Morgunblaðið - 21.01.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.01.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 MINNINGAR LEOPOLD HELGl SIGURÐSSON + Leopold Helgi Sigurðsson fæddist á Hellissandi 15. desember 1908. Hann lést 16. janúar síðastliðinn. Móðir hans var Jónína Guð- rún Jónsdóttir, f. 26. ágúst 1879, d. 30. nóvember 1945 og var hún ættuð úr Grunnavíkurhreppi í Jökulfjörðum. Faðir hans var Sigurður Magnússon, sjómað- ur á Hellissandi, f. 17. maí 1885, d. 9. febrúar 1909. Bróðir Sigurjón 111- ugason, f. 19. júní 1914, d. 1. júlí 1994. Útför Leopolds fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Okkur langar að minnast með nokkrum línum vinar okkar og frænda, Leopolds Sigurðssonar, svo snar þáttur var hann í lífi fjölskyldu okkar í áratugi. 91 æviár liggur að baki lífssögu Leopolds og áttu víst fáir von á því í upphafi ævi hans. Á Leopold voru lögð þau örlög í barnæsku að hann fékk illvígan sjúkdóm sem kallaður var beinkröm. Sjúkdómurinn gerði það að verkum að líkaminn þroskað- ist ekki eðlilega og var hann þess- vegna eftirminnilegur á að líta. Lág- ur í lofti en þráðbeinn í baki og lyfti fótunum nokkuð hátt er hann gekk. Einkennismerki var hann ávallt með utandyra, húfu með stuttu deri og hallaði henni allnokkuð niður á ennið þannig að svipurinn naut sín. Á þeim tíma er Leopold ólst upp var meira lagt upp úr líkamlegu at- gervi en andlegu og svo fór vegna veikindanna og óvissu um hversu langra lífdaga honum yrðið auðið að hann naut engrar skólagöngu, en við sem þekktum hann vissum að í and- anum bjó ágætlega vel gerður mað- ur með gott hreint hjartalag og okk- ur fannst eins og hann varðveitti alltaf barnið í hjarta sínu, svo ein- lægur var hann til orðs og æðis. Ekki mátti hann heyra talað illa um nokkurn mann og sagði þá gjarnan við þá er það gerðu: „Guð almáttug- ur fyrirgefi þér að tala svona.“ En svo fór að drengnum tók að vaxa fiskur um hrygg, tók að styrkj- ast og varð varla misdægurt eftir það og þá var farið að taka þátt í hinni daglegu tilveru. Bæði var það að móðir hans, sem öllum vildi gott gera, lánaði hann til ýmissa viðvika og fólk var fljótt að finna að honum mátti algjörlega treysta fyrir því sem honum var falið. Varð hann fljótt vinsæll í heimsóknum sínum í' önnur hús, ekki síst hjá húsmæðr- um. Það þurfti til dæmis að sækja vatn í Höskuldsá, skjótast eftir tób- aki í Kaupfélagið, kíkja eftir krökk- unum á meðan þær skutust yfir um í kaffisopa, einnig send- ast með skilaboð og smáhluti fyrir karlana og taka af þeim ýmis- konar viðvik. Ókkar kynni hófust fyrir al- vöru er við fluttumst í Rif, þá sóttum við til hans í fjölda ára að gæta barna okkar, ekki síst þegar við fórum út að skemmta okkur. Við munum vel eftir því hvað hann var undr- andi að við skyldum treysta honum til þessa, en hann setti skilyrði, allt varð að vera í röð og reglu, börnin helst háttuð, pelinn og annað sem til þurfti á sínum stað og vísa ferð heim strax og við komum. Hann hafði gjarnan þann háttinn á að hann lagðist fyrir framan hjá börnunum og raulaði fyrir munni sér ýmsan kveðskap sem hann kunni, börnin hændust að honum og hafa alla tíð virt hann mikils. Einn var sá siður á okkar heimili þar til börnin uxu úr grasi.Um hver jól sendi hann þeim pakka og þar sem ungviðin voru oft óþreyjufull eftir jólamatinn og biðu eftir að fá að taka upp pakkana, þá var látið eftir þeim að taka forskot og þau fengu að taka upp einn pakka hvert, og það brást aldrei að þau völdu alltaf pakkana frá Leopold, því þeir voru alltaf harðir og eftir það lá þeim minna á að opna hina. Oft furðar fólk sig á hvernig al- mættið hnýtir og slítur örlagavefi okkar mannanna. Guðrún Jónsdóttir fluttist með föður sínum barnung úr Jökulfjörð- um í Breiðafjarðareyjar. Hann flutt- ist norður aftur en hún fluttist út á Hellissand þar sem hún kynntist fyrri manni sínum, Sigurði, og eign- aðist með honum Leopold. Þegar hann er rúmlega eins árs drukknar Sigurður í hörmulegu slysi í Kefla- víkurvör á Hellissandi þann 9. febr- úar 1909, þar sem níu menn fórust þegar báti þeirra hvolfdi ofan í inn- siglinguna. Síðari mann sinn, Illuga, missti hún einnig í sjóslysi en sonur þeirra Siguijón var þá aðeins rúm- lega þriggja ára gamall. Guðrún ól önn fyrir sonum sínum og bjó lengst af á Blómsturvöllum á Hellissandi Árið 1939 flyst hún ásamt Leopoldi í skjól sonar síns Sigurjóns og eigin- konu hans, Gíslaugu Elíasdóttur, á nýstofnað heimili þeirra í Nýborg á Hellissandi og þar dvaldist hún þar til leiðin lá á dvalarheimilið Grund í Reykjavík þar sem hún andaðist. Leopold átti síðan heimili hjá bróður sínum og mágkonu allan tímann sem þeirra naut við, fyrst- á Hellissandi og síðan er flutt var í Höfðagrund á Akranesi. Hann naut í hvívetna ein- stakrar umhyggju og hlýju þeirra beggja og eftir að þau féllu frá hefur Gunnar Jón, sonur þeirra og fjöl- skylda, hlúð að honum af alúð, heim- sótt hann daglega á dvalarheimilið Höfða þar sem hann dvaldi við gott atlæti þar til yfir lauk. Móðir hans átti í lengri tíma eina kind sem Leopold hugsaði um af stakri alúð. Það þurfti að heyja fyrir blessaðri skepnunni og ekki passaði neitt orf fyrir hann, því lá hann á hnjánum með ljá í höndunum og skar grasið þannig og þurrkaði síð- an. Síðar smíðaði góður maður fyrir hann orf sem passaði. Þeir bræður eignuðust síðar fleiri kindur og þar sem Sigurjón stundaði lengst af sjó- inn þá kom það í hlut Leopolds að hugsa um kindurnar, það gat verið allnokkur sláttur á mínum manni og það hvein stundum í honum í réttun- um á haustin og þá var drjúgt tekið í nefið.Okkur er til efs að nokkrar skepnur hafi fengið betri umhirðu, og hvað hann varð barnslega glaður þegar lömbin fæddust á vorin, en hann sást líka stundum bregða hönd fyrir augun á haustin þegar þau voru tekin frá mæðrum sínum. Starfsævi sína stundaði hann til sjötugs á Hellissandi og hann var svo sterkur persónuleiki að það var eins og Hellissandur missti ákveð- inn „sjarma" eftir að hann fluttist þaðan. Á Akranesi undi hann sér ákaflega vel í þau 20 ár sem hann bjó þar, enda í góðri návist fjölskyldu sinnar og annarra vina að vestan, starfsfólks og heimilisfólks á Höfða. Gunnar Jón, Kristný og fjölskylda ykkar, miklar þakkir eigið þið skild- ar fyrir umhyggju ykkar við Leopold Helga Sigurðsson. Blessuð sé minnig hans. Ingi Dóri, Sigurlaug, Sig- rún, Gísli, Einar, Guðbjörn Sölvi, Ragnar og Kristinn. Nú hefur hann Poldi (Lalli) frændi fengið hvíldina, orðinn há- aldraður. Aldrei var hann heilsu- hraustur, en á unga aldri var hann með beinkröm, sem olli því að hann þroskaðist ekki eins og önnur börn, hvorki líkamlega né andlega. Sökum þess var honum ekki spáð langlífi og þótti mörgum ótrúlegt að hann skyldi ná svo háum aldri þrátt fyrir mikið heilsuleysi alla tíð. Læknar töldu það einstakt og að hann hefði aldrei náð svo háum aldri ef hann hefði ekki fengið svona góða umönn- un. Hann bjó hjá móður sinni og bróð- ur, en faðir hans fórst þegar hann var kornungur, svo og stjúpfaðir hans. Eftir að afi og amma festu ráð sitt fluttu þau mæðgin til þeirra og bjó hann áfram hjá þeim eftir lát móður sinnar. Hjá þeim bjó hann við GUNNAR KRIS TJÁNSSON Skilafrestur minningar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útfor er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. + Gunnar Kristjánsson vélsljóri fæddist í Melkoti f Staðarsveit á Snæfellsnesi 22. febrúar 1933. Hann lést á heimili sínu 6. janúar síðastliðinn og fór útfór hans fram frá Víðistaðakirkju 13. janúar. í morgun saztu hér undir meiði sólarinnar og hlustaðir á fuglana hátt uppí geislunum minn gamlivinur enveiztnú.íkvöld hvemigvegimirenda hvemig orðin nema staðar og stjömumar slokkna. (Hannes Pét.) Við söknum góðs vinar og sam- starfsfélaga og biðjum góðan guð að veita fjölskyldu Gunnars styrk á þessum erfiðu tímum. Guðrún Mary og Anna Hedvig. t Ástkaer eiginkona mín, SHIRLEY ANN SIGFUSSON, 36 The Prominade, Withernsea HU 132 DW.E. Yorks, Englandi verður jarðsungin í dag, föstudaginn 21. janúar, frá Hull. Fyrir hönd ættingja, Haraldur Sigfússon. gott yfirlæti þai- til þau létust bæði með stuttu millibili fyrir tæpum sex árum. Þau hugsuðu mjög vel um hann á allan hátt. Amma eldaði alltaf sérfæði fyrh- hann, því hann þurfti sérstakan mat. Poldi passaði mig oft þegar ég var lítil. Það sögðu mér margar mæður á Hellissandi að þær treystu engum betur til að passa börnin þeirra en honum. Hann var alltaf mjög hlýr og góður við mig og ég skynjaði sem barn eitthvað mjög sérstakt og já- kvætt við hann, eins og hann kynni og vissi meira en aðrir á þeim svið- um sem ekki eru áþreifanleg eða mæld. Mér fannst hann oft skemmtilegur, hann gat verið mjög fyndinn og hann hló svo skemmti- lega. Hann hafði unun af að kveða vísur og kunni ógrynni af sálmum og versum. Saklaus og hjartahrein sál getur kennt börnum meira en marg- ir aðrir. Poldi var mjög smávaxinn og sér- stakur í útliti og spennandi fannst mér að fylgjast með hæð okkar, ég var ekki gömul þegar ég var alveg að verða eins stór og hann og náði honum síðan og miklu meira til. Hann var vongóður og ekki man ég eftir að hafa heyrt hann kvarta. Nægjusamur var hann og með ein- dæmum þakklátur. Alltaf sagði hann við ömmu eftir hverja máltíð á sinn hlýlega hátt; Takk fyrir matinn minn, Lauga mín. Hann var mjög vanmetinn af mörgum sökum fötlunar sinnar, en þeir sem honum kynntust fundu fljótt að þarna var maður með hjarta úr gulli. Öllum vildi hann vel og var iðinn við að hjálpa öðrum, sendast og hugsa um kindur og hænsn fyrir fólk, sem hann gerði af stakri prýði. Við dóttir mín erum þakklátar fyrir að hafa fengið tækifæri til að hitta hann stuttu fyrir andlátið. Leit hann vel út, svo lítill og krúttlegur, átti hann erfitt um gang síðustu árin og sá og heyrði mjög illa, en alltaf þekkti hann mig. Honum leið vel *jf góðu yfirlæti á Elliheimilinu Höfða en þar var honum tekið opnum örm- um þegai’ hann kom þangað. Öll sú þolinmæði og gæði sem honum var sýnd á Höfða er einstök og var hugs- að um hann af mikilli hlýju og nær- gætni og fyrir það erum við ákaflega þakklát. Nú á kveðjustund þökkum við fyr- ir samveruna. Blessuð sé minning hans. Sigurlaug R. Sævarsdóttir, Jóhamij Hildur Inga og Sævar Orn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF ÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR, áður til heimilis í Hafnarstræti 47, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Seli miðvikudaginn 19. janúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 26. janúar kl. 13.30. Ólafur Haukur Arnarson, Sigurlaug Alda Þorvaldsdóttir, Hjördís Arnardóttir, Jón Grétar Ingvason, ömmubörn og langömmubörn. t Þökkum hlýhug við andlát og útför ÓLÍNU V. DANÍELSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar K2 á Landakoti. Þórunn Héðinsdóttir, Örn Hólmjárn, Ólína Ágústsdóttir Pogozelski, Charles Pogozelski, Margrét Ágústsdóttir, Vilborg Hólmjárn, Héðinn Hólmjárn og langömmubörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu, dóttur, systur og mágkonu, GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR, Neðstaleiti 14, Reykjavík. Elías Gíslason, Ólafur Elíasson, Elsa Herjólfsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Lilly Pjetursson, Osvald Ólafsson, Linda Storford, Pétur Ólafsson, Guðrún E. Hafsteinsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar móður okkar, GUÐRÚNAR SVEINSDÓTTUR MAGNÚSSON, Rauðalæk 52, Reykjavík. Elín Magnússon, Anna Guðrún Magnússon, Geirlaug Björnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.