst um að þetta módel er eitt það besta í heiminum. Eins og þú veist skiptir miklu við úrvinnslu þess- ara viðkvæmu mála og hugsa um sál- arheill bamanna sem þama eiga hlut að máli. Mál sem varða kynferðislega misnotkun á börnum era ákaflega vandmeð- farin og það er mikil- vægt að yfirheyrslurnar og málatilbúningurinn kringum hugsanlega kæra skaði barnið ekki jafnmikið eða meira en sjálfur glæpurinn. Það er til fyrirmyndar að öll rannsókn málsins fari fram á einum stað og þangað sé allur sérf- ræðihópurinn boðaður og störf hans samhæfð eins og kostur er. Við- tölin við bömin era tek- in af sérþjálfuðu starfs- fólki til að auðvelda bömunum að tjá sig og fá þannig sem besta mynd af málinu. Þetta var stór- kostlegt að sjá. Eg er farinn að berj- ast fyrir því að mín heimakommúna taki upp þessa starfshætti." Mér brá nokkuð við þessa ræðu. Svo sagði ég vandræðalega; „Já, Barnahúsið er allra góðra gjalda vert en við erum nú samt að leggja það niður.“ Hann horfði á mig stóram augum og spurði svo afhveiju? Eg reyndi að svara eins vel og mér var unnt. Alþingi hefði fyr- ir tilhlutan umboðsmanns bama, „bamombudsmannen", ákveðið að færa yfirheyrslur yfir bömunum frá Bamahúsinu og inn í dómshúsin. „Bæði „bamombudsmannen“ og dómsmálaráðherra segjast treysta dómuram ágætlega fyrir þessum yf- irheyrslum,“ sagði ég vandræðalega. „Dómhúsin ætla meira að segja að koma sér upp sérstakri aðstöðu fyrir Meira um söguna Ég var hissa og upp með mér þegar ég sá svar Björns Bjarnason- ar í Mogganum í dag, 19. janúar, við viðtölum við fimm sagnfræðinga, sem birtust í gær, 18. janúar. Þessi texti Björns er svar við viðtölum við alla en ég vil fá að skýra eitt þar sem sumir les- endur blaðsins hafa borið það á mig að ég hafi farið með rangt mál í upphafi viðtalsins við mig. Þar sagði ég: „Það horfir óneitanlega ank- annalega við þegar ráðamenn segjast vilja leggja áherslu á sögu, menningu og tungu og gagn- rýna skort á slíku, því eins og það horfir við í mörgum skólum, verður sagan í kjarna skorin niður um 25- 50%.“ Nú ætla ég ekld að munn- höggvast við ráðherrann en eins og Björn segir í texta sínum þá mótuðu skólamir námsleiðir og kjarna á sín- um forsendum út frá námskránni frá 1990 (lítt breytt frá 1986). Þannig var saga í kjarna í MR, ML og MA12 ein- ingar á öllum brautum, 10,5 einingar í MS og í átta fjölbrautaskólum sem samstarf hafa haft um námsvísi (í raun allt frá 1977) var saga á félags- fræðibraut, málabraut og náttúru: fræðibraut á bilinu 7-12 einingar. í Kvennaskólanum var hún 13 einingar á félagsfræðibraut og 7 einingar á öðrum. Ég gæti nefnt fleiri dæmi en geri það ekki hér. í sjálfri aðalnám- ski’ánni frá 1990 var þetta sett á ann- an hátt upp eins og Björn rekur. Þess vegna er það rétt hjá Birni að halda því fram að aukning verði á sögu mið- að við aðalnámskrána frá 1990. Hún er hins vegar ekki raunhæf heimild um þann veruleika sem er í skólunum. Þess vegna horfa málin við eins og ég rakti í viðtali mínu við blaðamann Morgunblaðsins 18. janúar og tel mig hafa skýrt hér að ofan. í einstaka til- vikum gat þetta verið enn meira, eftir því hvort talað var um kjarna, braut- arkjarna eða val. Þá fer nú allt af stað. Félagsmál Við erum, segír Óttar Guðmundsson, senni- Bjöm segir að menn verði að bera saman það sem er í kjarna og hitt sem menn velja. Skól- arnir skilgreindu það fyrir sig með ofan- greindum hætti. Þannig að orð mín standa alger- lega óhögguð. Ég geri nánast engar athugasemdir við grein Björns. Hann segir að vísu að ekki sé verið að draga úr áherslu á sögu. Með því að binda sögu í Magnús kjarna lögðu skólar Þorkelsson áherslu á sögu. Það var viðhorf skólamanna fyr- ir tíu áram eða meira. Með því að minnka hana í kjarna er verið að Saga Með því að binda sögu í kjarna lögðu skólar iega komin í hring. þessa vinnu. Þá er ekki þörf lengur fyrir Bamahúsið." „En er ekki nýbúið að koma þessari starfsemi á laggimar og var ekki miklu tii þess kostað?“ spurði hann, „og er ekki verið að færa rannsókn þessara mála til sama horfs og áður?“ „Ja, svona óbeint,“ sagði ég. „Nú era það dómarar sem sjá um skýrslugerðina í stað lögreglu en bömin þurfa eins og áður að fai’a á nokkra aðra staði í læknisskoðun og viðtöl hjá bamaverndaryfirvöldum." Hann horfði á mig skilningsvana. ,Áttu við að þið séuð komin í hring með þessi mál? Rannsókn þessara brota var einfólduð með tilkomu Barnahúss en nú er lögunum breytt til fyrra horfs og húsið lagt niður. Var ekki höfuðtilgangur Bamahússins að koma í veg fyrir þetta flakk bamanna á fjölmarga staði? Er nægileg reynsla komin á starfsemi hússins til að hægt sé að breyta henni á þennan hátt eftir rúmlega eitt ár? Hafið þið efni á svona braðli með peninga? Setja upp flókna sérfræðiþjónustu en leggja hana jafnskjótt niður?“ „Jú, það er rétt. Við eram sennilega komin í hring. Og hvað með það?“ sagði ég og horfði vandræðalega á tvo jólasveina sem komu kjagandi eftir ganginum. Mér var ekkert um það gefið að heyra þennan útlenda mann setja sig á háan hest yfir vandvirkum íslenskum emb- ættismönnum sem alltaf reyna að gera sitt besta þrátt fyrir fjölmiðlafár og óréttmæta gagnrýni. „En segðu mér afhverju era menn að breyta á þennan veg til fyrra horfs?“sagði Sví- inn hugsandi með ákefð og áhuga í vatnsbláum augunum. „Það er vegna þess að fámennið á Islandi geiir það að verkum að við getum ekki unnið saman,“ sagði ég. „Við eigum svo mikið af afbragðsfólki í stjórnkerfinu að öll samvinna er bæði truflandi og hemjandi." Hann opnaði munninn eins og til að segja eitthvað en lokaði honum aftur. „Ef við leyfðum embættismönnim- um ekki að fara í hringi með ákvarð- anir sínar í svona máli gætu þeir ekki fært sönnur á fæmi sína, kunnáttu og menntun. Þá fengju þeir þá tilfinningu að ein- hveijir aðrir væra að taka ákvarðanir sem þeir ættu samkvæmt stöðu sinni og hæfileikum að taka sjálfir. Slíkt væri slæmt fyrir sálarheill og sjálfs- mat viðkomandi embættismanna." Ég glotti innra með sjálfum mér. Það var gott að geta rekið sænska hrofa-, ann öfugan ofan í þennan byrókrff* „En era allir sammála um þessar breytingar?" sagði hann undrandi á svip. „Nei, alls ekki,“ sagði ég. „Það era eiginlega allir mótfallnir, lög- reglan, ríkissaksóknari, Stígamót, Bamaheill, Landlæknir, læknar, Barnavemdarstofa, Samtök um kvennaathvarf, bamaverndarnefndir og einhverjir fleiri. Það finnst eigin- lega öllum þetta skref afturábak og til skaða fyrir bömin.“ Hann leit í kring- um sig og horfði síðan beint í augun á mér. „En ef öllum finnst að með þess- um breytingum sé réttur barnanna, fyrir borð borinn; hver á þá að verjæ^ þau?“ „Barnombudsmannen," sagði ég einbeittum rómi. „En var það ekki barnombudsmannen sem hafði fram- kvæði að þessum breytingum,“ sagði hann ráðvilltur á svip. „Jú,“ sagði ég. „En reyndu ekki að skilja íslenska stjómvisku." Ég sá að vélin mín til ís- lands var búin að opna hlið sín, „Hej dá!“ sagði ég glaðlega og hljóp inn í friðsælt umhverfi Flugleiðavélarinn- ar. „Ósköp era Svíar vitlausir að skilja ekki svona einfalt mál,“ tautaði ég fyrir munni mér og settist. Höfundur er læknir við geðdeild Landspítala. Símaskrá 2000 Skoðaðu skrárYiníju þína í símaskránni á netinu www.simaskra.is áherslu á sögu, segir Magnús Þorkelsson, en með því að minnka hana í kjarna er verið að draga úr þeirri áherslu. draga úr þeirri áherslu. Það kann að vera markmið að auka val og ágætt markmið sem slíkt en þá er verið að auka svigrúm fyrir allar greinar. Ekki sögu sérstaklega. Mér finnst ekki ástæða til að lengja þetta sjónarspil okkar Bjöms. Hann segir mai'gt ágætt í sinni grein. Þetta er spuming um nálgun. Hver væntanleg áhrif þessa aukna vals verða veit enginn en það væri ráð að kanna það eftir t.d. fimm ár. Þangað til stendur orð á móti orði. Höfundur er sögukennari ogaðstoð- arskólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfírði. Lokafrestur er til 31. janúar. Hægt er að senda allar upplýsingar á simaskra@simi.is eða ífaxnúmer 550 7059. Nánari upplýsingar veitir skrifstofu símaskrár, Síðumúla 15, í síma 550 7050. www.simaskra.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.