Morgunblaðið - 21.01.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.01.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Framsókn verður varla hindrun fyrir einn eða neinn eftir að Finnur heitinn hvarf til hæstu hæða. Maður dagsins býður nú í ofvæni eftir að konan hans komi heim. Hollvinasamtök Grundarfjarðar Eina félagið sinnar tegundar Gísli Karel Halldórsson Brottfluttir Grund- firðingar stofnuðu hollvinasamtök Grundarfjarðar undir nafninu „Eyrbyggjar" sl. sumar. Félagið er hið eina sinnar tegundar á landinu. Gísli Karel Halldórs- son, formaður Eyrbyggja, segir að hugmyndin að stofnun hollvinasamtak- anna hafi komið upp í tengslum við sumarhátíð- ina „A góðri stundu í Grundarfirði“ sem. haldin er árlega. Þangað komi margir brottfluttir og í tengslum við hátíðina sl. sumar hafi verið boðað til stofnfundar samtakanna. Vel hafi verið mætt og áhugi mikill. Sjö manna stjórn hafi síðan unnið að framgangi þeirra hugmynda sem fram komu á stofnfundinum. - Hver er tilgangurinn ? „Að nýta orkuna í fólki sem flutt er af svæðinu en vill leggja sitt af mörkum til að vinna að efl- ingu byggðar, atvinnulífs og menningar í Grundarfirði og standa vörð um sögu svæðisins.“ - Félagið er ekki hefðbundið átthagafélag. „Nei, átthagafélög snúast meira um að fólk hafi félagsskap af öðrum brottfluttum. Þeim þætti er ágætlega sinnt af Snæ- fellingafélaginu í Reykjavík." - Hvernig hefur félagið unnið aðmarkrniðum sínum? „Stjórnin hefur hist mánaðar- lega til að vinna að framgangi fram kominna hugmynda. Samkvæmt nýlegri spá um þróun vestrænna þjóðfélaga má gera ráð fyrir að mannfjöldi við frumatvinnugreinar, sjávarút- veg, landbúnað og iðnað, fari minnkandi, úr um það bil 40% af mannfjölda árið 1990 og niður í um 15% árið 2050. Starfsmönnum við upplýsingatækni muni einnig fækka úr um 35% af mannafla ár- ið 1990 niður í 25% árið 2050. Það athyglisverða er að gert er ráð fyrir að fjöldi starfsmanna sem vinnur við að sinna öðrum við tómstundir og ferðaþjónustu vaxi verulega næstu áratugi; úr um 23% í um 50% af vinnuaflinu. Með þetta í huga komst stjórn félagsins að þeirri niðurstöðu að til að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs fyrir vestan væri mik- ilvægt að leggja áherslu á atriði sem snúa að ferðamennsku, gera vel við ferðamenn til að byggja upp starfsgreinar sem tengjast henni og ýmsar hugmyndir kom- ið fram. Unnið verði að undirbún- ingi þess að gera skipulagskort af allri Eyrarsveit og færa inn á það örnefni, merkingu gönguleiða og uppsetningu útsýnisskífa. Við viljum styrkja tengsl sveitarinn- ar við fornbókmenntirnar, Eyr- byggju sérstaklega, að lokið verði við ritun sögu Grundar- fjarðar og gömlu verslunarminj- arnar við Fornu Grund verði á einhvern hátt upp- hafnar. Eins er áhugi á að koma upp ljós- myndasafni og að gera gömlu ölkelduna að umhverfislistaverki. Flestar þessar hugmyndir snúa mikið að sveitarfélaginu og taka langan tíma í framkvæmd. Við viljum einnig taka okkur fyiir hendur eitthvað sem unnt yrði að Ijúka við á starfstíma stjórnar- innar. í þeim tilgangi ákváðum við að veita þeim sem unnið hafa samfélaginu í Grundarfirði vel á síðasta ári framfaraverðlaun. Stjórn Eyrbyggja var sammála ► Gísli Karel Halldórsson er fæddur 3. júní 1950 í Grundar- firði, sonur hjónanna Halldórs Finnssonar, fyrrverandi spari- ssjóðsstjóra, oddvita og hrepp- stjóra, og Pálínu Gísladóttur, fyrrv. kaupmanns. Gísli Karel er stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni, lauk prófí í bygg- ingarverkfræði frá Háskóla Is- lands árið 1974 og stundaði fram- haldsnám við Tækniháskólann í Kaupmannahöfn. Að námi loknu starfaði Gísli sem verkfneðingur hjá Fjarhitun og jarðhitadeild Orkustofnunar og frá 1984 hjá Al- mennu verkfræðistofunni. Kona hans er Laufey Bryndís Hannes- dóttir verkfræðingur og eiga þau þijú börn, Pálínu og Gauta Kjart- an sem bæði eru í verkfræðinámi og Finn menntaskólanema. um að tveir verðskulduðu sér- staka viðurkenningu og voru for- eldrasamstarfinu Tilveru og fyr- irtækinu Guðmundi Runólfssyni hf. afhent framfaraverðlaunin við athöfn í Grundarfirði á þrettánd- anum. Einnig höfum við unnið að útgáfu bókar sem koma á út fyrir næstu sumarhátíð. Lögð er áhersla á sögulegan fróðleik en í ritinu verða einnig ýmsar hagtöl- ur, örnefnaskrá og listi yfir ferm- ingarbörn frá 1940.“ - Hvers vegna að draga saman nöfn fermingarbarnanna? „Upphaflegur tilgangur var að koma upp lista yfir brottflutta Grundfirðinga sem við gætum haft samband við. Lokið hefur verið athugun á fermingarár- göngum frá 1950 til 1970 og kom- ið í ljós að einungis um fjórðung- ur barnanna býr nú í Grund- arfírði. 224 börn fermdust í Setbergs- og Grundarfjarðar- kirkjum á þessum 20 árum. Þar af eru 9 látin og 160 búa annars staðar en 55 í Eyrarsveit. Ég tel víst að hlutfallið sé ekki verra en víðast á landsbyggðinni. Það hafa verið töluverðir flutningar fólks til og frá Grundarfirði en í heild- ina hefur fjölgað meira í þessu sveitarfélagi en flest- um öðrum. Til dæmis hefur fjölgunin numið 31% frá 1990 og enn meira frá 1980, en á sama tíma hefur íbúa- fjöldi staðið í stað eða fækkað á öðrum nálægum þéttbýlisstöð- um. Þegar ég gekk um götur Grundarfjarðar sem barn og unglingur var meirihluti þeirra sem ég mætti frændur mínir eða frænkur. Tilflutningur fólks og fjölgun hefur gert það að verkum að þetta getur maður ekki upp- lifað lengur.“ Áhersla verði lögð á ferða- þjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.