Morgunblaðið - 21.01.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.01.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 29 Átök rússneska hersins og Tsjetsjena Leit að „not- hæfu smástríði“ Rússar þurftu á einhverju að halda sem gæti sameinað þá, segir blaðamaðurinn Alexander Malkovítsj, sem hér fjallar um viðhorf hins almenna Rússa til Tsjetsjníu- stríðsins. Hann segir að stríð gegn Tsjetsjenum hafí verið vinsælt að þessu sinni, ólíkt því sem var 1994. STRÍÐIÐ í Tsjetsjníu er nú eitt af því sem helst er notað á Vesturlönd- um til að ala á ótta við „vonda Rússa“ og refsa þeim með orðum. En það sem einkum ruglar svonefnda sið- menntaða Evrópumenn og Banda- ríkjamenn í ríminu er að meirihluti rússnesku þjóðarinnar styður þessa blóðugu baráttu gegn Tsjetsjenum og landi þeirra. Athyglisvert er að í fyrra stríðinu gegn Tsjetsjenum 1994-1996 kom fram í mörgum skoðanakönnunum að almenningur var á móti stríðinu. Ymsir fjölmiðlar kölluðu þá hermenn þjóðarinnar árásaraðila og þegar friður var saminn fagnaði allt samfé- lagið. Friðarsamningurinn, sem gerður var á tímanum milli fyrri og seinni umferðar forsetakosning- anna, hjálpaði Jeltsín forseta í reynd við að ná endurkjöri. En nú eru aðrir tímar. í fyrsta lagi hafa vopnaðir skæruliðar í Tsjet- sjníu nú haft nægan tíma til að hvíla sig, safna peningum, liði og byssum. Og þeir biðu ekki rólegir átekta, mannrán urðu helsta atvinnugrein þeirra síðustu árin, hundruð ef ekki þúsundir manna, aðallega frá grann- héruðum Tsjetsjníu, urðu fórnar- lömb þeirra. Sumir dóu í fangelsun- um, eða öllu heldur í svonefndum fangelsum sem voru aðeins holur í jörðina. Sumir voru myrtir, yfirleitt með ruddalegum hætti, ættingjar, fyrirtæki og stofnanir keyptu sum- um frelsi - og enn aðrir hjara enn í hlekkjum í gripahúsum Tsjetsjníu, innan um húsdýrin og reyna að lifa af skelfilegar barsmíðarnar. Andúðín „hinum svörtu“ I öðru lagi hefur haldið áfram að vaxa andúðin í rússnesku samfélagi á „hinum svörtu“ eins og fólk af lægri millistétt og þeir efnaminni kalla alla frá Kákasuslöndunum. Flestir Ká- kasusmannanna vinna við að selja ýmsar vörur á mörkuðum stórborg- anna í Rússlandi. Efnahagurinn er slæmur og verðið þykir því hátt, fólk vill þegar í stað finna sökudólga. Það bendir á Kákasusfólkið sem, eins og Rússar segja oft, „stal peningunum okkar“. Þar að auki eiga sumir Kákasus- mannanna í reynd heilmikið af pen- ingum og eyða þeim gjarnan á veit- ingahúsum, halda mikil teiti. Það er ekki auðvelt fyrir venjulegan Rússa að horfa upp á þá á götunum, drukkna í rándýrum bílum, með rússneskum stúlkum. Og ég vil bæta því við að þessir menn haga sér oft illa, þeir njóta þess að misbjóða fólki með orðum sínum og gerðum. „Þeir eru í landinu okkar,“ hrópa Rússar. „Hvers vegna koma þeir svona fram og hvað eru þeir að gera hér? Drengirnir okkar dóu í Tsjet- sjníu í stríðinu - hver var tilgangur- inn? Að leyfa þessum mönnum að búa hér og njóta lífsins?" I sannleika sagt spyrja ýmsir þessara spurninga og margir Rússar hata í raun Kákas- usmenn, sérstaklega Tsjetsjena. í þriðja lagi eru Rússar í sárri þörf fyrir að eitthvað sem geti sameinað þjóðina. Það er hræðilegt tilhugsun- ar en í fyrra duttu stjómvöld niður á slíka lausn: „Stríð í Tsjetsjníu gegn glæpamönnum og hryðjuverka- mönnum" en sagt var að þeir hefðu átt sök á fjölmörgum sprengjutil- ræðum í rússneskum borgum í ágúst og september í fyrra. Að bjóða NATO birginn I fjórða lagi eru samskiptin við Atlantshafsbandalagið, NATO, mjög mikilvægt mál sem hjálpar ríkis- stjórninni að tryggja stuðning meðal meirihluta almennings við stríðið. Vandamálið er stríð NATO-ríkjanna við Júgoslavíu. Mikið er rætt um að t.d. Tyrkir fái að skjóta eða jafnvel ráðast með sprengjum á fólk í Kúrdahéruðunum en það megi hermenn Júgóslava eða, eins og nú, Rússa ekki gera í sín- um löndum. Rússneskum almenningi var heitt í hamsi yfir þessu og einnig því að Rússar væru hundsaðir í málinu. Hér verður að hafa huga, til að skilja hugsunarháttinn, að Rússar líta á land sitt sem heimsveldi, þeir vönd- ust því um áratuga skeið að ríki þeirra væri máttugt - og NATO sýndi þeim hver raunveruleikinn væri. Því má segja að nær öll þjóðin hafi þurft á „nothæfu smástríði" að halda. Það þurfti að refsa „hinum ljótu og svörtu" og eyða bækistöðvum „hryðjuverkamannanna". Einnig þurfti að sýna umheiminum og þjóð- inni sjálfri að her landsins réði enn yfir öflugum liðsmönnum. Sumir fréttaskýrendur sögðu jafnvel að ef haldið hefði verið aftur af hemum sl. haust hefði getað komi þar upp klofningur; nýja stríðið í Tsjetsjníu hafi verið síðasta tækifærið fyrir rússneska hermenn til að sýna að þeir væru einhvers megnugir eftir ósigurinn sem þeir biðu í fyrra stríð- inu við Tsjetsjena. Rússar þurftu á afreki að halda, einhvers konar afreki. Rúblan er enn að falla, efnahagurinn lélegur, stjómmálin og pólitíkusamir hvort- tveggja leiðinleg og ótrúverðug og hvergi vonarglætu að sjá í framtíð- inni. Þá hófst stríðið og gekk strax vel, rússneskir hermenn tóku nokkr- ar stórar borgir án vemlegs mann- falls, áætlunin gekk vel. Fólk gat verið hreykið af hemum og var það. Auk þess var stórkostlegt að geta boðið NATO birginn og málið varð enn mikilvægara þegar embættis- menn frá NATO og Bandaríkjunum fóra að leggja orð í belg um stefnu Rússa. Markmið stríðsins náðust því en hvað nú? „Það er þessi spurning,“ sagði Hamlet og þúsundir Rússa spyrja líka. Þeir geta ekki séð fyrir sér hvað muni gerast eftir sigurinn - ef hann birtist þá. Ef ekki... en eng- inn vill hugsa þá hugsun. Fólk gæti aldrei fyrirgefið nokkram stjóm- málaleiðtoga annan ósigur. Ekki einu sinni Vladímír Pútín, starfandi forseta, sem hóf stríðið, eina rúss- neska stjórnmálamanninum sem stendur við það sem hann segir eða reynir það að minnsta kosti. Höfundur er ritstjóri tímarits í Sankti Pótursborg. Hann var stadd- ur hér á landi fyrr í mánuðinum til að kynna ser starfscmi fjölmiðla á íslandi. Verðsprengint!- I NANOQ GRÍMSVÖTN Gufu- og ðskusprengingar i Grims vötnum. Gos hófst fyrir nordan Grimsvötn pann 30. september 1996 og hafði i för með sér hlaup i Skeíðará. Útsalan stendur sem hæst 30-60% afsláttur NAHOQ> Kringlurwi 4-12 ■ www.nanoq.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.