Morgunblaðið - 21.01.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
SJÓNMENNTAVETTVANGUR
Frá si'ðustu afhendingu Bröste-verðlaunanna í Tónleikahúsi Kópavogs. Frá veislunni í Nausti um kvöldið. Peter Bröste, Vigdís Finnbogadóttir
Peter Bröste og Björk Guðmundsdóttir og Gylfi Þ. Gíslason.
VETTVANGSSKRIF mín áttu
að hefjast mun fyrr, en ýmsu
seinkaði vegna kerfisbreyt-
inga á blaðinu um áramót, fullkomn-
ari og flóknari tölvu sem skrifari er
að átta sig á, en á þessu verður vænt-
anlega ráðin bót næstu vikumar.
Hann er af kynslóð sem lifði öll hin
miklu umskipti, byrjaði á aflóga rit-
vélarskrifli, en skipti yfir í fullkomn-
ari tegundir þá tekist hafði að skrapa
saman aura fyrir þeim, þamæst raf-
magnsritvélar sem vom lygileg um-
skipti og loks tölvur sem var heljar-
stökk. Eðlilega er þessi kynslóð
stómm lengur að tileinka sér hverja
tæknibyltinguna á fætur annarri
þeim sem fæddir em beint inn í raf-
magnsritvéla- og tölvubyltinguna og
söðla um leið frá áunnum og grónum
vinnubrögðum. Tölvukynslóðin þekk-
ir hins vegar jafn lítið til ritvéla fyrri
tíma og nútímamaðurinn til vopna
fornaldar, sem ekki er fráleit samlík-
ing...
A morgni nýrrar stóraldar lítur út
fyrir að senn verði utanlandsferðir
ekki meira mál fyrir landann en að
bregða sér til Akureyrar eða Isa-
fjarðar, hefði átt að gerast löngu fyrr,
og mikilvægt að mæta umskiptunum
með skilvirkari fréttaflutningi af
listviðburðum eriendis. Þá þekkist
það alltof lítið hér sem lengi hefur
tíðkast í nágrannalöndunum og verð-
ur stöðugt meira áberandi, sem er að
halda úti skipulögðum ferðum á
menningarviðburði. Nú tíðkast í vax-
andi mæli að fá þekkta menn til leið-
sagnar, og þannig rakst ég nýlega á
auglýsingu í Weekendavisen þar sem
Herbert Punik, fyrrverandi ritstjóri
Politiken, er kynntur sem leiðsögu-
maður í röð menningarferða, ekki að
efa að þær verði fullbókaðar og rit-
höfundurinn góðkunni Johannes
Möllehave er hér einnig virkur m.a. í
menningarferðir hingað til lands.
Þetta hefur að vísu verið gert í ein-
staka tilvikum hér eins og átti sér
stað um Grikklandsferðir Sigurðar A
Magnússonar og ógleymdar skulu
menningarferðir Ingólfs í Útsýn, en
ætti að vera óþarfi að auglýsa slíkar
með fimmstjömu hótelum. Sá ágæti
velunnari íslenzkrar listar, Horst
Zimmermann, fyrrum forstöðumað-
ur listhallarinnar í Rostock og Al-
bertinum f Dresden, er á faraldsfæti
nokkrum sinnum á ári í sama tilgangi
og þó kominn nokkuð á áttræðisald-
ur. Ekki nokkur vafi á að ómældur
ávinningur sé fyrir leikmenn sem
aðra að slást í for með slíkum fróð-
leiksbrunnum.
Og svo við snúum okkur hér
strax aftur að náfrændum
vorum við Eyrarsund, telst
það til tíðinda sem koma okkur við, að
Poul Erik Töjner, fyrrum menning-
arritstjóri Weekendavisen, er nýráð-
inn forstöðumaður Lousiana-safnsins
í Humlebæk, þangað sem margur
landinn leggur reglulega leið sína.
Skrif hans um myndlist í blaðið voru
framúrskarandi og má ætla að með
slíka reynslu og yfirsýn verði hann
nýtur í starfi og muni haldi stefnu
Knud W. Jensens í heiðri. Lousiana
verði áfram alveg sérstakt safn á
landakorti Evrópu, síður smáútgáfa
af stóru núlistasöfnunum í París,
London og New York. Satt að segja
mætti hefja norræna list, gerða af
norrænum mönnum á Norðurlönd-
um, meira til vegs, því að öðrum kosti
verðum við aldrei hlutgengir öðruvísi
en sem bergmál heimsmarkaðsins og
þý stórþjóðanna.
STÓRALDAHV ÖRF
í tilefni aldahvarfanna, hvort heldur þau hafí borið upp um síðustu
eða næstu áramót, hefur mikið verið að gerast á myndlistarvett-
vangí úti í heimi. Bæði hvað sérsýningar og risauppstokkanir
snertir, sem sumar hverjar standa yfir langt fram á þetta ár líkt og
---------------------------7--------------
sýningarnar þrjár á MoMA í New York. I þessum fyrsta sjón-
menntavettvangi ársins lítur Bragi Ásgeirsson til baka í léttu
rabbi og rýnir einnig í stöðuna á íslenzkum vettvangi.
Peter Bröste, Þorgerður Ingólfsdóttir og Rut Ingólfsdóttir
eftir afhendinguna.
kvæmlega jafn úrelt í nú-
tímaþjóðfélagi að mið-
stýra menningu til fólks
og atvinnuvegunum, lyft
skal undir blóðríkt fram-
tak og áhuga sem fyrir
hendi er á hverjum stað og
umfram allt á fólk að
koma til vinnunnar en
ekki vinnan til fólksins. I
ljósi undangengins hávaða
varðandi gjaldþrot Lista-
skálans, var giska undar-
lega staðið að málum, að
ekki sé fastar að orði
kveðið. Skálinn loks aug-
lýstur til sölu langt undir
byggingarkostnaði, með
hagstæðum langtímalán-
um að auki! Margt var
hægt að gera til að lyfta
undir starfsemina, en ekki
er mér kunnugt um að
fróðir hafi verið kallaðir á
vettvang til skrafs og
ráðagerða þar um, aftur á
móti kappnóg um úrtölu-
menn sem óttast um sína
hagsmuni, ekki síst í hópi
listamannanna sjálfra.
Ein væn tillaga kom frá
Tryggva P. Friðrikssyni í
listhúsinu Fold, að gera
safn Þorvaldar Guð-
mundssonar í Sfld og fisk
aðgengilegt í Listaskálan-
um, og væru þá um leið
hæg heimatökin um ljúfar
Miami Art Miami 2000 20.-25.1.
Bolocna Arte Fiera 27.-31.1.
New York OutsíderArtFair 28.-30.1.
Strassburg Sl'Art 1 .-5.2.
Madrio ARCO 10.-15.2.
Dússeloorf ArtAnUaue 19.-27.2.
INNSBRUCK Art 24-27.2.
New York TheArmoryShow 25.-28.2.
BrOssel Foire des Antiquares de Beiqique 28.1.-6.2.
New York fnternational Artexpo 9-13.3.
Maastricht TEFAF Maastricht 18.-26.3.
Frankfurt Art 24-27.3.
New York Int. Asian Art Fair 24.-29.3.
Luxemburg Antiquitáten- und Kunstausstellung 16.-19.3.
Koln Westdeulsche Kunstmesse Intemational - Köfn Kunst Köln 1.-9.4.
Brússel EURANTfCA 18.-26.3.
Brússel Art Brussels 31.3.-4.4.
Hannover Kunst- u. Antiquitátenmesse Herrenhausen 2000 8-16.4.
Den Haag Holland Art Fair 21-25.4.
Mailano Mostra Intem. Arte e Antiquariato 6^-14.5.
Ckicaco Art2000 12-15.5.
New York Int.FineArtFair 12-17.5.
ZÚRICH KAM 16-21.5.
Amsterdam Art&DesíqnFair 31.5.-4.6.
New York SOFA 1.-4.6.
Amsteroam KunstRAI 7-12.6.
Basel Art'31/00 21.- 26.6.
Knokke Kunst- & Antíquilðlenmesse 5-15.8.
Libramont Libr'Arl 23.9.-1.10.
Paris F1AC 24.-30.10.
Berlin Art Forum Beriin 28.9.-2.10.
Dresden Kunstmarkt 20.-22.10.
Frankfurt Buchmesse 13.-18.10.
Basel Cultura 14.-22.10.
Múnchen Kunstmesse Mönchen 21.-29.10.
WlEN KunstWien2000 26.-29.10.
Köln Art Coloqne 5-12.11.
ZÚRICH Kunst 2000 24.11.-27.11.
Amsterdam PAN 26.11-3.12.
Gent lineart 1—5.12.
Mikilvægustu listakaupstefnurnar
í heiminum árið 2000.
Listir hafa stöðugt meira hlut-
verki að gegna í tæknivædd-
um heimi, hinn upplýstari al-
menningur verður um leið áhuga-
samari og virkari. Hvað myndlistina
snertir vindur hún stöðugt upp á sig,
árlegur viðburður að nýjar kaup-
stefnur séu opnaðar í stórborgum og
þær eldri treysta sig í sessi. Þá
herma fréttir að markaðurinn hafi
aldrei verið jafn traustur og heilbigð-
ur og á síðasta ári, lflct og berlega
mátti ráða af síðasta sjónmenntavett-
vangi mínum í áramótablaðinu. Mikil
spum af hverju þróunin hefur ekki
náð hingað og hversu veldur að
myndir brautryðjendanna hafa lækk-
að í verði í mesta góðæri í sögu þjóð-
arinnar, ef í þeim efnum má marka
fréttir fjölmiðla og yfirlýsingar ráða-
manna. Verð á myndverkum hinna
elstu hefur staðið í stað eftir nær
helmings lækkun á samdráttarskeiði,
sem er einkenni veikburða þjóðar
með tilviljanakennt og ótraust hag-
kerfi. Listhúsið Fold upplýsir, að
mikið framboð af málverkum Kjar-
vals undanfarið hafi gert það að verk-
um að verk hans hafi jafnvel lækkað
enn frekar, mun minna framboð sé á
verkum Jóns Stefánssonar og minnst
af Ásgrími, hins vegar hefur velta
hússins aukist jafnt og þétt sé litið til
heildarinnar. Þá er grafalvarlegt mál
að að enginn sýnilegur vilji skuli vera
vera hjá listastofunum um metnaðar-
fullar uppstokkanir eða skilvirka
framnínga frá ári til árs líkt og
Haustsýningamar voru á tímabili.
Miðstýringin og ruglið meira en
nokkru sinni, jafnframt einhæf mark-
aðssetning sem fælir almenning frá
virkum safnaheimsóknum. Að auki
virðist sem flóð síbyljunnar haldi
áfram, söfnin jafnvel orðin að sýning-
arsölum þar sem 3-5 sýningar eru
opnaðar á nokkurra vikna fresti. En
fjöldi sýninga og listviðburða hefur
aldrei talist öruggur mælikvarði á
blómlegt listalíf eins og sumir virðast
halda, einkum stjómmálamenn, ekki
frekar en að stærð myndverka marki
gæði þeirra. Drjúga athygli vekur
svo rýr hlutur íslenzkrar myndlistar
á meðan Reykjavík er menningar-
borg Evrópu og að allt skuli í sama
lygna farvegi vana og miðstýringar.
ilraun Einars Hákonarsonar
tfl að endurvekja Haustsýn-
ingamar fór út um þúfur, þar
skildu íslenzkir myndlistarmenn ekki
sinn vitjunartíma og skutu sig í fótinn
sem oftar, sem er sosum engin frétt.
Það bakland á fómíysi huga og metn-
aðar ekki fyrir hendi sem nauðsyn
var til að halda rekstri Listaskálans í
gangi, hér treysta einhverjir víst á
orðagjálfur ráðamanna um menning-
arhús í landsbyggðinni. En það er ná-
veitingar og matgæði á heimsvísu.
Yrði jafnframt ómæld auglýsing fyrir
íslenzk matvæli, þar sem útlendir
hefðu án efa þyrpst á staðinn. Þjóð-
inni til ómælds vansa og niðurlæging-
ar að hvergi skuli vera hægt að nálg-
ast skilvirkt yfirlit íslenskrar
myndlistar og stórfurða útlendingar
sig á því, jafnframt þá merkilegu ár-
áttu að lyfta undir og auglýsa erlenda
listamenn í spreng á listhátíðum, en
láta innlenda mæta afgangi. Afhjúpar
yfirgengilega minnimáttarkennd og
flathugsun um leið. Spútnikkinn í ís-
lenzkri myndlist undangenginna ára
er ótvírætt hinn hálfdanski, eða rétt-
ara hálfíslenzki, Ólafur Elíasson, en
eins og fram hefui’ komið var hann af
Capital-Kunstkompass í Þýskalandi
álitinn númer 37 af 100 mikilvægustu
myndlistarmönnum í heiminum árið
1999. Capital-Kunstkompass hefur
verið með skipulagða könnun frá
1970 og safnar saman plúspunktum
varðandi einstaklingssýningar í um
160 mikilsháttar söfnum í heiminum,
samsýningum og umfjöllunum í virt-
um tímaritum. Ólafur er fyrsti Is-
lendingurinn sem kemst þannig á
blað að ég best veit, en hann er líka
gæddur óvenjulegri gáfu við að
markaðssetja list sína, auk þess að
vera staddur á réttum stað á réttum
tíma þá Berlín er að rísa upp sem ein
af heimsborgum menningarinnar og
heldur sínum stíft fram. Ölafur hefur
afar góða aðstöðu í Berlín Mitte, eins
og ég hef áður vikið að, þótt í hrör-
legri húsasamstæðu sé, en hún er
komin í vemdunarflokk og mun eiga
að gera upp í fyrri mynd, sem vænt-
anlega marfaldar verðgildi eignaein-
inga í henni. Ólafur á danska móður
og er alinn upp og menntaður í Kaup-
mannahöfn, við mun betri skilyrði en
hér eru fyrir hendi, en sennilega er
hagstæðara fyrir hann að auglýsa sig
sem Islending, sem er auðvitað besta
mál.
Frami hans ætti að vera hér ein-
um lærdómur, öðrum lexía,
þar sem íslenzk myndlist er
fryst inni og nær allir þeir sem að-
hyllast óháða hstsköpun verða jafn-
framt að stunda almenn störf, séu
þeir ekki þeim betur settir fjárhags-
lega eða hvað útivinnandi maka
snertir. Alir þeir sem eru svo stað-
fastir og metnaðargjamir að mála
hvorki fyrir tískukenndan smekk lág-
kúmnnar né hlaupa undir pils fræð-
inga og sýningarstjóra.
Hér er gott að leiða hugann að
mönnum með hugsunarhátt öðlings-
ins Peter Bröste, sem skilja að metn-
aðarfull hstsköpun þai-f uppsláttar
við og að listamenn beri að heiðra á
hressilegan og eftirminnilegan hátt.
Bröste-bjartsýnisverðlaunin voru tví-
mælalaust mikilvægasta viðleitnin í
þá átt á öldinni sem leið, og lyfti á
þann veg undir þá 19 einstaklinga er
hlutu þau að lifir í minningu þeirra
ævilangt. Bæði höfðu flestir not fyrir
aurinn sem svona fyrirvaralaust
barst upp í hendur þeirra og svo vora
serímoníumar í kringum þau mikils-
háttar, þar sem ekkert var til sparað.
Fyrst í hinum veglegu gömlu húsa-
kynnum, Bröstegaard, á Kristjáns-
höfn í Kaupmannahöfn, sem jafn-
framt hýstu sérstætt listasafn, en
eftir að aðalbækistöðvanar vora flutt-
ar til Lyngby á ýmsum stöðum, eins
og ráðhúsinu á Friðriksbergi og loks
hér heima á undangengnum árum.
Hér vora aftur að nokkra komin þau
mikilvægu tengsl við danska há-
menningu og hugsunarhátt sem ís-
lendingar khpptu á við stofnun lýð-
veldisins, fyrir skammsýni og alveg
að ástæðulausu. Hefðu einmitt átt að
draga dám af þeim dýrmætu þáttum
þjóðreisnar, sem einmitt er grannur-
inn að danskri velmegnun og einu
yndislegasta og lýðræðislegasta jóð-
félagi norðan Alpafjalla. Urðum um
leið af þjóðartekjum sótt til hugvits
og mannauðs sem í dag væri ígildi
nokkurra álvera eins og margoft hafa
verið færð rök að í þessum pistlum.
Það var vel gert af einum manni
að halda þessum verðlaunum
úti í nær tvo áratragi og væri
vel ef þeim yrði við haldið á svipuðum
granni í framtíðinni, nú er Peter
Bröste hefur dregið sig að mestu í hlé
úr fyrirtæki sínu. En hvemig sem
mál þróast hefur hann skrifað nafn
sitt í íslenzka menningarsögu og und-
irstrikað um leið vilja svo margra
Dana í tímans rás að gera eyþjóðinni í
norðri vel.