Morgunblaðið - 21.01.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000
MORGUN BLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Sjóvá-Almennar stefna
á Verðbréfaþing
SAMÞYKKT var á stjómarfundi Sjó-
vár-Almennra trygginga hf. í gær að
stefnt skyldi að skráningu félagsins á
Aðallista Verðbréfaþings íslands fyr-
ir mitt þetta ár. Mun íslandsbanki
F&M sjá um skráningu á Verðbréfa-
þingið, en fram til þessa hafa viðskipti
með bréf í Sjóvá-Ahnennum m.a. far-
ið fram á Opna tilboðsmarkaðnum.
Eftir að tilkynning var birt um
ákvörðun stjómarinnar hækkaði
gengi hlutabréfa í félaginu um 27%
og var lokagengið 37. Miðaðvið gengi
37 er markaðsvirði Sjóvár-Almennra
um 21,6 milijarðar króna.
Sjóvá-Almennar hafa nú starfað í
Frjáls fjarskipti
kaupa
Heimsnet
FRJÁLS fjarskipti hf. hafa keypt
Heimsnet, net- og tölvuþjónustu íyr-
ir fyrirtæki og einstaklinga. Heims-
net var stofnað árið 1997 og meðal
viðskiptavina fyrirtækisins em fjöl-
mörg fyrirtæki og stofnanir. Stærsti
þátturinn í rekstri Heimsnets hefur
verið tengingar við Netið ásamt al-
mennri tölvuþjónustu fyrir fyrirtæki
og einstaklinga. I fréttatilkynningu
kemur fram að kaupin á Heimsneti
styrki innviði Frjálsra fjarskipta og
staðfesti sókn félagsins inn á mark-
aðinn.
Kerfis- og framkvæmdastjóri
Heimsnets hefur frá upphafi verið
Gunnar Atli Jónsson, sem ráðinn
hefur verið tæknistjóri Frjálsra
fjarskipta. Tíu manns starfa nú hjá
Frjálsum fjarskiptum, en reiknað er
með að í lok ársins verði þeir 25.
11 ár og er það mat stjómar félagsins
að tímabært sé að ski-á félagið á
Verðbréfaþingið enda uppfyllir það
öll skilyrði til skráningar. Skráning
auðveldi almenningi viðskipti með
hlutabréf í félaginu og tryggi um leið
betri verðmyndun, auk þess sem
hlutabréfamarkaðurinn stækki og
verði fjölbreyttari.
Hluthafar í Sjóvá-AImennum eru
nú 719 en á síðasta ári voru allir
starfsmenn félagsins gerðir að hlut-
höfúm. Hagnaður ársins 1998 nam
464 milljónum króna en uppgjör
vegna ársins 1999, sem enn er ólokið,
mun verða kynnt á aðalfundi félags-
ins þann 24. mars næstkomandi.
Nafnverð hlutabréfa í félaginu er 585
milljónir króna.
Kostimir fleiri en gallarnir
I svari við fyrirspurn á síðasta að-
alfundi Sjóvár-Almennra um hvaða
afstöðu stjóm og stjómendur félags-
ins tækju til þess að skrá félagið á
Verðbréfaþingi Islands sagði Bene-
dikt Sveinsson, stjórnarformaður fé-
lagsins, að það væri álitamál hvort
tímabært væri að skrá félagið á Verð-
bréfaþinginu. Benedikt sagði að einu
röksemdimar fyrir skráningu á
Verðbréfaþingi hefðu verið þær að þá
myndu liggja fyrir meiri upplýsingar
um félagið, og að jafnframt mætti þá
vænta verðhækkana á bréfum félags-
ins. Hann sagði að það væri ekki al-
-veg sjálfgefið að skrá ætti Sjóvá-Al-
mennar á Verðbréfaþinginu, þar sem
á þinginu væm enn nokkrir hnökrar.
Benedikt Sveinsson sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að það væri
mat stjómenda félagsins í dag að það
væri orðið tímabært að skrá félagið á
Verðbréfaþingi.
„Þetta meta menn í hverju félagi
hvenær það er tímabært. Það em
alltaf kostir og gallar við alla hluti og í
dag metum við það þannig að kostirn-
ir séu fleiri en gallamir,“ sagði Bene-
dikt. „Markaðurinn héma er ungur
og sveiflukenndur og það má segja að
hann sé að taka út þroska.“
Nýsköpun 2000 gengst fyrir nám-
skeiðum á níu stöðum á landinu
Undirbúningur nám-
skeiða á lokastigi
UM þessar mundir er verið að
leggja lokahönd á undirbúning nám-
skeiða í Nýsköpun 2000, en nám-
skeiðin em styrkt til jafns af Ný-
sköpunarsjóði og Byggðastofnun og
því þátttakendum að kostnaðar-
lausu.
Nýsköpun 2000, sem er skipuð
fulltrúum frá Nýsköpunarsjóði,
KPMG, Morgunblaðinu og Við-
skiptaháskólanum, setti sér það
markmið á fyrsta fundi sínum að ná
mun betur til landsbyggðarinnar nú
en síðast. Það var mat stjórnar-
manna, að besta leiðin væri að bjóða
upp á námskeið sem víðast um land-
ið og var ákveðið að standa fyrir
fimm tíma námskeiði á átta stöðum á
landinu auk námskeiða í Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum G.
Ágústs Péturssonar, verkefnisstjóra
Nýsköpunar 2000, verður á nám-
skeiðunum fjallað um ýmsa þætti
sem tengjast gerð viðskiptaáætlana,
og eru námskeiðin því því einstakt
tækifæri fyrir alla sem vilja öðlast
staðgóða þekkingu á undirbúningi
og gerð slíkra áætlana. Einnig fæst
þekking á samskiptum við fjárfesta
og fjármálastofnanir. Á námskeið-
unum verður farið yfir aðferðafræð-
ina og kennt að nota þau tæki sem
best hafa dugað. Fyrirhugað er að
setja námsefni í fjarkennslubúning
og mun Viðskiptaháskólinn sjá um
þann þátt málsins.
G. Ágúst Pétursson, hefur ásamt
fulltrúa Nýsköpunarsjóðs heimsótt
atvinnuþróunarfélögin / atvinnuráð-
gjafa til að undirbúa námskeiðahald.
Hann segir að alls staðar hafi menn
sýnt þessu framtaki mikinn áhuga
og tekið þessu með jákvæðum huga.
Mikil vinna hafi verið lögð í að end-
urbæta gögnin sem notuð verða á
námskeiðunum og starfsmenn
KPMG hafi lagt mikið af mörkum til
að þetta mætti heppnast sem best.
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ERICSSON hefur ákveðið að selja
Energy Systems, sem framleiðir raf-
hlöður og ýmsar tegundir rafkerfa,
til bandaríska fyrirtækisins Emer-
son Electric. Fyrir Energy Systems
greiðir Emerson Electric 275 mil-
ljónir Bandaríkjadala, rúmlega 60
milljarða íslenskra króna. Salan er
liður í rekstrarsamþjöppun Erics-
son, sem hyggst einbeita sér einung-
is að símatækni.
Energy Systems hefur verið í eigu
Ericsson í rúma öld. Hjá fyrirtækinu
starfa 2.200 manns í 20 löndum. Um
helmingur þeirra starfar í aðalverks-
miðju fyrirtækisins í Söderhamn í
Ericsson selur
Energy Systems
Svíþjóð. Reksturinn byggist á fram-
leiðslu rafhlaðna og rafkerfa, meðal
annars fyrir símstöðvar og farsíma.
Ericsson er einn aðalviðskiptavinur
Energy Systems og verður það
áfram.
I samtali við Svenska Dagbladet
leggur Kurt Hellström fram-
kvæmdastjóri Ericsson áherslu á að
salan byggist ekki á neinu öðru en
þeirri stefnu Ericsson að einbeita
sér að kjarnasviðum sínum. Rekstur
Energy hefur gengið vel, en hagnað-
urinn af sölunni verður notaður til að
bæta stöðu Ericsson enn frekar.
Höfuðstöðvar Emerson Electric
eru í St. Louis í Bandaríkjunum. Hjá
fyrirtækinu starfa 128 þúsund
manns. Veltan í fyrra var 14,3 millj-
arðar Bandaríkjadala, rúmlega 1.200
milljarðar íslenskra króna. Fyrir-
tækið hefur verið endurskipulagt á
undanförnum árum og einbeitir sér
nú að því að styrkja stöðu sína með
því að kaupa upp fyrirtæki á sviði
rafkerfa.
Fyrirtækið keypti 1998 keypt raf-
kerfadeild breska fyrirtækisins Ast-
ec af kanadíska símafyrirtækinu
Nortel. I Financial Times er haft eft-
ir Charles Knight framkvæmda-
stjóra Emerson Electric að salan sé
liður í viðleitni fyrirtæksins til að
treysta stöðu sína á hraðvaxandi
mörkuðum eins og símamarkaðnum.
Yfír 800% hækkun á gengi DeCode á 2 árum
Markaðsvirðið komið
yfir 100 milljarða
ÝMSIR hafa velt því
fyrir sér hvort gengi
DeCode sé orðið óeðli-
lega hátt. Ekkert ein-
hlítt svar er við því en
þetta gengi er mat ís-
lenska markaðarins. Á
sama tíma og gengi
DeCode hefur verið að
hækka umtalsvert
hefur gengi annarra
líftæknifyrirtækja í
Bandaríkjunum
hækkað enn meira. Til
dæmis hefur CuraGen
Corporation sem er
skráð á Nasdaq hækk-
að um ca 400% á sama
tímabili. Þegar borin
eru saman sex fyrirtæki í álíka starf-
semi (Curagen, Gene Logic, Genset,
Lynx Therapeut., Human Genome,
og Millenn Pharm) sem öll eru skráð
á Nasdaq í Bandaríkjunum, kemur í
ljós að þau hafa hækkað um rétt rúm
200% að meðaltali á meðan DeCode
hefur hækkað um 70% á umræddu
tímabili. Taka skal fram að öll þessi
fyrirtæki eru skráð á hlutabréfa-
markað (Nasdaq) og verðmyndun
því marktæk. DeCode er ekki skráð
á hlutabréfamarkað og fara viðskipti
fram á gráa markaðinum svokallaða.
Verðmyndun ber því að taka með
vissum fyrirvara. Fjárfestar vænta
þess hins vegar að fyrirtækið verði
skráð á erlendan hlutabréfamarkað
og mestar vonir eru bundnar við að
DeCode verði skráð á Nasdaq í
Bandaríkjunum.
Sérstaða DeCode
Fjárfestar telja að DeCode hafi
sérstöðu vegna væntalegs rekstrar-
leyfis á gagnagrunninum og eru
væntingar um virði hans nokkuð
stór þáttur varðandi mat á fyrirtæk-
inu. Erfitt er að meta hvers virði
gagnagrunnurinn er en flestir eru
sammála um að án hans væri fyrir-
tækið ekki í eins sterkri stöðu á
heimsmælikvarða. Undanfama
mánuði hefur trú fjárfesta á fyrir-
tækjum í erfðarannsóknum og
tengdum greinum aukist til muna.
Ekki er langt síðan vísindamenn
gátu í fyrsta skipti klónað lífverur og
út frá því vaknaði m.a. áhugi fjár-
festa á þessari spennandi vísinda-
grein. Margir telja að ýmsir sjúk-
dómar sem herja á mannkynið í dag
eigi eftir að víkja vegna árangurs í
genarannsóknum og lyfjum tengd-
um því. í því sambandi kemur
DeCode sterklega til greina sem eitt
helsta fyrirtæki heims á þessu sviði.
Tilgangur fyrirtækisnis er að leita
Undanfarna mánuði hef-
ur gengí DeCode Genet-
ics hækkað míkið. Sem
dæmi, nefna þeir Bragi
Smith og Viggó E.
Hilmarsson, þá var
gengið $28 í byrjun nóv-
ember á síðasta ári en er
núna í kringum $48, sem
er yfír 70% hækkun.
að erfðavísum sem valda sjúkdóm-
um á íslandi og nýta þær upplýsing-
ar til framþróunnar læknavísind-
anna. Fyrirtækið hefur á skömmum
tíma náð að mynda sterk tengsl við
íslensku þjóðina. Styrkur fyrirtæk-
isins og sérstaða liggur í því hversu
íslenska þjóðin er einstök þegar
kemur að eiginleikum til þess að ein-
falda leitina að erfðavísum sem
valda sjúkdómum.
Mat erlendra
sérfræðinga
í febrúar 1998 voru fjárfestum
boðnar í lokuðu hlutafjárútboði tvær
milljónir bréfa í DeCode á genginu
$5. í upphafi voru það að mestu
stærri fjárfestar sem eignuðust hluti
í félaginu enda töldu menn mikla
áhættu fólgna í þessari fjárfestingu.
Trú fjárfesta hefur síðan almennt
aukist og hluthöfum fjölgað ört.
Sérfræðingar á hlutabréfamörkuð-
60 dollarar
Verðþróun DeCode
11. janúar 1999 til 18. janúar2000
Heimild: Verðbréfastofan
0 -i------1-----1------r----1-
11. 11. 11. 11. 11. 11. 11. 11. 11. 11. 11. 11. 11.
jan. feb. mar. apr. maí jún. júl. ágú. sep. okt. nóv. des. jan.
um hérlendis telja að mikla hækkun
hlutabréfanna megi að nokkru leyti
rekja til hækkunar sambærilegra
fyrirtækja á hlutabréfamörkuðum í
Bandaríkjunum.
í samtali okkar við virta erlenda
sérfræðinga í greiningu á líftækni-
fyrirtækjum hjá Morgan Stanley,
Dean Witter og Robertson Step-
hens, um DeCode var það álit
beggja sérfræðinga að fyrirtækið
væri mjög spennandi fjárfestingar-
kostur og biðu menn spenntir eftir
skáningu fyrirtækisins á þarlendan
markað. Hins vegar töldu báðir
þessir sérfræðingar að markaðverð-
mæti DeCode í dag (u.þ.b. $1,5
milljarðar eða sem svarar til 108
milljarða íslenskra króna) væri
nokkuð hátt í óskráðu félagi. Lýstu
þeir einnig nokkurri undrun yfir
háu gengi félagsins miðað við smæð
gráa markaðarins á íslandi. Báðir
töldu að marktæk verðmyndun yrði
ekki til staðar fyrr en á eftirmarkaði
eftir útboð í Bandaríkjunum. Þess
má geta að báðir erlendu sérfræð-
ingarnir töldu líklegt að útboðs-
gengið þ.e. það gengi sem sérvöld-
um fjárfestum verður boðið bréf til
kaups á yrði miðað við 600-800
milljóna dala markaðsvirði. Bréfin
gætu síðan hækkað mikið á eftir-
markaði. Nýlegt dæmi er Maxygen,
útboðsgengið var 16$, fyrsta við-
skiptagengi á opnum markaði var
32$ og er í dag í kringum 100$ með
markaðsvirði um $3 milljarða.
Gengi DeCodeá
hlutabréfamarkaði
í dag er enn óljóst hvar DeCode
verður skráð á hlutabréfamarkað.
Fyrirtækið hefur heldur ekki til-
kynnt fjárfestum hvenær né hvort
fyrirtækið verði skráð í bráð en
flestir búast við tilkynningu frá fyr-
irtækinu þegar heilbrigðisráðuneyt-
ið hefur veitt rekstrarleyfið varð-
andi gagnagrunninn. Þar sem fyrir-
tækið er ekki skráð ber því engin
skylda að veita fjárfestum upplýs-
ingar um áform sín og annað sem
viðkemur fyrirtækinu. Margir hafa
spáð um hvert hugsanlegt útboðs-
gengi DeCode yrði. Meginatriðið er
hins vegar hvemig fjárfestar um all-
an heim munu meta fyrirtækið eftir
skráningu og opnun viðskipta með
hlutabréfin. Fjárfesting í DeCode er
í eðli sínu áhættufjárfesting. Ef
hlutabréfavísitala líftæknifyrir-
tækja helst sterk fram að skráningu
DeCode má búast við að gengi
DeCode geti margfaldast á skömm-
um tíma. Fjárfestar verða samt að
vera meðvitaðir um þá markaðsá-
hættu sem felst í hlutabréfum
DeCode.
Höfundar eru verðbrdfamidlarar hjá
Verðbréfastofunni hf.