Morgunblaðið - 21.01.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 31
Frá þeirri fyrstu til
þeirrar níundu
TONLIST
Háskólabfó
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Flutt var 1. og 9. sinfónía Beethov-
ens undir stjórn Rico Saccani. Kór
íslensku óperunnar, söngstjóri
Garðars Cortes,og einsöngvararnir
Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Ing-
veldur Ýr Jónsdóttir, Finnur
Barnason og Guðjón Óskarsson
fluttu þá „níundu". Fimmtudaginn
20. janúar.
FYRSTA sinfónían og sú níunda
eru útverðir eins þáttar í tónsköpun
Beethovens og ekki voru gagnrýn-
endur sáttir við þessi verk. Ovenjuleg
tóntegundaskipti í inngangi 1. sinfón-
íunnar og það hvernig hann notaði
lúðrana og pákumar í verkinu, þótti
ERLENDAR
BÆKUR
Spennusaga
HEARTWOOD
eftir James Lee Burke. Dell Fiction
1999.390 síður.
JAMES Lee Burke er einhver at-
hyglisverðasti spennusagnahöfund-
ur Bandaríkjanna. Hann sendir
nokkuð reglulega frá sér glæpasög-
ur sem gerast í Suðurríkjunum og
eru óvenjulega vel skrifaðar, en ein
þeirra hefur verið kvikmynduð með
Alec Baldwin í aðalhlutverki, „Hea-
ven’s Prisoners". Burke skrifar sög-
ur sínar af talsvert meiri metnaði en
flestir aðrir sakamálahöfundar fyrir
vestan og leitast við að gera þær að
gildum bókmenntum og hefur fengið
góða gagnrýni fyrir. Einn gekk svo
langt að kalla hann besta rithöfund
Bandaríkjanna og annar sagði: Að
kalla Burke spennusagnahöfund er
eins og að segja að Ernest Heming-
way hafí haft áhuga á útivist, það
segir nánast ekkert.
„Annars
vegar fólk“
OPNUÐ verður í dag í Reykjavíkur-
Akademíunni, Hringbraut 121, sýn-
ing á verkum Birgis Andréssonar
undir heitinu „Annars vegar fólk“.
Sýningin mun standa í fjórar vikur
og eru allir velkomnir á opnunartíma
Akademíunnar, frá klukkan 9 til
klukkan 17. Við opnunina munu
þjóðfræðingarnir Jón Jónsson og
Rósa Þorsteinsdóttir flytja stutt er-
indi um förumenn á Islandi.
-------------
Sýningu
Vögnu að
ljúka
TRÉSKÚLPTÚRASÝNINGU
Vögnu Sólveigar Vagnsdóttur í
baksal Gallerís Foldar við Rauðar-
árstíg lýkur sunnudaginn 23. janúar.
Sýninguna nefnir listakonan Fólkið
úr fjöllunum.
Gallerí Fold er opið daglega frá kl.
10 til 18, laugardaga kl. 10 til 17 og
sunnudaga kl. 14 til 17.
sumum gagnrýnendum sem
verkið hljómaði eins og sam-
ið fyrir lúðrasveit og einn
komst svo að orði, að Beet-
hoven væri „illa menntaður
nemandi“. Síðari tíma hlust-
endur heyra ýmislegt sem
minnir á Haydn, sérstak-
lega lokakaflinn og einnig,
að heyra megi Mozart í
hæga þættinum. Hvað sem
þessu líður var þetta meistarverk
mjög vel flutt, þó í heild nokkuð hægt
en fyrir bragðið heyrðist „allt“og ým-
is smátriði blómstruðu, t.d í menúett-
inum og hægi þátturinn var ekta
„Andante cantabile", sungin mjög fal-
lega og lokaþátturinn, sem flestir
hamast á, varð léttur og leikandi
skemmtilegur.
Meginverk kvöldsins var sú
níunda, stórbrotið listaverk, sem er
orðið táknrænt fyrir barátttu mann-
kynsins fyrir friði og manngæsku, er
Ríkir og fátækir
Þeir sem lesa bækur James Lee
Burke verða varla sviknir, hvort sem
þeir hafa áhuga á spennusögum eða
ekki. Hann hefur sent frá sér á und-
anförnum árum tvær frábærar bæk-
ur, „Cimarron Rose“ og „Sunset
Limited“, og nú nýlega kom hans
nýjasta saga út í vasabroti hjá Dell-
útgáfunni, „Heartwood". I henni
heldur Burke áfram að skoða það illa
sem menn gera hver öðrum, skoða
fólk af innsæi og skilningi, átökin
milli þess, ástina og hatrið sem ræð-
ur örlögum þess, kynþáttafordóm-
ana, bilið milli ríkra og fátækra,
grimmdina og ofbeldið og setja í
samhengi við landið og söguna, for-
tíð og nútíð.
Sögusviðið er smábærinn Deaf
Smith þar sem aðalpersónan, lög-
fræðingurinn Billy Bob Holland, býr
og má segja að hann vaki yfir þeim
bæjarbúum sem minna mega sín.
Stórbokkinn í héraðinu heitir Earl
Deitrich og er eins og aðrir stór-
bokkar í sögum Burkes heldur
ómerkilegur pappír, sviksemin og
kvikindisskapurinn á sér engin tak-
mörk.
Á bænum hjá Earl er ræfilslegur
vinnumaður sem Earl sakar um
þjófnað á merkilegum forngiip og
verðbréfum að auki upp á 300.000
dollara, en vinnumaðurinn leitar
ásjár hjá Billy Bob Holland. Úr því
verður málatilbúnaður sem kallar á
ýtrustu aðgerðir og flækjast i málið
ungur sonur Earls, ónytjungur hinn
mesti, ræflarnir úr fina sveita-
klúbbnum, sem fylgja skipunum
hans, aðkomumenn sem hafa sitt-
hvað að segja um stórbokkann en
fara fljótlega í felur, leiguþý sem víl-
ar ekki fyrir sér ofbeldisverknaði af
verstu tegund og svo mætti áfram
telja. Og í hringiðjunni miðri er Pegg
Jean Deitrich, eiginkona Earls, sem
einu sinni svaf hjá Billy Bob.
Draugar og sjáendur
Þeir sem þekkja sögur James Lee
Burkes vita á hverju þeir eiga von og
verða varla fyrir vonbrigðum. Styrk-
ur bóka hans felst í angurværum stíl,
næstum tregafullum, náttúru- og
umhverfislýsingum og stórskemmti-
legri persónusköpun. Ein persóna
bókarinnar er til dæmis gamall fé-
lagi og reyndar stórvinur Billy Bobs,
L. Q. Navarro, sem birtist honum oft
þegar hann þarf mest á að halda, en
hann er draugur; Billy skaut hann
sjálfur til bana í ógáti þegar þeir elt-
ust við dópsmyglara á mexíkósku
landamærunum í gamla daga.
birtist með stórbrotnum
hætti í lokaþætti verksins,
sérstaklega einsöngs og kór-
þættinum, við ljóðabálk
Schillers ,,/\n die Freude“.
Mörgum gangrýnendum
þótti Beethoven fara illa með
söngvarana og margt í verk-
inu illa ritað fyrir hljómsveit
og jafnvel höfundurinn sjálf-
ur efaðist um að rétt hafi ver-
ið að ljúka verkinu með söngþættin-
um, svo sem bæði Czemy og
Sonnleithner höfðu eftir meistaran-
um. Þrátt fyrir að Beethoven hafi selt
Fílharmoníusveit Lundúna einkarétt
á flutningi þeÚTar níundu fyrir 50
pund var verkið samt fyrst flutt í Vín
og var stjómandinn í raun Michael
Umlauf en ekki Beethoven. Fyrstu
þrír hljómsveitarkaflamir em meist-
araverk og mótaði Saccani þá á
áhrifamikinn máta, lék á andstæð-
umar, sem hljómsveitin svaraði mjög
í sögunni má einnig finna mann
með aðeins eitt lunga, blinda ind-
íánakonu sem sér þó lengra en nokk-
ur annar, gersamlega misheppnaðan
framkvæmdamann, morðingja og
misyndismenn og einhvem sem er í
framan „eins og froskur sem troðið
hefur verið ofan í vaselínkrukku".
Frásagnarstíll Burkes er næstum
Ijóðrænn og textinn er ríkur af lík-
ingum í bland við fallegar náttúm-
lýsingar.
Fyrir þá sem era að leita að vönd-
uðum og kannski óvenjulegum
spennusögum sem era framlegar og
fýlgja ekki neinni ákveðinni formúlu
era bækur James Lee Burkes vel
þess virði að skoða.
Arnaldur Indriðason
vel, svo að flutningurinn var afburða
góður á köflum, stundum hrjúfur en
einnig blíður og fagurlega hljómandi.
Kórinn söng af glæsibrag, sérstak-
lega sópraninn, sem nær allt verkið
syngur upp á tvístrikað a og ekki síð-
ur karlaraddirnar. t.d. í „Seid umschl-
ungen“, sem er sérlega erfiður söng-
þáttur og ekki síður í tvöfóldu
fúgunni, þar sem slær saman textun-
um „Seid umschlungen" og „Freude,
schöner Götterfunken", er leiðir svo
yfir í einsöngskvartettinn, er lýkur á
sérkennilegri „Cadenzu", sem sungin
var nokkuð vel, þó söngurinn í heild,
sérstaklega innraddanna, væri held-
ur hljómlítill, blómstraði ekki. Finnur
söng hinn sérkennilega mai’skafla,
Froh, froh, ágætlega en það vantaði
tenórbirtuna í söng hans. Hann hefur
nú nýlega skipt yfir í tenór úr því að
vera baritón og hann er það í raun
ennþá. Það er ekki heppileg ráðstöf-
un, að byija þessi umskipti með því
að syngja tenórhlutverldð í þeirri
níundu, enda var söngur hans, þrátt
fyrir að vera fallega mótaður, nokkuð
hljómvana, sem var mest áberandi i
niðurlagi kadensumnar frægu „Poco
Adagio“.
Opnunin hjá Guðjóni, „O Freunde,
nicht diese Töne“ og fyrsta framsaga
aðalstefsins, sem Beethoven notaði
einnig í kóralfantasiunni op. 80, var
hreint út sagt glæsilega sungin. I
samsöngsþáttunum Wenn der grosse
Wurf gelungen og Freude trinken al-
le Wesen var söngur Ingveldar Ýrar
og Finns of hljómh'till en þar bára
Guðjón og Ólöf Kolbrún uppi söng-
inn, með mikilli reisn. Það sem stóð
upp úr var leikur hljómsveitarinnar
og mótun Saccanis á báðum sinfón-
íunum, ásamt stórglæsilegum söng
kórsins, sem var yfirþyrmandi vold-
ugur í tvöföldu fúgunni, svo og þegar
kórinn tók við af einsöngvarakvart-
ettinum í „Kusse gab sie uns und
Reben“, svo nokkuð sé tiltekið. í heild
vora þetta glæsilegir tónleikar og þar
átti hljómsveitin undir stjóm Ricos
Saccanis, ásamt Kór Islensku óper-
unnar, undir söngstjórn Garðars Cor-
tes, þátt í eftirminnUegum flutningi.
Jón Ásgeirsson
afsláttur af
glugga-
tjaldaefnum.
Efni frá kr.
200,- m.
ALNABÆR
Síðumúla 32, Reykjavík
Símar 553 1870 & 568 8770
Tjarnargötu 12, Keflavík
Sími 421 2061
Bj argvættur inn
Billy Bob
Rico Saccani
567 2277
NÝJA BÍLAHÖLLIN
Funahöfða 1
www.notadirbilar.is
Honda Civic LSi 1500, árg. 99, ek. 13 þ. km,
grænn, toppl., álfelgur, cd. Verð 1.590 þús.,
áhv. lán 1.250 þús.
Subaru Legacy 2,0 STW, árg. 96., ek. 96 þ.
km, þlár, álfelgur. Verð 1.350 þús., áhv. lán
1.070 þús.
MMC Spacewagon GLXi 4WD, árg. 98, ek.
45 þ. km, blár, ssk. Verð 1.950 þús., áhv. lán
1.350 þús.
MMC Pajero 2,8 dísel, árg. 96, ek. 105 þ. km,
grár, ssk., toppl. Verð 2.550 þús., áhv. lán
1.750 þús.
Toyota Corolla 1600 STW, árg. 98, ek. 62 þ.
k„ blár. Verð 1.090 þús., áhv. lán 730 þús.
M. Benz 300 TDT STW dísel turbo, árg. 98,
ek. 84 þ. ,km, 174 hö. Ssk., m/ö nema leöri,
blár. Verð 3.990 þús.
VW Golf GL 1400, árg. 94, ek. 78 þ. km,
svartur, 5-dyra, álfelgur, cd. Verð 690 þús.
VW Golf 1.6 Comfortline, árg. 99, ek, 18 þ.
km, 3-dyra, svartur, 15" felgur, spoilerkitt.
Verð 1.690 þús., áhv. lán 1.300 þús.
Nissan Sunny SLX1,6, árg. 92, ek. 62 þ. km,
3 dyra, ssk., einn eigandi. Verð 660 þús.,
áhv. lán 300 þús.
MMC Pajero V6, árg. 92, ek. 85 þ. km,
ssk., leöur, einn eigandi. Verð 1.590
þús., gullmoli.