Morgunblaðið - 21.01.2000, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ
66 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000
*jmm. i ■———————
FÓLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/Háskólabíó frumsýnir bresku myndina „Rogue Trader“ eða
Viðskiptaskúrk með Ewan McGregor en hún byggist á ævi bankamannsins
Nicks Leesons sem frægur varð fyrir að setja Barings-bankann á hausinn.
KVIKMYNDIR/Regnboginn og Sambíóin Álfa-
bakka frumsýna hrollvekjuna „House on Hunted
Hiir‘ með Geoffrey Rush og Famke Janssen.
SsLga um
græðgi
Frumsýning
NICK Leeson (Ewan McGreg-
or) komst í heimsfréttimar
þegar hann olli gjaldþroti
Barings-bankans, einnar elstu banka:
stofnunar í London (stofnsett 1763). I
upphafi myndarinnar „Rogue Trad-
er“eða Viðskiptaskúrksins er hann að
hefja störf hjá bankanum. Helstu
áhugamálin eru peningar, brennivín
og konur auk þess sem hann er sér-
staklega metnaðai-gjarn í starfi.
Hann er settur yfir skrifstofu
bankans í Jakarta í fyrstu. Þetta er á
öndverðum níunda áratugnum og
mörg tækifæri að hafa í hinu fjarlæga
austri. Geysilegur hagvöxtur er í Asíu
á þessum tíma og Nick nýtir sér og
bankanum það mjög til framdráttar.
I Jakarta kynnist hann verðandi
9
jirckíö
þrvjtwrl
Drcifmg: Niko hf.
Að lokum stóð hann einn eftir í eyðilegging-
unni; úr myndinni um Nick Leeson.
eiginkonu sinni, Lísu (Anna Friel), en
fjótlega eftir það er hann sendur til
Singapore þar sem brátt kemur í ljós
að hann er rétti maðurinn á réttum
stað á réttum tíma. En svo tekur
hann að missa tökin.
Það var Sir David Frost sem fyrst-
ur sá að hægt var að gera krassandi
bíómynd um ævi Nicks Leesons en
hann tók viðtal við bankamanninn þar
sem Leeson sat í fangelsi í Frankfurt.
„Það var augljóst að hér var á ferð-
inni stórkostleg frétt svo ég tók þegar
Ewan McGregor fer með hlutverk Nicks
Leesons í „Rogue Trader“
að beita mér fyrir því að
ná kvikmyndaréttin-
um,“ er haft eftir David
Frost.
„Mér fannst að það
þyrfti að gera leikna
mynd um allt heila málið
fremur en heimildar-
mynd,“ er ennfremur
haft eftir David Frost.
„Þessi saga hefur allt
sem krassandi sögur
hafa upp á að bjóða, hún
er ástarsaga, saga um
stéttarmun, saga um
græðgi og saga um spill-
ingu. Öllu þessu var
betra að koma heim og saman í leik-
inni bíómynd en heimildarmynd."
Einn af þeim sem fylgst hafði náið
með fréttum af Nick Leeson var leik-
stjórinn James Dearden. Honum var
send æ visaga bankamannsins, „Rog-
ue Trader", og hann beðinn að gera
úr henni kvikmyndahandrit. Dearden
sló tíl. „Ég sá í efninu móralska sögu
öðrum til viðvörunar. Einnig ástar-
sögu og svarta kómedíu en fyrst og
fremst sá ég í henni trylli. Ekki saka-
málatrylli með óvæntum endi því
endirinn í þessari sögu er öll-
um kunnur. Það hvemig allt
þetta átti sér stað er hins
vegar nægt efni í spennu-
sögu.“
Ewan McGregor segist
hafa verið spenntur að takast
á við verkefnið en hann fer
með hlutverk Nicks Leesons.
„Mér finnst ég ekki hafa leik-
ið af eins mikilli innlifun í
langan tíma,“ er haft eftir
leikaranum. „Þvf meira sem
ég kynntist þessum manni
því heillaðri varð ég af hon-
um.“ Hann hitti aldrei fyrirmyndina
og segir að það hafi verið honum
nokkur léttir. „Hvað hefði ég átt að
segja? Hæ, ég er að leika þig í bíó-
mynd - og þú situr í fangelsi! Það
hefði verið hræðilegt."
alttað
afsláttur
19-17%
Málningardeild
PLÚS-10 innimálning, * Hvitir iitir.
Gœðamálning frá Málningu hf.
~3.099,- Nú1.980^
^^Omlökk, t lu. 712,-*».
Gólftökk, 5 Itr. 3 litir. 3.348,'*»
Standara litir, 2,5 ltr.10 Irtir. 1.863,-*»
Hjoðitin 4 tegundir nf gcvða hiálningu.
Lfttu inn, viö tökum vel á mótl þér.
18 • Síml 581 2444.
kl. 10-16 & sunnudaga frá kl. 11-15 (
Opið: Mánudagatilfóstudagafrákl.9-18. Laugartiaga frá
... — » -------, f ..............'máiningarroild).
Draugahúsið
Frumsýning
Milljarðamæringurinn og
skemmtigarðseigandinn
Steven Price (Geoffrey
Rush) telur sig vera að uppfylla óskir
dekurrófunnar Evelyn (Famke Jans-
sen), eiginkonu sinnar, þegar hann
sér svo um að afmælið hennar er
haldið á Vannacutt-geðsjúkrahúsinu,
sem hýsti geðsjúka morðingja á sín-
um tíma en er nú mannlaust. Þar voru
gerðar hrikalegar tilraun-
ir á sjúklingum sem dr.
Vannacutt stjómaði.
Þegar boðið hefst
kemst Price að því að
fimm ókunnugir aðilar
hafa gerst boðflennur í
partíinu. Hann hefur ekki
hugmynd um hverjir
fimmmenningamir em
og heldur ekki Evelyn og
í ljós kemur að gestimir
era jafn utangátta og þau.
Það verður ekki uppvíst
fyrr en seinna hver til-
gangur fimmmenning-
anna er...
Þannig hefst banda-
ríska hrollvekjan „House
on Hunted Hill“ með
ástralska leikaranum
Geoffrey Rush og Bond-
stúlkunni Famke Jans-
sen í aðalhlutverkum.
Með önnur hlutverk fara
Taye Diggs, Ali Larter,
Bridgette Wilson og Pet-
er Gallager. Framleið-
endur era þeir Robert
Zemeckis og Joel Silver
en leikstjórinn heitir
William Mallone.
Myndin er endurgerð samnefndrar
hrollvekju sem William Castle leik-
stýrði en hann var B-myndasmiður í
Hollywood og gerði hvorki fleiri né
færri en 65 ævintýramyndir, spennu-
myndir og hrollvekjur á árunum milli
1950 til 1980. Hann gerði þessa
draugamynd sína árið 1958.
Leikstjórinn og framleiðandinn
Robert Zemeckis hefur löngum verið
mikill aðdáandi Castles og segir að
„House on Hunted Hill“ sé ein af hans
uppáhaldsmyndum. Það sama má
segja um framleiðandann Joel Silver
og þessir tveir komu fram með þá
hugmynd að leggja í endurgerðina.
„Þetta er hreinræktuð hrollvekja,
eiginlega klassísk húsdraugasaga.
Fimm ókunnugir menn, hús sem á
hryllilega fortíð, fólk sem þarf að lifa
af nóttina, þetta er bara frábær saga.“
Framleiðendurnir tóku að leita að
rétta leikstjóranum fyrir verkið og
fundu William Mallone en hann hefur
átt í samstarfi með Zemeckis frá því
Geoffrey Rush yfirkominn af
harmi í draugamyndinni „House
on Hunted Hill“.
árið 1978 þegar hann lék George
Harrison í „I Wanna Hold Your
Hand“. Hann hafði einnig unnið fyrir
framleiðenduma við gerð sjónvarps-
þáttanna „Tales from the Crypt“.
„Uppranalega myndin er skemmti-
leg,“ segir William Malone, sem í ljós
kemur að er enn einn aðdáandi
Castle-myndanna. „Ég hafði alltaf
verið mikill aðdáandi þessarar mynd-
ar hans og fannst hún tilvalin til end-
urgerðar. Að auki var ég mjög
spenntur að leikstýra draugamynd."
Geoffrey Rush var talinn koma
sterklega til greina í aðalhlutverkið
frá fyrstu stundu. „Mér fannst að
Rush væri fullkominn í hlutverk
Steven Price en ég hélt aldrei að okk-
ur tækist að fá hann til þess að fara
með hlutverkið," er haft eftir Malone.
„Ég varð mjög ánægður þegar hann
samþykkti að leika í myndinni."
Rush horfði aldrei á fyrri myndina
til þess að hún hefði ekki áhrif á
hvemig hann tækist á við hlutverk
milljarðamæringsins.
Margt er gruggugt á sveimi í draugahúsinu.
Gestir í afmæli Evelyn Price vita ekki hvað-
an á sig stendur veðrið þegar dularfullir at-
burðir taka að gerast i samkvæminu.
• Alnæmi dregur tífalt fleiri Afríkubúa tit dauða
en stríðsátök í álfunni
• Ein af hverjum þremur þunguðum konum
í sveitum Malaví er sýkt af alnæmisveirunni
• Rúmlega átta milljón börn í Afríku hafa misst
móður eða báða foretdra i helgreipar atnæmis
Tekið er við nýjum styrktarfélögum Rauða kross
íslands í síma 570 4000 og á www.redcross.is
Þegar á reynir gerir framlag þitt gæfumuninn
Rauði kross íslands
www.redcross.is